Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 að verja hvort annað ef til árásar komi, til að mynda hryðjuverkasamtaka, og árétta þannig ákvæði í stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt aðildarríkjanna jafngildi árás á þau öll. Stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi ætla einnig að stofna sam- eiginlegt ráð í varnar- og öryggismál- um og beita sér fyrir því að reglur um vopnakaup og þróun vopna verði sam- ræmdar. Merkel sagði að eitt af mark- miðum vináttusamningsins væri að „stuðla að stofnun evrópsks hers“ og Macron tók í sama streng. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, fagn- aði vináttusamningnum og sagði að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu skýrt honum frá ákvæðum hans í öryggis- og varnarmálum daginn áður en hann var undirritaður. „Samstarf Frakk- lands og Þýskalands hefur áratugum saman skipt sköpum fyrir öryggi og stöðugleika í Evrópu,“ sagði hann. „Aachen-samningurinn er áminning Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, undirrituðu í gær nýjan vináttu- samning milli ríkjanna sem sætt hefur gagnrýni í báðum löndunum. Þjóð- ernissinnar og flokkar, sem eru lengst til vinstri, gagnrýna samninginn á þeirri forsendu að í honum felist full- veldisafsal og segja að of langt sé gengið í því að stuðla að auknum sam- runa ríkjanna tveggja og annarra landa Evrópusambandsins. Stuðn- ingsmenn ESB telja hins vegar samn- inginn ganga of skammt og vera til marks um veika stöðu beggja leiðtog- anna í löndum þeirra. Í samningnum segir meðal annars að ríkin tvö hyggist auka samstarf sitt í efnahags-, utanríkis-, varnar- og ör- yggismálum. Merkel sagði að nýi vin- áttusamningurinn væri skref í þá átt að stofna evrópskan her. Sagður jaðra við landráð Samningurinn var undirritaður á 56 ára afmæli vináttusamnings sem Charles de Gaulle, þá forseti Frakk- lands, og Konrad Adenauer, kanslari Þýskalands, undirrituðu í Élysée-höll 22. janúar 1963. Sá samningur er álit- inn einn af hornsteinum aukins sam- starfs Evrópuríkja eftir síðari heims- styrjöldina og löndin tvö hafa verið kjölfestan í Evrópusambandinu og for- verum þess. Nýi vináttusamningurinn var undir- ritaður í þýsku borginni Aachen, við landamæri Belgíu og Hollands, en hún var aðalaðsetur Karls mikla, eða Karlamagnúsar, konungs Frankarík- is. Karl mikli lést í borginni í janúar 814 eftir að hafa sameinað stóran hluta Vestur-Evrópu. Þjóðernisflokkar í Frakklandi og Þýskalandi hafa gagnrýnt nýja vin- áttusamninginn og sakað leiðtoga landanna um fullveldisafsal. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinn- ar í Frakklandi, sagði Macron hafa gerst sekan um „verknað sem jaðrar við landráð“. Alexander Gauland, leiðtogi þýska þjóðernisflokksins AfD, sakaði Merkel og Macron um að ætla að búa til „ofur- ESB“ innan Evrópusambandsins. „Við sem lýðhyggjumenn krefjumst þess að menn gæti hagsmuna eigin lands,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Macron endurreisi land sitt með þýskum pen- ingum.“ Macron vísaði gagnrýninni á bug og sakaði þjóðernissinna um að dreifa falsfréttum. „Þeir sem gleyma því hversu mikilvægar sættir Frakklands og Þýskalands eru gera sig að söku- nautum þeirra sem frömdu glæpi for- tíðarinnar,“ sagði hann. „Þeir sem breiða út lygar skaða fólkið, sem þeir þykjast vilja vernda, með því að reyna að láta söguna endurtaka sig.“ NATO fagnar samningnum Í nýja samningnum er meðal annars kveðið á um að ríkisstjórnir landanna tveggja komi saman árlega og að fimmtíu þingmenn frá hvoru landi haldi fundi reglulega til að ræða sam- starf ríkjanna. Löndin tvö lofa einnig um sögulegt mikilvægi þessa sam- starfs, hversu langt Evrópu hefur mið- að frá eyðileggingunni í síðari heims- styrjöldinni og um mikilvægi þess að halda áfram að vinna að frjálsri og frið- samlegri Evrópu.