Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
draga hann niður. Ég var í Pollýönnuleik alla
daga. En innst inni var ég bara að deyja.“
Eftir nokkur góð ár hjá Kidda eignuðust þau
svo þriðja barnið, Bóas Örn, árið 2013. Þung-
unin kom þeim báðum í opna skjöldu.
„Ég fékk panikkast. Ég átti ekki að geta orð-
ið ólétt með hormónakerfið í rugli og Kiddi átti
að vera ófrjór eftir lyfjagjöfina, en hann reynd-
ist víst vera með 15% virkni. Bóas átti ekki að
geta orðið til. En hann varð til og Kiddi á hann
500%,“ segir hún og skellihlær, vitandi það að
þetta gæti litið illa út.
„Það er ekki til barn sem er líkara pabba sín-
um.“
Stína segir að þegar heilakrabbinn tók sig
upp aftur um 2015 hafi þau leitað eftir upplýs-
ingum á netinu. Þá sá Stína í hvað stefndi.
„Ég sagði við Kidda að mér fyndist hræðilegt
að hann væri að fara að deyja. Hann sagði bara,
„ertu að vorkenna mér? Þú ert að fara að sitja
eftir í súpunni með öll þessi börn! Ég er að fara
eitthvað að hafa það næs“,“ segir hún og hlær.
„Ég sé núna að þetta er rétt, ekki það að ég
sitji í súpunni, heldur er þetta áskorun.“
Stína segir að þau hafi sagt börnunum frá
ástandinu og þau vissu að pabbi væri oft veikur,
enda þurftu þau oft að taka tillit til hans með
því að lækka í tónlist eða vera með minni læti.
Kiddi fékk tíð flogaköst sem mögnuðust við há-
vaða. „Okkur fannst betra að segja þeim sann-
leikann, eða nánast allan sannleikann, því óviss-
an er oft verst; börn sem skynja eitthvað slæmt
geta í eyðurnar,“ segir hún bætir við að börnin
hafa vitað að faðir þeirra væri að fara að deyja.
„Vigfús [Bjarni Albertsson] prestur tók utan
um okkur og hjálpaði okkur alla leið. Hann er
svo miklu meira en prestur í mínum augum.
Hann talar svo heiðarlega og er svo opinn,“ seg-
ir hún.
Fannst þetta ekki vera Kiddi
Síðustu tvö ár í lífi Kidda voru öllum ákaflega
erfið. Blaðamaður tók einmitt viðtal við Stínu
haustið 2016 en þá voru Hressleikarnir í Hafn-
arfirði haldnir til þess að styðja við bakið á fjöl-
skyldunni fjárhagslega. Í því viðtali sagði Stína
að hún vildi nota tímann sem eftir væri til þess
að vera saman og búa til góðar minningar. Stína
vildi ekki að Kiddi væri með í viðtalinu og sagði
mér þá í trúnaði að heilakrabbinn hefði breytt
persónuleika hans. Ég spyr hana því nú hvort
þeim hafi tekist að búa til góðar stundir eða
hvort þetta hafi verið erfiðara en hún átti von á.
„Þetta var þúsund sinnum erfiðara. Það var
mjög ruglað að ég varð hreinlega öfundsjúk
þegar ég heyrði að einhver ætti að deyja úr rist-
ilkrabba eða einhverju öðru, en þarna var þetta
komið í framheilann og ef þú gúgglar fram-
heilaskaða og margfaldar með hundrað, ertu
komin með útkomuna hans Kidda,“ segir hún.
„Ég var farin að greina svo miklar persónu-
leikabreytingar áður en hann greindist aftur.
Síðasta árið var ég farin að tala um Kristján
Björn, því mér fannst þetta ekki vera Kiddi,
þótt einstaka sinnum glitti í hann. Hann höndl-
aði mjög lítið og gat ekki verið mikið innan um
börnin. Hann var farinn að sýna hegðun sem
hafði aldrei verið í hans karakter. Við þurftum
að taka ákvörðun í nóvember 2016 að hann færi
annað,“ segir hún og útskýrir að þau hjón hafi
áður skoðað saman vel á netinu afleiðingar
framheilaskaða.
