Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00 Reykjavík -4 snjóél Hólar í Dýrafirði -2 snjókoma Akureyri -5 léttskýjað Egilsstaðir -3 skýjað Vatnsskarðshólar -6 heiðskírt Nuuk -9 skúrir Þórshöfn 2 heiðskírt Ósló -4 alskýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur 0 snjóél Helsinki -17 skýjað Lúxemborg -3 skýjað Brussel 0 snjókoma Dublin 2 léttskýjað Glasgow 1 alskýjað London 2 skúrir París 1 þoka Amsterdam 0 þoka Hamborg 0 heiðskírt Berlín -2 heiðskírt Vín -4 þoka Moskva -15 heiðskírt Algarve 15 skýjað Madríd 6 súld Barcelona 9 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Róm 6 rigning Aþena 12 skýjað Winnipeg -12 snjóél Montreal -20 snjókoma New York -6 heiðskírt Chicago -5 þoka Orlando 20 léttskýjað  23. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:35 16:45 ÍSAFJÖRÐUR 11:02 16:28 SIGLUFJÖRÐUR 10:45 16:10 DJÚPIVOGUR 10:10 16:09 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Gengur í austan og suðaustan 10-18 m/s með snjókomu í flestum landshlutum. Á föstudag Snýst smám saman í ákveðna norð- austanátt með snjókomu austan- og norðanlands. Hæg vestlæg eða breytileg átt, víða bjartviðri og úrkomulítið en hvessir og fer að snjóa aftur norðaustan- og austantil seinnipartinn. Frost víða 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breiðholt verður eitt prestakall með þremur sóknum verði breytingartil- laga þess efnis samþykkt á kirkju- þingi í haust. Unnið var að sam- einingu Breið- holtsprestakalls og Fella- og Hóla- prestakalls en nú er hugmyndin að Seljaprestakall verði einnig með í sameiningunni. Séra Gísli Jón- asson, prófastur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra, sagði gert ráð fyrir því að sóknirnar héldu sér áfram, það er Breiðholtssókn, Fella- og Hóla- sókn og Seljasókn. „Hugmyndin er að það verði einn sóknarprestur og fjórir prestar sem þjóna þessum þremur sóknum. Það eru jafn margir prestar og þjóna þeim í dag,“ sagði Gísli. „Kosturinn við þetta er sá að samstarf sóknanna mun aukast og samvinna og samþætting á ýmsum sviðum. Starfskraftar prestanna munu nýtast betur og þetta gerir mögulegar sameiginlegar manna- ráðningar vegna barna- og æskulýðs- starfs, starfs fyrir eldri borgara og tónlistarstarfs í kirkjunum. Einnig er reiknað með að fjármunir muni nýt- ast betur.“ Gísli segir að mikið sé horft til auk- innar þjónustu við innflytjendur sem eru margir í Breiðholti. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er kom- inn með starfsaðstöðu í Breiðholts- kirkju og heldur m.a. utan um Al- þjóðlega söfnuðinn sem kemur þar saman. Þar eru reglulegar guðsþjón- ustur fyrir innflytjendur alla sunnu- daga og er kominn safnaðarkjarni. Fólk sem ekki var kristið hefur látið skírast til kristinnar trúar. Liggja undir skemmdum Breiðholtskirkja þarfnast mikils viðhalds og mun sóknin fá 20 millj- ónir úr Jöfnunarsjóði sókna á þessu ári. Gísli segir að með því sé hægt að hefja nauðsynlegar viðgerðir. Hann segir að mikill niðurskurður á sókn- argjöldum frá hruni sé farinn að segja til sín, það hafi haft áhrif á tekjur safnaðanna og Jöfnunarsjóðs- ins. „Það hefur ekki verið almennilegt viðhald á kirkjuhúsum í tíu ár frá hruni,“ sagði Gísli. „Í mínu prófasts- dæmi er viðhaldsþörf kirknanna upp á hundruð milljóna. Mesta þörfin er í Kópavogskirkju þar sem menn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga glerlistaverkum Gerðar Helgadótt- ur. Það er búið að laga eina hlið kirkj- unnar. Fjárþörfin er hátt í hundrað milljónir í þeirri einu kirkju.