Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert fær í flestan sjó svo þér er óhætt að vera stórtæk/ur. Finndu út hvað öðr- um finnst áður en þú byrjar að framkvæma. Nágrannaerjur pirra þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Í dag ættir þú að reyna að verja tíma með góðum vinum. Segðu skilið við nei- kvæðnina sem var búin að hreiðra um sig innra með þér. Allt verður betra ef maður ákveður að sjá það bjarta í tilverunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dembdu þér í slaginn og láttu engan bilbug á þér finna þótt hart sé að þér sótt. Teygðu þig út á ystu nöf í vissu máli, biddu fólk að vísa þér á einhverja sem geta veitt ráð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið skuluð búa ykkur undir eitthvað óvænt í dag og það kemur úr þeirri átt sem þið eigið síst von á. Sumir taka engu tiltali sama hvað þú reynir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú gefur þér tíma til hvíldar núna þá kemur þú í veg fyrir veikindi síðar. Ef hugurinn reikar, beindu honum þá aftur að því sem skiptir máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með tímann. Allt sem þú snertir verður að gulli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sjaldan er ríkari ástæða til að gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í algleymingi. Mundu að enginn er fullkomin/n og því er óumflýjanlegt að vinir valdi vonbrigðum af og til. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki er ósennilegt að þú lendir í útistöðum við einhvern í dag. Sæktu styrk í vissuna um að þú ráðir við aðstæður. Þú hefur makann í vasanum þessar vikurnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft aldeilis að taka þér tak, ef þú vilt ekki missa allt út úr höndunum. Sestu nú niður og farðu í gegnum málin og for- gangsraðaðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver þér náinn er að reyna að ná athygli þinni en þú gefur honum engan gaum. Vertu sanngjarn og mundu að allir eru að berj- ast fyrir sínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst eins og einhver sé að leggja stein í götu þína. Kíktu í bókabúð, á söfn eða á aðra staði sem þú leggur ekki í vana þinn að sækja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú er ánægður með lífið. Þú hefur lagt hart að þér að ná á þennan stað sem þú ert á. Nú er kominn tími til að uppskera og þakka fyrir árangurinn. Rusl fylgir manninum, haugar afrusli. Það er rusl á landi og höfin eru full af rusli. Svo er geimrusl. Í geimnum eru á sveimi gervihnettir, sem hættir eru að virka og komnir af braut, auk alls kyns brotajárns, meðal annars eftir að tveir gervi- hnettir rákust saman árið 2009. x x x Draslið þeytist um geiminn á 30þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Rekist smáhlutur á gervihnött eða geimfar á slíkri ferð getur tjónið orðið gríðarlegt. Er tal- að um að alvarlegur árekstur gæti orðið til þess að svo mikið geimskran yrði á sveimi yfir jörðinni að ekki yrði hægt að fljúga út í geim. Fag- félag fyrirtækja í gervihnattabrans- anum hefur látið frá sér að á fimm árum hafi gervihnöttum á braut um jörðu fjölgað um 50%. Sú fjölgun mun ugglaust halda áfram. Í fyrra voru alls 4.857 gervihnettir á braut um jörðina að því er kemur fram hjá UNOOSA, geimstofnun Sameinuðu þjóðanna, 1.980 virkir og 2.877 óvirkir. Þeir verða óvirkir þegar eldsneyti þeirra er uppurið og þeir hverfa af braut. Þeim hafði reyndar fækkað um 20 síðan 2017. x x x Ýmsir eru farnir að huga að þvíhvernig bregðast eigi við þess- um vanda. Eitt fyrirtæki er að hanna geimför, sem geta farið út í geim, tengst gervihnöttum, sett á þá eldsneyti og gert við eftir þörfum til að lengja líftíma þeirra. Aðrir eru að skoða að fara út í geim, sækja óvirka gervihnetti og draga þá inn í gufu- hvolfið þannig að þeir fuðri upp eða koma þeim aftur á braut. Þá eru uppi hugmyndir um að senda ein- hvers konar segulhnött út í geim til að draga að sér brotajárn og bilaða gervihnetti á fleygiferð í geimnum. Menn vita hins vegar ekki hvernig eigi að losna við minnstu hlutina úr geimnum. x x x Víkverji gengst við því að hannhefur frá því hann var krakki verið veikur fyrir geimferðum. Hann óraði hins vegar aldrei fyrir því að einn af fylgifiskum þeirra yrði förg- un geimrusls. vikverji@mbl.is Víkverji Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum. (Orðskviðirnir 9.12) Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Guðmundur Arnfinnsson er ekkieinn um það að fá gott bragð í munninn þegar við hugsum til föstu- dagsins – fyrsta dags í þorra. Hann yrkir á Boðnarmiði: Hákarl vér þiggjum á þorra að þjóðlegum sið feðra vorra, harðfisk og svið og sveran með kvið svöllum að hætti Snorra. Þessi vísa Guðmundar skýrir sig sjálf: Filipus var úti að aka, ekki fór það vel, sjón og viti virðist hraka, varð ei Betu um sel. Á laugardagsmorgun orti Guð- mundur og kallaði „Óvana“ en ég segi: „Guði sé lof!“: Að morgni kaffi tek ég teyg til að skerpa ögn á mér bæti útí viskí veig og vísnagátur semja fer. Indriði Aðalsteinsson á Skjald- fönn segir um „Afglapaskarð“: „Sagt er að fleiri og fleiri fari Af- glapaskarð, segir í kvæði Davíðs frá Fagraskógi. Ekki byrjar árið vel hvað þetta varðar. Dagur vill ekki úr Bragganefndinni, Kristján Loftsson skrifar hvalaskýrsluna í gegnum Oddgeir A. Ottesen frambjóðanda og varaþingmann Sjálfstæðisflokks- ins. Nú býð ég bara eftir því að Sig- mundur Davíð verði kosin af alþingi til að fara yfir Klausturmálið“: Í bananalýðveldi búum. Á bavíana við trúum. Vitmunasnauð? Nei, vitsmunadauð því aldrei frá afglöpum snúum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir fór í „heimsókn til Reykjavíkur“: Borgin hún stækkar, hún er að fyllast af húsum sem hráviði byggingarefnin í pollunum liggja. Allir að byggja og allir að kaupa lóðir og á þeim á sjálfsagt að byggja. Í verslanamollum ég lenti í vanda að velja allt veður í drasli, sem háttur er umhverfissóða. Alþingi hefur í huga bankana að selja já hagnaðarlindina, einkavinunum bjóða. Á heildina litið er eins og óvitakrakkar úr sínum dótakössum helli og dreifi krönum, hótelum, gröfum og gömlum skúrum og gleymi að spyrja um leyfi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af tilhlökkun, afglapa- skarði og höfuðborginni „ÞÚ SLÓST Í GEGN EINS OG VIÐ VORUM AÐ VONAST TIL.” „HANN Á ERFITT MEÐ AÐ FINNA EINHVERN SEM EKKI HEFUR RÆNT HANN!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar raunveru- leikinn er betri en draumur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VELKOMIN Í „Algerlega frábæru kvöldsögur grettis” „einu sinni var …” LÍKAR ÞÉR VIÐ GRÍSABÖGGLA? ÉG ELSKA GRÍSABÖGGLA! ÉG LÍKA! VILTU HALDA Á RÓSU?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.