Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 35
27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 16.-22. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Á eigin skinniSölvi Tryggvason 2 EldrauninJørn Lier Horst 3 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo 4 Að vetrarlagiIsabel Allende 5 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason 6 Brandarar handa byssumönnunum Mazen Maarouf 7 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 8 Almanak Háskóla Ísl. 2019 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson 9 Iceland in a BagÝmsir höfundar 10 HeltekinFlynn Berry 1 Stjáni og stríðnispúkarnir 2Zanna Davidson 2 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney 3 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 4 Siggi sítrónaGunnar Helgason 5 Stígvélaði kötturinnStella Gurney 6 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir 7 Þegar Hermann kom í heiminn Jesper Manniche / Susanne Warmning 8 Geitungurinn 1 Árni Árnason / Halldór Baldursson 9 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar 10 Leyndarmál Lindu 5Rachel Renee Russell Allar bækur Barnabækur Ég er með tvær í takinu núna. Ég er að lesa Lifandilífslæk eftir Berg- svein Birgisson, frábæra bók. Þetta er magnað ferðalag. Mér fannst svolítið þungt að byrja á henni, en hún dregur mann áfram. Ég hef verið svolítið upptekin af þessu tímabili af því ég var landvörður í Skaftárhreppi í fyrrasumar og þá urðu Skaftár- eldar og afleiðingar þeirra svo lif- andi fyrir mér, bæði þarna niðri í byggð og við Lakagíga. Svo er ég að lesa aðra mjög áhugaverða og allt öðruvísi bók sem dætur mínar gáfu mér í jóla- gjöf, Feministfällan, eftir unga sænska konu sem heitir Nina Åkestam. Bók- in heitir Femín- ismagildran og kafl- arnir í henni heita allir gildru-eitthvað, valfrelsisgildran, sjálfsagt-gildran, sú gildra að þetta sé allt sjálfsagt, Instagram-gildran, gildran sem felst í samfélags- miðlum, pópúlismagildran, og svo framvegis. Þetta er debat-bók um femínisma og um það hvers vegna við megum ekki sofna á verð- inum. ÉG ER AÐ LESA Steinunn Stefánsdóttir Steinunn Stefánsdóttir er fræðikona og þýðandi. Þorsteinn Antonsson er af-kastamikill fræðimaður, eftirhann liggur á þriðja tug bóka með skrifum um fjölbreytt efni, en fjölmargar þeirra fjalla um þá sem verið hafa á jaðri menningar- samfélagsins, oft að ósekju. Í nýrri bókaröð beinir hann þó sjónum að sjálfum sér og á undanförnum árum hafa komið bækurnar Skrifað í sand- inn: bréfasaga, Skrifað í skýin: hug- vekjur, Skrifað í vindinn: ferðaþætt- ir og Skrifað á vegg: einskonar ævisaga, sem er nýkomin út. Þorsteinn segir að Skrifað-serían sé röð bóka þar sem hann sé nærgöngull við sjálfan sig. „Ég hef verið að tína til fólk meðfram jaðrinum og setja saman um það bækur, til dæmis um Steinar Sigurjónsson, Elías Mar og Jón Ýngva og hugsaði með mér að nú ætti ég að fara með mig eins og ég hef farið með þá. Það er heilmikið efni og þetta eru því nokkrar bækur, sem mér fannst rétt að láta heita eftir þessu lykilatriði að skrifa, enda er þetta um mig sem rithöfund, mín skrif og sjálfan mig.