Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI Á ÁKLÆÐI OG TEPPUM MYNDAR VÖRN FYRIR BLETTUM OG RAKA GEFUR YFIRBORÐINU FALLEGT ÚTLIT ÁKLÆÐA ÞURRHREINSIR FYRIR BÍLA INNRÉTTINGAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt meirihluti sveitarstjórnar Reykhólahrepps hafi ákveðið að velja Teigsskógarleið ÞH fyrir Vest- fjarðaveg er ekki þar með sagt að Vegagerðin geti sent gröfur og bíla vestur til að hefja framkvæmdir. Hugsanlegt er að hægt verði að hefja framkvæmdir utan Teigs- skógar á þessu ári en það gæti þó vel dregist. Skipulagsferlið er langt komið og nú þarf að auglýsa breytingu á að- alskipulagi sem sýnir breytta legu vegarins í gegnum Teigsskóg og hvert á að sækja efni vegna fram- kvæmdanna. Þrír mánuðir gefast fyrir almenning og hagsmunaaðila til að gera athugasemdir. Eftir að sveitarstjórn hefur samþykkt aðal- skipulagsbreytinguna getur Vega- gerðin sótt um framkvæmdaleyfi fyrir alla leiðina, bæði þveranir tveggja fjarða og leiðina í gegnum Teigsskóg. Framkvæmdaleyfið er síðan kæranlegt til úrskurðar- nefndar auðlinda- og umhverfis- mála. Miðað við forsöguna má búast við kærum. Getur tekið 6 til 10 mán- uði að úrskurða. Beðið eftir veginum Hugsanlegt er að framkvæmdir geti hafist á þessu ári, að minnsta kosti á hluta leiðarinnar, eftir að skipulag hefur verið staðfest og framkvæmdaleyfi gefið út. Einnig er hugsanlegt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir í Teigsskógi og jafnvel víðar. Vegagerðin stöðvaði undirbúning Teigsskógarleiðar þegar ný sveitar- stjórn Reykhólahrepps fór að vinna að svokallaðri Reykhólaleið. Nú verður þráðurinn tekinn upp aftur. Hann felst í endanlegri hönnun veg- arins, samningum við landeigendur og gerð útboðsgagna. Vitað er af fyrri samskiptum að hluti landeig- enda í Teigsskógi er mjög mótfallinn vegi þar um og má búast við að Vegagerðin þurfi að leita eftir því að land undir veginn verði tekið eign- arnámi. Það getur kallað á dómsmál. Hagsmunaaðilar geta einnig borið málið í heild undir dómstóla, ef þeir verða undir hjá úrskurðarnefndinni. Stjórnendur hjá Vegagerðinni treysta sér ekki til þess að segja til um hvenær framkvæmdir geta haf- ist, það sé ekki að öllu leyti í þeirra höndum. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs, segir að reynt verði að hraða und- irbúningi enda sé beðið eftir þessum vegi. Fagna niðurstöðunni Sveitarstjórnarmenn á Vest- fjörðum fagna niðurstöðu meirihluta sveitarstjórnar Reykhólahrepps. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir alla Vestfirði,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hún vísar til þess að Teigsskógarleiðin hafi verið komin lengst í undirbúningi og því minnst- ar líkur á því að framkvæmdir við hana dragist. Hún gerir sér einnig vonir um að Alþingi komi Vestfirð- ingum til hjálpar með því að setja lög á framkvæmdina til að draga úr hættu á að hún fari að dragast vegna kærumála. Daníel Jakobsson, formaður bæj- arráðs Ísafjarðarbæjar, tekur ákvörðun Reykhólahrepps fagnandi. Hann minnir á að með framkvæmd- um á þessari leið, meðal annars Dýrafjarðargöngum, verði þetta hinn nýi þjóðvegur frá norðan- verðum Vestfjörðum inn á hringveg- inn og stytti mjög leiðina til Reykja- víkur. Hann segist ekki vera hræddur við kærur á aðalskipulag og framkvæmdaleyfi. Ef sveitar- stjórn Reykhólahrepps hafi vandað sig við undirbúninginn, eins og hann trúir að hún hafi gert, verði hægt að afgreiða málin hratt og örugglega. Þá sé áhættan af kærum ekki síðri á öðrum leiðum. „Mikil gleðitíðindi fyrir alla Vestfirði“  Óvíst hvenær vegaframkvæmdir um Teigsskóg hefjast Djú pif jör ðu r Þor ska - fjör ður Þo rs ka fjö rð ur B erufjörður Skálanes- fjall Teigssk ógur Hja llah áls Reykjanes Gufudalssveit Grónes- -hyrna Leið Þ-H um Teigsskóg Leið D2 Loftmyndir ehf. Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Leið A3/R um Reykjanes eftir núverandi Reykhóla- sveitarvegi og þverun við utanverðan Þorskafjörð Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Framleiðendur Áramótaskaups Sjónvarpsins hafa síðustu ár getað sótt sér endurgreiðslu til íslenska ríkisins vegna laga um endur- greiðslu fram- leiðslukostnaðar. Lögum sam- kvæmt eiga fram- leiðendur kvik- mynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostn- aði sem fellur til hér á landi. Þetta þýðir að kostnaður við framleiðslu Áramótaskaupsins hefur í raun verið talsvert meiri en gefið hefur verið upp, enda hefur dagskrárstjóri RÚV alltaf gefið upp þann kostnað sem RÚV hefur sjálft borið. Sá kostnaður hefur verið í kringum 30 milljónir króna, nú síðast 34 milljónir króna. Þegar tölur um endurgreiðslur eru skoðaðar kemur í ljós að fram- leiðslufyrirtækið Glass River fékk 10,2 milljónir króna vegna Skaupsins 2017, RVK Studios fékk 10,6 millj- ónir króna vegna Skaupsins 2016 og Stórveldið fékk 8 milljónir króna vegna Skaupsins 2015. Skarphéðinn Guðmundsson, dag- skrárstjóri RÚV, segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji að end- urgreiðslur Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir hönd atvinnu- og ný- sköpunarráðuneytisins til sjálf- stæðra framleiðenda séu afar já- kvæðar fyrir innlenda kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Um þetta gildi ákveðnar reglur og skilyrði sem verkefni þurfa að uppfylla. „Verk sem RÚV framleiðir sjálft hljóta ekki þessa fyrirgreiðslu en þegar sjálfstæðir framleiðendur framleiða efni fyrir RÚV eða aðra þá geta þeir sótt í þennan sjóð. Áramótaskaupinu hefur verið útvistað hjá RÚV um árabil með góðum árangri, og það frá því áður en þessi endurgreiðsla hóf göngu sína. Þessi framleiðsla upp- fyllir umrædd skilyrði og því fær framleiðandinn þessa endurgreiðslu. RÚV hefur aukið útvistun sem þessa á undanförnum árum og þar með mætt ákalli sjálfstæðra framleið- enda og skilyrðum í þjónustusamn- ingi við mennta- og menningarmála- ráðuneytið en einnig hefur þetta fallið vel að nýrri stefnu RÚV. Við viljum eiga í gjöfulu samstarfi við sjálfstæða framleiðendur og íslenska kvikmyndagerð almennt,“ segir Skarphéðinn og bendir á að eftirsótt hafi verið meðal framleiðenda að taka að sér Áramótaskaupið. Hann segir að í hvert sinn sem dagskrárefni sé í þróun hjá RÚV sé það metið hvort betra sé að vinna efni innanhúss eða í samstarfi við sjálfstæða framleiðendur. „Á undan- förnum árum höfum við aukið veru- lega framlag okkar til leikins efnis og sú aukning ratar nær alfarið til sjálfstæðra framleiðanda. Eðli þess- ara verkefna er þannig að við teljum að vænlegra sé að þau séu í höndum sjálfstæðra framleiðenda enda hlýt- ur sá ráðahagur að vera hvað væn- legastur fyrir íslenska kvikmynda- gerð. Við höfum einnig aukið stuðning við sjálfstæða framleiðend- ur við að koma íslensku efni á fram- færi erlendis.