Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
FERÐALÖG
Þegar fór að hilla undir gullbrúð-kaup hjónanna Brynjólfs Mogensen og Önnu Skúla-
dóttur byrjuðu þau að skipuleggja
mikla ævintýraferð en undirbúningur
tók um ár. Þau ákváðu að nú væri
tími til kominn að láta gamlan draum
rætast og var stefnan sett á að ganga
Inkastíginn í Perú og fljúga svo það-
an til Galapagos-eyja.
Brynjólfur, sem er bæklunar-
skurðlæknir á eftirlaunum, og Anna,
löggiltur endurskoðandi, eru rétt
skriðin yfir sjötugt. Þau hafa ætíð
gengið mikið og stunda bæði útivist
og golf. Þau voru því í ágætis formi en
notuðu árið í fyrra til að ganga á
minni fjöll til að komast í gott göngu-
form fyrir 82 kílómetra göngu um
Andesfjöllin.
Hjónin lögðu í hann 11. október í
fyrra ásamt vinum sínum, hjónunum
Kristínu Einarsdóttur og Kristjáni
Má Sigurjónssyni. Flogið var frá
London til Cuzco í Perú, en sú borg
var höfuðborg Inkaveldisins. Þar
hittu þau hópinn sinn en ferðin var
skipulögð af bresku ferðaskrifstof-
unni Exodus Travel. Í ferðamanna-
hópnum voru þrettán manns; fjórir
Íslendingar og níu Bretar.
„Þessi ferð var búin að vera á
draumaplaninu í mörg ár en það
vannst aldrei tími. Svo ákváðum við
fyrir ári síðan að nú væri ekki seinna
vænna ef við ætluðum að gera þetta
og völdum þessi tímamót, gullbrúð-
kaupið. Það voru mjög margir að
draga úr okkur; þetta væri of erfitt og
ekki fyrir gamlingja. Ein sagði að
þetta væri „one way ticket“ fyrir
okkur,“ segir hún og hlær.
Þrátt fyrir þessar ráðleggingar að
halda sig heima létu þau slag standa.
„Stína og Stjáni voru strax til í
tuskið en við höfum ferðast saman í
áratugi,“ segir Brynjólfur.
„Við ákváðum að fyrst við værum
að fara til Perú myndum við líka fara
til Galapagos því við myndum
væntanlega ekki fara aftur til Suður-
Ameríku, a.m.k. ekki í bráð.“
Logandi tindar allt í kring
Eftir næturgistingu í Cuzco var lagt
af stað í dalinn helga áður en gengið
var eftir hinum eiginlega Inkastíg.
Þau segja fyrsta daginn hafa verið
þægilegan enda var þeim gefinn tími
til að aðlagast hæðinni. Hann var not-
aður í styttri göngur þar sem skoð-
aðar voru fornminjar og merkir
staðir. Gist var þá um nóttina í gam-
alli Inkaborg, Ollantaytambo sem er í
2.800 metra hæð. Næsta morgun var
lagt af stað í gönguna miklu en gengu
þau með dagpoka. Með í för voru
nítján burðarmenn sem báru allar
vistir því ekki er hægt að nota burð-
ardýr þarna sökum brattra trappa
sem liggja víða um fjöllin. Strangar
reglur gilda og mega burðarmenn að-
eins bera tuttugu kíló hver. Auk þess
fylgdu þessum þrettán manna hópi
kokkur, aðstoðarmaður og tveir leið-
sögumenn. Hjónin segja vel hafi verið
hugsað um þau og þau fengu þrjár
máltíðir á dag og millimál, en gangan
Ljósmyndir/Einkasafn
Machu Picchu var stórfenglegt að sjá eftir fjögurra daga göngu.
Á Inkaslóðum
og Galapagos
Gullbrúðkaup Önnu Skúladóttur og Brynjólfs Mogensen var tilefni
einstakrar ævintýraferðar til Perú á Inkaslóðir og til náttúru-
perlunnar Galapagos. Ferðin var í alla staði ógleymanleg.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Anna Skúladóttir og Brynjólfur Mogensen nutu lífsins í Perú þar sem þau
gengu Inkastíginn. Gangan tók fjóra daga og gist var í tjöldum á leiðinni.
„Við hugsuðum bara ég skal, ég skal, eitt skref í
einu. Og þá vorum við gamlingjarnir bara oftar en
ekki í forystu og göngufélagarnir sögðu: „follow
the Icelanders“,“ segir Anna Skúladóttir sem fór
ásamt manni sínum Brynjólfi Mogensen og hjón-
unum Kristínu Einarsdóttur og Kristjáni Má Sigur-
jónssyni á Inkaslóðir og til Galapagos-eyja.
Fagnaðar–
fundir
af öllum
stærðum
og gerðum
Bókaðu 8–120 manna fundarými.
Nánar á harpa.is/fundir