Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 11
Umsóknir um alþjóðlega vernd árið 2018 Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd Þjóðerni umsækjendaKyn og aldur umsækjenda Þau fi mm lönd þaðan sem fl estir hafa komið Heimild: Útlendingastofnun 100 75 50 25 0 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 800 sóttu umalþjóðlega vernd á árinu 2018 53 42 43 43 54 87 48 64 98 100 78 90 45 46 53 108 112 Pakistan Afgan istan Sómalía Albanía Írak Karlar Drengir Konur Stúlkur 60% 13% 17% 10% Umsóknum frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki fækk- aði um tvo þriðju milli ára en um- sóknum frá ríkisborgurum annarra ríkja fjölgaði hins vegar um 16% milli áranna 2017 og 2018. Kemur þetta fram í nýjum gögnum sem birt eru á síðu Útlendingastofnunar. „Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun á árinu var 156 dagar en mál í forgangsmeðferð voru að jafn- aði afgreidd á fimm dögum,“ segir þar, en umsækjendur um alþjóðlega vernd í fyrra voru af 70 þjóðernum. Heildarfjöldinn í fyrra var minni en undanfarin tvö ár, en árið 2017 var hann 1.096 og 2016 sóttu 1.133 um alþjóðlega vernd hér á landi. Sómalar voru þriðji fjölmennasti hópur umsækjenda, 53, því næst Afganar, 46, og Pakistanar, alls 45. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Málsmeðferð styttist töluvert í kjölfar nýrrar reglugerðar og um- sóknum frá þessum ríkjum fækkaði í raun samstundis. Það er því ekki annað hægt en að draga þá ályktun að þessi breyting hafði mikið að segja,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofn- unar, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til breytinga sem fyrst og fremst miða að því að hraða málsmeðferð tilhæfulausra umsókna um vernd frá ríkisborg- urum öruggra upprunaríkja, svo- kölluð forgangsmeðferð. Árið 2018 voru umsóknir um al- þjóðlega vernd á Íslandi 800 talsins. Stærstu hópar umsækjenda komu frá Írak, alls 112, og Albaníu, 108. Færri komu frá öruggum ríkjum  Alls 800 hælisumsóknir í fyrra FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið 7.30-18.00 alla daga vikunnar Öll brauð 500 kr./stk. Rúnstykki 25 kr./stk. Kleinuhringir 150 kr./stk. Sólardagar Verið velkomin! P.S. Bóndadagskakan kemur 24. janúar í sölu :) hjá Almari bakara helgina 25.-27. janúar 2019 Frítt kaffi með öllum tertusneiðum Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALA 30-50%afsláttur Jakkar • Peysur • Vesti • Bolir • Kjólar • Buxur 30% afsláttur af töskum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er allt komið á fullt og þetta er farið að taka á sig fallega mynd,“ segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða sem opnuð verður í lok næsta mánaðar á Bíldshöfða 9. „Við ætluðum að opna 15. febrúar en það verður ekki fyrr en í lok mánaðarins, það tekur allt lengri tíma en áætlað var,“ segir Stein- gerður. Hún er eigandi mexíkóska veitingastaðarins Culiacan á Suður- landsbraut ásamt Sólveigu Guð- mundsdóttur og sá staður verður einn sjö staða í mathöllinni. Auk þess munu þær sjálfar reka Svanga Manga þar sem boðið verð- ur upp á íslenskan heimilismat, en slíkt ætti að falla vel í kramið hjá vinnandi stéttum í nágrenninu. Smurbrauð og morgundjúsar „Svo verður brugghúsið Beljandi frá Breiðdalsvík hluti af bás Svanga Manga og tekur við þegar honum hefur verið lokað á kvöldin. Þau koma með kútana beint frá Breið- dalsvík, við erum ofboðslega spennt að fá þau,“ segir Steingerður. Auk þess verður hægt að gæða sér á hamborgurum frá Gastro Truck, asískum mat frá Wok On og indverskum mat frá Indian Grill sem er afsprengi Gandhi í miðborg Reykjavíkur. Þá er verið að ganga frá samningum við Íslensku flat- bökuna. Að síðustu er það svo Hipstur þar sem skandinavísk stemning svífur yfir vötnum og boð- ið verður upp á smurbrauð, morgundjúsa og ýmsa hollustu- og grænmetisrétti. „Þarna verður mat- ur frá öllum heimshornum,“ segir Steingerður. „Það verður eitthvað í gangi allan daginn hjá okkur. Þú getur komið og fengið þér morgundjús eða kaffi þegar þú ferð á heilsugæsluna við hliðina á morgnana. Svo verður bakkelsi í kaffitímanum, þetta eru ekki eingöngu matartímarnir,“ seg- ir Steingerður. Hún segir að alltaf verði líflegt og góð stemning í Mathöll Höfða. „Við verðum með pílukast og ýmsar uppákomur um helgar. Það verður líf og fjör hérna.“ Ný mathöll í lok febrúar  Matur frá öllum heimshornum og bjór frá Breiðdalsvík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mathöll Höfða Opnað verður í rýminu hægra megin við aðalinnganginn. Matvælastofnun barst í gær til- kynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnar- lax við Hringsdal í Arnarfirði. Gatið uppgötvaðist við skoðun kafara í gærmorgun og lauk við- gerð síðar um daginn. Samkvæmt upplýsingum Arnar- lax var gatið um 15 cm x 50 cm og á 20 m dýpi og voru um 157.000 laxar í kvínni með meðalþyngd 1,3 kg, að því er segir á vef MAST. Atvikið er til meðferðar hjá Mat- vælastofnun og munu eftirlitsmenn stofnunarinnar skoða aðstæður hjá fyrirtækinu og fara yfir viðbrögð þess. Arnarlax hefur lagt út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort slysaslepping hafi átt sér stað, segir ennfremur í tilkynning- unni frá í gær. Gat kom á eina sjókví hjá Arnarlaxi Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Lax Fljótlega tókst að loka gatinu á einum af sjókvíum Arnarlax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.