Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða Þegar ég hef tímann fyrir mér finnst mér gott að byrja daginn áfjósverkunum; mjólka og gefa kúnum. Núna þegar þingstörfineru byrjuð þarf ég að vera kominn í bítið til Reykjavíkur og legg því snemma af stað til að vera á undan morgunumferðinni; lest- inni sem nær stundum frá Mosfellsbæ og niður fyrir Ártúnsbrekku,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er 53ja ára í dag. Haraldur býr á Vestri-Reyni við Akrafjall og rekur þar bú með fjölskyldu sinni. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á búskap og þannig meðal annars leiddist ég út í félagsmálin og svo hvað af öðru,“ segir Haraldur sem um árabil var formaður Bændasamtaka Íslands. Hann var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2013 og hefur allan þann tíma setið í fjárlaganefnd. „Að sitja í fjárlaganefnd gefur manni einstök tækifæri til að sjá og kynnast hinum aðskiljanlegustu málum og aðstæðum. Eðlilega breyt- ist lífssýn manns við slíkt og gerir mann væntanlega víðsýnni. Að eiga sæti á Alþingi er líka mikill skóli en það sem mér finnst annars standa uppúr er sú góða vinátta sem er milli fólks, þvert á flokka. Fólk kann að aðskilja pólitíkina og hið persónulega sem í félagsmálum er lykill að árangri,“ segir Haraldur. Hann er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórs- dóttur og eiga þau þrjú börn; Benediktu 23ja ára, Eyþór 18 ára og yngst er Guðbjörg 11 ára. „Í gamla daga tók ég þátt í leiklistarstarfi og hafði gaman af,“ segir Haraldur spurður um áhugamálin. „Jú, og svo hef ég gaman af traktorum og vélum og fleiru slíku viðvíkjandi sveitinni. Þar hangir líka á spýtunni að hafa áhuga á sögu, landafræði og örnefnum eins og oft gerist með aldrinum.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stjórnmál Mikill skóli að sitja á Alþingi, segir Haraldur Benediktsson. Bóndinn á Alþingi Haraldur Benediktsson er 53ja ára í dag Þ uríður Sigurðardóttir fæddist 23. janúar 1949 heima hjá sér í Laugar- nesi í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Laugarnesskóla, Gagnfræðaskóla verknáms, Fjölbraut í Breiðholti (listabraut) og Listaháskóla Íslands og brautskráðist þaðan með BA gráðu 2001. Þuríður byrjaði að vinna í fisk- vinnslu 11 ára aldri og hefur síðan einnig unnið verslunarstörf og verið flugfreyja, en fyrst og fremst hefur Þuríður auðvitað verið söngkona og myndlistarmaður. Hún sló í gegn þegar hún kom fram á skemmti- staðnum Lídó 1965 og var drifin í stúdíó þar sem hún söng með hljómsveitinni Lúdó og Stefáni lag- ið „Elskaðu mig“ inn á plötu. Lagið varð geysivinsælt og í framhaldinu hóf hún að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og varð það að fimm ára farsælu samstarfi. Hljómsveitin lék einkum á skemmtistaðnum Röðli (við Braut- arholt) sem var opinn alla daga vik- unnar. Ásamt Þuríði söng Vil- hjálmur Vilhjálmsson með hljóm- sveitinni og seinna Pálmi Gunnarsson. Árið 1969 kom út fyrsta tveggja laga sólóplata Þuríðar með lög- unum, „Ég ann þér enn“ og „Ég á mig sjálf“. Platan og söngurinn hlutu lof gagnrýnenda og í vinsældakosningum var hún valin „vinsælasta söngkona ársins“ og platan „hljómplata ársins“. Eftir ár- in með Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar söng Þuríður með ýms- um hljómsveitum og listamönnum svo sem: Ragnari Bjarnasyni, Gunnari Þórðarsyni, Jóni Páli Bjarnasyni og Guðmundi Ingólfs- syni. Hún var liðsmaður Sumar- gleðinnar sem ferðaðist um landið nokkur sumur. Þuríður hefur í meira mæli snúið sér að myndlist og sýnt víða bæði innanlands og utan. Hún fæst fyrst og fremst við olíumálverk og við- fangsefnið er gjarnan náttúran, stundum með þröngt eða óvænt sjónarhorn. Hún hefur kennt við Myndlistaskóla Reykavíkur. Þura hefur verið sýningarstjóri, m.a. með Markúsi Þór Andréssyni á sýning- unni Tívolí, sem sett var upp í Listasafni Árnesinga 2005. Þura var einn af stofnendum START ART listamannahúss sem starfrækt var frá árinu 2007 - 2009. Galleríið stóð fyrir listverkefninu „Lauga- vegurinn“ á Listahátíð í Reykjavík vorið 2009 með þátttöku fjölda lista- manna og almennings. Í framhaldi var gefin út bókin Laugavegurinn 2009 og þar sat Þuríður í ritstjórn. Meðal einkasýninga Þuríðar má nefna Á milli laga, Listasafn ASÍ, Þuríður Sigurðardóttir (Þura), myndlistar- og söngkona – 70 ára Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir Fjölskyldan Þuríður, Friðrik, börn, tengdabörn og barnabörn. Var vinsælasta söngkona landsins Söngkonan Þuríður um það leyti sem hún sló fyrst í gegn, 16 ára. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kristinn Adólf Gústafsson, málarameistari í Hafnarfirði, er áttræður í dag. Börn hans eru Þröstur Róbert, f. 1963, Gunnar Páll, f. 1965, Bragi Björn, f. 1988, og Sigrún Svanhvít, f. 1991. Kristinn Adólf dvelur nú á afmælis- daginn í borginni Pattaya í Taílandi. Árnað heilla 80 ára Kristinn ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Svanhvíti. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.