Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 14

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 14
26 Kraftur 15 ára • Íslenskur karlmaður á sextugsaldri greindist með lungna- krabba í Svíþjóð árið 2011. Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: 0 kr. • Íslensk kona, 38 ára einstæð móðir þriggja barna, öryrki. Greindist í júlí sl. með sjaldgæfa tegund krabbameins. Greiðir skv. taxta fyrir öryrkja. Greitt síðan í júlí, 250.000 kr. þrátt fyrir öryrkjaafsláttarkort. • 31. árs karlmaður greindist með krabbamein í eitlum árið 2011 í Frakklandi. Skurðaðgerð, lyfjameðferð og eftirfylgni síðan þá. Kostnaður við krabbameinsmeðferð síðan þá: 0 kr. • 27 ára íslenskur karlmaður í sambúð greindist fyrir tveimur árum. Hefur þurft að ganga í gegnum stífa með- ferð síðan þá. Kostnaður; um 1.500.000. kr. síðan við greiningu. • Íslensk kona á fertugsaldri greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 í Danmörku. Konan fékk viðeigandi meðferð ásamt sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun. Kostnaður fyrir viðkomandi: 0.- • Gift, þriggja barna móðir á Íslandi greindist í mars sl. Kostnaður síðan þá: 206.361 kr. Dæmi um kostnað krabbameinssjúklinga Grein Við eigum til frábær verð í sólina! - Tryggðu þér ódýrustu gistinguna í tíma! VETUR 2013 | 2014 Tenerife &Kanarí sumarferdir.is Karlarnir og kúlurnar Karlarnir og kúlurnar, golfmót á vegum Krabbameins- félagsins og stuðningsfélga var haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ 17. september sl. Það voru glaðir golfarar sem héldu heim á leið eftir vel heppnaðan golfdag þar sem veðurguðurnir léku við hópinn. Jón Karlsson golf- kennari miðlaði af sinni reynslu áður haldið var út á völl í golfmót með Texas scramble fyrirkomulagi. Þetta var mjög vel heppnað golfmót og skemmtilegur leikur. Markmiðið með þessum golfdegi er að karlmenn sem hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð hafi tækifæri til að koma saman og eiga skemmtilegan dag þar sem má tala um allt og ekkert og deila reynslusögum. Fyrir- lestur Önnu Sigríðar sálfræðings frá KRAFTI hitti í mark en hún flutti stutt erindi um mikilvægi jafningjastuðn- ings. Ekki var verra að allir þátttakendur fóru heim með glaðning frá stuðningsaðilum; Ölgerðinni, 66 norður, ZO-ON og FitnessSport. Það voru glaðir golfarar sem héldu heim á leið eftir vel heppnaðan golfdag á Bakkakotsvelli í sumar

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.