Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Seðlabankinn berst hetjulegagegn klámbylgjunni í list klassísku karlanna og náði sein- ast að koma ögrandi málverki á bak við lás og slá. Aðgerðin tók nokkra áratugi, sem er í góðum takti við tímann sem tekur bank- ann að afgreiða skýrslur þar sem allt er tryggilega hulið og ekkert bert, sem er þakkarefni.    S.Í. skaparfrábært fordæmi fyrir aðra banka og ekki síðra eftirdæmi, því að listrænir sérfræðingar umboðsmanns Alþýðunnar í Kreml höfðu fyrir löngu upprætt hina nöktu ögrun hjá sér.    Nafnlausar hetjur hafa marg-oft gert atlögu að litlu haf- meyjunni í Kaupmannahöfn sem er að sögn allsber sé sporðurinn talinn með. Danska lögreglan hef- ur ekki fundið þessa verði sið- væðingar. En nú er talið að í kjöl- far frétta héðan muni böndin „berast“, (vafasamt orðalag), að starfsmönnum danska seðlabank- ans.    En er sanngjarnt að Seðla-bankinn verji sig fyrir voð- anum en hóti svo að glenna allt framan í almenning þegar starfs- menn hans eiga frí! En óhjá- kvæmilegt er að benda á Einars- garð við suðaustanverðan Laufás- veg þar sem styttan Pomona, gyðja ávaxta, hefur glennt sig framan í alla síðan 1954!    Gyðja á-vaxta heyrir beint und-ir bankann svo að hann hlýt- ur að bregðast hart við. Aldingyðjan Pomona. Pomona glennir sig STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls bárust Úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála 153 kæru- mál á síðasta ári samkvæmt bráða- birgðatölum sem fengust hjá nefndinni í gær. Tekist hefur að fækka óafgreiddum málum hjá nefndinni. Skrifstofa úrskurðarnefndarinnar er að leggja lokahönd á samantekt yfir starfsemina í fyrra en fyrir ligg- ur að fjöldi kærumála sem nefndinni bárust í fyrra er svipaður og á árinu 2017. Lokið var afgreiðslu alls 188 mála á nýliðnu ári, sem eru til muna fleiri mál en afgreidd voru á árinu 2017 þegar lokið var 144 málum. 114 mál biðu afgreiðslu 1. jan. Málahalinn hefur því styst hjá úr- skurðarnefndinni en 1. janúar sl. var ólokið 114 málum sem biðu af- greiðslu samanborið við 149 mál sem ólokið var 1. janúar 2018. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú lokið sjöunda starfsári sínu, en nefndin var sett á laggirnar 1. janúar 2012. Fljótlega kom í ljós að kærur til nefndarinnar voru mun fleiri en reiknað hafði ver- ið með og óútkljáðum málum fjölg- aði. Náði kærufjöldinn hámarki á árinu 2016 þegar nefndinni bárust 175 kærur á einu ári. Fengu 153 kærumál og afgreiddu 188  Málahalinn styttist í fyrra hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi Ógilding starfsleyfa var meðal mála nefndarinnar í fyrra. Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, hefur verið að endurskipu- leggja eignasafnið sitt en á síðasta ári seldi félagið alls 210 íbúðir fyrir 6,2 milljarða króna. Þar af var eigna- sala á fjórða ársfjórðungi 2,9 millj- arðar króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar í gær. Þar segir m.a. að eitt af forgangsverkefnum félagsins sé endurskipulagning á eignasafninu. Áhersla hafi verið á að selja stakar eignir og einingar sem falla ekki að stefnu félagsins, eins og markaðsaðilum hafi verið kynnt í nóvember sl. Heildareignasala Heimavalla á ár- unum 2018 til 2020 er ráðgerð um 17 milljarðar króna en á móti hyggst fé- lagið bæta við sig nýjum hagkvæm- um eignum, eins og það er orðað í til- kynningu til Kauphallar í gær. 122 íbúðir seldar á Ásbrú Einn liður þessa verkefnis er end- urskipulagning eignasafnsins á Ásbrú og hefur félagið ákveðið að selja níu fjölbýlishús á Ásbrú sem til- heyra svokölluðu 900 hverfi. Um er að ræða 122 íbúðir sem eru að meðal- tali 155 fm að stærð og 32 stúdíó- íbúðir sem eru ríflega 40 fm hver. Eftir sölu þessa eignasafns mun fé- lagið eiga og reka 583 íbúðir á Ásbrú og er meðalstærð þeirra 98 fm. Heimavellir hafa gert samkomu- lag við fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans um sölu eignasafnsins. Félagið varð til árið 2015 með samruna þriggja leigufélaga á hús- næðismarkaði. Meðal eigenda eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög, eig- endur Stálskipa og ýmsir fleiri fag- fjárfestar. Heimavellir voru skráðir á hlutabréfamarkað sl. vor. Heimavellir seldu fyrir 6,2 milljarða  Selja á níu fjölbýlishús á Ásbrú í ár Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fasteignir Heimavellir ætla að selja 122 íbúðir í níu blokkum á Ásbrú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.