Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Vörulyftur og varahlutir frá sænska framleiðandanum Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur ákveðið að tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa ljóskastarahús við Urð á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Á heimasíðu Minjastofnunar segir að mannvirkið sé einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og um- svif breska setuliðsins hér á landi. Húsið var byggt utan um ljós- kastara við upphaf seinni heimstyrj- aldar, veturinn 1940-41. Húsið var hannað af Lloyd Benjamin, verk- fræðingi breska setuliðsins. Sami höfundur teiknaði gamla flugturn- inn á Reykjavíkurflugvelli, sem frið- aður var af ráðherra árið 2011. Hluti af varnarbúnaði Ljóskastarinn var hluti af varnar- búnaði breska hersins við innsigl- inguna að Reykjavík. Húsið tengd- ist herskálahverfi á Suðurnesi og er eina mannvirkið sem eftir er frá þeim tíma. Húsið er hið eina sinnar tegundar hér landi en vitað er um svipuð hús í Færeyjum, við Lossie í Skotlandi og í Ástralíu. Ekki hafa fundist nákvæmlega eins hús og því kann húsið við Stóruurð að hafa fá- gætisgildi á heimsvísu. Friðlýsingin tekur til hins stein- steypta mannvirkis í heild og hlað- ins sökkuls umhverfis það. Húsið er 26 fermetrar að grunnfleti, stein- steypt ofan á grjóthleðslu. Gólf, veggir og þak eru úr steinsteypu. Ljóskastarahúsið hefur auk þess gildi sem aðgengilegur minjastaður og vinsæll áningastaður á göngu- leiðinni um Suðurnes, enda eru form þess, gerð og staðsetning myndræn og fögur. Tæknileg upp- bygging hússins er merkileg, en löng ending steinsteypunnar ber vott um vandaða gerð og frágang í upphafi, segir á heimasíðu Minja- stofnunar. Í næsta nágrenni er golfvöllur Nesklúbbsins og stendur húsið á fjörukambinum milli 1. og 2. braut- ar. Lýstu upp skip að nóttu til Ljóskastararnir á Seltjarnarnesi lýstu upp skip að nóttu til, svo að auðgreina mætti hvort þar væri vin- ur eða fjandmaður á ferð. Í Morgunblaðimu í júní 2012 var fjallað um stríðsminjar á Seltjarnar- nesi og meðal annars talað við Þór Whitehead prófessor. Í greininni segir m.a: „Fallbyssurnar tvær sem reistar voru á Valhúsahæðinni voru, ásamt samskonar byssum í Hvalfirði, þær stærstu sem Bretar létu reisa á Ís- landi, með sex þumlunga (15 cm) í hlaupvídd. Þær drógu um 12 kíló- metra út á haf, og var ætlað að reyna að koma í veg fyrir að Þjóð- verjar myndu gera hér innrás. Þrátt fyrir það þóttu byssurnar heldur lítilfjörlegar, og segir Þór ljóst að líklega hefðu byssurnar ekki haldið innrásarflota Þjóðverja lengi frá og hér hefði orðið fátt um varnir. Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervörnum hér sumarið 1941 kom í ljós að þeim þótti lítið koma til bresku byssanna. Bættu þeir þó sjálfir ekki úr þar sem innrásar- hættan frá Þjóðverjum minnkaði eftir því sem leið á stríðið. Ljóskastararnir á Seltjarnarnesi lýstu upp skip að nóttu til, svo að auðgreina mætti hvort þar væri vin- ur eða fjandmaður á ferð.“ aij@mbl.is Ljóskastarahús úr seinni heimsstyrjöld friðlýst Ljósmynd/Minjastofnun Liðin tíð Ljóskastarahúsið er mikilvæg heimild um hernámstímann.  