Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019 Af öflugum demókrötum sem ekki hafa útilokað framboð má nefna gömlu kempurnar Bernie Sanders, 77 ára, öld- ungadeildarþingmann frá Ver- mont, Joe Biden, 76 ára, fyrr- verandi varaforseta, og Michael Bloomberg, 76 ára, fyrrverandi borgarstjóra New York. Af yngri mönnum hefur mikið verið rætt um Beto O’Rourke, 46 ára, fyrrver- andi fulltrúadeild- arþingmann frá Texas, og Cory Booker, 49 ára, öldungadeildar- þingmann frá New Jer- sey. Kjörtímabil Donalds TrumpsBandaríkjaforseta var hálfn-að um liðna helgi. Fyrir ligg- ur að hann sækist eftir endurkjöri í næstu kosningum sem fram fara í nóvember á næsta ári en sem kunn- ugt er má forseti Bandaríkjanna sitja í tvö kjörtímabil. Gustað hefur um forsetann og ýmsir framámenn innan hans eigin flokks, Repúblikanaflokks- ins, hafa verið gagnrýnir á fram- göngu hans í embætti. Ekkert mót- framboð hefur þó komið fram innan flokksins ennþá en einhverjir eru að hugsa málið. Má þar nefna fyrrver- andi öldungardeildarþingmennina Bob Corker og Jeff Flake, Larry Hogan, ríkisstjóra Maryland, John Kasich, sem nýlega lét af embætti ríkisstjóra Ohio, og Bill Kristol, starfsmannastjóra í varaforsetatíð Dans Quayles. Sjaldgæft er að sitjandi forsetar fái alvöru mótframboð innan eigin flokks; það gerðist síðast fyrir for- setakosningarnar 1992, þegar George Bush eldri þurfti að hafa fyrir því að hrista Pat Buchanan af sér. Bush féll svo í kosningunum sjálfum fyrir demókratanum Bill Clinton. Fjölmennt og fjölskrúðugt Á hinum væng stjórnmálanna bíður múgur og margmenni spriklandi eftir því að fá að reyna sig við Trump og útlit fyrir fjölmennasta og fjölskrúð- ugasta forval í manna minnum á vett- vangi Demókrataflokksins. Konur hafa ekki í annan tíma verið meira áberandi en kona hefur aldrei gegnt embætti forseta Bandaríkj- anna. Hillary Clinton bauð sig fram fyrst kvenna árið 2016 en laut nokkuð óvænt í lægra haldi fyrir Trump. Tvær konur eru þegar klárar í slag- inn; Kamala Harris, öldunga- deildarþingmaður frá Kaliforníu, til- kynnti formlega í vikunni að hún sæktist eftir tilnefningu flokksins en fyrir á listanum var Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Hawaii. Þrjár aðrar konur, öldungadeildar- þingkonurnar Elizabeth Warren og Kirsten Gillibrand og rithöfundurinn og frumkvöðulinn Marianne William- son, eru komnar með annan fótinn inn í hringinn en þær kanna nú með formlegum hætti hvort grundvöllur sé fyrir framboði þeirra. Warren er reyndust og þekktust þessara kvenna en hún verður sjötug á árinu. Harris er 54 ára, Gabbard 37 ára, Gillibrand 52 ára og Williamson 66 ára. Warren er þekkt jafnaðarmann- eskja og hefur verið gagnrýnin á Wall Street og stórfyrirtæki gegnum tíðina. Gabbard er fyrrverandi hermaður og enda þótt hún hafi barist fyrir Bernie Sanders í síðustu kosningum eru uppi efasemdir um að hún standi í raun og veru fyrir félagsleg gildi. Þá þykir óheppilegt fyrir hana í þessu sam- hengi að Steve Bannon, fyrrverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefur farið fögrum orðum um hana. Gillibrand er líklega þekktust fyrir baráttu sína gegn kynferðisbrotum í hernum og háskólum landsins löngu fyrir #metoo-byltinguna og Williamson er kunnust fyrir samfélagsrýni sína, meðal annars í metsölubókum sínum, og störf að mannúðarmálum. Af konum sem sagst hafa verið að íhuga málið má nefna Amy Klobuch- ar öldungardeildarþingkonu og Sta- cey Abrams, lögfræðing og fyrrver- andi þingkonu á ríkisþingi Georgíu. Abrams varð á seinasta ári fyrsta þeldökka konan til að bjóða sig fram til ríkisstjóra fyrir hönd stóru flokk- anna. Hún tapaði naumlega. Karlar af ýmsu