Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 23

Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 ✝ Stefán Helga-son fæddist 30. mars 1929 á Hrappsstöðum í Vopnafirði. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunda- búð á Vopnafirði 13. janúar 2019. Foreldrar hans voru Helgi Gísla- son bóndi á Hrappsstöðum og kona hans Guðrún Óladóttir. Systkini Stefáns voru: Gísli Sigurður, látinn, Helga Vilborg, látin, maki Helge Granberg. Hallgrímur, maki var Sigrún Jakobsdóttir, Björn Ingvar, tví- burabróðir Stefáns, látinn, Jón- ína, maki var Jón Kristinn Gíslason, tvíburasysturnar Ólöf, maki hennar var Sigurður Björnsson, og Ástríður, maki hennar var Gunnsteinn Karls- son. Yngstur var Einar, sem er látinn. Stefán fór snemma í fóstur til presthjónanna á Hofi séra Jakobs Einarssonar og Guð- bjargar Hjartardóttur og ólst þar upp. riksson, eiginkona hans er Maria Cristina, þau eiga þrjú börn. Stefán ólst upp á Hofi. Hann gekk í farskóla eins og þá tíðk- aðist og var einnig tvo vetur í Héraðsskólanum á Laugum. Hann starfað við almenn sveita- og verkamannastörf, fór á ver- tíð til Vestmannaeyja og í Reykjavík vann hann við múr- verk og í Bílasmiðjunni. Stefán og Oddný settust að á Vopna- firði og byggðu þar íbúðarhús sitt sem nefnt var Skipasund. Stefán vann ýmis störf, m.a. við brúarsmíði og í vegavinnu og á síldarárunum vann hann við síldarplönin. Hann keypti sér vörubíl og vann við akstur um árabil. Síðar hóf hann störf á bílaverkstæði Kaupfélags Vopnfirðinga m.a. við pípulagn- ir og síðustu starfsárin vann hann sjálfstætt á þeim vett- vangi. Stefán var virkur félagi í Ferðafélagi Vopnafjarðar og Björgunarsveitinni Vopna, stofnfélagi í Kiwanisklúbbnum Öskju og starfaði einnig síðustu ár með félagi eldri borgara á Vopnafirði. Útför Stefáns fer fram frá Hofskirkju í dag, 23. janúar 2019, klukkan 13.30. Eiginkona Stef- áns er Oddný Pál- ína Jóhannsdóttir, f. 24.9.1932. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: 1) Helgi, f. 2.6. 1955, eiginkona hans er Hjördís Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Kristín Linda, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Pálsson og eiga þau fjögur börn, Stella Bryndís, eiginmaður hennar er Snæ- björn Guðjónsson, þau eiga fimm börn, Þorvaldur Orri, hann á þrjú börn, Einar Gauti og Kamilla Rún, sambýlismaður hennar er Sigurbjörn Pálsson, hann á þrjú börn. 2) Rafn f. 10.6. 1956, eiginkona hans er Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir, börn þeirra eru Oddný Björg og Stefán Grímur, sambýlis- kona hans er Súsanna Svans- dóttir og eiga þau einn son. 3) Þormar f. 10.3. 1960, d. 11.6. 2015, eftirlifandi eignkona hans er Hjördís Valgarðsdóttir, son- ur hennar er Jón Óskar Frið- Það var feimin og svolítið uppburðarlítil stelpa sem snemma sumars 1980 lagði land undir fót til Vopnafjarðar með kærastanum þar sem þau ætl- uðu að stofna heimili á loftinu hjá foreldrum hans. Ég hafði aldrei hitt verðandi tengdafor- eldra en það kom fljótt í ljós að ekkert var að óttast og feimnin og kvíðinn hurfu eins og dögg fyrir sólu. Síðan höfum við átt fjölmargar stundir saman og minningarnar um þær eru dýr- mætar. Þegar ég kveð þig, Stebbi minn, er svo margs að minnast og margt að þakka. Efst í huga mér er þakklætið fyrir það að börnin mín fengu að eiga þig sem afa. Þau eru bæði og hafa alltaf verið mikil afabörn. Oddný Björg var ekki farin að ganga þegar hún var