Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 20

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 20
39 Kraftur 15 ára 38 Kraftur 15 ára Þegar fólk á barneignaraldri greinist með krabbamein má segja að hugsanlegar barneignir séu yfirleitt ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug eftir að það fær greininguna. Það er misjafnt hvort það fær upplýsingar um möguleika á að gera ráðstafanir til að geta eignast börn seinna meir og því miður er það stundum þannig að fólk kemst að því í meðferðarferlinu að það er búið að missa af tækifærinu til að eignast barn sem búið er til með þeirra eigin frumum. Það getur því verið mikið áfall að komast að því í miðri meðferð að það hefði þurft að grípa strax inn í og frysta sæðisfrumur eða fara í eggheimtu og frysta fósturvísa til að varðveita möguleikann á barneignum, og þá er það orðið of seint. Hér á eftir fer umfjöllun um þá möguleika sem eru í boði fyrir ungt fólk sem vill varðveita frjósemi sína. Ef karlmaður sem hefur greinst með krabbamein og vill frysta sæðisfrumur til hafa möguleikann á að eignast barn seinna meir þá fer hann á Art Medica glasameðferðarstöðina sem sér um aðstoð við fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn (www.artmedica.is). Þangað er hægt að fara og láta frysta sæðisfrumur. Það er mælt með að eiga nokkra skammta í frysti því það getur þurft nokkrar tilraunir til að eignast barn. Á heimasíðu Art Medica kemur fram að karlmönnum er ráðlagt að koma með nýtt sæðissýni um tveimur árum eftir að krabbameinsmeðferð lýkur til að athuga frjósemi. Þá er sýnið rannsakað og skoðað m.a. hreyfanleiki, lögun og fjöldi sæðisfruma. Ef sæðisfraleiðslan hefur jafnað sig er ekki nauðsynlegt að geyma frystu sæðis- frumurnar lengur. Kostnaður við sæðisrannsókn er 4.000 kr. Frysting sáðfruma kostar 20.000 kr. og geymslugjald á ári eru aðrar 20.000 krónur. Sæðisfrumur eru geymdar að hámarki í 10 ár. Ef það er ekki fryst hjá karlmanni sem er að fara í krabba- meinsmeðferð og hann ætlar sér að eignast börn í fram- tíðinni þá hefur hann möguleika á að nota gjafasæði. Í sumum tilfellum virðist framleiðslan þó jafna sig. Fyrir konur sem greinast með krabbamein þá hafa margar konur möguleika á því að fara í glasameðferð áður en þær þurfa að hefja krabbameinslyfjameðferð. Þá fer konan í gegnum ferli þar sem hún byrjar að sprauta sig á 21. degi tíðahrings Frjósemi fólks með krabbamein Grein Höfundar: Berglind Ósk Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur og Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur. með bælandi lyfjum sem slökkva á æxlunarkerfi hennar og senda hana í hálfgerð tíðahvörf. Síðan þarf konan að sprauta sig með hormónum sem örva framleiðslu á mörgum eggbúum í einu. Þegar eggbúin eru svo tilbúin er stungið á þau og eggin sem eru í eggbúunum eru sótt og frjóvguð með sæði maka eða gjafasæði ef maki er ekki til staðar. Þeir fósturvísar sem myndast eru svo frystir og geymdir þangað til konan fer að huga að barneignum. Hafa þarf í huga að það þarf oft nokkrar meðferðir til að búa til barn. Því er mælt með því að konur ræði við krabbameinslækn- inn sinn og lækna á Art Medica um hvort það sé í boði fyrir þær að fara jafnvel í 2 glasameðferðir áður en krabbameins- lyfjameðferð hefst til að eiga fleiri fósturvísa í frystinum. Stundum er því miður ekki í boði fyrir konur að fara í glasa- meðferð eftir greiningu því hefja þarf krabbameins- lyfjameðferð strax. Eins er glasameðferð ekki alltaf í boði fyrir konur sem til dæmis hafa greinst með hormóna- tengd krabbamein eins og til dæmis brjóstakrabbamein því lyfin sem notuð eru til að örva eggbúin geta valdið því að krabbameinið stækki og fari að dreifa sér. Það er þó mikilvægt að upplýsa þær um áhrif meðferðarinnar á frjósemina strax í upphafi svo þær hafi þessar upplýs- ingar þegar farið er af stað í krabbameinsmeðferðina. Þegar konur sem ekki eiga frysta fósturvísa fara að huga að barn- eigunum eftir að krabbameinslyfjameðferð er lokið og í ljós kemur að krabbameinslyfin hafa haft slæm áhrif á frjósemi konunnar þá þarf að skoða hvort konan sé kandidat í glasameðferð eða hvort best sé fyrir konuna að fá gjafaegg. Helstu ástæðurnar fyrir því að allar konur eru ekki kandidatar í hefðbundna glasameðferð eftir krabba- meinslyfjameðferð er sú að í sumum tilfellum hafa lyfin valdið varanlegum skaða á eggjastokkum konunnar og svo að lyfin sem notuð eru til að örva eggbúin geta aukið líkurnar á til dæmis á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum. Í dag kostar fyrsta glasameðferðin 376.000 krónur og ofan á það leggst lyfjakostnaður. Þetta verð þurfa því miður allir að borga. Ríkið niðurgreiðir aðra til fjórðu glasameðferðina að hluta. Uppsetning á fósturvísi kostar 92.000 kr og gjafa- eggjameðferð kostar 626.000 kr. Erlendis eru víða önnur meðferðarúrræði en eru í boði hérlendis. Til dæmis er í auknum mæli farið að frysta eggin ófrjóvguð erlendis, sérstaklega hjá einhleypum og/ eða ungum konum. Á mörgum stöðum erlendis er einnig boðið upp á glasameðferð án lyfja en slík meðferð kallast „in vitro maturation“ á ensku (IVM). Það sem sú meðferð hefur fram yfir hefbundna glasameðferð er að hún er tiltölulega auðveld og hún þarfnast mun minni undirbúnings, en í henni eru eggin sótt þegar þau eru enn óþroskuð. Þau eru svo látin þroskast á rannsóknarstofu áður en þau eru annað- hvort frjóvguð eða fryst. Fyrir þær konur sem nú þegar hafa sigrast á krabbameini og eiga í erfiðleikum með að verða óléttar en þurfa ekki gjafaegg, þá getur glasameðferð án lyfja verið góður kostur. Eitt af því nýjasta í þessum geira erlendis er að taka vefja- bút úr eggjastokk konunnar og frysta hann. Svo þegar konan er læknuð af krabbameininu og tilbúin í barneignir þá er vefjabúturinn hreinlega græddur í konuna aftur. Í grein sem birtist í maí 2013 í tímaritinu „Fertility and Sterility“ er fjallað um þrjár yfirlitsgreinar þar sem skoðuð voru 60 tilfelli þar sem frosinn vefjabútur úr eggjastokki var græddur aftur í konu eftir að hún hafði sigrast á krabbameini. Af þessum 60 konum þá var hægt að sjá þroskun á eggbúum í vefjabútnum eftir hálft ár í 93% tilfella. Af þessum 60 konum höfðu 11 þeirra orðið barnshafandi og höfðu þær fætt samtals 12 heilbrigð börn þegar greinin var skrifuð. Að lokum viljum við benda á spjallborð fyrir einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og eru að takast á við ófrjósemi. http://www.fertilethoughts.com/forums/can- cer-and-infertility/

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.