„Kiddi hafði beðið mig um að lofa sér því að
ef hann yrði skapvondur og myndi fara að gera
eitthvað fáránlegt sem hann myndi aldrei gera
venjulega, að gefa sér lyf svo hann fengi að
deyja eða hann myndi labba í sjóinn. Hann
hræddist mest að verða einhver annar en hann
var. Svo þegar það gerðist, þá áttaði hann sig
ekki á því sjálfur. Hann var farinn að sækja
mikið barinn og þá þurfti ég að setja honum
reglur að hann mætti ekki koma heim til okkar
barnanna, en hann gisti þá hjá foreldrum. Hann
hafði sagt við mig áður: „undir öllum kringum-
stæðum, sama hvernig ég verð, viltu alltaf taka
börnin fram yfir mig. Viltu alltaf hugsa um þau
fyrst“. Þetta var svo erfitt, að velja á milli hans
og barnanna; mig langaði að vera með honum
en mig langaði ekki að vera með honum af því
þetta var ekki hann. Það sást ekkert endilega
utan á honum hversu veikur hann var,“ segir
hún og bætir við að erfitt hafi verið að finna við-
eigandi stað fyrir Kidda.
„Það er enginn staður á Íslandi fyrir ungt
fólk með framheilaskaða, hvort sem það er af
völdum krabbameins eða slysa. Ég fór á fund
með helling af læknum og Vigfúsi presti til þess
að finna einhver úrræði því það var svo mikið
álag fyrir fjölskylduna að sinna einstaklingi
sem er ekki í lagi í kollinum. Það var hægt
senda hann á heilabilunardeild á hjúkrunar-
heimili, en hann var 35 ára! Það er ekki í lagi.
Það var Valgerður [Sigurðardóttir, yfirmaður á
líknardeild] sem bjargaði lífi okkar og tók hann
þangað inn og gaf honum lyf til þess að róa
hann niður. Þar gat hann verið í hvíldarinnlögn,
en hann var ekki sáttur og strauk. Hann fór líka
á heilsuhælið í Hveragerði og strauk þaðan og
aftur á líknardeild og strauk. Hann var bara
alltaf að strjúka!“ segir hún og hlær.
„En auðvitað skil ég það vel, að vilja ekki
vera hent inn á stofnun 35 ára. Það endaði
þannig að hann flutti heim til foreldra sinna áð-
ur en hann endaði á líknardeild, því hann höndl-
aði ekki áreitið sem fylgir því að eiga þrjú börn.
Mjög virk börn.“
Brúðkaupsafmæli á líknardeild
Þannig að síðasta árið eða tvö varstu að mörgu
leyti búin að missa hann?
„Já. Ég gat orðið svo reið, það var oft fólk að
koma til mín og segja mér hvað hann væri frá-
bær, fólk sem kynntist honum þarna síðustu ár-
in, en þau þekktu hann ekki neitt! Það sagði við
mig, vonandi lifir hann sem lengst, en ég var í
panikk, og það er ljótt að segja það, að ég hugs-
aði vonandi ekki. Og aðallega af því hann var
orðinn eins og hann hafði hræðst mest,“ segir
hún.
Næstu mánuði lifði hún í þessari óvissu um
hvenær hann myndi deyja. Fyrst var talið að
hann myndi ekki ná jólum 2016, svo var talið að
hann myndi ekki ná fermingu sonarins vorið
2017.
„Ferlið var svo langt og biðin svo löng. Hann
fór svo inn á líknardeild í maí og dó 19. júlí. Ég
bjó inni á líknardeild og krakkarnir voru þarna
mikið en maður þurfti að sinna þeim líka. Þarna
var ég að deyja úr samviskubiti að geta ekki
verið nóg með honum,“ segir hún en bætir við
að hún sé heppin með fjölskyldu sem stóð þétt
við bakið á henni og hjálpaði heilmikið með
börnin svo hún gæti vakað yfir Kidda.
„Þegar maður er búin að vera ástfangin af
manni í fimmtán ár og sér hann breytast svona
þarf maður að taka ákvarðanir en fær svo mór-
al að vera ekki að gera nóg. Og móral yfir að
hugsa að vonandi færi þetta að klárast, ég gæti
ekki meir. Þetta var svo brenglað og svo mikið
álag fyrir mig og krakkana. Við þurftum að
horfa upp á hann missa allt sitt, hann var alveg
farinn. Það er ekkert líf,“ segir hún.
„Hann sofnaði svo 6. júlí en hann hafði skrif-
að undir skjal að ekki ætti að halda honum á lífi
með næringu ef svo færi,“ segir Stína.
„Tíu ára brúðkaupsafmæli okkar 14. júlí var
skelfilegur dagur. Hann veinaði af sársauka og
leið svo illa, þrátt fyrir að vera á morfíni. Þetta
var hræðilegt. Við höfðum alltaf talað um að
endurnýja heitin okkar eftir tíu ár, í fjörunni
hjá Stokkseyri og þetta átti að vera svo róman-
tískur dagur. Í staðinn var þetta dagurinn sem
ég hélt að Kiddi myndi deyja. Svo dó hann í
þrjár mínútur og ég hélt í höndina á honum.
