Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 4
Það er leikur að hlusta Við elskum sögur er slagorðvefjarins Hlusta.is þar sem áannað þúsund hljóðbækur er að finna. „Við höfum verið að byggja þennan vef upp í ellefu ár. Þetta byrj- aði á vinnslu á hljóðskrám fyrir grunnskóla en út frá því kviknaði sú hugmynd að búa til heimilisbókasafn fyrir almenning. Því áttum við lénið hljóðbókasafn.is sem lýsir starfsem- inni en gáfum það Blindrabókasafn- inu þegar nafn þess breyttist í Hljóð- bókasafn Íslands,“ segir Aðalsteinn Júlíus Magnússon, framkvæmda- stjóri Hlusta.is, en með áskrift, sem kostar kr. 1.490 á mánuði, fær fólk að- gang að safninu eins og það leggur sig. Vefurinn hefur byggt sig upp sjálf- ur og aldrei þegið styrki. Að sögn Aðalsteins stendur starfsemin undir sér í dag. „Það fer enginn út í svona starfsemi til að græða peninga en við erum réttum megin við strikið,“ segir hann. Í skólabíl og frystihúsi Hlusta.is virkar eins og hvert annað bókasafn. Aðalsteinn segir hljóð- bækur njóta vaxandi vinsælda en upplagt sé að hlusta á efnið við margvíslegar aðstæður; eins og þeg- ar fólk fer út að ganga eða skokka, er á keyrslu, í vinnunni eða bara heima í sófa í rólegheitunum. „Þegar við byrjuðum á þessu feng- um við fyrst þakkir frá konu sem hafði sent barnið sitt með hljóðbók frá okkur í skólabílinn en dágóður spölur var í skólann. Strax á eftir fengum við þakkir frá fiskverka- konu sem hlustaði á bækurnar í vinnunni. Þetta undirstrikar hversu fjölbreyttur hópur hefur ánægju og yndi af hljóðbókum,“ segir Aðal- steinn. Bæði er hægt að streyma eða hlaða niður efninu, eftir því hvort hentar viðkomandi betur. „Þeir sem eru með lágmarksgagnaflutning geta auðveld- lega streymt efninu í símanum sínum. Njála er til dæmis um fjórtán klukku- stundir sem slefar upp í eitt GB í far- síma,“ segir Aðalsteinn. Hann ályktar að á bilinu 3-4% þjóð- arinnar hafi áhuga á hljóðbókum Hlusta.is, mest fólk sem komið er yfir fertugt, jafnvel fimmtugt. „Við erum samt alltaf að sjá yngra fólk inn á milli og það er mikilvægt.“ Hann segir fleiri konur en karla vera í áskrift. „Ég vitna bara til orða Matthíasar Johannessen þess efnis að miðaldra konur haldi uppi bók- menntum á Íslandi,“ segir Aðalsteinn brosandi. Nýtt efni kemur inn á vefinn í hverri viku og segir Aðalsteinn það hafa verið með þeim hætti frá því vef- urinn tók til starfa. „Við kappkostum að koma með nýtt efni vikulega, jafn- vel um jól eða páska,“ segir hann. Spurður um samkeppni, eins og t.d. við Storytel, viðurkennir Aðal- steinn að Hlusta.is finni fyrir henni. Ekkert sé því þó til fyrirstöðu að báð- ir aðilar þrífist á markaðinum enda leggi Storytel meira upp úr nýju efni en gömlu. Ýmsir hafa léð Hlusta.is rödd sína og nefnir Aðalsteinn fjölmiðlafólkið Ólöfu Rún Skúladóttur, Guðmund Inga Kristjánsson, Kristján Róbert Kristjánsson og Hallgrím Indriðason sem dæmi. Sjálfur kveðst hann hafa lesið tvær bækur inn á band en lét það gott heita. „Mér líkaði ekki rödd- in í sjálfum mér.“ Baldur Hafstað, fv. prófessor í íslenskum bókmenntum, Ingólfur B. Kristjáns- son ritstjóri og Aðalsteinn Júlíus Magnússon, framkvæmdastjóri Hlusta.is. Morgunblaðið/Hari Á Hlusta.is er að finna á annað þúsund titla sem hlusta má á við ýmsar aðstæður og aðstandendur leggja kapp á að bjóða upp á nýtt efni í viku hverri. Nýja efnið er að vísu oft gamalt enda vita viðskiptavinir síðunnar að gamlar bækur eru ekki verri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Thinkstock INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019 Ég veit ekki hvaðan þetta þorraæði kom. Allt í einuvar enginn maður með mönnum nema hann færi áað minnsta kosti þrjú þorrablót og borðaði allt þetta súra dót með bestu lyst. