Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
M
acron forseti Frakklands hef-
ur lagt land undir fót að
undanförnu. Þegar and-
ófsmenn í endurskins-
vestum hófu sínar aðgerðir
tók forsetinn í fyrstu hart á
móti. Sagði hann að útilokað væri að frönsk yfirvöld
hyrfu frá „umbótamálum“ sínum vegna mótmæla sem
færu úr böndum. Svo ekki væri minnst á skrílslæti og
skemmdarverk sem aldrei yrðu þoluð.
Óverðskulduð prik
Ýmsir gáfu forsetanum prik fyrir þessa staðfestu
hans. Prikin voru þó sum heimtuð til baka þegar í ljós
kom að orðið „aldrei“ þýddi úr munni forsetans tveir
dagar eða skemur. Staðfestu hans var skammtað
naumt líf. Macron stóð stutt í lappirnar. Hann kallaði
„umbótaaðgerðirnar“ til baka og lofaði mönnum
aukagreiðslum sem þyrftu að auki ekki að lúta skatta-
legum reglum.
En eins og forsetinn hefði getað sagt sér sjálfur
urðu viðbrögð endurskinsmanna önnur en hann von-
aði. Þeir töldu að nú væri næst að reka flóttann. Þeir
þökkuðu forsetanum dúsurnar með því að segja hann
bersýnilega vera úti á þekju og ekki í tengslum við
venjulega Frakka og þá væru þeir ekki taldir með fé-
lagar hans í Rothschild-bönkunum þar sem hann
græddi ungur fúlgur fjár á örfáum árum.
Auðmjúkur í endurbata
Þar sem Macron vildi að endurbatahjalið væri trú-
verðugt kyngdi hann þessu skensi sem öðru og til-
kynnti í beinni útsendingu úr höllinni að hann hefði nú
ákveðið að fara um landið allt og hlusta á fólkið sitt.
Fínt hjá forsetanum.
En vandinn er sá, og alkunnur, að þegar for-
ystumenn stjórnmála telja sig knúna til að fara í
„hlusta á almenning“-ferðir hefur sögnin að hlusta
aðra merkingu en hjá öðrum. Stjórnmálamenn eru
nefnilega eina dýrategundin sem hlustar með munn-
inum.
Og Macron var einnig í góðum takti við þá starfs-
bræður sína sem komnir voru upp að vegg því hans
aðferð var einkum að benda á aðra sökudólga.
Hann viðurkenndi að efnahagurinn í Frakklandi og
á evrusvæðinu minnti mest á stóran bíl spólandi á
sumardekkjum í janúar þegar snjóþekjan væri orðin
5 sentimetrar eða meiri. En Macron sagði löndum sín-
um að það væri samdrátturinn í Kína sem nú gerði
Frökkum og evrusvæðinu erfitt fyrir. Og samdráttur-
inn í Kína væri Donald Trump að kenna sem hefði
stofnað til viðskiptastríðs við Pekingstjórnina. Gleði-
pinnarnir hefðu getað bætt því við að Trump hefði það
eftir Xi Jinping, forseta Kína, að hann hefði látið reisa
Kínamúrinn nýlega og látið Mexíkó borga hann, rétt
eins og Honecker gamli hefði látið Mexíkóa gera þeg-
ar hann reisti múrinn um Austur-Berlín forðum til að
verja paradísina þar, sem Trump minnti að hefði verið
um líkt leyti. Stjórnarráðshúsið okkar, þar sem for-
sætisráðherrann og ríkisstjórnin sitja nú, hét lengi
Múrinn í daglegu tali og það var eftir Dönum og ís-
lensku embættiskerfi að hafa ekki haft hugmyndaflug
til að láta Mexíkó borga það. Þeir sem sátu lengst í
öndvegi Stjórnarráðshússins gátu því sagt með sjálf-
um sér og Jóni Helgasyni: Innan við múrvegginn átti
ég löngum mitt sæti.
Bretar sundrungaraflið
En svo Macron sé ekki gleymt strax þá var sagt frá
því í fréttum að á fundaferðalagi hans til að hlusta á
þjóðina hefði forsetinn tekið Breta harkalega fyrir og
Brexit-ævintýri þeirra. Hafði hann haft á orði að
breskir forystumenn hefðu sundrað þjóð sinni með
þjóðaratkvæðinu um Brexit. Þá þótti þeim í endur-
skinsvestunum forsetinn horfa langt yfir skammt til
að finna sundraða þjóð. Og minna má á að Macron
sagði í viðtali á síðasta ári að héldu Frakkar þjóðar-
atkvæði um útgöngu teldi hann líklegast að hún yrði
samþykkt!