“ En nú á Áramótaskaupið sér ára- tuga sögu í dagskrá RÚV, það getur vart flokkast eins og hvert annað að- keypt efni? „Áramótaskaupið á sér sannar- lega langa og merka sögu. En út frá framleiðslusjónarmiði er Skaupið hins vegar vel til þess fallið að fela sjálfstæðum framleiðenda, þar sem það er umfangsmikil framleiðsla og leikið efni, jafnvel þótt það sé í grunninn RÚV-verkefni.“ Þóra Hallgrímsdóttir, formaður nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að nefndin afgreiði mál eftir gildandi lögum og reglum og hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig reglurnar eigi eða eigi ekki að vera. Hún segir aðspurð að engar athugasemdir hafi borist nefndinni né henni persónu- lega við því að Skaupið fái þessa end- urgreiðslu. Tíu milljónir árlega vegna Skaupsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Edduverðlaun Áramótaskaupið 2017 var valið skemmtiþáttur ársins.  Framleiðendur Áramótaskaupsins fá 25% endurgreiðslu kostnaðar  Fellur að nýrri stefnu RÚV Skarphéðinn Guðmundsson „Við vitum af tugum hjóna þar sem heilbrigður maki veikist vegna álags við umönnun á veikum maka. Fólk segir ekki frá þar sem um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Lands- samband eldri borgara hefur miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, for- maður landssambandsins. Hún tekur undir það sem Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir hefur sagt um skort á samfellu í úrræðum fyrir eldri borgara. Dæmið um hjónin í Hafnarfirði, sem aðskilin eru vegna hvíldarinnlagnar eiginkonunnar á Húsavík á meðan eiginmaðurinn bíður heima í Hafnarfirði, sé með þeim verstu en alls ekki eina dæmið um aðskilnað hjóna. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldr- unarmála á Landspítala og formað- ur færni- og heilsumatsnefndar höf- uðborgarsvæðisins, segir það ekki alls kostar rétta fullyrðingu sem fram kom í Morgunblaðinu í gær að einstaklingar með heilabilunarsjúk- dóma, sem ekki nýta sér alla þjón- ustu sem í boði er, komist ekki á for- gangslista fyrir hvíldarinnlögn. „Undir venjulegum kringumstæð- um þarf fólk að nýta sér formlega þjónustu ef hún er í boði. Í tilfellum þar sem maki eða aðrir fjölskyldu- meðlimir annast þjónustuna er litið á það sem ígildi þjónustu þegar kemur að samþykki færni- og heilsumats fyrir varanlega dvöl í hjúkrunarrými og ljóst þykir að ekki verður lengur stætt úti í samfélag- inu vegna framvindu sjúkdómsins,“ segir Pálmi. Hann bætir við að það geti þó ver- ið í mörgum tilfellum skynsamlegra fyrir ættingja að þiggja þjónustu til þess að létta á og fá stuðning í stað þess að bera allar byrðarnar. Makar veikjast vegna álags  Ættingjar hvattir til að þiggja þjónustu Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Pálmi V. Jónsson Á aukafundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að fara Teigsskógarleið, eða Þ-H leið, í aðalskipulagi hreppsins. Þrjár tillögur voru lagðar fram á fundinum. Ingi- mar Ingimarsson, oddviti hreppsins, lagði fram tillögu um frestun ákvörð- unar og íbúakosningu. Sú tillaga var felld með þremur atkvæðum og einn sat hjá. Árný Huld Haraldsdóttir lagði fram tillögu um Teigsskógarleið og var hún sem fyrr segir samþykkt. Því þurfti ekki að taka afstöðu til þriðju tillögunnar um Reykhólaleið, leið R. Voru sveitarstjórnarmenn ómyrkir í máli í bókunum, sögðu m.a. að Vegagerðin hafi tekið skipulagsvald af sveitarfélaginu og réttarstaða þess yrði skoðuð gagnvart Vegagerðinni. Þ-H leið samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.