farin að þekkja hljóðið í bláa Skodanum og vissi að þegar hann renndi í stæðið þá var afi kominn í tíu- kaffið eða hádegismatinn. Þá sætti hún lagi og renndi sér á maganum undir öryggishliðið við stigann, var eldsnögg að láta sig renna niður og koma sér í afafang. Ef til vill náði hún líka smá bumbulúr. Þarna var grunnurinn lagður að fallegu og ástúðlegu sambandi þar sem báðir aðilar báru virðingu hvor fyrir öðrum þó stundum mætti ekki á milli sjá hvor réði ferðinni í það og það skiptið. Þó að við værum flutt af loft- inu þegar nafni þinn kom til sög- unnar lærði hann líka fljótt að leita til afa þó lengra væri að fara og fékk sína bumbulúra og afaleiðsögn í gegnum lífið. Margar yndisstundir höfum við fjölskyldan átt í sumarbú- staðnum þar sem þið Odda bjugguð ykkur mikinn sælureit. Bústaðurinn var einmitt að byrja að rísa þegar ég flutti austur þannig að ég hef frá upp- hafi fylgst með draumnum þín- um verða að veruleika, vaxa og dafna. Þar sem í fyrstu var smá- vegis birkikjarr er nú grósku- mikill birkiskógur auk annarra tegunda. Þú varst ötull í trjá- ræktinni og alltaf varstu að vinna að einhverju í bústaðnum, byggja við, breyta, bæta og lag- færa. Hagnýtt gildi og hagræð- ing voru þar í fyrirrúmi þó við værum ekki alltaf sammála um fagurfræðina. Þú varst félagslyndur, hafðir mikla kímnigáfu, sagðir skemmtilega frá og fórst með vísur, gerðir líka vísur en varst ekki mikið fyrir að flíka þeim. Sumar sögurnar voru hins vegar sagðar oft og sum þeirra orða- tiltækja sem þér voru töm eru líka orðin mér töm í munni þó í fæstum tilvikum viti ég um upp- runa þeirra. Það var líka gaman að ferðast með þér. Þú varst duglegur að ferðast og hafðir yndi af ferða- lögum, varst fróður um landið og söguna og hreifst af fegurð náttúrunnar. Ógleymanleg er ferð í Kverkfjöll fyrir ekki svo mörgum árum, þá bar hugurinn þig hálfa leið upp brattann fyrir ofan skálann, hitt fórstu á seigl- unni. Kæri tengdapabbi, það var gott að vera þér samferða, takk fyrir allt og allt. Harpa Þorbjörg. Hann afi minn er farinn í frið- inn. Þær eru dýrmætar allar minningarnar sem ég á eftir. Að fá að lúra á bumbunni hans. Að fá óteljandi „úbb“ þ.e.a.s. að vera lyft upp í stóra faðminn. Að fara í hárgreiðsluleik þar sem ég fékk að greiða „yfirgreiðsluna“ með vatni, sá leikur endaði þeg- ar ég flækti löngu lokkana svo rækilega í greiðunni að amma þurfti að klippa þá lausa. Að gæða okkur saman á smjörköku við eldhúsborðið. Að verja sum- ardögum uppi í bústað, litlu paradísinni sem þið amma bjugguð ykkur uppi í Hofsárdal. Hjá afa átti ég alltaf skjól og algjörlega skilyrðislausa ást þegar ég átti erfiða tíma sem unglingur. Það þurfti ekkert að tala, bara vera. Hann kenndi mér svo margt. Hann kenndi mér á náttúruna, kunni ógrynni örnefna sem síuð- ust inn hjá mér. Hann kenndi mér virðingu og ekki síst glettni því hann var stríðinn á góðan hátt og við stríddum hvort öðru fram á síðasta dag. Hann vildi allt það besta fyrir mig og ég fyrir hann. Takk fyrir samfylgdina, afi minn. Þín er saknað, þú ert elsk- aður. Þín Oddný Björg. Elsku afi. Söknuður minn er mikill og hellast yfir mig minningar um bernsku mína sem ég var svo heppin að fá að deila stórum hluta af í firðinum fagra með þér og ömmu. Ég var fyrsta barna- barnið og bjó ég með foreldrum mínum hjá ykkur mín fyrstu ár, man ég eftir því að hafa farið út með afa á snjóþotu, rennt mér niður hallann í blómabeðinu hennar ömmu