“ Gísli nefnir einnig Laugarnes- kirkju en hluta hennar hefur verið lokað vegna myglu. Það eru afleið- ingar af viðhaldsleysi. Kirkjuna teiknaði Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, og er ytra byrði hennar friðað. Sjötíu ár eru liðin á þessu ári frá vígslu kirkjunnar. Sameining prestakalla í Breiðholti Morgunblaðið/Jakob Fannar Breiðholtskirkja Alþjóðlegi söfnuðurinn er starf fyrir innflytjendur.  Þrjár sóknir og eitt prestakall  Bíður ákvörðunar kirkjuþings  Mun leiða til betri nýtingar starfs- fólks og fjármuna  Margar kirkjur liggja undir skemmdum vegna niðurskurðar á sóknargjöldum Séra Gísli Jónasson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er talsvert um fyrirspurnir. Margir hafa að undanförnu sótt um aðild að Kjarafélagi viðskiptafræð- inga og hagfræð- inga (KVH),“ seg- ir Birgir Guð- jónsson, for- maður félagsins. Margir nýir félagsmenn komi úr VR. „Það er fólk sem hefur verið í VR og er óánægt með stefnuna hjá félaginu. Því líkar ekki hinn herskái tónn,“ segir Birgir. Um 1.650 félagsmenn eru nú í KVH og hefur þeim fjölgað um 13% frá ársbyrjun 2018. KVH er eitt aðildarfélaga Banda- lags háskólamanna, BHM. Um 7% fjölgun í BHM Um 13.400 félagsmenn voru í BHM í september sl. Það er 7% fjölgun á einu ári. Fræðagarður - stéttarfélag háskólamenntaðra er eitt aðildarfélaga BHM. Bragi Skúlason, formaður Fræða- garðs, segir að í lok ársins 2016 hafi tæplega 2.000 félagsmenn verið í fé- laginu en rúmlega 2.400 í lok árs 2018. Það er um 20% fjölgun. Hann greini ekki straum úr VR yfir í Fræðagarð. „Á einkamarkaði eru nú um 900 félagsmenn í Fræða- garði, tæplega 800 hjá ríkinu. Þá erum við með félagsmenn hjá sveitarfélögum um land allt, hjá sjálfseignarstofnunum o.fl. Fræða- garður starfar á landsvísu og í félag- inu eru þrjár fagdeildir og mikill fjöldi starfsheita,“ segir Bragi. Líka fjölgun hjá lykilmönnum KVH er ekki eina stéttarfélagið sem hefur fengið til sín fyrrverandi félagsmenn í VR. Fram kom í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði að félagsmenn í stéttarfélaginu Félag lykilmanna (FLM) eru nærri tvöfalt fleiri en fyrir ári. Þeir voru um 400 í byrjun árs 2018 en eru nú rúmlega 700. FLM er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga. Gunnar Páll Páls- son, formaður FLM, sagði óánægju með herskáan tón verkalýðshreyf- ingarinnar meðal skýringa á aukn- um áhuga á félaginu. Félagsmenn telji sig ekki eiga samleið með verka- lýðshreyfingunni. Hætta í VR og ganga í KVH  Fjölgun í félagi viðskiptafræðinga Birgir Guðjónsson Alþingi kom saman á ný í vikunni að loknu jólaleyfi. Líflegar umræður voru á þingi í gær en þar var m.a. kosið um tvo viðbótarvaraforseta inn í forsætisnefnd en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma því í viðeigandi farveg. Steinunn Þóra Árna- dóttir, þingmaður VG, og Haraldur Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki voru kosin. Farið var eftir því að þingmenn væru óumdeilanlega ótengdir málinu og hefðu hvorki tjáð sig um það í ræðu né riti. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn stinga saman nefjum Störf Alþingis komin á fullt að loknu jólaleyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.