Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 36
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskól- anna, skipuð tónlistarnemum úr tónlistarskólum á suðvesturhorni landsins, heldur árlega tónleika sína kl. 20 í kvöld í Langholtskirkju að loknu þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik. Einleikari er Jóhann Gísli Ólafs- son á sembal og einsöngvari Guð- finnur Sveinsson barítón. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Ísland spilar lokaleik sinn á heims- meistaramótinu í handknattleik í dag kl. 14.30 þegar það mætir Brasilíu í lokaumferð milliriðla- keppninnar. Brasilíumönnum hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg á handboltavellinum en handbolti er stundaður á nokkrum svæðum landsins, ekki síst í tengslum við framhaldsskóla og háskóla. »1 Síðasti leikur Íslands á HM í dag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópransöngkona býður gestum Gerðarsafns í Kópavogi með sér í spunakenndan söngleiðangur kl. 12.15 í dag. Hrafnhildur syngur óð til verka sem vekja hjá henni hug- hrif og hefst leiðangurinn hjá verkinu Tape eftir Sigurð Guðjóns- son með laginu Le Violon eftir F. Poulenc. Við verk Doddu Maggýjar, Curlicue (spectra), syngur hún grískt þjóðlag og endar leiðangur- inn á laginu Draumalandið eft- ir Sigfús Ein- arsson fyrir framan verkið Hraun og mosi eftir Steinu. Spunakenndur söng- leiðangur í Gerðarsafni Veður hefur ekki sett strik í reikninginn undanfarin ár en það hefur ekki alltaf verið svo. „Einu sinni byrjaði blótið ekki fyrr en klukkan tíu því gestirnir sátu fast- ir með matinn og vínið uppi á Vatnsskarði,“ rifjar Kristjana upp. „Þá var maðurinn minn snjóruðn- ingsmaður á ýtu og ruddi leiðina, mætti svo á blótið en þegar ballið var hálfnað fór hann til þess að byrja að moka aftur.“ Kristjana leggur áherslu á að Vegagerðin hafi alltaf verið ákaf- lega hliðholl heimamönnum, haldið veginum opnum og skafið aftur um þorrablótsnóttina hafi þess verið þörf. „Við tölum yfirleitt vel um Vegagerðina hér þó að það sé kannski ekki til siðs á Íslandi.“ Þorrablótið er helsta skemmt- unin á Borgarfirði eystra ár hvert. „Þetta er stóra árshátíðin okkar og hér er það til siðs að dansa fram undir morgun á blótinu,“ segir Kristjana. Bætir við að ára- tugahefð sé fyrir því að hljóm- sveitin Nefndin spili fyrir dansi á ballinu. „Það er vandfundin betri danshljómsveit,“ segir Kristjana. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þorrinn byrjar á föstudag og und- irbúningur þorrablóta víða um land stendur sem hæst. Á Borgar- firði eystra er bóndadagur upphaf nýs árs. „Hér tölum við um fyrir og eftir þorrablót og annállinn miðast við það,“ segir Kristjana Björnsdóttir, formaður þorrablóts- nefndar. Borgfirðingar eystra hafa haldið þorrablót árlega frá 1946. Fjórar nefndir skiptast á um að skipu- leggja blótin, sjá um mat og drykk sem og skemmtiatriði. Í nefnd Kristjönu eru 20 manns. „Nefndin okkar er mjög vel mönnuð, við fengum til liðs við okkur ungt fólk, sem býr á Egilsstöðum, og það er frábær viðbót,“ segir hún. „Það telur ekki eftir sér að keyra um 70 kílómetra aðra leiðina til þess að aðstoða okkur og þetta léttir mjög á okkur, þessum gömlu.“ Þorrablótið frekar en Kanarí Um 100 manns eru með lög- heimili á Borgarfirði og um 80 með fasta búsetu en um 200 manns sækja blótið. „Hvert þorra- blót er með sitt þema,“ segir Kristjana og vísar til viðburða frá síðasta bóndadegi. Skipulögð dag- skrá taki um tvo tíma og allt efni sé samið af heimamönnum, meðal annars vísur, sem ortar hafi verið um nefndarmenn blótsins hverju sinni frá 1955. Á meðal gesta í ár eru hjón sem eiga heima í Noregi. Konan er frá Borgarfirði eystra en maðurinn norskur. „Þegar þau komu síðast stóð valið á milli þess að koma hingað eða fara í sólina á Kanarí og Norðmaðurinn valdi þorrablótið okkar,“ segir Kristjana. Hún bætir við að brott fluttir séu yfirleitt í meirihluta og alltaf einhverjir sem komi á þorrablótið af höfuðborgar- svæðinu. „Nokkrum Íslendingum finnst jafnlangt að fara frá Reykjavík til Borgarfjarðar eystra eins og frá Borgarfirði til Reykja- víkur.“ Talað um fyrir og eftir þorrablót  Dansað fram undir morgun á Borgarfirði eystra Ljósmynd/Jón Helgason Þorrablót Kristjana Björnsdóttir sér um flatkökurnar fyrir laugardaginn. TÍMINN VINNUR MEÐ FLUGKORTINU Hjá blómlegum fyrirtækjum eru starfsmenn gjarnan á ferð og flugi. Með sérstökum afsláttar- kjörum á flugi eykur Flugkortið hagkvæmni í rekstri og tryggir lægri ferðakostnað starfsmanna. Skerðu niður ferðakostnaðinn innanlands Tryggðu fyrirtækinu þínu Flugkortið á airicelandconnect.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.