Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 17

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 17
32 33 Kraftur 15 ára Kraftur 15 ára Nýtt merki (lógó) Krafts leit dagsins ljós í sumar. Reyndar átti að taka merkið formlega í notkun á afmælisdegi félagsins þann 1. október en ákvaðið var að láta nýja lógóið fylgja við- burðum afmælisárs, þ.e. styrktartónleikunum og afmælis- málþinginu. Það hafði lengi verið á stefnuskrá Krafts að láta hanna nýtt merki, án þess að því hafi verið fylgt eftir. Í vor bauðst Krafti að sitja fundi, n.k. stefnumótunar- og hug- myndafundi, með auglýsingastofunni Hvíta húsinu, Ad- vania og Miðlun. Í kjölfar þeirrar vinnu bauðst Hvíta húsið til að hanna fyrir Kraft nýtt merki, án endurgjalds. Stofan efndi því næst til samkeppni meðal starfsfólksins og út úr þeirri samkeppni komu um 40 tillögur – hver annarri betri. Stjórn Krafts var því vandi á höndum við valið. Valdar voru tíu tillögur sem síðan var valið úr þar til þrjár stóðu eftir. Merkið, sem var valið að endingu, er hannað af Stefáni Einarssyni, en svo skemmtilega vill til að gerð var nafnlaus skoðanakönnun meðal starfsmanna Hvíta hússins og varð þetta merki, sem nú er lógó Krafts, hlutskarpast. Aðspurður sagði Stefán Einarsson, hönnuður merkisins, að slík vinna sé oft uppáhaldsverkefni grafískra hönnuða. „Nafn félagsins „Kratur“ gefur ákveðnar vísbebendingar auk þess sem ég vann út frá K-inu sem hefur verið ein- kennandi fyrir félagið hingað til. Hendurnar sem koma inn í merkið tákna samstöðu, samkennd og umhyggju. Appelsínu- guli liturinn endurspeglar orku og karft,“ sagði Stefán. Stjórn Krafts þakkar Hvíta húsinu innilega þessa höfðing- legu gjöf, sérstaklega þeim Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur og Gunnari Þór Arnarssyni og Stefáni fyrir frábært merki sem og góða samvinnu við lokagerð þess. Nýtt merki fyrir Kraft Hvíta húsið hannaði nýtt merki fyrir Kraft án endurgjalds Nýtt merki Krafts Nýtt merki Krafts, og sérstök viðhafnarútgáfa Krafts- merkisins vegna afmælisársins Kórar sameina krafta sína og styrkja Kraft Kvennakórinn Katla og Bartónar Kaffibarsins sam- einuðu krafta sína og stóðu fyrir jólatónleikum í Tjarnarbíó í desember 2013. Allur ágóði tónleik- anna, eða kr. 455.000 rann til Krafts. Þetta voru vel heppnaðir og skemmtilegir tónleikar og þakkar Kraftur af alhug þeirra rausnarlega framlag. Sungið fyrir Kraft Styrktaraðilar Fulltrúar Kötlu og Bartóna mættu á skrifstofu Krafts með myndarlega ávísun. Stefán Einarsson, hönnuður merkisins.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.