Morgunblaðið - 23.01.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.01.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Njóttu þess að hlakka til Ferðakynning hjá VITA 24. jan. Sælkera- ogsafaríferðumSuður-Afríku Lúxus-sigling til Spánar, ÍtalíuogMónakó ÆvintýrasiglingumKyrrahafiðog tilHawaii Ólöf SalmonGuðmundsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir og Lilja Jónsdóttir kynna ferðirnar ámorgun, 24. janúar. Kynningin verður hjáVITA, Skógarhlíð 12 og hefst kl. 17:30. Gengið inn neðan við húsið – gegnt Bústaðavegi. ÍS LE N SK A/ SI A. IS VI T 90 76 1 01 /1 9 Arnar Þór Ingólfsson Ómar Friðriksson Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur m.a. til að fjölgað verði hag- kvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir tekjulága, að uppbygging almenna íbúðakerfisins haldi áfram og unnið verði að uppbyggingu óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga að norrænni fyrirmynd. Þá verði leiguvernd aukin með sértækum aðgerðum, aðgengi að upplýsingum um húsnæðismál verði bætt og þess gætt að uppbygging samgöngumannvirkja og almenn- ingssamgangna fylgi mikilli upp- byggingu íbúða á höfuðborgarsvæð- inu og vaxtarsvæðum í kringum borgina. Í átakshópnum, sem starfað hef- ur frá 5. desember, áttu sæti fulltrúar ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Sjö undirhópar störfuðu með hópnum sem kynnti í gær 40 tillögur um að- gerðir. Að mati hópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á landinu öllu. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og áætlað er að um tíu þúsund íbúðir verði byggðar á árum 2019-2021. Gangi þær áætlanir eftir muni óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna en hún verði engu að síður um tvö þúsund íbúðir í upphafi árs 2022. Hópurinn bendir á að þrátt fyrir mikla uppbyggingu séu vísbending- ar um að það framboð sem nú er að myndast muni síður henta tekju- og eignalágum. „Stór hluti lítilla íbúða sem eru í byggingu á höfuðborg- arsvæðinu er í hverfum þar sem fermetraverð er hvað hæst. Í þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu þar sem fermetraverð er lægra virðist mest vera byggt af stærri íbúðum sem geta þar með síður tal- ist hagkvæmar. Því er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir til að auka framboð hagkvæmra íbúða á viðráð- anlegu verði til leigu og eignar,“ segir í kynningu á niðurstöðunum. Fram kemur í skýrslunni að mik- ill samhljómur var í hópnum um nauðsyn þess að leysa vandann á húsnæðismarkaði og mikilvægi þess fyrir yfirstandandi kjaraviðræður. Samkvæmt heimildum innan laun- þegahreyfingarinnar í gær virðast tillögurnar almennt mælast vel fyrir en helst er fundið að því að ekki er útfært hvernig fjármagna eigi ein- stakar aðgerðir. Þá þyki einkenni- legt að samhliða er að störfum ann- ar ráðherraskipaður starfshópur sem er að útfæra aðgerðir til að auðvelda ungu tekjulágu fólki að kaupa sér fyrsta íbúðarhúsnæði. Aðilar vinnumarkaðarins komi ekki að þeirri vinnu. Bæta í stofnframlögin Meðal tillagna átakshópsins varð- andi uppbyggingu almennra íbúða er að ríki og sveitarfélög auki fjár- veitingu í stofnframlög á næstu ár- um. Tekjumörk inn í almenna íbúðakerfið verði endurskoðuð og taki mið af tveimur neðstu tekju- fimmtungunum og til komi aukning stofnframlaga þannig að þetta dragi ekki úr uppbyggingu vegna tekju- lægsta fimmtungsins. Fjármagnskostnaður stofnfram- lagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og lagður er til aukinn stuðningur við óhagnaðar- drifin húsnæðisfélög m.a. með því að leitað verði eftir samstarfi stétt- arfélaga, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóða um fjármögnun leigu- félagsins Blæs, sem ASÍ og BSRB stofnuðu í þessum tilgangi. Gert verði ráð fyrir að óhagn- aðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu húsnæðismarkaðar á næstu árum og að óhagnaðar- drifin húsnæðisfélög taki þátt í upp- byggingu íbúðarhúsnæðis á marg- víslegan hátt. Þau geti m.a. komið að upp- byggingu íbúða sem henta úrræðum stjórnvalda um sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Meðal tillagna um leiguvernd er að ákvæði húsaleigulaga verði end- urskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda t.d. um ákvörðun leigu- fjárhæðar í upphafi leigu og heim- ildir til breytinga á henni á leigu- tíma, lengd og uppsögn leigusamninga, og möguleg viðurlög við brotum. Gæta þarf að því skv. tillögum hópsins að breytingar á húsaleigu- lögum hækki ekki leiguverð eða dragi úr framboði á leigumarkaði og að sveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis verði aukinn. Mæta þörf og bæta leiguvernd  Samstaða í átakshópi um 40 tillögur um aðgerðir í húsnæðismálum og bætta stöðu leigjenda  Margar lausnir en ekki útfært hvernig fjármagna á aðgerðirnar Uppbygging íbúðarhúsnæðis og skortur á íbúðum Byggðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu 2000 til 2021 Íbúðaskortur á landsvísu 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Byggðar íbúðir Spá Íbúðaskortur Spá ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20 ’21 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20 ’21 ’22 Heimild: Átakshópur um aukið framboð