“ – Hversu nærgöngull ertu við sjálfan þig? „Það er hægt að taka ýmsa póla í hæðina ef maður er að skrifa um sjálfan sig, hvort maður er að skrifa út frá einhverju ákveðnu hlutverki eða í tengslum við fjölskyldumál eða eitthvað slíkt. Ég hef verið að pæla mikið í heimspeki og persónulegum málum af því tagi, að reyna að finna einhverjar leiðir út úr því að þurfa að vera með almenn sjónarmið. Þegar maður er með heimspeki- legar pælingar strandar maður oft á því hvort það sé nokkur vissa um nokkurn skapaðan hlut og þá get ég spurt í framhaldi af því: get ég ekki verið viss um sjálfan mig, þó að það væri nú ekki annað. Þá tek ég þessa afstöðu að reyna að fara eftir því að sannleikurinn sé sagna bestur og reyna að finna út frá því sjónarmiði, sem er mitt eigið, viðhorfið til alls annars, til veruleikans og samferða- fólks og slíks. Skrifað á vegg er með undirtitilinn einskonar ævisaga og hún er nærgöngul bæði við sjálfan mig og aðra.“ Maður verður að finna sig einhvers staðar – Þegar maður segir frá sjálfum sér er maður líka að kynnast sér. „Já, mikil lifandis ósköp, og verð- ur í raun að sættast við sjálfan sig með margt.“ – … að sættast við þann sem maður hittir í eigin sögu. „Og þess vegna þarf maður að vera orðinn dálítið lífsreyndur áður en maður leggur í slíkt ferðalag. Ef líkindi eru til þess að maður hitti sjálfan sig fyrir í enda ferðar þá er maður kominn með heilmikið fundið fé sem maður veit ekki yfirleitt hvort maður geti trúað að sé hugs- anlega maður sjálfur.“ – Sástu það fyrir þegar þú lagðir upp að bækurnar yrðu fjórar? „Nei, ég sá þetta ekki fyrir mér sem bækur og það er enginn ásetn- ingur í lykilorðinu „skrifað“. Þegar maður fer að, eins og ég hef verið að gera, þá raðar efnið sér upp í framhaldi hvað af öðru. Ég er bú- inn að fara í gegnum ákveðið og þá blasir við mér að þarna séu fleiri herbergi í þessu húsi þar sem ég hef aldrei verið eða hugsanlega alltaf verið en aldrei almennilega kannast við. Þetta er ekki búið, ég er að skrifa eina bók til sem heitir Skrifað og skrafað og er sett saman úr greinum og ritgerðum og endursögnum. Áður en ég fór að skrifa um jaðarbækur var ég heilmikið að vinna í hand- ritum, sat gjarnan á handritadeild Landsbókasafnsins í nokkur ár og gekk mikið eftir að fá að sjá það sem var almennt ekki til sýnis. Útkoman var endursagnir sem ég skrifaði upp úr handritunum og gaf út, bæði stór- ar bækur eins og Ólands sögu og Sögu Ólafs Þórhallssonar eftir Eirík Laxdal og líka efni sem fer minna fyrir. Í Skrifað og skrafað, sem verð- ur síðasta bókin í þessari seríu, sem ég verð með tilbúna í vor, er samsafn af slíku efni.“ – Hvað heillar þig við jaðar- höfunda og það sem menn hafa ým- ist gleymt eða kosið að líta framhjá? „Áður en ég fór að skoða þessi handrit frá fyrri tíma var ég mikið að pæla í greiningu á sjálfum mér og ég er handviss um það að ég er ein- hvers staðar úti á jaðrinum sjálfur, svo það er nú eitt. Maður verður, hvort sem manni líkar það betur eða verr, að horfast í augu við það þau sannindi að maður á ekki samleið með þorranum, þó að það sé margt fólk sem ég hef átt samleið með í gegnum árin og átt langvina- samband við. Þaðan er þessi áhugi kominn og svo verður maður að finna sig einhvers staðar, það segir sig sjálft.“ Lykilatriðið að skrifa Eftir að hafa fjallað um rithöfunda og fræðimenn á jaðri íslenskrar menn- ingar í áratugi ákvað Þorsteinn Antonsson að beina sjónum að sjálfum sér. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þorsteinn Antonsson skoðar sjálfan sig í nýrri ritröð. Ljósmynd/Norma Samúelsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.