Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 Þjórsá er lengsta á Íslands, 230 km. Hún er jökulá og rennur í sjó milli Flóa og Þykkvabæjar. Að vestan er bærinn Fljótshólar nærri ósnum en að austan Háfshverfi og sjást þeir staðir hér á mynd. Rennsli um Þjórsá er 363 rúmmetrar á sek. Er þetta önnur vatnsmesta á landsins, næst á eftir Ölfusá sem er með um 400 rúmmetra rennsli á sek. Hvar eru upptök Þjórsár? MYNDAGÁTA Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvar eru upptök Þjórsár? Svar:Þjórsá á upptök sín í Bergvatnskvísl á Sprengisandi. Eftir um 20 km rennsli fellur Háöldukvísl í ána, og kemur hún frá Hofsjökli eins og fleiri jökulár sem renna í Þjórsá. Stærst fljóta þessara er þó Tungnaá sem á upptök í Tungnaárjökli. ÞRAUTIR OG GÁTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.