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þetta hafi eiginlega gerst. Við eigum nefnilega til að tryllast yfir hrekkjavöku og Valentínusardegi sem bjánalegum og óíslenskum siðum, en stundum held ég að þorrablótin séu ekkert síður enn ein hátíð kaupmanna (eða veitingamanna) sem hefur verið laumað inn á okkur síðustu ár. Jói í Múlakaffi liggur hér sérstaklega undir grun. Og hvenær varð bóndadagurinn svona mikill hátíðisdagur? Frá 1900-1960 kemur orðið þorrablót aðeins 149 sinnum fyrir í Morgunblaðinu, samkvæmt timarit.is. Frá 1960 til 2014 sést það 3.524 sinnum. Það hlýtur að vera einhver vísbending. Ég man nefnilega ekki eftir þessu úr æsku minni. Þorramatur var ekkert sérstakur matur. Við fengum lifrarpylsu, hangikjöt, síld og flest sem fylgir venjulegu blóti nánast allan ársins hring. Þetta var bara matur. Á sama hátt og til forna voru þorrablót bara veislur með þeim mat sem var til. Mér skilst að Naustið hafi haldið árleg blót en það er ekki eins og það hafi farið mikið fyrir þessu fyrr en mögu- lega í upphafi tíunda áratugarins. Þá virðist hafa farið af stað einhverskonar þjóðræknihreyfing sem taldi okkur trú um að við værum ekki alvöru Íslendingar nema við borðuðum alvöru íslenskan mat. Upp úr því hefur orðið einhvers konar keppni um það hversu kæstur hákarlinn getur orðið og hversu súr súr- maturinn verður. Það þótti karlmannlegt að borða hákarl og kvarta helst undan því að hann væri bara ekki nógu kæstur, jafnvel þótt tárin rynnu úr augunum. Þessi karl- mennska nær svo reyndar hámarki á Þorláksmessu í skötuveislunum. Þar hefur líka fæðst ranghugmyndin: Skötuilmur. En það er ekki sama þorrablót og þorrablót. Ég hef víða farið, til dæmis í Mývatnssveit og Garðabæ. Það er ekki eins og það sé sama samkoman. Þá er ég ekki bara að tala um muninn á mývetnskum þorrablótsgestum, sem syngja Vel er mætt þannig að maður fær gæsahúð af aðdáun og Ingó Veðurguð að renna í Bahama í íþróttahöll. Og svo er náttúrlega undarlegt að fara á blót þar sem lyktin af súra matnum drukknar í bearnaise-lyktinni af „aukaborðinu“ (stundum kallað aumingjaborðið) sem virðist oft stærra og eftirsóttara en aðalborðið. Sjálfur hef ég með árunum orðið meira fyrir þorramat. Það er eins og bragðlaukarnir í manni eldist og maður kann betur að meta sitthvað sem maður fúlsaði við á árum áður. Ég fæ mér meira að segja stundum bita af hákarli, en þó án þess að gera sérstaka athöfn úr því. Og kannski kem- ur að því að ég fer að borða þetta súra dót. Ég veit samt ekki … En er ekki bara krúttlegt og fínt að við heiðrum matar- menningu okkar. Ég sé fyrir mér samtal tveggja vina, eftir svona eins og 50 ár: „Ætlarðu á sousvide-blót í kvöld?“ „Nei, ég kemst ekki. Það er fondue-blót í blokkinni hjá mér í kvöld og sushi-blót á morgun.“ Að sættast við þorrann ’Og svo er náttúrlega undar-legt að fara á blót þar semlyktin af súra matnum drukknar íbearnaise-lyktinni af „aukaborð- inu“ (stundum kallað aumingja- borðið) sem virðist oft stærra og eftirsóttara en aðalborðið. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ritstjóri Hlusta.is er Ingólfur B. Kristjánsson og mæðir mest á honum þegar efnið er valið. „Við byrjuðum á grunn- inum, Íslendingasögunum og slíku efni en höfum síðan fært okkur fram á þennan dag. Við erum að vísu ekki með mikið nýtt efni, þó eru bækur þarna eftir Guðmund Andra Thors- son og Gyrði Elíasson og fleiri,“ segir Aðalsteinn. Sem dæmi um eldri höfunda nefnir hann Jón Mýrdal, Jón Thoroddsen, Torfhildi Hólm, fyrsta atvinnurithöfundinn á Ís- landi, Einar H. Kvaran og Jón Trausta. Þessa dagana er Hlusta.is svo að bjóða upp á endurútgefið efni eftir Theódór Friðriksson í upplestri, en bæk- ur hans hafa lengi verið illfáan- legar. Töluvert er líka um þýdd- ar bækur, ekki síst klassík eins og Ben Húr, Móbý Dick og Can- terville-drauginn, en einnig létt- ara efni, eins og breskar glæpa- sögur sem víða njóta hylli. Þá eru á Hlusta.is fjölmörg verk eftir Nóbelshöfunda. Fjölbreytt efni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.