Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 37
væri kjörið fyrir Siggu Beinteins.
„Og viti menn, nú syngur hún það
loksins, fimmtán árum síðar.“
Ýmsar hugmyndir komu upp í
vinnsluferlinu og Einar viðurkennir
að hann hafi aldrei verið lengur að
búa til plötu. „Þórir Úlfarsson, sem
stjórnaði upptökum, var alveg að
gefast upp á mér – sex sinnum.“
Hann hlær.
Á Skítamóral allt að þakka
Og útkoman er eins og best verður á
kosið, alltént frá sjónarhóli höfund-
arins. „Ég hugsaði í einlægri sjálfs-
elsku að mig langaði að gera plötu
sem ég sjálfur yrði
ánægður með. Þess
vegna er ég fyrst og
fremst að þessu
fyrir sjálfan mig en
vonandi geta aðrir
notið líka.“
Nöfn Einars og
Skítamórals eru tengd órofa bönd-
um enda flutti sú sívinsæla hljóm-
sveit mörg laga hans í kringum sein-
ustu aldamót. Einar segir það
útbreiddan misskilning að Skítamór-
all eigi sér allt að þakka – það sé
þveröfugt. „Þegar allt er skoðað í
samhengi kemur í ljós að ég á þeim
allt að þakka. Hefði Skítamórall ekki
gert Farin að fyrstu „einhleypunni“
sinni árið 1998 er ekkert víst að líf
mitt hefði þróast eins og það hefur
gert. Mögulega hefði það farið í allt
annan farveg. Allir sem á eftir hafa
komið hafa fætt og klætt lögin mín
og fyrir það er ég óendanlega þakk-
látur. Ég hefði alls ekki viljað missa
af þessum þætti í mínu lífi.“
Hljótt hefur verið um lagahöfund-
inn Einar Bárðarson undanfarin ár
og misseri en hann er hvergi nærri
hættur að færa þjóðinni dægurlög.
„Áhuginn hafði kulnað, ég viður-
kenni það. Ætli ég hafi ekki verið
orðinn saddur og skautaði þess
vegna út af brautinni; fannst ég ekki
eiga fleiri ástar- og saknaðarljóð
inni. Vinnan við þessa plötu hefur
hins vegar kveikt neistann að nýju.“
Þess sér raunar strax merki en
fyrsta nýja lagið í um áratug er á
nýju plötunni, Okkar líf. „Það lag
byggist á smásögu úr mínu eigin lífi
en á fyrstu tónleikunum sem við
konan mín fórum á saman í Loft-
kastalanum sáluga flutti Sálin lagið
mitt Okkar nótt. Okkar nótt hefur
síðan verið okkar lag og núna er það
sumsé orðið Okkar líf. Ég fékk Ein-
ar Ágúst til að syngja lagið með mér
enda er hann mesti
Sálaraðdáandi sem
ég þekki. Stefán
Hilmarsson er svo
með leyniinnkomu.
Þess má líka geta
að ég fékk Braga
Valdimar Skúlason
til að hjálpa mér við að loka text-
anum. Vonandi er tappinn þar með
farinn af flöskunni og hellt verður
upp á fleiri lög á komandi miss-
erum.“
Tvennir tónleikar
Höfundurinn ætlar að fagna útgáfu
plötunnar með sögustund og „singa-
long“ tónleikum í Hvíta húsinu á Sel-
fossi föstudagskvöldið 8. febrúar og
svo í Bæjarbíói í Hafnafirði laugar-
dagskvöldið 9. febrúar, ásamt fríðu
föruneyti.
Úrval söngvara kemur fram með
Einari á tónleikunum og hljómsveit-
ina skipa þeir Þórir Úlfarsson á pí-
anó og hammond, Eiður Arnarsson á
bassa, Hannes Friðbjarnarson á
trommur og þeir Kristján Grétars-
son og Pétur Valgarð Pétursson á
gítara.
Miðasala er hafin á hvora tveggja
tónleikana á midi.is.
’ Vonandi er tapp-inn þar með farinnaf flöskunni og helltverður upp á fleiri lög
á komandi misserum.
3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Spiced Honey
litur ársins 2019
ColourFutures2019
Er Ellen á útleið?
Ellen
DeGeneres. AFP
ÞRASS Frank Bello, bassaleikari Anthrax,
og David Ellefson, bassaleikari Megadeth,
sögðust báðir í nýlegu spjalli á sjónvarpsstöð-
inni SiriusXM vonast til þess að fjögur vin-
sælustu þrassbönd sögunnar, þau er þegar
hafa verið nefnd, Metallica og Slayer, eigi
eftir að koma fram saman á tónleikum áður
en síðastnefnda bandið leggur endanlega
upp laupana. Slayer er nú á lokatúr sínum
um heiminn. Böndin hlóðu fyrst í tónleika
saman undir yfirskriftinni „Big Four“ árið
2010 en sameinuðu krafta sína síðast árið
2014. „Fögnum þessari tónlist saman einu
sinni enn – fyrir aðdáendurna,“ sagði Bello.