“ Í samningnum lofa Frakkar að styðja það að Þýskaland fái fastafull- trúa í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Samningurinn kveður á um auk- ið samstarf landanna tveggja í efnahagsmálum og stefnt er að „þýsk- frönsku efnahagssvæði með sameigin- legar reglur“. Stofnað verður nýtt sameiginlegt ráð sérfræðinga sem eiga að finna leiðir til að fjarlægja fjárfest- ingarhindranir og samræma lög í því skyni að greiða fyrir viðskiptum milli landanna. Í samningnum er einnig lögð áhersla á að efla tengsl franskra og þýskra íbúa sveitarfélaga við 450 kíló- metra löng landamæri ríkjanna. Stofna á sérstakan „borgarasjóð“ til að styrkja verkefni sem miða að auknu samstarfi franskra og þýskra sveitar- félaga við landamærin og bættum samgöngum milli þeirra, auk verkefna sem eiga að auka tengsl þjóðanna, t.a.m. tvítyngda skóla. Kjölfestan efld Claire Demesmay, stjórnmálafræð- ingur við þýsku rannsóknastofnunina DGAP, segir að markmiðið með nýja sáttmálanum sé að efla þýsk-frönsku kjölfestuna í Evrópusambandinu nú þegar Bretar búa sig undir að ganga úr sambandinu og þjóðernisflokkar sækja í sig veðrið í mörgum þeirra. „Við stöndum frammi fyrir tilvistarkreppu hvað varðar samruna Evrópusam- bandsins, með brexit og væntanlegri fylgisaukningu þjóðernissinna í næstu kosningum til Evrópuþingsins [í maí],“ hefur fréttaveitan AFP eftir Demes- may. „Í því samhengi hefur það tákn- ræna þýðingu að árétta trúna á sam- starf Frakklands og Þýskalands.“ Báðir leiðtogarnir eiga undir högg að sækja heima fyrir, Macron vegna mótmæla „gulvestunga“ og Merkel vegna fylgistaps kristilegra demókrata sem varð til þess að hún ákvað að sækj- ast ekki eftir endurkjöri þegar kjör- tímabilinu lýkur árið 2021. Sagður skref í átt að evrópskum her  Leiðtogar Frakklands og Þýskalands undirrita nýjan vináttusamning milli ríkjanna  Flokkar þjóðernissinna saka stjórnvöldin um fullveldisafsal en þau neita því  Báðir leiðtogarnir í veikri stöðu AFP Vináttan treyst Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari undirrita nýjan vin- áttusamning ríkjanna í borginni Aachen í gær, 56 árum eftir að sögulegur samningur ríkjanna var undirritaður. Neitar „falsfréttum“ » Emmanuel Macron neitaði í gær „falsfréttum“ sem hann sakaði þjóðernissinna um að hafa dreift, m.a. um að Frakk- land myndi neyðast til að af- sala sér héruðum til Þýska- lands vegna nýja samningsins. » „Nei, Alsace og Lorraine verða ekki færð undir forræði Þýskalands,“ sagði í yfirlýs- ingu frá forsetanum. » „Nei, íbúar Alsace verða ekki skyldaðir til að læra og tala þýsku.“ » „Nei, Frakkland á ekki að deila sæti sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með Þýskalandi.“ Kaupmannahöfn. AFP. | Rannsóknir á bráðnun Grænlandsjökuls benda til þess að ísinn þar hafi bráðnað fjórum sinnum hraðar árið 2013 en tíu árum áður, samkvæmt grein sem vísinda- menn birtu í gær. „Um 111 rúmkílómetrar af ís hurfu árið 2003 en tíu árum síðar hafði þessi tala nær fjórfaldast í 428 rúmkíló- metra,“ sagði í yfirlýsingu frá vís- indamönnum við Tækniháskóla Dan- merkur, DTU. „Þetta eru athyglis- verðar breytingar á bráðnuninni og þær koma á óvart,“ sagði Shfaqat Ab- bas Khan, prófessor við tækniháskól- ann. Skýrt er frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í grein í bandaríska tímaritinu Proceedings of the Nation- al Academy of Sciences, PNAS. Michael Bevis, prófessor við Ríkishá- skóla Ohio og aðalhöfundur greinar- innar, segir að bráðnunin sé nú mest í suðvesturhluta Grænlands, ekki í norðvestur- og suðaustanverðu land- inu eins og áður. Aukið rennsli fersk- vatns til sjávar sé mikið áhyggjuefni þar sem það leiði til hækkandi sjávar- borðs. Grænlandsjökull er næststærsta ísþekja á jörðinni og vatnið sem er bundið í honum er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar um sex metra. Sjávarborðið hefur hækkað mismikið í heiminum en að meðaltali nam hækkunin 20 sentimetrum á öldinni sem leið. Talið er að sjávarborðið hækki núna um 3,3 millimetra á ári. Grænlandsjökull bráðnar hraðar AFP Grænlandsjökull Bráðnunin var fjórfalt meiri árið 2013 en tíu árum áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.