tagi Af körlum sem líta útnefninguna hýru auga skal fyrstan telja John Delaney, 55 ára, fyrrverandi full- trúadeildarþingmann frá Maryland, en hann tilkynnti fyrstur um framboð sitt, í júlí 2017. Hvort það gefur hon- um forskot á aðra frambjóðendur skal ósagt látið. Delaney er sterkefn- aður kaupsýslumaður og þykir líkleg- ur til að höfða til hófsamra repúblik- ana og fólks utan flokka. Aðrir sem þegar hafa ákveðið að fara fram eru Juliàn Castro, 44 ára, sem gegndi embætti húsnæðis- málaráðherra í stjórn Baracks Obama, og Richard Ojeda, 48 ára, fyrrverandi þingmaður í Vestur- Virginíu og majór í Bandaríkjaher. Castro er af mexíkósku bergi brot- inn og er líklega skýrasti valkost- urinn við Trump þegar kemur að inn- flytjendamálum. Þykir fljúgandi mælskur. Ojeda er á vinstri væng Demókrataflokksins og heldur því fram að flokkurinn hafi fjarlægst rætur sínar og þurfi að endurvinna traust hinna vinnandi stétta. Þá er ónefndur frumkvöðullinn And- rew Yang, 43 ára, en hann hefur enga reynslu af stjórnmálum. Sem gafst raunar vel í seinustu kosningum. Yang er af taívönskum uppruna og hefur rót- tækar hugmyndir um að skattleggja fyrirtæki í þágu almennings. Þá tilkynnti Pete Buttigieg, borg- arstjóri South Bend í Indiana, í vik- unni að hann sé að kanna grundvöll fyrir framboði. Hann er aðeins 37 ára. Efst á lista yfir fólk sem ekki hefur útilokað framboð en þykir afar ólík- legt til að fara fram eru tveir fyrrver- andi utanríkisráðherrar, John Kerry og Hillary Clinton. Þá situr Oprah Winfrey fast við sinn keip; hún gefur ekki kost á sér. Margur vildi Trump kveðið hafa – í kútinn Enda þótt ríflega 21 mánuður sé í forsetakosningar í Bandaríkjunum er baráttan löngu hafin, leynt og ljóst, og ófáir reiðubúnir að skora sitjandi forseta, Donald Trump, á hólm. Á báðum vængjum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bernie Sanders. Gamlir vendir ... Elizabeth Warren Kamala Harris Kirsten Gillibrand Tulsi Gabbard John DelaneyAndrew YangRichard OjedaJuliàn Castro BANDARÍKIN NFL-deildin hefur hafi ð rannsókn á því hvort leysigeislum var beint að Tom Brady, leikstjórnanda New England Pat- riots, í undanúrslitaleiknum gegn Kansas City Chiefs um liðna helgi en myndir frá sjónvarpsstöðinni KMBC, sem teknar voru undir lok leiksins, gefa það til kynna. Hafi það verið raunin kom það ekki að sök en Patriots unnu leikinn og leika til úrslita um Ofurskálina eftirsóttu eftir viku. VENESÚELA Þúsundir hafa mótmælt endurkjöri Nicolás Maduro á götum úti í vikunni en annað kjörtímabil hins umdeilda forseta hófst 11. janúar síðastliðinn. Andstæðingar forsetans hafa verið að safna liði að undanförnu og gætu átt eftir að reynast honum erfi ður ljár í þúfu á komandi vikum og mánuðum, auk þess sem andstaða við hann vex meðal stjórnvalda í nágrannaríkjum. INDLAND Priyanka Gandhi, barnabarn Indiru heitinnar Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið að sér leiðtogahlutverk innan Congress-fl okks- ins í fjölmennu kjördæmi fyrir kosningarnar sem fram fara í vor. Þykja þetta mikil tíðindi en Gandhi, sem er 47 ára og er sögð minna mikið á ömmu sína, hefur lengi kinokað sér við að fara út í pólitík. RÚSSLAND Anastasia Vashukevitsj, hvítrússnesk kona sem heldur því fram að hún búi yfi r upplýsingum um aðkomu Rússa að forseta- kosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, var í vikunni látin laus úr fangelsi í Moskvu. Hún var tekin höndum við komuna til borgarinnar fyrr í mánuðinum vegna gruns um sölu vændis. Áður hafði hún setið í fangelsi í Taílandi í um ár eftir að hafa efnt til kynlífsbúða sem hugnuðust ekki yfi rvöldum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.