Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag. Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK. loccitane.com ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ #HelloGoldMorning Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Skuld flugfélagsins Ernis ehf. við ISAVIA hefur verið í umræðunni í frétta- miðlum undanfarið og hefur hún vakið athygli mína. Hörður Guðmundsson, for- stjóri félagsins, hefur verið til svara fyrir félagið og hefur gert það af hógværð og án stóryrða, sem hans er von og vísa. Segja má að Hörður sé einn af brautryðjendum farþegaflugs á Ís- landi, með flugvélum af minni stærðargráðunni, allt frá því að slíkt flug var stundað á vanbúnum eins hreyfils flugvélum. Með ótrú- legum dugnaði og þrautseigju hef- ur honum tekist að byggja upp flugstarfsemi sína á þann veg að aðdáun vekur miðað við þann markað, sem í boði er. Allar að- stæður frá náttúrunnar hendi, á landi og ekki síst veðurfarslegar gera miklar kröfur til rekstursins. Um það bil 50 ára flugrekstur Harðar hefur vissulega ekki verið áfallalaus, en hann hefur ekki látið bugast og haldið áfram ótrauður og eflst við hverja raun. Starfsemi sína byggir flugfél- agið fyrst og fremst á áætlunar- og leiguflugi auk sjúkraflugs, þeg- ar flytja þarf sjúklinga til með- ferðar erlendis. Rétt er að halda til haga að áætlunarflug félagsins er til lítilla og einangraðra staða og til staða, sem aðrir aðilar hafa af hagkvæmisástæðum neyðst til að hætta flugi til. Í dag er flogið á vegum félagsins með flugvélum, sem bjóða upp á öryggi og þæg- indi og hafa eiginleika og tækja- búnað sem best stendur til boða í dag og njóta þess bæði farþegar og áhafnir. Auk þess hefur Herði tekist að hlúa að starfseminni, með bygg- ingu mjög hentugs húsnæðis á Reykjavíkurflugvelli og er umbún- aður þar allur fyrir farþega og starfsmenn til mikillar fyrir- myndar. Ekki leikur vafi á að þessi þjón- usta er mjög mikilvæg lands- mönnum öllum og er þakkarvert að hún skuli standa þeim til boða svo og að eiga menn eins og Hörð Guðmundsson, sem hefur alla tíð staðið fast í lappirnar til að halda þessum rekstri gangandi. Ljóst er að félagið hefur nú ráð- ist í mikla fjárfestingu með kaup- um á 32 sæta Dornier 328-flugvél- inni. Þetta hefur kallað á fjárfreka og mikla vinnu við þjálfun áhafna og tæknimanna. Skrásetningar- ferlið hefur tekið um sjö mánuði og má geta nærri, að þessi langi tími hefur reynt mjög á fjárhags- stöðu félagsins. Flugvélin var loks tilbúin og fór sitt fyrsta áætlunar- flug núna í byrjun janúar, en Adam var ekki lengi í Paradís. ISAVIA ákvað skyndilega að stöðva rekstur þessarar flugvélar, vegna skuldastöðu flugfélagsins við þá og brugðust við tíma- bundnu ástandi á þann máta, að mér finnst með ólíkindum og þeim til vansa. Þar sem verið var að vinna ásamt erlendum sérfræðingum að viðhaldi flugvélarinnar í upphituðu flugskýli, var vinnan við flugvélina stöðvuð og henni læst utan dyra, þar sem hún var óaðgengileg starfs- mönnum félagsins. Fyrir náð og mis- kunn gaf ISAVIA heimild til að færa flugvélina aftur inn í skýli, til þess að ljúka viðhaldsvinnunni. Að þessari vinnu lokinni var hún síðan dregin út aftur og henni stillt upp, læstri á flugvélastæðinu, óvarinni fyrir veðrum og vindum uns skuldir verða greiddar. Þar stendur flugvélin í dag. Þessi aðgerð lýsir ótrúlega óvin- samlegri afstöðu til viðskiptavinar, sem greiðir um 100 milljónir til stofnunarinnar árlega, fyrir hækk- uð lendingargjöld, ný tilkominna farþegaskatta, sem eru jafnháir og fyrir þá farþega sem ferðast milli landa, nýtilkomin yfirflugsgjöld svo og leigu fyrir aðstöðu farþega á áfangastöðum úti á landi. Er þetta ekki algert skilningsleysi á því hlutverki sem ISAVIA-menn eiga að hafa – að reyna ekki að liðsinna Herði Guðmundssyni á erfiðum og viðkvæmum tíma, í stað þess að beinlínis að valda flugfélaginu skaða og gera því erf- iðara en ella að greiða skuld sína. Geta má þess að vegna endur- nýjunar tölvubúnaðar ISAVIA hafði Flugfélaginu Erni ekki bor- ist neinn reikningur fyrir gjald- föllnum þjónustugjöldum svo mán- uðum skiptir, en félagið greiddi samt um 50 milljónir til ISAVIA á árinu 2018. Ekki breytir það þó því, að skuldin er söm þótt reikn- ingar hafi ekki borist, en kvöðin til uppgjörs var tæpast eins rík fyrir bragðið. Þessar spurningar hljóta að vakna:  Hvers vegna þurfti að grípa til þessara harkalegu að- gerða?  Er það eðlilegt, að farþega- skattar séu þeir sömu fyrir innanlands- og millilandaflug?  Er það eðlilegt, að stofnanir geti kyrrsett atvinnutæki án aðkomu sýslumanns? ISAVIA-menn hljóta að geta fundið sér eitthvað þarfara og ár- angursríkara að gera, svo sem að hlúa að grasrótinni í fluginu og reyna að lágmarka ýtrustu kröfur sem berast frá ESB og EES, þannig að reglugerðafarganið verði einkafluginu og sviffluginu ekki ofviða. ISAVIA verður einnig að láta virkilega til sín taka og sporna við aðgerðum skaðvalda sem vinna leynt og ljóst að því, beint fyrir augum ISAVIA, að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll til stórkost- legs tjóns fyrir alla landsmenn og flugstarfsemi, flugvöll sem á ekki og getur ekki verið annars staðar en hann er núna. Eftir því sem nefndarálitum fjölgar, er það aug- ljósara. ISAVIA og Flugfélagið Ernir Eftir Svein Björnsson Sveinn Björnsson »Er þetta ekki algert skilningsleysi á því hlutverki sem ISAVIA- menn eiga að hafa – að reyna ekki að liðsinna Herði Guðmundssyni á erfiðum og viðkvæmum tíma, í stað þess að bein- línis valda flugfélaginu skaða og gera því erfið- ara en ella að greiða skuld sína. Höfundur er fyrrverandi eigandi Flugþjónustunnar ehf. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Viðskipti Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.