Allt í einu dregur hann djúpt andann aftur og
lifnar við og við vorum alveg, hvað er að gerast?
Ég sagði honum að hann mætti fara, hann
þyrfti ekki að berjast um lengur. Líklega hefur
hann orðið heilabilaður eftir þetta því hann
kvaldist ekki meir. Svo nokkrum dögum síðar
gerðist þetta aftur, hann hætti að anda í nokkr-
ar mínútur og var dáinn, en lifnaði svo aftur við.
Þá fékk ég taugaáfall. Maður var búin að
kveðja,“ segir hún.
„Svo næsta dag, 19. júlí, fer mamma inn til
hans. Þarna vorum við orðin svo langþreytt.
Mamma hringdi þá í mig og sagði mér að koma,
en ég var þá stödd á kaffistofunni á líknardeild.
Hún sagði að það væri eitthvað að gerast. Ég
fór inn til hans og horfði á hann taka síðasta
andardráttinn. Við sátum þarna ég og mamma
og systir hans og horfðum á hann og okkur til
skiptis. Svo bara grenjuðum við úr hlátri. Systir
mín kom þá inn og sá að Kiddi var dáinn og við
að hlæja. Það var eins og hann hefði ætlað að
fara þegar enginn væri þarna, en oft var stofan
hans full af fólki. Hann dó með glott á vörum,
alveg eins og hann væri að hlæja að okkur
þannig að við hlógum bara, þar til við áttuðum
okkur á því að hann væri dáinn í alvöru. Þá
grétum við. Grátur og hlátur er bara sitt hvor
endinn á sömu tilfinningu. En það var gott að
hann kvaldist ekki þegar hann dó og hann fór
með bros á vör,“ segir Stína.
Síðar um daginn bauð Stína vinum og vanda-
mönnum að koma og kveðja og segir þau hafa
verið um þrjátíu manns þegar mest var.
„Hann var búinn að ákveða í hvaða fötum
hann vildi vera. Hann lá þarna í Batman-
bolnum sínum, lopapeysu og rifnu gallabux-
unum sem ég þoldi ekki,“ segir hún og brosir.
„Ég bað alla um að rifja upp góðar minningar
um Kidda. Þetta var fallegasta og besta stund
sem ég hef átt í lífinu, að hlusta á allar sögurnar
og finna samstöðuna. Þetta var svo gott fyrir
krakkana að hlusta á hvað pabbi þeirra hefði
verið frábær. Þetta var besta minningarathöfn
sem hægt var að hugsa sér.“
Eru ekki allir í stuði?
Kiddi hafði sjálfur planað jarðarför sína niður í
smæstu smáatriði. „Þessi jarðarför var geggj-
uð. Hann var búinn að ákveða að hafa hana í
Hallgrímskirkju og það mættu um níu hundruð
manns. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég var
svo spennt. Þetta er eins og að plana brúð-
kaupið sitt í tvö ár og svo er komið að deginum.
Ég var svo ánægð að þetta var nákvæmlega
eins og Kiddi vildi hafa þetta. Hann var búinn
að segja við mig að ef ég færi að væla ætti ég að
hugsa að hann sæti þarna á kistunni dinglandi
löppunum; hann væri þarna,“ segir hún.
„Svo vildi hann hafa stóra mynd af sér við
hliðina á kistunni, svona mynd eins og er í jarð-
arförum í Ameríku,“ segir hún og hlær.
Prentuð var mynd af Kidda á risastóran fána.
Stína segist hafa sprungið úr hlátri þegar hún
sótti fánann. Fáninn var svo strengdur á stöng
við hlið kistunnar. „Hver hefur fána af sér í
jarðarför?“ segir hún og hlær.
„Svo mátti klappa eftir öll lögin í kirkjunni.
Og ég tók á móti öllum sjálf í dyrunum. Ég skil
ekki hvaðan ég fékk þennan kraft þennan dag,“
segir Stína.
Hún segir frá því að kistan hafi verið út-
krotuð því hann hefði ákveðið að hans nánustu
skrifuðu á kistuna í kistulagningunni. Fremst á
kistunni stóð: Eru ekki allir í stuði? Kveðja,
Kiddi.
