Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 18
N ý kvikmynd, Tryggð, gerð eftir bók Auðar Jónsdóttur frá 2006, Tryggðarpanti, verður frumsýnd í Gautaborg í lok næstu viku og fer í almennar sýningar hérlendis í febrúar. Ásthildur Kjartansdóttir leikstýrir myndinni og Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverkið, raunar eitt stærsta kvenhlutverk sem sést hef- ur í íslenskri kvikmynd þar sem henni bregður fyrir í nær hverjum einasta ramma. Þær Elma Lísa og Ásthildur þekktust lítið áður, en hafa eignast góða vináttu eftir að hafa unnið saman að myndinni í nokkur ár. Hvenær kynntust þið fyrst bókinni? Ásthildur: „Ég las bókina árið 2008, tveim- ur árum eftir að hún kom út og man að ég hugsaði strax: Vá, þetta er eitthvað sem þarf að pæla í hérna heima og þá á ég við mál út- lendinga sem flytjast hingað til lands en um- ræða um það var rétt að hefjast þá og efni myndarinnar hefur eins sterka tilvísun til raunveruleikans í dag. Mér hafa alltaf þótt málefni útlendinga mjög spennandi, velt því fyrir mér af hverju þeir vilja koma hingað og hvernig samskipti Íslendingar eiga við þá. Svo ég lokaði bókinni eftir lesturinn og má segja að ég hafi hringt nær um leið í Auði og beðið hana um að fá að kaupa kvikmyndaréttinn. Ég hafði verið að leita að sögu til að færa yfir í bíómynd og sá samstundis að þetta væri sagan.“ Elma Lísa: „Ég hef alltaf verið voðalega hrifin af öllum bókunum hennar Auðar. Ég þekki Auði og hef unnið með henni áður; kom Fólkinu í kjallaranum á koppinn í Borgarleik- húsinu, en ég viðurkenni að þegar ég las þessa bók, Tryggðarpant, fór persónan sem ég leik, Gísella, alveg svakalega í taugarnar á mér. Ég tek það fram að hún er reyndar alveg extra pirrandi í bókinni og við reyndum að vinna með það að finna mennskuna í henni og það var áskorun.“ Ásthildur: „Ég er sammála Elmu Lísu, það var ein mesta áskorunin. Meira að segja þegar ég fór að leita mér að framleiðanda hitti ég mann sem hafði lesið bókina og hann sagði það hreint út að þessi manneskja væri svo ósympa- tísk að hann langaði ekki til að gera mynd um hana! En málið er hins vegar að það þarf að lesa Gísellu með ákveðnum gleraugum. Svo eru persónur Auðar þannig að þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar, hún gefur lesand- anum tækifæri til að fylla upp í, sem er svo gott.“ Elma Lísa: „Við vorum meðvitaðar um þetta í vinnunni og ég var mjög sátt við niðurstöðuna þegar ég var búin að finna leirinn í henni og rétta tóninn.“ Þekktust þið fyrir? Elma Lísa: „Við svona vissum hvor af ann- arri. Ég þekki dóttur Ásthildar, Önnu Svövu Knútsdóttur leikkonu.“ Ásthildur: „En ekki þannig að við þekkt- umst neitt sérstaklega. Ég vissi hins vegar um leið og ég var búin að hringja í Auði að næsta símtal yrði til Elmu Lísu; vissi strax að ég vildi fá hana í hlutverkið. Mér fannst að hún hefði næmni og viðkvæmnina til að túlka flókinn karakter Gísellu. Við fórum og fengum okkur rauðvínsglas, töluðum um söguna og fundum að við vorum með sameiginlegan skilning á persónunni og hvernig hún væri í raun og veru. Svo vorum við saman að vinna þetta næstu þrjú árin, áður en við byrjuðum á eigin- legum tökum.“ Elma Lísa: „Á þeim tíma kynntumst við mjög vel og urðum góðar vinkonur. Í mínum huga mjög magnaður tími en það var mjög mikið sem þurfti að vinna til að finna betur út úr útfærslunni á til dæmis Gísellu, svo sem for- sögu hennar sem er mjög óviss í bókinni. Þar að auki gerist bókin í óræðu landi, og það gengur auðvitað ekki í kvikmynd svo við unn- um í því að staðsetja umhverfið.