Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 1

Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  19. tölublað  107. árgangur  LISTIN ER HLUTI AF ÞVÍ AÐ VERA MANNESKJA KVIKMYND VERÐUR TIL Í KLIPPIHERBERGI ANÍTA ÆTLAR SÉR AÐ KEPPA BÆÐI Á EM OG HM 2019 VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR 30 ÍÞRÓTTIRKRISTÍN VALSDÓTTIR 33 Stofnað 2009 » Kerecis var stofnað fyrir áratug á Ísafirði. » Skrifstofur fyrirtækisins eru þar í bæ, í Reykjavík og í Ar- lington í Virginíuríki í Banda- ríkjunum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem framleiðir sáraumbúðir úr fiskroði, vinnur nú að hlutafjáraukningu og hyggst sækja 7,5 milljónir dollara, jafnvirði 900 milljóna króna, til þess að styðja við frekari vöxt þess á komandi misserum. Í bréfi sem stofnandi og forstjóri fyrirtækisins hefur sent hluthöfum og Morgun- blaðið hefur undir höndum kemur fram að heildarvirði félagsins sé allt að 9,5 milljarðar króna, miðað við nýleg viðskipti með hluti í því. Tekjur fyrirtækisins hafa aukist mikið á undanförnum árum. Þannig gera áætlanir þess ráð fyrir að tekj- urnar verði allt að 40 milljónir doll- ara, jafnvirði 4,8 milljarða króna, á næsta ári. Gangi þær spár eftir hef- ur salan áttfaldast frá árinu 2016. Meðal hluthafa í Kerecis eru félögin BBL 34 ehf., sem er að stórum hluta í eigu Guðmundar Fertrams Sigur- jónssonar, stofnanda og forstjóra fé- lagsins, og Baldvins Björns Har- aldssonar, tryggingafélagið VÍS og 1924 ehf. sem er í eigu Marinós Marinóssonar. Kerecis metið á 9,5 milljarða  Selja ígræðsluefni til að byggja upp húð- og líkamsvef fyrir 1,6 milljarða í ár  Stefna á að þrefalda söluna á árinu 2020  Sækja aukið fjármagn til vaxtar MKerecis leitar fjármagns » 16 Morgunblaðið/Hari Átak Kynning á vinnu átakshóps stjórnvalda um húsnæðismál. Magnús Heimir Jónasson, Ómar Friðriksson og Jón Birgir Eiríksson Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að fjármögnun tillagna átakshóps um aukið framboð á hús- næði, sem snúa að ríkinu, sé á byrj- unarreit. „Þetta eru auðvitað tillögur sem eru af ólíkum toga. Sumar gera kröfur á sveitarfélög, aðrar þurfa að ræðast milli aðila vinnumarkaðar, sumt af þessu horfir til ríkisins. Af því sem horfir til ríkisins þá eru at- riði þarna sem ekki er augljóst að þurfi að fjármagna sérstaklega, t.d. Keldnalandið. En annað þarf að skoða með fjármögnun og við erum bara á byrjunarreit með það má segja,“ segir Bjarni. Átakshópurinn í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar á blaðamanna- fundi í gær. Spurður hvort hug- myndir átakshópsins rúmist innan fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda í húsnæðismálum segir Bjarni svo vera. „Jú, það eru til dæmis atriði þarna sem eru framhald af ein- hverju sem hefur verið í gangi eins og almennu íbúðirnar og þau fé- lagslegu úrræði sem þar er að finna,“ segir Bjarni og bætir við að það sé jákvætt að vilji sé til að halda því verkefni áfram. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Björn Snæbjörns- son, formaður Starfsgreina- sambandsins, fagna öll tillögum átakshópsins. „Ég get ekki betur séð en að það sé margt þarna sem okkur líst mjög vel á,“ segir Sólveig Anna. Hún nefnir í fyrsta lagi þá til- lögu er varðar leitun að samstarfi um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. Þá segir Ragnar Þór að ef hægt verði að framkvæma tillögur átaks- hópsins sé það „risastórt skref“ í átt að lausn kjaradeilunnar. Fjármögnun tillagna á byrjunarstigi  Skýrslu um aukið framboð á íbúðum skilað  Forystumenn verkalýðsfélaganna fagna tillögum hópsins MTillögur í húsnæðismálum »6 Ekki er útlit fyrir að snjókomu muni linna á næstu dögum, samkvæmt veðurspám. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur ofan á svart þá hafa hlýindi inni á milli brætt snjó og stíflað niðurföll, eins og þessir starfsmenn Veitna hafa glímt við. verið hæg sökum snjókomu og þá hafa rútur lent í vandræðum víða um land vegna mikilla vinda og úrkomu. Til að bæta gráu Snjór, slabb og stífluð niðurföll í höfuðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg  „Þessi framleiðsla uppfyllir um- rædd skilyrði og því fær framleið- andinn þessa endurgreiðslu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dag- skrárstjóri RÚV. Lögum samkvæmt eiga framleið- endur kvikmynda eða sjónvarps- efnis á Íslandi kost á endur- greiðslum á allt að 25% af fram- leiðslukostnaði. Áramótaskaup Sjónvarpsins fellur undir þessi lög. Framleiðslufyrirtækið Glass River fékk 10,2 milljónir kr. vegna Skaupsins 2017, RVK Studios 10,6 milljónir kr. vegna Skaupsins 2016 og Stórveldið fékk 8 milljónir vegna Skaupsins 2015. »2 Tíu milljónir í endur- greiðslu ár hvert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.