Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 2
Hvernig líst þér á
hópinn sem taka
mun þátt í Söngva-
keppninni 2019?
„Mér líst mjög vel á hann.
Þetta verður mjög áhuga-
vert og fjölbreytt. Ég er virki-
lega spenntur fyrir keppninni sem er
fram undan.“
Fáum við að sjá eitthvað
alveg nýtt?
„Höfum við ekki séð allt í Eurovision? En jú,
ég myndi segja það. Það er líklega öruggast fyr-
ir áhorfendur að spenna beltin.“
Ert þú mikill Eurovision-maður?
„Ég er að verða það meira og meira með árunum. Ætli
ég sé ekki bara eins og aðrir, fíla sumt, annað ekki. Síðan
er Söngvakeppnin bara að verða svo stór viðburður; sá
allra stærsti á RÚV. Þannig að það er alveg geggjað fyr-
ir svona „tækniperra“ eins og mig að fá tækifæri að
fylgjast með.“
En rætur þínar eru í rappinu, ekki satt?
„Jú, ég fer úr rappinu í Eurovison. En það er einmitt
svo gaman, að fá tækifæri til að kynnast öðruvísi tón-
list og ólíku fólk.“
Þú ert fyrirferðarmikill í sjónvarpi um
þessar mundir, sérð einnig um þættina
Rabbabari á fimmtudagskvöldum.
„Já, það var kominn tími til að slá aðeins um sig.
Rabbabari eru níu þættir um íslenska rappara og er
RÚV núll framleiðsla og beint framhald af þáttum
með sama nafni sem ég stjórna á RÚV núll.“
Er gaman að vinna í sjónvarpi?
„Já, alveg geggjað enda er ég að gera það sem ég
hef mest gaman af, að tala við fólk. Loksins fæ ég
borgað fyrir að tala.“
Langar þig að vinna meira í sjónvarpi?
„Já, er maður ekki búinn að finna sína braut? Ég
hef alltaf haft brennandi áhuga á fólki og er
gjarnan skammaður fyrir það á ferðalögum í út-
löndum að lenda á spjalli við allskonar fólk.
Þess utan er ég menntaður hljóðtæknir og hef
verið í tónlist síðan ég var krakki. Þannig að
öll áhugamálin sameinast þarna. Er hægt að
hafa það betra?“
Morgunblaðið/Eggert
ATLI MÁR STEINARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Frétt af því að reikningur þriggja ára stúlku hefði verið tæmdur vakti at-hygli undirritaðrar í vikunni. Sem betur fer fór allt vel og peningarnirrötuðu á réttan stað fyrir rest, en eftir sitjum við, viðskiptavinir bank-
anna, með óþægilega tilfinningu.
„Mannleg mistök“ voru víst notuð sem skýring, ekkert nýtt þar. En það dug-
ar skammt því engin mistök hefðu átt að geta átt sér stað. Það hefði átt að vera
ómögulegt. Reikning sem er lokaður til 18 ára aldurs á ekki að vera hægt að
tæma með einni færslu. Það eiga að vera til staðar kerfi sem koma í veg fyrir að
svona nokkuð geti gerst. Mannlegi þátturinn á ekki að þurfa að þvælast fyrir
neinum.
Fyrir nokkrum árum barst mér-
tölvupóstur frá ónefndum banka
(ekki þeim sama og klúðraði málinu
með reikning litlu stúlkunnar) um að
einstaklingur, sem ég þekkti ekki
neitt og hafði aldrei heyrt nefndan,
hefði óskað eftir yfirdráttarheimild
upp á 200 þúsund krónur sem við-
komandi ætlaði að greiða niður um 50
þúsund krónur á mánuði og heimildin
hefði verið samþykkt.
Þessar persónuupplýsingar um hagi ókunnugs manns, sem komu mér ekk-
ert við, fékk ég sendar fyrir mannleg mistök. Í ljós kom að þjónustufulltrúi í
bankanum hafði ætlað að senda póstinn á netfang mannsins en netfangið líkst
mínu. Fyrir mistök hafði þjónustufulltrúinn þá valið mitt netfang en ekki þess
sem sótt hafði um heimildina. Ég einfaldlega tilkynnti þetta með því að senda
póst til baka og þetta var svo sem ekki stórmál. En þetta hefur engu að síður
áhrif á traustið. Ósjálfrátt skýtur ákveðinni hugsun í kollinn, sem hljómar ein-
hvern veginn svona: „ef þetta getur gerst … hvað annað getur þá gerst?“
Það sem er athugavert við málið með reikning þriggja ára stúlkunnar og
óumbeðna tölvupóstinn sem ég fékk er ekki að mistökin hafi átt sér stað, heldur
að þau geti átt sér stað. Við sem neytendur viljum að bankinn, hvaða nafni svo
sem hann heitir, gæti fyllsta öryggis þegar höndlað er með peningana okkar og
upplýsingar um okkur. Það er ekki traustvekjandi að mannshöndin geti, þrátt
fyrir mikla sjálfvirkni í bankaviðskiptum, óvart fært peninga til og frá eða sent
pósta með persónuupplýsingum. Kaldhæðnin í þessu öllu er svo auðvitað sú að
sjálfvirkni í fjármálaþjónustu hefur aukist stórkostlega undanfarið, svo mikið
að bankarnir telja okkur stöðugt trú um að við þurfum hreinlega ekki að fara í
bankann (nær engin útibú eftir) eða eiga samskipti nema bara við vélar … það
sé allt svo miklu öruggara þannig.
Öryggi er
hryggjarstykkið í
bankaþjónustu.
Morgunblaðið/Golli
Ekki nóg að
segja „úbbs“
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Reikning sem er lok-aður til 18 ára aldursá ekki að vera hægt aðtæma með einni færslu.
Selma Dögg Jóhannsdóttir
Ég hef ekki smakkað, en mig langar
að prófa hákarl.
SPURNING
DAGSINS
Borðar þú
þorramat?
Lukasz Olsen
Nei. Ég hef smakkað en mér finnst
hann ekki góður.
Fanný Huld Friðriksdóttir
Já, en mjög sjaldan. Ég borða ekki
hákarl en svið eru fín.
Björgvin Helgason
Já. Hákarlinn er í uppáhaldi.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Atli Már Steinarsson, verkefnastjóri RÚV núll, er umsjónarmaður
Kynningarþáttar Söngvakeppninnar 2019 sem er á dagskrá RÚV í
kvöld, laugardagskvöld, kl. 19:45. Þar komumst við að því hverjir
taka þátt í Söngvakeppninni 2019 og heyrum brot úr lögunum tíu.
Loksins borgað
fyrir að tala