“ Auður amma myndarinnar Hvað getið þið sagt lesendum um efni myndar- innar? Ásthildur: „Myndin fjallar um konu sem er af ríkri fjölskyldu en lendir í fjárhags- vandræðum. Hún starfar sem blaðamaður, er að skrifa grein um húsnæðismál útlendinga og hún sér sér þarna leik á borði; ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og leysa fjárhags- vandræði sín með því að leigja út hluta af húsi sínu til erlendra kvenna en fær um leið við- fangsefni greinaskrifanna heim til sín. Ef þú setur þetta í stærra samhengi þá er þetta svo- lítið eins og Íslendingar hafa gert; við höfum flutt inn útlendinga þegar okkur vantar vinnu- afl.“ Elma Lísa: „Gísella er góð manneskja í grunninn en áttar sig ekki á eigin fordómum fyrr en hún mætir þeim og sagan fjallar um leið um það hvernig hún verður fangi í eigin húsi og síns fyrri lífsstíls. Þetta er saga um samskipti fólks og valdabaráttu þessara kvenna. Gísellu gengur gott til og vill kynnast þessum erlendu konum enda sjálf einmana og einangruð í lífinu, en þegar henni finnst sér ógnað birtist ákveðin grimmd.“ Ásthildur: „Það framkallar ákveðna grimmd í fólki þegar því finnst það vera að missa valdið. Konurnar sem hún leigir eru um leið svolítið á sama báti. Þegar Gísella sýnir þeim grimmdina þá gera þær það á móti.“ Elma Lísa: „Sem er kannski bara mannlegt, ef einhver er vondur við þig ertu vondur á móti. Gísella tekur á þessu með því að búa til fleiri og fleiri húsreglur og missir smám saman tökin og án þess að segja of mikið verður hún eins konar fangi í eigin húsi.“ Ásthildur: „Að mörgu leyti hefði þessi mynd getað verið um samskipti hvaða fólks sem er, ekki bara samskipti útlendinga og Ís- lendinga. En mér fannst svolítið gott hvernig Svíarnir lýstu myndinni. Þeir sögðu að í henni sæist meðal annars hversu stutt er á milli kær- leiks og grimmdar.“ Það vekur athygli að mótleikkonur þínar Elma Lísa, Enid Mbabazi og Raffaella Bri- zuela Sigurðardóttir eru ekki atvinnu- leikkonur – fannst ykkur það áhætta? Ásthildur: „Fyrst ætluðum við að fá með okkur reyndar leikkonur til að leika erlendu konurnar og við prófuðum það. Það voru æðis- lega fínar leikkonur og það var ekki vanda- málið. Það sem vantaði var þetta smálega sem gerði þetta ekta; svo sem hreim sem er alltaf svolítið erfitt að fara að búa til. En auðvitað man ég að fólk spurði okkur hvort við ætluðum að taka þá áhættu, en efast ekki um að það hafi verið rétt ákvörðun.“ Elma: „Það gerir söguna í heild mjög sann- færandi að hafa þær með okkur. Þar að auki var ofboðslega gefandi fyrir okkur og myndina að fara í gegnum það ferli að hitta erlendar konur sem eru búsettar hér. Það komu stundir þar sem ég táraðist þegar þær fóru, það var oft átakanlegt að heyra um aðstæður þeirra og fatta hvað Íslendingar hafa það gott.“ Nú var ykkar samstarf svolítið stærra og meira en samband bara leikara og leikstjóra er oft. Hverju breytti það? Ásthildur: „Það breytir öllu að hafa leik- arann með sér í að þróa handritið og per- sónuna. Í slíkri vinnu fyllist sagan af alls konar smáatriðum sem gefa persónunni fyllri mynd og að því sem hún er. Til dæmis stækkuðum við persónu Elmu Lísu talsvert með því að bæta barni við í söguna sem hún hafði átt og misst. Elma Lísa: „Það fyllti mjög út í bakland hennar og gerði hana samúðarfyllri. Sjálf tengdi ég sterkt við það að bæta því við í sög- una því ég eignaðist sjálf barn seint, stelpu sem er fimm ára í dag og mér fannst það, eins og öllum örugglega, breyta mér mjög mikið og dýpka mig á allan hátt. Annar mikilvægur þáttur í bíómyndinni þessu tengdur sem við bættum við er einnig samband Gísellu og lít- illar dóttur annarrar konunnar og hvernig það snertir við Gísellu.“ Ásthildur: „Þar sem persónur Auðar Jóns- dóttur eru svo marglaga og óræðar er það virkilega áskorun að skila því á skjáinn. Þar að auki er bókin Tryggðarpantur skrifuð sem táknsaga, allegoría og þegar höfundur hefur slíkt að leiðarljósi er ekki jafnauðvelt að fylla persónurnar smáatriðum því sagan verður alltaf að hafa þessa táknræna merkingu. Ég er mjög þakklát Auði fyrir það sem hún sagði við mig: „Gerðu bara hvað sem þú vilt við þessa sögu. Ég er amma myndarinnar.