Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Að stunda íþróttir er börn-um mikilvægt og þrosk-andi en fötlunar eða ann-arra ástæðna vegna finna sum sig ekki á hefðbundum æfing- um. Þeim hópi er nauðsynlegt að mæta og allir eru velkomnir til okk- ar,“ segir Hildur Arnar hjá Íþrótta- félaginu Ösp. Efnt var til kynningar á vegum félagsins í íþróttahúsi Klettaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík síðastliðinn laugardag þar sem for- eldrum og börnum bauðst að prófa sig í ýmsum íþróttagreinum. Í dag taka alls um 180 einstaklingar þátt í starfi félagsins en á þess vegum er hægt að æfa sund, frjálsar íþróttir, keilu, boccia, nútímafimleika, list- dans á skautum og fótbolta en til stendur að bæta við fleiri greinum. Blómstra algjörlega „Sumir sem æfa með okkur eru með líkamlega fötlun eða þá kannski blindir eða heyrnarlausir. Aðrir kunna svo að vera með greiningar eins og til dæmis AD/HD eða eru á einhverfurófinu. Falla því kannski ekki í hópinn og þurfa stuðning sem góðir þjálfarar okkar geta veitt. Sé líka haldið vel utan um þessa ein- staklinga þá blómstra þau algjörlega og geta sum hver þegar fram í sækir tekið þátt í almennu starfi íþrótta- félaganna. Að sjá slíkt gerast er mjög ánægjulegt,“ segir Hildur. Á kynningardeginum voru kynntir styrktarbolir sem Öspin hef- ur látið gera; alls 750 stykki sem seld eru á 2.500 krónur stykkið. Bol- irnir eru áritaðir af íslenska kvenna- landsliðinu í fótbolta, Jóni Margeiri og félögunum Jóa Pé og Króla. Til tíðinda bar að í Klettaskóla mætti Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, til að veita bol viðtöku, en í tímans rás hefur sambandið verið sterkur bak- hjarl Asparinnar. Lagt félaginu lið til dæmis í þjálfaramálum og öðru – og er það stuðningur sem hefur virkilega munað um. Fékk Guðni góðar móttökur, en hann sagði Asparfélögum frá ýmsu áhugaverðu viðvíkjandi fótboltanum. Margar keppnisferðir Margt áhugavert er framundan í íþróttastarfi Asparfélaga. Í næsta mánuði fara nokkrir á alþjóðlegt íþróttamót í Abu Dabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá verð- ur bráðlega haldið á alþjóðlegt mót í Malmö í Svíþjóð. Þangað ætlar Öspin með lið bæði í keilu og sundi og sendir einnig fólk á alþjóðleg skautamót í Kanada og Finnlandi. Hildur Arnar er móðir þeirra Gabríellu og Aniku Árnadætra sem báðar æfa listskauta með Ösp. Þær eru 19 og 17 ára, báðar líkamlega fatlaðar, og því hafa íþróttirnar gert þeim afar gott. „Stelpurnar byrjuðu að æfa með hefðbundnu íþróttafélagi, sem gekk ekki upp því þær voru á allt öðrum stað en hinir krakkarnir. Í Öspinni hafa þær plumað sig og finnst gaman. Mæta reglulega á æf- ingar í Egilshöll og fara svo á mót. Keppnisferðir þeirra til útlanda eru orðnar margar og hafa gefið þeim mikið. Sjálfri finnst mér afar gaman að fylgjast með starfinu og vera bak- vörður í Öspinni, því allt íþróttastarf byggist upp á því að sjálfboðaliða- sveitirnar séu öflugar,“ segir Hildur. Börnin blómstra í íþróttastarfinu Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf fé- lagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Fimi Sóldís Sara Haraldsdóttir lék listir á skautunum og vakti eftirtekt. Morgunblaðið/Eggert Sláttur Hekla Björk Hólmarsdóttir naut sín á kynningunni í Klettaskóla. Boltastrákar Guðni Bergsson mætti á svæðið og spjallaði um knattspyrnu við áhugasama strákana. KSÍ hefur lengi stutt vel við starf Asparinnar. Foreldri Hildur Arnar er í öflugri bakvarðasveit Asparinnar. Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Að þessu sinni er sjónum beint að þeirri áhættu sem við tökum í líf- inu, sem stundum er þess virði að taka. Það að nota símann undir stýri borgar sig þó ekki eins og sést í kynningarverkefni átaksins. Hugsa sig tvisvar um Auglýsingastofan Tjarnargatan sá um hugmyndavinnu og fram- kvæmd verkefnisins og er óhætt að lofa sterkum hughrifum sem munu fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur aftur upp sím- ann við akstur. Verkefnið uppfyllir öll skilyrði um persónuvernd og eru engar upplýsingar af reikningi notandans varðveittar eða miðlað áfram, segir í frétt frá Samgöngu- stofu. Þetta er fjórða skiptið sem Höld- um fókus-átakinu er hrundið af stað en það hefur ætíð vakið mikla athygli og sýnt mælanlegan árang- ur í könnunum sem Samgöngu- stofa hefur gert. Verkefnið á Ís- landsmet í deilingu á samfélags- miðlum en fyrsta átakinu var deilt um það bil 36.000 sinnum á Face- book. Hluti fyrri verkefna Höldum fókus hefur verið notaður erlendis, og hafa nokkur lönd lýst yfir áhuga á að setja upp sambærilega her- ferð og þessa. Hægt er að fara inn á www.holdumfokus.is til að sjá efnið. Mesti slysavaldurinn „Notkun síma undir stýri er af þeim sem vinna að umferðarörygg- ismálum í heiminum í dag talin einn alvarlegasti og mesti slysa- valdurinn. Það er því afar mikil- vægt að herferð sem þessi nái at- hygli sem flestra,“ segir Sam- göngustofa. Samgöngustofa með nýtt átaksverkefni í umferðarmálum Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Margt er að varast á vegum og fullrar einbeitingar er þörf. Höldum fókus og tölum ekki í farsímann við akstur bílsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.