Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 22

Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Elskuleg frænka mín hefur kvatt þetta líf. Heiða eins og hún var ávallt kölluð ólst í fyrstu upp í Mólandi á Hauganesi, þar sem móðir hennar vann í versluninni á staðnum. Fljótlega kom í ljós að eitthvað var að henni sem erfitt var að greina. Læknar sem skoðuðu hana fundu ekki hvað var að. Um síðir lærði hún að tala, ganga og hjóla á þríhjólinu sínu, þá birtist henni ný tilvera þar sem hún gat tekið þátt í leikjum barnanna í þorpinu, sem tóku henni ávallt vel. Í október 1969, þegar Heiða var á sjöunda ári, fór móðir hennar með hana til Reykjavíkur til rann- sóknar, en þá var nýkominn til landsins fyrsti læknirinn í fötlun- arfræðum. Við myndatöku upp- götvaðist að blettir voru í heila barnsins, sem voru varanlegir. Alltaf fylgdust þær mæðgur að. Og barn að aldri varð Heiða vist- maður á Sólborg á Akureyri og var þar uns flutt var í sambýlin, sem tóku við af þeirri starfsemi. Síðast bjó hún að Keilusíðu 1b, þar sem hún hafði sína eigin íbúð. Hjá Árna mági og Dísu systur að Kambagerði 3 var hún löngum, meðan hægt var. Kynni mín af Heiðu voru ávallt ánægjuleg. Hún var oftast glað- sinna og tók öllum vel. Hún hafði Aðalheiður Hall- dóra Arnþórsdóttir ✝ AðalheiðurHalldóra Arn- þórsdóttir (Heiða) fæddist 29. janúar 1963. Hún andaðist 13. janúar 2019. Útför Aðalheiðar fór fram 22. janúar 2019. yndi af músík og söng oft með. Hún hafði gaman af að föndra og ýmislegt prjónaði hún, sem hún gaf oftast öðrum með ánægjubros á vörum. Hún átti líka sína dimmu daga og önnur veikindi sem hrjáðu hana. Eftir að hafa dottið og fót- brotnað varð hún að vera í hjólastól og í sjúkrarúmi. Í Keilusíðu 1b er frábært starfsfólk sem gerði sitt besta í að létta henni lífið. Síðastliðið sumar lét hún móður sína nokkrum sinnum aka hjóla- stólnum í heimsókn til mín í Múla- síðu og kom þá gjarnan með gjafir sem hún hafði prjónað. Það var ánægjulegt að fá að aðstoða þær til baka og þiggja kaffi hjá henni á eftir. Á leiðinni kom fyrir að við mættum fólki sem þekktu Heiðu og þá rann upp fyrir mér að í gegnum árin og áratugina var hún vel þekkt í bænum, þar sem marg- ir höfðu tekið þátt í að aðstoða hana á sambýlunum. Þökk sé því öllu góða fólki. Í kvæði eftir Jón úr Vör er sagt að móðir þín fylgi þér á götu, en þorpið fylgi þér alla leið. Dísa systir fylgdi Heiðu dóttur sinni á götu og fylgdi henni af frábærum dugnaði alla leið. Blessuð sé minning þín, elsku Heiða. Guð geymi þig og þökk fyr- ir allt og allt. Matthías Sigurpálsson. Elsku hjartans frænka okkar hún Heiða er flutt í sumarlandið og við minnumst þessarar einstak- lega góðu frænku með hlýju og þakklæti í hjarta. Heiða var ávallt höfðingi að heimsækja hvort sem hún var heima í Kambagerði eða þegar hún var farin að búa sjálf með aðstoð, síðast í íbúð í Kjal- arsíðunni, tók þá kennslu með sér út í lífið frá móður sinni Dísu. Allt- af var boðið upp á kaffi og með því, jafnvel perlað, prjónað og svo var rabbað um allt og ekkert, þá að- allega um fjölskylduna en hún Heiða okkar fylgdist vel með fjöl- skyldumeðlimum á landi og sjó enda mikið um sjómenn í ættinni gegnum árin. Spurði mikið um hvort allir væru ekki hressir og spurði oft hvort börnin væru ekki stillt, en það var Heiðu hjartans mál að börnin væru stillt. Heiðu var nefnilega einstaklega annt um fjölskylduna sína og vini, og ef eitthvað bjátaði á eins og oft gerist í lífinu sjálfu eða við leik og störf, þá sagði hún oft og iðulega, „þetta lagast“ og klappaði á herðar eða strauk hendur blíðlega og uppörv- andi í senn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni (Bubbi Morthens) Þakka þér fyrir samveruna elsku Heiða okkar, þá sérstaklega fyrir brosið þitt og elskuna. Þínar frænkur Sveinfríður Sigurpálsdóttir María Ingibjörg Kristins- dóttir og fjölskyldur. Það er skammt stórra högga á milli hér í Skógarlundinum. Fallin er frá Aðalheiður Arnþórsdóttir, sú þriðja sem kveður á örfáum mánuðum. Einn sterkasti per- sónuleiki þeirra sem sótt hafa þjónustu hingað. Rétt fyrir jólin var hún hér og síst af öllu hvarflaði það að okkur að hún kæmi ekki aftur. Flytti sig í aðra tilveru. Heiða eins og hún var alltaf kölluð og undirrituð hafa átt sam- leið með hléum í rúmlega aldar- fjórðung. Hún var ein af þeim fyrstu sem komu hingað, þegar stofnunin varð til. Saman höfum við gengið í gegn um sætt og súrt. Hún var einstök kona, lífsglöð og félagslynd. Elskaði alls kyns uppákomur, böll, afmæli og gleð- skap yfirleitt. 