„Þetta var svo fallegt að sjá. Algjörlega í
hans anda. Málið var að það var búið að vera
svo svakalega erfitt hjá okkur og það var svo
mikill léttir að hann fékk að fara því það var svo
erfitt að horfa upp á hann svona veikan. Við trú-
um því að hann hafi farið á betri stað. Hann ætl-
aði að fara eitthvað í geggjað stuð,“ segir hún.
Kistuberar voru allir klæddir í lopapeysur,
en Kiddi var frægur fyrir að ganga alltaf í lopa-
peysu. „Þetta var heitasti dagur sumarsins og
allir í lopapeysu,“ segir hún og hlær.
Stína segir séra Vigfús hafa talað svo fallega
og nefnt í ræðu sinni lífsspeki Kidda, að lifa í
núinu og njóta hvers dags.
„Þetta fékk fólk til þess að hugsa um hvað líf-
ið er stutt.“
Setti mig sjálfa í fyrsta sæti
Stína segir það hafa verið mikinn létti að geta
einbeitt sér alfarið að því að sinna börnunum
eftir lát Kidda. Hún dreif sig í útilegu með
börnin þremur dögum eftir jarðarförina.
„Í útilegunni var gott að segja sögur af
Kidda, hlæja og gráta og muna hvað hann hefði
verið dásamlegur. En svo um haustið þegar
skólinn byrjaði hjá krökkunum og lífið tók við,
krassaði ég. Eða kannski frekar varð ég alveg
dofin. Ég fann ekki gleði, ekki sorg, ég bara
var. Ég komst að því síðar að þetta væri ein-
kenni áfallastreituröskunar. Líkaminn hrundi
og ég fékk vefjagigt,“ segir hún.
Hún komst inn á Reykjalund í desember
sama ár og var sett á gigtarsvið, sem henni
fannst fáránleg tilhugsun. „Þarna var ég 33 ára
ekkja með þrjú börn og gigt! Mér fannst bara
lífi mínu lokið, ég væri hundrað ára. Þá áttaði
ég mig á því að ég var ekki búin að hugsa um
sjálfa mig í mörg ár,“ segir hún.
„Ég ákvað þarna að það væri kominn tími til
að setja mig í fyrsta sæti. Ef ég ætlaði að vera
til staðar fyrir börnin mín þyrfti ég að vera í
lagi. Þegar mömmunni líður ekki vel, líður eng-
um vel.“
Stína, sem hafði starfað sem hársnyrtir alla
tíð, hafði tekið hlé á vinnu tveimur árum áður
en Kiddi dó til þess að hugsa um hann og börnin
á þessum erfiðu tímum. Eftir lát hans vissi hún
ekki hvort hún vildi snúa til baka í hárgreiðsl-
una.
„Ég ætlaði að fara beint að vinna eftir að
hann dó en svo áttaði ég mig á því að mig lang-
aði ekki að fara aftur að klippa, þótt mér hafi
alltaf þótt það gaman. En ég hugsaði, ég ætla
að fara að gera eitthvað allt annað; ég var búin
að sjá að lífið er alltof stutt. Kiddi hafði alltaf
verið að hvetja mig til þess að fara að læra eitt-
hvað annað en mér fannst það svo óábyrgt, með
þrjú börn. En svo ákvað ég bara að vera óábyrg
þegar ég var ein með þrjú börn!“ segir hún og
hlær.
Stína gaf sér góðan tíma til þess að vinna úr
sorginni og vinna í sjálfri sér bæði andlega og
líkamlega. Þá kom hugmynd frá vinkonu að
fara á kynningarfund um markþjálfun. „Ég
gekk út af fundinum og hugsaði, vá, þetta er
það sem ég ætla að gera! Að hjálpa fólki að efla
sína styrkleika og vaxa. Þarna var ég komin
með stefnu og ég skilaði lyklunum að hár-
greiðslustofunni,“ segir hún.
Á svipuðum tíma fékk hún skilaboð frá ann-
arri vinkonu hvort þær ættu ekki að skella sér í
kvennaferð til Asoreyja, í jóga- og sjálfstyrk-
ingarferð.
„Ég hugsaði, jú, það er mjög ábyrgt af mér
að fara bara til Asoreyja í ellefu daga frá börn-
unum mínum, eða þannig! En svo hugsaði ég
bara, ég fer! Sem betur fer var Kiddi líf-
tryggður og ég gat borgað inn á lánið okkar og
borgað skuldir og átti smá varasjóð. Ég ákvað
’Þarna var ég 33 ára ekkjameð þrjú börn og gigt! Mérfannst bara lífi mínu lokið, égværi hundrað ára. Þá áttaði ég
mig á því að ég var ekki búin að
hugsa um sjálfa mig í mörg ár.