Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 10
VETTVANGUR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019
Eggert
Í daglegu amstri áttum við okkurekki alltaf á því að allt sem við er-um að nota eru auðlindir, það er
vörur sem búnar hafa verið til úr auð-
lindum og með auðlindum. Hráefni til
framleiðslu eru auðlindir. Til að ná í
hráefni þarf meðal annars að bora
eftir olíu og vatni, grafa eftir málm-
um, rækta plöntur og dýr og endur-
vinna notaða vöru. Til að auka virði
hráefna í hagkerfinu og til að sporna
við ofnotkun auðlinda stefna yfirvöld í
Evrópu (og víðar) á að koma á hring-
rás auðlinda, svokölluðu hringrás-
arhagkerfi.
Vörur eru sjaldnast úr einu hráefni
heldur mörgum sem geta verið sótt í
ólíkar heimsálfur og flutt heimshorna
á milli til framleiðslu. Við framleiðsl-
una þarf orku, vatn, verkfæri og ann-
að. Ef um stórar vörur eins og bíla er
að ræða eru ólíkir hlutar framleiddir
á mismunandi stöðum í heiminum og
þeir svo settir saman á einum stað.
Það kostar ógrynni orku, auðlindir og
mannafla að ferðast með allt þetta
hráefni og vörur á milli heimshluta.
Tilbúin vara er svo send um allan
heim til okkar, neytenda. Stað-
reyndin er sú að þegar við fáum vör-
una hefur hún þegar valdið töluverð-
um umhverfisáhrifum, með úrgangi,
útblæstri og öðru sem myndast við
framleiðslu hennar. Við notum svo
vöruna eftir hentugleika, í stuttan
tíma eða langan, og þurfum svo að
farga henni á einn eða annan hátt.
Þess vegna skiptir máli að draga úr
neyslu, ekki bara að setja í endur-
vinnslu.
Þegar við losum okkur við vöru
höfum við þann kost að setja hana í
almennt rusl, sem þá endar í landfyll-
ingu, eða flokka til endurvinnslu.
Þegar við flokkum til endurvinnslu
erum við að koma í veg fyrir sóun,
nýta vöruna áfram og auka virði
hennar. Fram hefur komið í fjöl-
miðlum að plast frá heimilum á höf-
uðborgarsvæðinu er sent til Svíþjóð-
ar og þar er það brennt til orku-
vinnslu að stórum hluta. Þetta er ekki
ákjósanlegasta úrræðið, við viljum
auðvitað frekar endurvinna plastið en
eyða því úr hringrásinni. Sem stend-
ur er þetta þó besta úrræðið sem við
höfum á meðan við finnum leiðir til
endurvinnslu og notkun fyrir endur-
unnið plast. Mikilvægt er að skila líka
öðrum efnum til endurvinnslu, t.d.
fatnaði, raftækjum og málmum. Bent
hefur verið á að við endurvinnslu áls
sparast um 95% þeirrar orku sem
þarf til að búa til nýtt ál. Margir aðrir
málmar, t.d. í rafeindatækjunum okk-
ar, eru hreinlega að klárast á heims-
vísu og mjög mikilvægt að þeir fari á
réttan stað svo að þeir haldist í hring-
rásinni og við getum notað þá áfram.
Þótt endurvinnsla sé góð þá er enn
mikilvægara að minnka framleiðslu
úr nýjum auðlindum. Til að það gangi
þarf a.m.k. tvennt að koma til: aukin
framleiðsla úr endurunnu efni (t.d.
plasti) og betri nýting á vörum áður
en þeim er fargað. Við neytendur get-
um keypt vörur sem endast til lengri
tíma frekar en þær sem skipta þarf út
reglulega eða keypt notaðar vörur.
Þá getum við nýtt hlutina okkar bet-
ur t.d. með því að fara vel með og
bera virðingu fyrir því sem við eigum.
Einfaldir hlutir eins og þrif á heim-
ilistækjum og heimilisbílnum lengja
líftíma tækjanna. Þegar við þvoum
þvottinn okkar á lægra hitastigi, not-
um minna af þvottaefnum og vindum
ekki á fullum snúningi förum við bet-
ur með þvottinn, spörum orku og lág-
mörkum það magn þvottaefna sem
berst frá okkur út í sjó.
Sameignir og leigur á hinum ýmsu
vörum munu verða stærri hluti af
samfélagi okkar í framtíðinni. Bóka-
söfn eru dæmi um slíkt en víða í Evr-
ópu hafa einnig sprottið upp leigur
fyrir verkfæri, útilegubúnað og föt
sem dæmi. Í Reykjavík hefur Verk-
færaleiga Reykjavíkur verið stofnuð
(Reykjavik Tool Library) og í Amst-
erdam má finna „Fashion Library“,
eða „tískuleigu“. Þar er hægt að fá
lánuð föt hvort sem er fyrir árshátíð-
ina eða hversdagslífið.
Því hefur verið spáð að í framtíð-
inni munum við ekki eiga okkar eigin
tæki á borð við sjónvörp, heldur
leigja þau af framleiðanda eða af
þeirri efnisveitu sem við skiptum við.
Þetta kann að hljóma undarlega í
fyrstu en þegar við hugleiðum þetta
sjáum við að lykilatriði í þessari
breytingu yrði það að það yrði ekki í
hag framleiðanda að við myndum
henda og kaupa nýtt tæki, heldur að
það entist sem lengst og væri sem
lengst í leigu og aflaði tekna fyrir fyr-
irtækið. Þegar þessi hugsun verður
komin í alla framleiðslu munum við
nota mun minna af auðlindum án þess
að lífsgæði okkar skerðist. Sem er
það sem við stefnum að. Að lifa lífi
okkar, á okkar forsendum, án þess að
ganga óhóflega á auðlindir náttúr-
unnar.
Hringrás auðlinda
Í átt að
sjálfbærni
dr. Snjólaug
Ólafsdóttir
snjolaug@andrymi.is
’Við neytendur getumkeypt vörur sem end-ast til lengri tíma frekaren þær sem skipta þarf út
reglulega eða keypt not-
aðar vörur. Þá getum við
nýtt hlutina okkar betur,
t.d. með því að fara vel
með og bera virðingu fyr-
ir því sem við eigum.
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Fagnaðar–
fundir
af öllum
stærðum
og gerðum
Bókaðu 8–120 manna fundarými.
Nánar á harpa.is/fundir