Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega tvöfalt fleiri innflytjendur voru á íslenskum vinnumarkaði í september en í sama mánuði 2014. Þá hefur þeim fjölgað um rúm 50% frá janúar 2016. Þetta má lesa úr tölum Hagstofu Íslands um aldur, kyn og uppruna innflytjenda. Vekur athygli að hátt hlutfall þeirra er á miðjum aldri. Rúmlega 40.500 innflytjendur voru á vinnumarkaði í september sem er metfjöldi. Til dæmis voru þeir um 4.600 fleiri en í apríl í fyrra- vor. Fjölgaði þeim því um tæplega þúsund á mánuði. Af þessum 40.500 voru 23.155 karlar og 17.379 konur. Hlutfall karla var því 57%. Það eitt er athyglisverð stað- reynd. Með því er körlum að fjölga hraðar en konum á Íslandi. Mögu- lega bíða einhverjir þessara karla þess að fjölskyldur þeirra komi til landsins og sameinist þeim. Hefur Karl Sigurðsson, sérfræð- ingur á Vinnumálastofnun, bent á að slík sameining sé líkleg. Fimmti hver er innflytjandi Samtals voru rúmlega 164 þúsund launþegar með íslenskan bakgrunn í september en 40.500 innflytjendur. Með því var hlutfall innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði um 20%. Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð- ingur á Hagstofunni, segir tölurnar sóttar í staðgreiðsluskrá. Launþeg- arnir séu taldir með óháð því hvort þeir hafi lögheimili á Íslandi eða ekki. Hér er því farin önnur leið en í mánaðarlegri vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar. Þar eru ein- göngu teknir með einstaklingar sem hafa lögheimili á Íslandi. En þeir eiga t.d. rétt á atvinnuleysisbótum. Vinnumarkaðsrannsóknin byggist á svörum þátttakenda í reglubundn- um könnunum og segir Ólafur Már aðspurður að mögulega hafi það áhrif á rannsóknina að erfiðara sé að ná til erlendra launþega. Margir þeirra starfa til dæmis í byggingar- iðnaði og ferðaþjónustu. Vinnutími í þeim greinum kann að vera lengri hjá innflytjendum en hjá íslenskum ríkisborgurum að jafnaði. Þetta gæti aftur haft áhrif á mælda lengd vinnuvikunnar á Íslandi. Ekki síst með hliðsjón af því að innflytjendum hefur fjölgað hratt. „Þetta er eitt af vandamálunum við vinnumarkaðsrannsóknina. Inn- flytjendum fjölgar enda ört sem hlutfall af vinnumarkaðnum. Við eig- um erfiðara með að ná í útlendinga en innlenda,“ segir Ólafur Már. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar hefur meðalvinnutími Íslendinga á viku styst töluvert á öldinni. Munar þar einkum um að vinnuvikan hjá körlum hefur styst um 15% á öldinni. Vinnuvikan á Ís- landi er þó enn töluvert lengri en annars staðar á Norðurlöndum. 50% fjölgun innflytjenda í vinnu frá 2016  Um 40.500 innflytjendur voru á íslenskum vinnumarkaði í september  Tvöfalt fleiri en 2014  Sex af hverjum tíu eru karlar  Mögulega eiga fjölskyldur margra karla eftir að sameinast hér Aldur og fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði Fjöldi í september 2018 eftir aldri og kyni 3.197 innflytjendur 55 ára og eldri voru starf- andi í september 2018 sem er 7,9% af heildarfjölda innflytjenda á vinnumarkaðinum 14.147 innflytjendur 40 ára og eldri voru starfandi í sept. 2018 sem er 35% af heildarfjölda 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 40 30 20 10 0 Karlar Konur Á Íslandi Erlendis Karlar Konur Heimild: Hagstofa Íslands Fjöldi starfandi í september 2005 til 2018, þúsundir innflytjenda Kynjaskipting September 2018 Lögheimili September 2018 Yngri en 15 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára 60-64 ára 65-69 ára 70 ára og eldri ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 630 2.478 3.186 2.641 2.272 1.861 1.637 1.170 852 444 586 2.749 4.507 3.938 3.344 2.704 2.149 1.429 948 567 1.216 56 5.227 7.693 6.579 5.616 4.565 3.786 2.599 1.800 1.011 300 86 Alls 40.534 Alls 40.534 57% 83% 43% 17% 41 16 2324 12 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þessi niðurstaða sýnir það að með því að ná utan um flókin verkefni og ýta aðgerðum í framkvæmd þá náum við árangri,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem í gær lagði fram á ríkisstjórn- arfundi upplýsingar frá landlækn- isembættinu um 14% samdrátt milli áranna 2017 og 2018 í ávísunum lækna á lyf sem leitt geta til ávana og fíknar. Svandís segir að mest hafi fækkunin verið í ópíóíðalyfjum, sem eru sterk verkja- og róandi lyf, og methýlfenidat, sem eru örvandi lyf. Ávísanir á slík lyf höfðu aukist á hverju einasta ári frá 2008 fram til 2017. „Árum saman vorum við búin að horfast í augu við vandamálið og það var löngu tímabært að kalla alla að borðinu; lyfsala, heil- brigðisstarfsfólk, Rauða krossinn og fleiri til þess að lista upp hverju við gætum beitt til þess að stemma stigu við misnotkun á fíkni- og ávanabindandi lyfjum,“ segir Svan- dís og bendir á að vakning hafi orð- ið hjá læknum og starfshópur sem hún skipaði hafi skilað tillögum að aðgerðum í maí 2017. Í kjölfarið hafi ný reglugerð sem miðaði að því að veita læknum meira aðhald í lyfjaávísunum og stuðla að öruggari lyfjanotkun verið sett sem og takmörk á ávísanir ávana- og eða fíknilyfja við 30 daga notkun í senn. Skilyrði voru sett um að lyfjaskírteini væru til staðar við ávísun lyfja í ákveðnum lyfja- flokkum og að einstaklingar sem leystu út slík lyf sýndu persónuskil- ríki. 14% fækkun ávísana á fíkni- og ávanalyf milli ára  Vakning hjá læknum og tillögur starfshóps skiluðu árangri Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.