Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 37
27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 HOLLYWOOD Stórleikkonan Anne Hathaway vill vera öðr- um fyrirmynd og henni er ákaflega annt um náttúruna. Hún nýtir samfélagsmiðla óspart til að veita fólki innsýn í líf sitt og gefa góð ráð um það hvernig hægt er að draga úr rusli. Sjálf gengur hún ávallt um með fjölnota kaffimál og vatns- flösku á sér til að forðast einnota umbúðir. Hathaway hefur einnig beitt sér mikið fyrir verndun dýra og er sjálf grænkeri og neytir því aldrei dýraafurða. Í spjallþætti hjá hjá Ellen De- Generes í vikunni greindi hún svo frá því að hún að hún hefði tekið ákvörðun um að hætta að drekka áfengi. Ekki hefur hún þó endilega í hyggju að segja skilið við Bakkus um alla eilífð heldur hefur hún einsett sér að sleppa áfengi í 18 ár eða á meðan sonur hennar, sem nú er tveggja ára, býr undir hennar þaki. Ekki einnota og ekki bús Anne Hathaway bætist í fjölmennan hóp Holly- wood-stjarna sem ekki snerta áfengi. AFP ROKK Paul Stanley og Gene Simmons úr hljómsveitinni KISS hafa gefið það út að ríkis- starfsmenn í Bandaríkjunum sem um þessar mundir fá ekki laun vegna lokana ríkisstofnana geti fengið fría máltíð á veitingastöðum sem þeir félagar eiga og kallast Rock & Brews. Um 800 þúsund bandarískir ríkisstarfsmenn eru launalausir um þessar mundir vegna tregðu Donald Trumps til að skrifa undir fjárlög. Vilja rokkararnir leggja sitt af mörkum til að létta fólki lífið meðan lokun ríkisstofnana stendur yfir. Geta ríkisstarfsmennirnir valið á milli grísasamloku og grænmetisréttar sem ber nafnið „Strawberry Fields Salad“. KISS-liðar bjóða upp á bítlasalat Alls eru 22 Rock & Brews-staðir í Banda- ríkjunum. Paul Stanley og Gene Simmons úr hljómsveitinni KISS eru meðal eigenda. Reuters Fjölskyldumyndin Instant Family sem er nýlent í kvikmyndahúsum hérlendis skartar leikkonunni Rose Byrne í aðalhlutverki ásamt Mark Wahlberg. Byrne hefur komið víða við á ferli sínum. Hún er fædd og uppal- in í Sydney í Ástralíu. Leiklistar- áhuginn kviknaði á barnsaldri og hún tók ýmis námskeið tengd leik- list sem krakki og unglingur. Svo vel tókst henni upp að þegar hún var aðeins 13 ára gömul landaði hún einu af aðalhlutverkum í ástr- alskri kvikmynd, Dallas Doll, sem markaði upphaf ferils hennar í kvikmyndum. Byrne ákvað að leggja leiklistina fyrir sig og sótti um í flestum af stærri leik- listarskólum Ástralíu eftir að hún kláraði mennta- skóla. Ekki hlaut hún þó náð fyrir augum inntökunefnda og komst hvergi að. Svo fór því að hún skráði sig í Sydney-háskóla og lærði listfræði. Leiklistardraumnum hélt hún lifandi með því að fara í prufur og taka þátt í áhuga- leikhúsi. Hún lék í ýmsum sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum í Ástralíu á tíunda áratug 20. aldar, en árið 1999 hélt hún til New York og nam leiklist við Atlantic Thea- ter Company. Í kjölfarið fékk Byrne fleiri og bitastæðari hlut- verk bæði í áströlskum myndum og á sviði. Hún dýfði í raun fyrst tánni í frægðarhafið í Hollywood með litlu hlutverki í Star Wars: Episode II – Attack of the Clones. Á því herrans ári 2007 kom svo stóra tækifærið. Byrne fékk hlutverk í lögfræðidramanu Damages þar sem hún lék á móti Glenn Close. Þættirnir gengu í fimm ár og Byrne hlaut meðal annars Emmy-verðlaun fyrir frammistöðu sína. Hún lék einnig í þónokkrum kvikmyndum í kjölfar- ið og oftast dramatísk hlutverk. Það má segja að rómuð frammi- staða hennar í myndum á borð við Get Him to the Greek, með Russel Brand árið 2010, og Bridesmaids með Kristen Wiig árið 2011, hafi komið henni rækilega á kortið sem gamanleikkonu. Hún hefur sjálf lýst því sem létti þegar hún fékk að takast á við gamanleik, eftir mörg ár af því að leika alvarleg og dramatísk hlutverk. Byrne hefur talað um launabilið í Hollywood og vill færa konum meiri völd í bransanum. Hún lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum heldur rekur hún ásamt nokkr- um öðrum kvikmynda- gerðarkonum fram- leiðslufyrirtækið The Dollhouse í Ástralíu, sem hefur það að mark- miði að segja sögur af konum. Byrne hefur hlotið lof fyrir leik sinn í Instant Family enda einstök gamanleikkona. Ef það tíðkaðist enn að þýða heiti kvikmynda á íslensku lægi beint við að nefna myndina Instant Family einfaldlega Fjölskylda í fljótheitum. Skjáskot úr Instant Family ROSE BYRNE Landaði fyrst aðal- hlutverki 13 ára Rose Byrne er fædd árið 1979 og verður því fertug á árinu. AFP Macaulay Culkin er líklega ein þekktasta barna- stjarna heims. Hann hefur þó ekki alltaf átt sjö dag- ana sæla á fullorðinsárum, hefur barist við heróín- fíkn og oft átt erfitt með að fóta sig í lífinu. Nú virðist hann hafa náð tökum á tilverunni en er þó einhverra hluta vegna orðinn leiður á nafninu sínu, nánar tiltekið millinafninu. Culkin heitir fullu nafni Macaulay Carson Culkin og á marga fylgjendur á samfélags- miðlum, m.a. á Twitter. Culkin þekkir greinilega vel til í heimi samfélagsmiðla þar sem allt gengur út á þátttöku og að fá fólk til að líða eins og það sé hluti af lífi hans í raun og veru. Í haust bauð hann aðdáendum sínum að velja fyrir sig millinafn í stað Carson, enda sagðist hann varla muna það nafn, það væri svo ómerkilegt. Hann bað um tillögur að nýju millinafni og hét því að breyta nafninu sínu í það sem aðdáendur hans vildu. Niðurstaðan varð ljós í desember síðast- liðnum. Millinafnið sem aðdáendur barnastjörn- unnar völdu er Macaulay Culkin! Þar sem Culkin vill ekki bregðast sínu fólki hefur hann nú tilkynnt um það að hann ætli sannarlega að breyta nafni sínu í takt við vilja áhangendanna. Þannig muni hann hér eftir heita Macaulay Macaulay Culkin Culkin, hvorki meira né minna. Nýja millinafnið hlaut 60 þúsund at- kvæði. Aðrar tillögur að nýju milli- nafni voru Kieran (sem er nafn bróð- ur Macaulay), Shark Week, The McRib Is Back og Publicity Stunt. Þannig að líklega ætti Culkin bara að vera kátur með niðurstöðuna miðað við önnur furðunöfn sem hefðu get- að orðið fyrir valinu. Macaulay Culkin hlaut heimsfrægð eftir að hann lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Home Alone. BARNASTJARNA BREYTIR NAFNINU Carson ekki nóg fyrir Culkin Leikferill Culkins hefur ekki náð flugi eftir að hann varð fullorðinn. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.