og afi passaði að ég lenti ekki á húsinu. Skipa- sund, mitt annað heimili, þangað sótti ég til ykkar öll sumur. Ég ferðaðist með ykkur um landið, bæði í Vopnafirði og ferðafélagsferðum um landið. Man ég eftir því að hafa farið meðal annars á Hornstrandir og að Gullfossi. Ferðir okkar um Vopnafjarðarheiði þar sem þú fullur fróðleiks kenndir mér ýmislegt um landið, jurtir og dýralífið, við fórum og veiddum í vötnum en minnisstæðastur er nestispokinn sem aldrei vantaði í. Það var alltaf gott að borða og nóg til í búrinu hjá ykkur, ég komst sjaldnast upp með að vera gikkur en tókst ekki að læra af þér að borða eftirmat, kvöldmaturinn nægði mér, enda sleppi ég því aldrei að hafa kvöldmat. Þú kenndir mér að borða há- karl og harðfisk í kjallaranum, tvö ein og ég varla komin með tennur þegar kennslustundirnar hófust. Enn þann dag í dag finnst mér hákarl og harðfiskur eðalsælgæti. Sumarbústaðurinn þar sem unnið var hörðum hönd- um fyrstu árin við að halda sauðfé frá gróðrinum, girðinga- vinna og uppbygging sem ég naut þess að taka þátt í með ykkur. Víðáttan mikil og margt að skoða fyrir unga telpu, eitt skiptið fór ég með þér og ömmu í gönguferð um hálsinn og þið stoppuðuð til að kanna heyskap hjá Þorbrandstaðafeðgum. Þá missti ég þolinmæðina og fór á undan ykkur upp hálsinn en var svo óheppin að stíga í dý og sökk alveg upp á læri, þú togaðir mig upp og veiddir stígvélið mitt upp úr dýinu. Þegar ég var búin að skipta um föt fórum við og sett- um spýtu í augað á dýinu svo ég færi ekki aftur í sömu ógöng- urnar. Það sem eftir var sumars kallaðir þú mig Díönu, eftir Díönu Bretaprinsessu. Þegar ég var orðin fullorðin vorum við alltaf velkomin, þó barnahópurinn stækkaði og yrði fyrirferðarmikill fann maður aldrei fyrir því, börnin nutu þess að fara með þér í sund og ferð- irnar í sumarbústaðinn voru þeim dýrmætar. Hreindýra- veiðar með þér verða okkur líka minnisstæðar þar sem þú varst vanur veiðimaður á yngri árum og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér varðandi kennileiti eða staðsetningar á fjöllum. Nestispokinn sem þú útbjóst af mikilli alúð kom sér alltaf vel þegar búið var að fá góðan slatta af hreinu fjallalofti. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín, Linda. Elsku afi. Ég kveð þig með söknuði í hjarta en minningar um þig munu fylgja mér út lífið. Þegar ég var lítil og afi og amma komu norður í heimsókn til okkar var alltaf von á einhverju gotteríi frá afa. Það var hægt að fá að snyrta afa og setja spennur í hárið. Hann fékk lagningu á meðan hann horfði á fréttirnar. Að heimsækja afa og ömmu í fjörðinn fagra, húsið þeirra stóra sem alltaf var nóg pláss í og nægur matur fyrir alla var alltaf notalegt og mikill ævin- týraljómi yfir því. Það var alltaf hægt að bralla ýmislegt. Það var hægt að setja á fót matsölustað í kjallaranum og fara í skólaleik uppi í einu af herbergjunum. Garðurinn stór og mikill og fjar- an rétt hjá. Í sumarbústaðnum hans afa var hægt að leika í skóginum og ímyndunaraflið fékk lausan tauminn. Afi var mikill matmaður og það þurfti alltaf að koma og borða, morgunmatur, hádegismatur, kaffitími, kvöldmatur og kvöld- kaffi. Hann var ekki mikið fyrir nýjungar og þurfti að hafa það í huga ef bjóða átti honum í mat. Þegar við komum með elsta barnið okkar í heimsókn og hann var að fá safa í glas sagði afi: „Gefðu barninu heldur mjólk, ekki þennan erlenda safa“, svo skóflaði hann skyri