Ekki allra meina bót
En hitt má til sanns vegar færa að þjóðaratkvæði eru
oft til þess fallin að „sundra þjóðinni um skeið“. Þau
eru jú einatt notuð til að höggva á þjóðarþrætu sem
þjóðþingið hefur ekki ráðið við. En eru þau verri fyrir
það? Þjóðaratkvæðið um Brexit er reyndar góður
grundvöllur svars við þeirri spurningu.
Ýmsir láta eins og reglubundin þjóðaratkvæði séu
vel til þess fallin að leysa úr öllum álitamálum og mun
betur en fulltrúalýðræðið. Það er fjarri lagi og stapp-
ar stundum nærri því að trúin á beinar kosningar um
hvað eina sé fremur meinloka en raunhæfur kostur.
En stundum á þjóðaratkvæði við og er jafnvel eina
færa leiðin. Spurning í þjóðaratkvæði þarf að vera um
úrslitaatriði, vera ljós og einföld og óumdeilt um hvað
sé spurt, þótt efni máls sé umdeilt.
Svindlararnir, sem sögðust hafa farið með tillögur
„að nýrri stjórnarskrá“ fyrir þjóðina og fengið hana
samþykkta, segja ósatt í öllum efnum. Þeir settu fram
spurningaleik um fáein atriði úr furðuplagginu. Sett
voru skilyrði um þátttöku svo svör teldust marktæk.
Þátttakan varð undir því marki og málið því úr sög-
unni.
Til þess að reyna að tryggja þátttöku í atkvæða-
greiðslunni voru þjóðkirkjan og tengsl hennar við
ríkið höfð með. Hugmyndum stjórnlagaráðs um það
mál var hafnað. En sú spurning tryggði hins vegar að
ónóg þátttakan varð ekki hreint „fíaskó“ eins og orðið
hefði.
Gamall kækur
Þegar orðað er nú að endurtaka þurfi þjóðaratkvæðið
um Brexit og sjá hvort ekki megi ná annarri niður-
stöðu, er það í takti við það sem ESB lætur ætíð gera,
þegar sambandinu líkar ekki svarið. Stjórnin í Lund-
únum segir að það tæki meira en tvö ár að undirbúa
nýja atkvæðagreiðslu, þótt spurningin sé aðeins tvær
línur. Önnur ætluð fyrir já og hin nei. Sú skýring sýn-
ir þó það sem flestir vita að aðferðin væri óbrúkleg til
stjórnunar þjóðar.
Mjög algengt er að deilur standi lengi um það
hvernig orða eigi spurningu fyrir þjóðaratkvæði. Það
þarf engan að undra. Orðalagið getur skipt öllu. Rétt
eins og það skiptir miklu í skoðanakönnunum. Um
slíkar spurningar er þó lítt deilt enda skipta þær til
lengdar litlu máli.
Illbætanleg svik
En ríkisstjórn Breta bætir því við sem aðalatriði að
þessir tæknilegu erfiðleikar séu smáatriði í þessum
efnum. Önnur atkvæðagreiðsla yrði alvarleg storkun
við bresku þjóðina, trúnaðarbrestur á milli hennar og
stjórnmálstéttarinnar, bæði þá sem sögðu nei og
sögðu já og ótrúleg svik, því að öllum bar saman um
að þjóðaratkvæðið væri endanlegt. Það hefði gilt þótt
aðeins hefði munað einu atkvæði en ekki nærri tveim-
ur milljónum atkvæða eins og varð.
ESB-þingið
Björn Bjarnason skrifar reglubundið athyglisverðar
greinar í Morgunblaðið sem mikill fengur er að.
Í grein í blaðinu í gær segir hann að línur séu tekn-
ar að skýrast vegna kosninga til ESB-þings. Það má
vel vera rétt.
En sú fjöldasamkunda, sem rekin er með feiknaleg-
um útgjöldum, hefur enn ekki haft neina þýðingu sem
nær máli.
Stundum er bent á að þingið hafi þó verið brúkað
einu sinni til að koma lélegri framkvæmdastjórn frá
völdum svo að önnur lítið skárri gæti tekið við.
Matt sá deilu May við ESB svona:
Allir urðu að gefa eftir.
Við samþykktum 39 milljarða punda
greiðslu þegar Barnier gaf eftir
gamla kúlupennann sinn.
Reykjavíkurbréf25.01.19