á íbúðum, janúar 2019 Átakshópurinn telur að Keldur og eftir atvikum Keldnaholt gætu nýst sem byggingarland þar sem m.a. ákveðinn hluti íbúða yrði hag- kvæmar leiguíbúðir fyrir tekjulága og einnig almennar íbúðir og veitt- ur yrði afsláttur af lóðarverði. Aðr- ar lóðir yrðu seldar á markaðsvirði. Leggur hópurinn til að ríki og Reykjavíkurborg komist að sam- komulagi um að hefja skipulagn- ingu Keldnalands, m.a. með mark- mið um félagslega blöndun eins og það er orðað, og semji um eignar- hald og framkvæmdir. Skipulagn- ing hefjist á þessu ári og byggingar samhliða öðrum áfanga borgarlínu. Ljósmynd/aðsent Keldur Lögð er til skipulagning Keldnalands undir íbúðir til að auka framboð húsnæðis. Keldnaland skipu- lagt fyrir íbúðir Í tillögum átakshópsins er sett fram sú hugmynd að ríki og sveitarfélög taki upp viðræður um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leigu- íbúðum og að ráðstafa í skipulagi 5% af byggingarmagni á nýjum reitum og hverfum til uppbygg- ingar á félagslegu leiguíbúða- húsnæði. Ennfremur er lagt til að sveitar- félögum verði tryggðar heimildir í skipulagslögum til að gera kröfu um að allt að 25% af byggingar- magni skv. nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir al- mennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigandi landsins er sveitarfélag, ríkið eða einkaaðili. Ráðstafi hluta undir félagslegt húsnæði Átakshópurinn leggur til skrán- ingu leigusamninga í opinbera gagnagrunna og að útfærðar verði leiðir til að hvetja aðila til að gera upplýsingar um leigu- verð og lengd leigusamninga aðgengilegar. Þetta yrði t.d. gert með því að binda skattaaf- slátt vegna langtímaleigu við skráningu í gagnagrunn. Í umfjöllun um úrbætur og einföldun í skipulagsmálum er m.a. lagður til sá kostur að í skipulagslöggjöf verði skil- greint og heimilt að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtím- anota á athafnasvæðum. Enn fremur verði heimilt að reisa skammtímahúsnæði til að bregðast við tímabundnum vanda. Tilgangur slíkra heimilda yrði sá að vinna gegn búsetu í óvið- unandi og ósamþykktu hús- næði, mæta þörf vegna tíma- bundinnar búsetu o.fl. Skrá leigu í gagnagrunna LEIGUVERND OG LAUSNIR „Ef það tekst að framkvæma þess- ar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeil- unnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, um tillögur átakshópsins um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Ragnar Þór var hluti af starfs- hópnum sem vann að tillögunum. Hann er ánægður með að aðilar úr öllum áttum náðu saman um þessar aðgerðir en nú þurfi að hrinda þeim í framkvæmd. „Ég myndi segja að ef allir þeir aðilar sem komu að þessari vinnu; sveitar- félögin, ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins, gátu komið sér saman um þessar aðgerðir þá þarf núna bara að standa við það og láta verkin tala.“ Hann telur einnig að ef tillög- urnar verða framkvæmdar muni það hafa mikil áhrif á húsnæðis- vandann, bæði til skemmri og lengri tíma. „Við erum þá að fara að sjá hérna raunverulega breytingar á húsnæðismarkaði til framtíðar bæði hvað varðar skammtíma- úrræði til að mæta bráðavandanum og raunveruleg úrræði til að verja fólk betur á leigumarkaði.“ Gott innlegg fyrir viðræðurnar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, tekur í sama streng. „Það er ánægjulegt að sjá að til- lögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Hall- dór. Hann telur tillögurnar gott inn- legg í yfirstandandi kjaraviðræður, en fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar hafa kallað eftir aðkomu hins opinbera að kjaraviðræðunum, m.a. hvað húsnæðismál varðar. „Við erum sammála um að húsnæð- ismálin séu einn stærsti málaflokk- urinn í komandi kjarasamningum og það að við náum saman um þessi áhersluatriði er mjög já- kvætt,“ segir Halldór. Leigumarkaðurinn mikilvægur Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), var einnig jákvæður gagnvart til- lögum átakshópsins þegar Morgun- blaðið hafði samband í gærkvöldi. „Þær eru að mörgu leyti mjög já- kvæðar. Þetta eru góðar tillögur bæði hvað varðar að lækka vexti og gera mönnum auðveldara fyrir að lækka leigu vegna þess að það er lægra vaxtastig,“ segir Björn og bætir við að átak í uppbyggingu íbúða og breytingar á byggingar- reglugerð skipti einnig miklu máli. „Mér finnst þetta allt mjög jákvætt í heildina og hvernig eigi að taka á málefnum leigjenda og reyna að koma skikki á þau.“ Spurður hvaða aðgerðum hann myndi vilja sjá hrint í framkvæmd fyrst segir hann aðgerðir á leigu- markaði vega þyngst. „Við höfum alltaf sagt að það sem liggur mest á okkur er okkar fólk á lægstu tekjunum, og að því verði gert auðveldara að komast inn í öruggt leiguhúsnæði. Lægri leiga og meira öryggi er það sem við viljum sjá og mér finnst vera tekið á þeim málum.“ Björn segir að lokum að aðgerð- ir sem þessar liðki fyrir kjara- viðræðunum og hann vill sjá nánari tillögur sem fyrst svo þessar hug- myndir verði framkvæmdar en verði ekki bara á blaði. „Risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar“  VR og SGS fagna tillögum átakshóps um húsnæðismál Tillögur í húsnæðismálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.