upp í barnið. Afi var mjög heimakær og fannst best að vera heima en hafði þó ferðast þó- nokkuð bæði erlendis og hér heima. Hann þekkti hvert ein- asta fjall og hverja á og var tilbúinn að fræða þá sem vildu hlusta. Þegar ég var komin með mína eigin fjölskyldu og heimsótti afa og ömmu fórum við saman stutt- ar ferðir til fjalls og fjöru, svo var alltaf farið upp í bústað til að drekka kaffi og með því. Afi veiddi bæði lax og hreindýr. Einhvern tíma heyrði ég að hann hefði klifið Herðubreið og notað beltið sitt erfiðasta klifið. Hann fór daglega í sund og við dönsuðum saman við útskriftina mína úr framhaldsskóla milli þess sem hann tók kríur í sætinu sínu. Hann var afi minn, mikill húmoristi, hlýr og breiður armurinn alltaf tilbúinn fyrir knús. Ég hugsa til þín með þakklæti, hlýju og ást þegar ég kveð þig hinstu kveðju, elsku afi minn. Þín Stella. Elsku afi. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, þökkum yndislegar sam- verustundir bæði á Vopnafirði og hér fyrir norðan. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Þín Orri, Gauti og Kamilla. Nú er runnin upp sú stund að við kveðjum Stefán Helgason í Skipasundi. Stefán var einn níu systkina sem kennd eru við Hrappsstaði í Vopnafirði. Stebbi eins og hann var ávallt kallaður er okkur mjög eftir- minnilegur sem góður og glað- vær félagi. Ég sá hann aldrei skipta skapi, alltaf þessi ljúfi maður sem gaman var að vera með. Betri helmingur Stebba, eins og oft er sagt um góðan lífs- förunaut, er Oddný Jóhanns- dóttir, en Odda er systir móður minnar Vilborgar. Þessi tengsl urðu mér til mikillar gæfu þar sem ég átta ára drengur fór í Hrappsstaði í sveit hjá föður og systkinum Stebba. Hrappsstað- ir urðu mér sem annað heimili til 16 ára aldurs. Í sveitinni lærði maður bæði til orðs og æðis með mjög góðu fólki þar sem Hrapp- ar voru. Þar var maður manns gaman, sögur sagðar í bundnu sem óbundnu máli, lífsgátan krufin í vangaveltum og hlátur- mildi. Á þessum árum var stór- býlt á Hrappsstöðum og mikið umleikis. Stebbi valdi sér ekki búskapinn til viðurværis heldur var hann með vörubíl í vinnu fyrir Vegagerð og sveitunga sína. Sá oft og mikið um að- drætti fyrir föður og systkini á Hrappsstöðum. Þó man ég eftir kúm í Skipasundi fyrir tíma mjólkurbúða í sveitinni. Mjólk varð að vera til fyrir drengi þeirra Oddu og Stebba, þá Helga, Rafn og Þormar. Nokkru fyrir 1970 lauk vörubílaútgerð Stebba og hann fór að vinna við vélaviðgerðir á verkstæði Kaup- félagsins og síðar við að pípu- leggja fyrir sveitunga sína. Flest lék í höndum hans og var hann aufúsugestur og vin- margur í sinni sveit. Þessi vinna hans gat svo af sér áhuga drengja þeirra á vélum og tækj- um hvers konar. Stefán missti móður sína ung- ur að aldri úr berklum. Í kjölfar- ið þurfti að tvístra systkina- hópnum og hlutskipti Stebba var að fara í fóstur að Hofi til séra Jakobs Einarssonar og hans fjölskyldu. Stebbi tengdist þeirri fjölskyldu vel, þegar þessi tími í lífi hans bar á góma færð- ist ljómi yfir hann. Ríkulega naut ég gestrisni og vináttu hjónanna í Skipasundi þegar ég og mín fjölskylda sótt- um þau heim. Alltaf glaðværð og eitthvert ævintýri í bígerð, veiðitúrar eða göngur um fal- lega staði í sveitinni með vel úti- látnu nesti úr eldhúsi Oddu. Stebbi kynnti mig fyrir lax- veiðiánum Hofsá og Selá sem og öðrum veiðistöðum, en hann var mikill áhugamaður um stang- veiði. Og ekki má gleyma sund- áhuga hans, þar