Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 ICQC 2018-20 Útivist & ferðalög NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 28. janúar. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Útivist og ferðalög föstudaginn 1. febrúar Meira fyrir lesendur að á stóru um nám sitt og störf. Frá árinu 2003 hefur hún að mestu starf- að við kennslu og stjórnunarstörf á háskólastigi ásamt því að vera í námi, en hún lauk meistaragráðu frá KHÍ árið 2006 og fimm árum síðar hóf hún að vinna að doktorsverkefninu. Dagbækur 1. árs nema „Gögn rannsóknarinnar voru viku- legar dagbókarfærslur, sem 22 fyrsta árs nemendur í deildinni minni héldu á einni önn. Þeir skrifuðu hugleið- ingar sínar um allt sem tengdist náminu, hvernig þeim leið og hvað þeim lá helst á hjarta. Ég tók einnig lífssöguviðtöl við 15 listamenn, þar af 12 sem höfðu lokið meistaranámi og útskrifast sem listkennarar frá deild- inni.“ Til þess að hefja meistaranám í listkennsludeild LHÍ, þar sem Krist- ín hefur verið deildarforseti frá stofn- un árið 2009, þurfa nemendur að hafa BA gráðu í einhverri listgrein eða sambærilega menntun. „Víðast hvar erlendis eru myndlistarmenn saman í deild, leikarar eða tónlistarmenn í annarri og þar fram eftir götunum. Hér í listkennsludeild er þessu öfugt farið, enda væri ómögulegt í svona litlu samfélagi að manna heila deild með til dæmis bara leikurum sem væru að bæta við sig kennaranámi á meistarastigi. Þær praktísku ástæð- ur sem upphaflega lágu að baki því hvernig deildin er uppbyggð, hafa reynst einna dýrmætasti hluti náms- ins. Fyrirkomulagið leiðir til aukins samtals milli listgreina, en nemendur eru líka á mörgum sértækum nám- skeiðum þar sem athyglinni er beint að einstakri listgrein.“ Þótt listamennirnir séu flestir á aldrinum 35 til 40 ára og með reynslu í sínu fagi, segir Kristín að námið sé Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Sjálfsmyndin kemur mikið við sögu í doktorsritgerð Kristínar Valsdóttur, deildarforseta listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, sem hún ver kl. 13 föstudaginn 25. janúar í Hátíð- arsal Háskóla Íslands. Yfirskrift rannsóknarinnar er Að vera listkenn- ari - lærdómsferli listamanna og fjallar hún um nám og námsferli listamanna, sem bæta við sig kennaranámi. Í þeim sporum eru nemendur hennar í LHÍ og standa þá stundum frammi fyrir því að kollegar þeirra í listaheiminum og aðrir líta þá ekki sömu augum og áður. En er tvennt ólíkt að vera listamaður og kennari, jafnvel þótt listkennari sé? Rannsókn Kristínar leiðir ýmislegt forvitnilegt í ljós um sjálfsmyndina og margt fleira. „Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á áskoranir sem mæta nemendum sem hefja nám í list- kennslufræðum á meistarastigi. Markmiðið er að þróa meistaranám fyrir listamenn og koma betur til móts við þarfir þeirra í náminu,“ seg- ir Kristín og heldur áfram: „Endan- legt markmið mitt og það mikilvæg- asta er að sýna hvernig við getum menntað listkennara fyrir komandi kynslóðir í síbreytilegum heimi þar sem lausnamiðuð hugsun og skap- andi leiðir kunna að skipta mestu máli.“ Að kenna fólki að kenna listir Þótt listin – og þá fyrst og fremst tónlistin, hafi leikið stórt hlutverk á menntabraut Kristínar og verið sam- tvinnuð öllu hennar starfi, kveðst hún ekki skilgreina sig sem listamann. „Ég lærði á píanó í mörg ár frá sex ára aldri, en tók mér pásu þegar ég var unglingur, enda var mér allri lok- ið þegar ljóst var að ég þurfti að æfa minnst þrjá tíma á dag til að ná ár- angri. Ég hef alltaf litið á listina ann- ars vegar sem atvinnugrein og hins vegar einfaldlega sem hluta af því að vera manneskja. Mín lífsganga hefur falist í að vinna að því að sem flestir fái innsýn og geti notið þess að tjá sig í gegnum skapandi greinar.