Húsið kann að hafa fágætisgildi á heimsvísu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Það er HS Orka sem stendur að þessu verkefni en vonir standa til að fram- kvæmdum ljúki í mars á næsta ári. Ístak er að- alverktakinn og þessa dagana er verið að vinna við stíflumann- virki og grunn stöðvarhússins. Þá hefur verið grafinn skurður þar sem aðrennsl- ispípurnar að stöðvarhúsinu munu liggja. Kærur afgreiddar Það var á útmánuðum í fyrra sem fyrsta skóflustungan að virkj- uninni var tekin en þá áttu öll formsatriði að vera komin á hreint. Fyrir lá framkvæmdaleyfi frá sveit- arfélaginu Bláskógabyggð, en út- gáfa þess var kærð af Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Suð- urlands sem töldu ekki sýnt fram á að brýnir almannahagsmunir krefð- ust virkjunar, verið væri að fórna birkiskógum og votlendi og að rannsóknum á umhverfisáhrifum virkjunarinnar á vatnafar í ná- grenninu væri áfátt. Úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlinda- mála taldi ekki ástæðu til að stöðva framkvæmdir og sl. fimmtudag vís- aði nefndin efnisatriðum kærunnar frá. Margeir Ingólfsson bóndi á Brú og eigandi landsins sem virkjunin stendur á segist því líta svo á að fullnaðarsigur hafi unnist í málinu. Kostar fjóra milljarða Uppsett afl er 9,9 MW í Brúar- virkjun sem nýtir 49 metra fallhæð á 1.700 metrum í Tungufljóti, það er ofan þjóðvegarins sem liggur milli Gullfoss og Geysis. Hvorki stöðvarhús né stíflumannvirki sjást frá þjóðveginum og aðrennslispípur verða allar niðurgrafnar. Um þær verður veitt alls um 25 sekúndu- lítrum af vatni, sem verða notaðir til að knýja tvær túrbínur virkjun- arinnar, en heildarkostnaður við byggingu hennar er áætlaður rúmir fjórir milljarðar króna. „Sennilega eru um tólf ár síðan ég fór að kanna möguleikana á virkjun Tungufljótsins. Strax í upp- hafi var mér ljóst að þetta væri raunhæfur virkjunarkostur, rétt eins og ítarlegar rannsóknir sem gera þurfti leiddu í ljós,“ segir Margeir Ingólfsson. Snemma í ferl- inu fékk hann HS Orku að borðinu og er þetta fyrsta vatnsaflsstöðin sem fyrirtækið byggir. „Alveg frá upphafi lögðum við mikla áherslu á að framkvæmdir væru í góðri sátt við umhverfi og náttúru og óskuðum við eftir því við Skipulagsstofnun að fara með framkvæmdina í umhverfismat þó svo að þess væri ekki þörf þar sem hún er undir 10 MW. Matið kom mjög vel út og nýttist það okkur vel við undirbúning fram- kvæmdarinnar. Því fannst mér mjög sérstakt að Landvernd skyldi kæra útgáfu framkvæmda- leyfisins þegar umhverfismatið hafði staðfest að virkjunin væri í góðri sátt við náttúru og um- hverfi.“ Um það bil 5 hektarar af gróð- urlendi, að hluta til votlendi, fara undir framkvæmdir við inntak virkjunarinnar og til mótvægis hef- ur HS Orka samið við Skógræktina um að planta alls 25 þúsund plöntum á 10 hektarar landsvæði í Haukdal. Auk þess verður votlendi á Mosfelli í Grímsnesi, í landi Skógræktarinnar þar, endurheimt. „Þessi raforkuframleiðsla fellur einstaklega vel að umhverfinu og þörfum samfélagsins, “ segir Mar- geir Ingólfsson. Þannig verður raf- magni frá væntanlegri aflstöð veitt um jarðstreng að tengivirki RA- RIK að Reykholti í Biskupstungum og þaðan áfram til kaupenda í ná- grenninu. Í uppsveitum Árnessýslu eru til dæmis margar garðyrkju- stöðvar en mikla orku þarf til framleiðslunnar þar. Virkja í sátt við umhverfi og samfélag  Framkvæmdir við Brúarvirkjun í Biskupstungum í fullum gangi  Um 60 manns eru á verkstað  9,9 MW beisluð í Tungufljóti  Kærum var hafnað  Garðyrkjustöðvar þurfa mikla raforku Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brúarvirkjun Búið er að steypa grunn stöðvarhúss og þar eru komnar inn- takspípur að tveimur túrbínum virkjunarinnar sem verður tilbúin að ári. Margeir Ingólfsson Brúarvirkjun í Tungufljóti Grunnkort/Loftmyndir ehf. Geysir Brú Hv ítá Tu ng ufl jó t Stífl a Aðrennslispípa Stöðvarhús 35 Gullfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.