Einu sinni enn – fyrir aðdáendurna
Kerry King á Slayer-tónleikum fyrr í vetur.
AFP
Ozzy Osbourne viðurkennir í samtali við tímaritið
Metal Hammer að hann hafi hatað að gera sjón-
varpsþættina „The Osbournes“ sem nutu mikilla
vinsælda frá 2002 til 2005 og urðu upptaktur að frek-
ara raunveruleikasjónvarpi í Bandaríkjunum.
„Ef einhver býður þér gull og græna skóga fyrir að
vera í sjónvarpi værirðu fábjáni að hafna því,“ segir
hann í viðtalinu. „Ég hélt að þetta yrði eins og að
drekka vatn en hvernig haldið
þið að manni líði eftir að upp-
tökulið hefur búið heima hjá
manni í þrjú ár? Manni líður
eins og helvítis tilraunarottu.“
Gamli leðurbarkinn kveðst
hafa verið að fara á límingunum
andlega vegna þess að útilokað
var að slaka á við þessar að-
stæður. „Maður gat ekki einu
sinni skvett af sér vatni án þess
að óttast að myndavél yrði þar
hangandi yfir manni.“
Iðrast einskis
Þrátt fyrir þetta iðrast Ozzy,
sem orðinn er sjötugur, einskis.
„Ég skammast mín ekki fyrir
þættina, þeir slógu í gegn.
Myndi ég gera þetta aftur? Núna er
það Kardashianville. Heimurinn
hefur breyst, lagsi.“
Skemmst er að minnast þess að
Sharon, eiginkona Ozzys, upplýsti
nokkrum árum eftir að þáttunum
lauk að fjölskyldan hefði ekki verið
söm á eftir. Hún hefur líka sagt að
eiginmaður hennar hafi verið undir
áhrifum áfengis og lyfja allan tím-
ann meðan þættirnir voru í fram-
leiðslu. Hvern einasta dag.
Sjálfur kveðst Ozzy aldrei hafa
horft á þættina. Kannski ekki skrýt-
ið enda augljóst á líkamstjáningu
hans frammi fyrir myndavélunum
að hann hafði ekki hugmynd um
hvort það var dagur eða nótt.
Ozzy og Sharon Osbourne í banastuði, eins og þeim ein-
um er lagið. Sjónvarpsþættirnir reyndu á fjölskylduna.
Reuters
OZZY HAFÐI ÓBEIT Á THE OSBOURNES
Leið eins og
tilraunarottu
Osbourne-fjölskyldan
í þáttunum frægu.
Reuters
RÚV sýnir á laug-
ardagskvöldið
spennumyndina A
Most Violent Ye-
ar sem gerist í
New York-borg
veturinn 1981 og
segir frá innflytjandanum Abel Mo-
res sem rekur olíuflutningafyrir-
tæki ásamt eiginkonu sinni. Aðal-
hlutverk leika Oscar Isaac, Jessica
Chastain og David Oyelowo.
Sjónvarp Sím-
ans sýnir á laug-
ardagskvöldið
myndina 40 Year
Old Virgin með
Steve Carell.
Andy er fertugur
og enn hreinn sveinn. Frítíma sín-
um eyðir hann að mestu einsamall,
spilandi tölvuleiki, horfandi á Survi-
vor eða safnandi leikföngum. Einn
dag kemur Andy þó upp um sig fyr-
ir framan vinnufélagana og heita
þeir honum því að koma honum
saman við konu.
Hlustendaverðlaun 2019
verða á dagskrá Stöðvar 2 á laug-
ardagskvöldið í beinni útsendingu
frá Háskólabíói. Tónlistarmenn
verða verðlaunaðir fyrir framlag
sitt á árinu og eru það hlustendur
sem sjá um að velja sitt uppáhald.
Fjölmörg tónlistaratriði og kynnir
er Kjartan Atli Kjartansson.
Á SKJÁNUM UM HELGINA
SJÓNVARP Diane Shipley, sjónvarpsgagnrýnandi breska
blaðsins The Guardian, gerir því skóna í pistli í vikunni
að spjallþáttur Ellenar DeGeneres renni brátt skeið sitt
á enda en hann hefur notið mikilla vinsælda frá því
hann fór fyrst í loftið árið 2003. Shipley hælir Ellen
fyrir góðan þátt gegnum tíðina, þar sem áreynslu-
laus sjarmi stjórnandans hafi notið sín í samtölum við
ólíklegasta fólk, allt frá Barack Obama yfir í Jane
Fonda. Þá hafi Ellen haft einstakt lag á því að skemmta
áhorfendum sínum og koma þeim í gott skap með látlausri
og hlýrri nærveru sinni. Undanfarið hafi hún þó virkað
þreytt og uppistandssýningin hennar sem Netflix sýndi í
fyrra sé vísbending um að hugurinn leiti nú annað. Samn-
ingur Ellenar við NBC rennur út á næsta ári.