“ Að sögn Kristínar var ekki borð- leggjandi að hún færi út á þær braut- ir að kenna fólki að kenna listir ef svo má að orði komast. „Þannig þróuðust bara málin. Eftir tónmenntakennara- próf frá Kennaraháskóla Íslands, kenndi ég í grunnskóla um fimm ára skeið áður en ég fór í tveggja ára framhaldsnám í tónlistar- og dans- kennslu við Orff Institut, tónlistar- háskólann Mozarteum í Salzburg í Austurríki. Eftir heimkomuna árið 1992 varð ég stundakennari og síðar aðjúnkt við KHÍ og gegndi þeim starfa til ársloka 2008. Á þessum tíma starfaði ég líka við tónmennta- kennslu og kórstjórn í Vesturbæjar- skóla og Tónlistarskólanum í Reykja- vík, var kennari á sviðslistadeild LHÍ og stundakennari við tónlistardeild og í kennslufræði við sama skóla,“ segir Kristín og hefur þar með stikl- oft töluverð viðbrigði fyrir þá. „Það er alla jafna mun akademískara en þeir hafa átt að venjast í sínu list- námi. Þeir þurfa að lesa meira, skrifa meira og læra alls konar framandi hugtök í kennslufræðum svo fátt eitt sé talið og um leið að aðlagast nýju umhverfi. Rannsókn mín sýndi fram á að ein mesta áskorunin fólst í að horfast í augu við spegilmynd sína og spyrja sjálfa sig – og svara, hvernig nemendur ætluðu að samræma það að vera kennarar en jafnframt lista- menn.“ Eru þeir búnir að „missa’ða“? Kristín segir að þegar hún fékk fyrstu gögnin; dagbækurnar, í hend- urnar, hafi runnið upp fyrir sér hversu mikið nemendur pældu í sjálfsmyndinni. „Enda mættu þeir stundum neikvæðum viðhorfum hjá öðrum listamönnum og úti í sam- félaginu. Fólk undraðist að þeir væru að mennta sig til að verða listkenn- arar, fannst það vera neikvætt skref. Dæmi voru um að nemendur væru spurðir hvort þeir væru hættir í list- inni, búnir að „missa’ða og hefðu gef- ist upp sem listamenn“. Kristínu kom þessi upplifun nem- enda nokkuð á óvart, en segir hana kannski ekkert skrýtna með tilliti til á stundum frekar neikvæðrar um- ræðu í samfélaginu um kennara- starfið. „Hins vegar kom mér skemmtilega á óvart hversu nem- endur voru ánægðir að vera í bland- aðri deild þar sem þeir umgangast ólíka listamenn.“ Gildi rannsóknarinnar segir dokt- orsefnið einkum felast í að varpa ljósi á þær ögranir sem listamenn standa frammi fyrir þegar þeir hefja kenn- aranám á meistarastigi. Niðurstöð- urnar geti nýst við þróun og upp- byggingu frekara náms á meistara- og doktorsstigi fyrir listamenn og til að skoða og greina uppbyggingu kennaranáms á Íslandi. „Ánægja nemenda með samtalið milli listgreina í náminu hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að stofna nýja braut innan námsins. Frá og með haustinu geta einstaklingar með BA gráðu í almennum greinum sótt nám við deildina og lokið kennara- námi með áherslu á aðferðir list- greina í kennslu.“ Hin margslungna sjálfsmynd  Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna  Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennslu- deildar Listaháskóla Íslands, ver doktorsritgerð sína á föstudaginn í Hátíðarsal Háskóla Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áskoranir Er tvennt ólíkt að vera listamaður og kennari, jafnvel þótt listkennari sé? Rannsókn Kristínar leiðir margt forvitnilegt í ljós um sjálfsmyndina og áskoranir sem mæta nemum í námi í listkennslufræðum á meistarastigi. Bjarni Sigurbjörnsson opnar mynd- listarsýninguna 11 í Galleríi Göngum í Háteigskirkju í dag. miðvikudag, milli kl. 17 og 19. Um myndir sínar á sýningunni segir Bjarni í tilkynn- ingu: „Að skera í gegnum tíma, í gegnum sögu, að skera sig að eigin uppruna að náttúru gegnum tækni- væðingu og hin nýju skilirí heimsins, skjáheiminn. Drekka blóð jarðar. Skera með pensli til málverksins sem myndvörfum af holdsins upp- risu.“ Opnunartími í Galleríi Göngum er á virkum dögum milli kl 10 og 16 og á sunnudögum á messutímum milli kl. 11 og 12. 11 í Galleríi Göngum Litadýrð Ein mynda Bjarna Sigurbjörns- son á sýningunni í Galleríi Göngum. „Meginniðurstöður eru þær að sú vegferð að tileinka sér nýja sjálfsmynd sem listkennari, meðfram því að vera listamað- ur, krefst tíma. Lenging kenn- aranáms hefur því töluvert að segja. Tíminn er þó aðeins einn þáttur í mótuninni þar sem námsmenning kennaranáms er sá vettvangur sem mótar það hvernig tíminn er nýttur. Náms- menning, sem leggur áherslu á ígrundun, samtal og samvinnu samfara fjölbreyttum vinnu- brögðum og því að líta til fyrri reynslu og menntunar nemenda í skipulagi, leggur grunninn að því að listamenn tileinki sér nýj- an vettvang og nýja sjálfsmynd sem listkennarar.“ Tíminn er þáttur í mótuninni NÁMSMENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.