““ Elma Lísa: „Auður er svo ótrúlega klár í að leyfa manni að fylla upp í hluti, er ekki búin að negla allt niður. Hún var gjöful á það að gefa okkur frjálsar hendur í þessari þróun.“ Hafði það mikið að segja að vera þátttakandi í að þróa handritið áfram og persónu þína? Elma Lísa: „Afar mikið, það hefur alltaf skipt mig miklu að geta haft eitthvað að segja um það sem ég geri. Það hef ég gert alveg frá því að ég útskrifaðist og fór að vinna með Arn- dísi [Hrönn Egilsdóttur] vinkonu minni í Sokkabandinu. Að vera ekki bara settur inn í eitthvað í lok ferils.“ Eins og mæðgur Nú eruð þið búnar að þekkjast mjög vel í fjög- ur ár. Eftir þennan tíma – sjáið þið þá vel hvar styrkleikar hvorrar fyrir sig liggja í starfinu? Ásthildur: „Elma Lísa er auðvitað fyrst og fremst ofboðslega góð leikkona og auðvelt að vinna með henni. Styrkleiki hennar er þessi mikla næmni sem auðveldar henni að ná kar- akterum. Svo er hún bara alltaf svo rosalega vel undirbúin. Þú varst búin að garfa mjög mikið í hvar persónan væri í þér.“ Elma Lísa: „Anna Svava, dóttir Ásthildar, sagði stundum við mig að ég og mamma hennar værum hreinlega eins og mæðgur – við værum svo líkar. Í það minnsta náðum við ofboðslega vel saman og sambandið milli okk- ar er ekki dæmigert samband leikstjóra og leikara heldur fyrirfinnst þarna sérlega mikil væntumþykja. Í vinnu er Ásthildur næm og smámunasöm; natin og góð í litlu hlutunum, sem er mjög gott. Ég sagði Ásthildi strax að vera ekki meðvirk með mér, segja allt hreint út við mig í vinnunni, ég myndi bara taka því og það skipti öllu máli.“ Ásthildur: „Það er auðvitað mjög merkilegt að Elma Lísa sé í hverjum einasta ramma í myndinni, sagan er algjörlega frá hennar sjón- arhorni og allt sem áhorfandi upplifir, upplifir hann í gegnum hana. Okkar samband skipti því kannski enn meira máli því myndin stend- ur algjörlega og fellur með Elmu Lísu – hún heldur þessu uppi og það er ekki fyrir hvern sem er að geta gert það.“ Elma Lísa: „Engin pressa!“ Ásthildur: „Haha, það er nefnilega mjög mikil pressa og mér fannst þú höndla það mjög vel. Það var oftar en einu sinni sem ég hugsaði eftir daginn; hún hlýtur að vera bara algjör- lega búin.“ Á þínum skala, Elma Lísa – er þetta með þínum stærstu hlutverkum? „Já, þetta er mitt stærsta hlutverk. Og það er heldur ekkert oft sem konur eru í svona stórum hlutverkum í kvikmyndum svo það er svolítið sérstök tilfinning og satt best að segja mjög gaman að upplifa það að vera í hverjum ramma.“ Nú eruð þið báðar með mikla reynslu af þessum heimi kvikmyndanna en samt kannski ólíka vegna aldursmunar – hafið upplifað mis- munandi tíma. Er margt breytt varðandi tæki- færi kvenna í kvikmyndum? Ásthildur: „Frá því ég byrjaði að stíga mín fyrstu skref er þetta mjög breytt. Þegar mig langaði til að verða leikstjóri, strax eftir stúd- entspróf, datt mér ekki einu sinni í hug að orða það við einn einasta mann. Þó er þetta ekki al- veg auðvelt í dag heldur, sem sést kannski á því að það tók 15 ár að gera þessa mynd. Það Býður vonandi upp á rifrildi Ásthildur Kjartansdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir segja að þrátt fyrir dýrmæta vináttu sem hafi myndast við gerð kvikmyndarinnar Tryggð, sem Ásthildur leikstýrir og Elma Lísa leikur aðalhlutverk í, sé myndin til þess gerð að rífast um. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Anna Svava, dóttir Ásthildar, sagði stund- um við mig að ég og mamma hennar værum hreinlega eins og mæðgur – við værum svo líkar. Í það minnsta náðum við ofboðslega vel saman og sambandið milli okkar er ekki dæmigert samband leikstjóra og leikara.“ ’Það er auðvitað mjög merkilegt að Elma Lísa sé íhverjum einasta ramma í myndinni, sagan er algjörlega frá hennar sjónarhorni og allt sem áhorfandi upplifir, upplifir hann í gegnum hana. VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.