29. janúar næst- komandi hefði hún orðið 56 ára en þeim áfanga nær hún því miður ekki hér í jarðheimum. Hún held- ur örugglega upp á það með pomp og prakt á nýjum slóðum. Heiða hafði mismikinn áhuga fyrir vinnuverkefnum sem þurfti að leysa af hendi. Hugurinn leitaði frekar til sköpunar. Hún var mikil prjónakona og eru til mörg lista- verk eftir hana á því sviði. Hún hafði líka áhuga á því að skapa myndverk. Eitt slíkt færði hún undirritaðri, þegar hún kom hing- að í síðasta þjónustutímabilið sitt og prýðir það verk einn af veggj- um skrifstofunnar. ert þú að leita að fyrirheitna landinu ég skal vísa þér veginn í hjarta þínu er brot af því - stærra en þú heldur og í hjörtum vina þinna finnurðu það sem á vantar (Jórunn Sörensen) Kæra Dísa, Árni, Ómar, María, fjölskyldan öll og kæru vinir í Kjalarsíðunni. Ykkur öllum send- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum almættið að umvefja ykkur og styrkja. Gengin er stórbrotin kona sem kvödd er með trega. Elsku Heiða, hlutverki þínu á jarðríki var að ljúka og nú skiljast leiðir. Við brotthvarf þitt myndast skarð sem er vandfyllt og er þín sárt saknað. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina sem var gef- andi, lærdómsrík og skemmtileg. Í hjarta mínu á ég minningu um þig káta og lífsglaða. Megi góður Guð geyma þig. Fyrir hönd allra í Skógarlundi, Margrét Ríkarðsdóttir. ✝ Svanur ArnarJóhannsson fæddist 15. júní 1935 í Djúpuvík. Hann lést á öldr- unarheimilinu Skjóli 13. janúar 2019. Foreldrar hans voru Jóhann Ingi- bjartur Guðbjarts- son, f. 20.6. 1907 á Flateyri, d. 4.8. 1998, og kona hans Guðrún Guð- bjarnadóttir, f. 7.4. 1911 að Jafn- askarði í Borgarfirði, d. 24.12. 2000. Systkini Svans eru Anna, f. 13.10. 1937, Guðbjarni, f. 1.12. 1942, d. 11.1. 2010, Guðbjartur, f. 12.1. 1946, d. 26.10. 1949, Þorsteinn f. 2.7. 1952. Svanur var ókvæntur og barn- laus. Svanur lauk prófi frá Far- mannadeild Stýri- mannaskólans og starfaði sem stýri- maður og skipstjóri allan sinn feril þar til hann kom í land. Útför Svans fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag, 23. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Farinn er frændi minn hann Svanur. Honum sem mér þótti svo mikið til koma. Fyrir lítinn strák í afskekktum firði, þar sem allir þekkja alla, var framandi og spennandi að eiga frænda sem sigldi um heimsins höf – í orðsins fyllstu merkingu. Frænda sem kom í heimsókn vestur á Flateyri hlaðinn nýlendugóssi og sögum sem lítil eyru meðtóku sem heil- agan sannleik. Dót frá Ameríku sem svo sannarlega fékkst ekki í kaupfélaginu eða sögur af fílum uppi á dekki sem gætu bitið í hausinn á manni ef maður færi ekki varlega. Í barnæskuljómanum sá ég Svan frænda alltaf fyrir mér líkt og pabba Línu Langsokks, sem skipstjóra og kóng í Suðurhöfum. Eftir að ég verð eldri finnst mér hann minna meira á Línu sjálfa, maður sem fór eigin leiðir og hul- inn dulúð á margan hátt. Svanur var frændrækinn og góður heim að sækja. Hvergi var huggulegra að drekka kaffi með rjóma en við eldhúsborðið á Kleppsveginum og argast út í pólitík, innlenda sem erlenda, eða ensku deildina sem ég hef engan skilning á. (Lærði nokkur nöfn bara til að þykjast vera með.) Svanur hellti upp á svo rótsterkt kaffi að það ískraði í maganum eftir hverja heimsókn. Ugglaust hefur hann tekið upp sið ítölsku bátsverjana sem fengu sér espresso í morgunmat og borðuðu ekki fyrr en á hádegi. Fyrir mann sem hafði gætt sér á mat um allan heiminn þótti honum ekkert betra en soðin ýsa, skata eða lambakjöt. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í móttöku kvöldverð hjá honum við hverja heimsókn til Ís- lands og gæða sér á lambasteik. Hann var heimsborgari mikill, lærði t.d. dönsku í einum túr með danskri áhöfn og þegar hann heimsótti mig í Kaupmannahöfn kom í ljós að hann þekkti bæinn mun betur en ég nokkurn tímann. Svanur hafði margar sögur að segja sem gaman var að, á tímabili kunni ég allar kjaftasögur á Flat- eyri frá 1950 þó ég kynni ekki deili á því fólki sem við átti. Og hafandi verið skipstjóri og einstæður þá var hann ekki vanur að taka við skipunum frá öðrum eða gera málamiðlanir. Ef honum þótti saga frá mér leiðinleg skammaðist hann sín ekkert fyrir að skipta um umræðuefni, helst þá eitthvað sem honum þótti áhugavert. Ég minnist hans með hlýju og eftirsjá. Ég mun sakna þess að koma á Kleppsveginn og taka stöðuna með honum. Ég er þakk- látur fyrir góðmennsku og gjaf- mildi hans. Fallega brosið og aug- un sem minntu á ömmu Guðrúnu. Þétt og sterkt handtakið en faðm- lögin voru alltaf best. Hvíl í friði, frændi. Arnór Brynjar Þorsteinsson. Svanurinn er floginn á braut. Fullt af góðum minningum og maður minn, ég gæti baðað mig í öllu ilmvatninu sem hann hefur gaukað að mér gegnum árin. Öll símtölin. Alltaf hringt að kveðja á meðan hann sigldi erlendis. Svo kom hann í land og þá var hringt nánast daglega til þess að spjalla. „Ertu búinn að sjá Moggann í dag?“ Þannig byrjuðu símtölin oft. Já, við tókum oft pólitískan snún- ing í símanum. Samskipti okkar Svans urðu meiri og nánari eftir 2004 þegar bróðir hans fór að vinna í Reykjavík. Þá skrapp ég oft suður að kíkja á þá báða. Þegar ég greindist með krabbamein snerti það ekki síður Svan en bróður hans. Horfa saman á sjón- varpið yfir spjalli og góðum kaffi- bolla á kvöldin, Svanur gerði ekki tevatn, heldur sterkt og gott kaffi. Og svo iðulega ávextir með ís eða rjóma er leið á kvöldið. Svanur var heimsborgari, hafði farið víða, naut þess að ferðast, borða góðan mat, drekka góð vín og reykja stóra vindla. Þýddi lítið að bjóða viskí í vatnsglasi, það var slys. Síð- ustu tvö ár voru honum sérlega erfið vegna heilsuleysis. Reyndum við bróðir hans að hjálpa eins og mögulegt var og hann óskaði eftir. Heyrnin fór alveg í nokkra mán- uði en kom svo smá aftur og sjónin varð mjög slæm. Þá var sárt að vita að kollurinn var í lagi en Svan- ur eins og fangi í eigin líkama, bundinn við hjólastól. Frosinn fastur eins og svanirnir á tjörn- inni. En nú er Svanur floginn á betri stað. Hvíl í friði, vinur. Þín mágkona, Gunnhildur J. Brynjólfsdóttir. Svanur Arnar Jóhannsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur bróðir og frændi okkar, ÞÓRARINN BRANDUR ÞÓRARINSSON, lést þriðjudaginn 8. janúar. Útför fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. janúar klukkan 15. Stefán Þórarinsson Sæunn Stefánsdóttir Svava Lóa Stefánsdóttir Pétur Helgason Helena Helgadóttir Helga Björk Helgadóttir Gunnar Þór Helgason Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, ÁRNI V. SIGURÐSSON, Kjarrhólma 28, lést á líknardeild Landspítala að kvöldi 13. janúar. Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, föstudaginn 25. janúar klukkan 13. Sólrún Ósk Sigurðardóttir Árný Árnadóttir Jens Jóhannsson Þorgeir Lárus Árnason Arnbjörg Sigurðardóttir Ástgeir Þorsteinsson Ásthildur Bára Jensdóttir Árni Björn Jensson Gunnar Alex Jensson Ástkær eiginkona mín, HJÁLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Asparfelli 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. janúar. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 24. janúar klukkan 13. Halldór Stefánsson og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, Hafbliki, Grenivík, lést á Grenilundi sunnudaginn 20. janúar. Margrét Rós Jóhannesdóttir Guðjón Aðalbjörn Jóhannss. Elísabet Ragnarsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir Birgir Pétursson Björgólfur Jóhannsson Málfríður Pálsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir Valur Friðvinsson Oddný Jóhannsdóttir Arnþór Pétursson og fjölskyldur Við þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og kærleiksríka vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Egilsstaðakoti. Helga E. Hermundardóttir Halldór Sigurþórsson Sigurbjörg Hermundsdóttir Árni Guðmundsson Guðsteinn F. Hermundsson Kristín Tómasdóttir Einar Hermundsson Elín Bj. Sveinsdóttir Okkar ástkæri, BERGUR BERGSSON vélfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 19. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. janúar klukkan 13.30. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.