fóru áhugamál okkar saman. Stefán Helgason var mikill fjölskyldumaður og drengirnir fóru allir í nám en áhugi þeirra beindist að vélum og vinnu tengdri skipum, ýmist í vél- stjórn eða smíði hvers konar. Líf þeirra hjóna var ekki áfalla- laust, sorgin knúði dyra, yngsti sonurinn Þormar sem búsettur var með sinni konu á Langalandi í Danmörku og starfaði þar sem vélstjóri á skipi sem þjónaði borpöllum í Norðursjó lést úr veikindum langt um aldur fram. En hvernig sem allt velkist í lífinu eru gleðistundirnar okkar dýrmætastar og þakklætið fyrir að vera Skipasundsfólkinu sam- ferða, samúðarkveðja til Oddu og fjölskyldu frá okkur. Gunnar V. Andrésson, Anna K. Ágústsdóttir. Stefán Helgason Enn einu sinni leitar hugur til míns kæra Reyðar- fjarðar þar sem allt var í raun samofið, fólkið, náttúran, fjöllin og særinn. Enn einu sinni höfum við misst eina þeirra, sem svo lengi Þórdís Jóhannesdóttir ✝ Þórdís Jóhann-esdóttir fædd- ist 5. ágúst 1938. Hún lést 11. janúar 2019. Útför Þórdísar fór fram 21. janúar 2019. var þátttakandi í samfélaginu okkar, hana Þórdísi sem var oft kennd við manninn sinn enda þau sem eitt: Dísa Óskars, en fáa veit ég sem dáðu sam- félag manna og umhverfis eins og þau hjón, Óskar einstakur í því efni og hún Dísa honum samferða í því sem öðru. Það voru alltaf viss tíðindi þegar bættist í hópinn heima, Reyðfirðingurinn leitaði heima- haga á ný og gerði betur, því hann færði okkur með sér borgfirzku heimasætuna og mikil samfélagsleg gjöf voru þau hjón, ef ég má orða það svo. Hún Dísa var afar vel gerð kona og virkilega gaman að kynnast henni, hún var dans- andi kát og hress, syngjandi glöð á góðum stundum. En hún var líka ákveðin, hjá henni þýddi nei nei og já já, engar vöflur eða annaðhvort eða. Þannig kynntist ég henni þegar ég var að fá Óskar í framboð til sýslunefndar, hún þess mjög fýsandi, vissi um hina góðu eig- inleika síns manns og það tókst. Og ég man enn þegar ég færði þeim fregnina um að hann hefði verið kjörinn í sýslunefnd, hún svo innilega fagnandi fyrir hans hönd, en Óskar lét sem ekkert hefði svo sem gerzt, en smitaðist brátt af gleði konu sinnar. Hún Dísa var einlæg og sönn þar sem hún tók því en fjarri því að hún væri allra. Ég geymi í minni mínu stundir heima fyr- ir þorrablót þegar ég fékk að heyra hinar snjöllu tækifæris- vísur Óskars og oft var við- kvæðið: Hún Dísa stakk upp á þessu vísuefni, Dísa veit um svo margt skemmtilegt sem skeð hefur. Og það mun mála sann- ast að þessi greindarkona góðra eiginda hefði næmt auga fyrir því skemmtilega í lífinu. Hún Dísa, sveitastelpan frá Ferjubakka, var hörkudugleg að hverju sem hún gekk og það munaði aldeilis um handtökin hennar og gjöfular voru þær hendur við hvað það sem feng- ist var við. Ég kynntist henni Dísu líka í gegnum tvö af hennar vel gerðu börnum Önnu Heiðu og Hrein Ágúst, með þeim fylgdist hún af stakri umhyggjusemi og móðurkærleika, nokkuð sem er eitt skilyrða fyrir góðum náms- árangri, enda bæði tvö indælir afbragðsnemendur. Það er með ólíkindum hversu mörgum er enn fórnað á altari krabbans þrátt fyrir blessunar- legar framfarir læknavísind- anna. Þórdís vinkona okkar var ein þeirra sem krabbinn sigraði. Henni er nú þökkuð kær samfylgd á sinni tíð og börnum hennar og öðrum afkomendum einlægar samúðarkveðjur sendar frá okkur Hönnu. Blessuð sé björt minning henn- ar Þórdísar. Helgi Seljan. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.