Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 14
ureyri árið 2010, þegar Hilmar Snær var níu ára, kviknaði neistinn. Fann sig strax í brekkunni „Það var mjög gaman á þessu námskeiði og ég fann strax að skíðamennska átti vel við mig. Ég byrjaði því að æfa reglulega hjá Víkingi, þar sem einstaklega vel var tekið á móti mér. Ég hef haft marga þjálfara gegnum tíðina sem allir hafa reynst mér frábærlega.“ Fyrst um sinn leiddi Hilmar Snær ekki hug- ann að keppni, hvorki hér heima né erlendis, en tólf eða þrettán ára var hann farinn að gæla við slíka drauma; nefndi meira að segja í fjöl- miðlaviðtali að gaman yrði að fara á Ólympíu- leikana. Sá draumur rættist í fyrra, í Pyeongc- hang í Suður-Kóreu, þar sem Hilmar Snær var aukinheldur fánaberi Íslands. Fyrsta mótið erlendis var þó tveimur árum áður, 2016 í Hollandi. Sú braut er innanhúss sem Hilmar Snær viðurkennir að hafi verið sérstakt en ofboðslega skemmtilegt. Síðan hef- ur hvert mótið rekið annað. Hann hefur að vonum kynnst andstæð- ingum sínum vel og á orðið góða vini í þeim hópi. „Auðvitað er þetta keppni en við styðjum samt vel hver við annan og gleðjumst með þeim sem vegnar best hverju sinni. Allir eiga sína sögu, sína lífsreynslu og enginn er feiminn að ræða þau mál. Flestir sem ég hef kynnst hafa fæðst með fötlun sína en einhverjir orðið fyrir slysi. Ég hef hins vegar ekki ennþá hitt neinn á þessum mótum sem hefur misst fót vegna krabbameins eins og ég.“ Hefur ýtt honum lengra Sjálfur er hann löngu hættur að hugsa um veikindin og aflimunina. „Auðvitað var erfitt og leiðinlegt að ganga í gegnum þetta; greinast með krabbamein, vera í lyfjameðferð í tíu mánuði og missa fótinn. Ég er hins vegar löngu hættur að velta þessu fyrir mér og spyrja: Af hverju ég? Ég hef heldur ekki látið þetta stöðva mig; ef eitthvað er þá hefur þessi lífsreynsla ýtt mér lengra og þá er ég ekki bara að tala um skíðin heldur lífið almennt. Ég hef fengið stór tækifæri í lífinu sem ég hefði mögulega aldrei fengið hefði ég ekki veikst. Þá myndi ég heldur ekki þekkja allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst gegnum skíðaíþrótt- ina.“ Besta dæmið um það er án efa kærasta hans, Aníta Ýr Fjölnisdóttir, en þau kynntust gegnum skíðin hjá Víkingi. Aníta Ýr er að vísu hætt keppni í dag en sinnir þjálfun. Spurður hvort Aníta Ýr fylgi honum á mót erlendis svarar Hilmar Snær neitandi. „Hún hefur ekki haft tök á því ennþá en það kemur pottþétt að því.“ Hilmar Snær er ekki við eina fjölina felldur í sportinu; fram til ársins 2013 æfði hann körfu- bolta en hætti í honum til að einbeita sér að skíðunum. Á sumrin stundar hann svo golf af miklu kappi. „Íþróttir eru mitt líf og yndi. Ég fékk golfsett í afmælisgjöf þegar ég varð níu ára og fann mig strax vel í þeirri íþrótt. Ég hef alltaf haft svipaðan metnað í golfinu og á skíð- unum enda þótt ég hafi ekki keppt erlendis. Alla vega ekki ennþá. Það fer mjög vel saman að stunda þessar tvær greinar enda er önnur sumarsport og hin vetrarsport. Ef eitthvað er þá á ég von á því að verða lengur í golfinu enda geta menn æft og keppt í þeirri grein fram á gamalsaldur. Maður sér ekki marga sextuga í skíðabrekkunum að keppa,“ segir hann hlæj- andi. Hefur góðan stuðning Afreksíþróttamennsku fylgir óhjákvæmilega kostnaður. Í því sambandi hefur Íþrótta- samband fatlaðra reynst Hilmari Snæ gríð- arlega vel. „Sambandið hefur staðið dyggi- lega við bakið á mér, sem skiptir miklu máli. Íslensku og Norðlensku Alparnir hafa stutt mig allt frá upphafi og útvegað mér skíða- búnað frá Atomic en það kostar heilmikið og munar um minna. Þá hafa fjölmargir aðrir aðilar stutt mig í gegnum árin með ýmsum hætti.“ Hilmar Snær hefur nýtt sér samfélagsmiðl- ana. „Ég er með „like-síðu“ á Facebook og maður finnur að eftir því sem árangurinn verður betri, eins og í vetur, þeim mun meiri verður áhuginn. Ég finn alveg að fólk er að fylgjast með mér og þegar ég vann heimsbik- armótið í Zagreb um daginn kom strax frétt á íslenskum vefmiðlum. Það vantar ekki áhuga fjölmiðla.“ Það eru ekki bara fjölmiðlarnir. „Þegar ég mætti í skólann eftir HM tók bekkurinn í Verzló á móti mér með stórri köku með mynd af mér. Þetta er frábær bekkur sem hefur veitt mér mikinn kraft með stuðningi sínum. Skíða- félagar mínir og raunar skíðahreyfingin öll hafa líka reynst mér afskaplega vel,“ segir Hilmar Snær en hann æfir og keppir hér á Ís- landi með ófötluðum jafnöldrum sínum. „Fjöl- skylda mín hefur svo verið mín stoð og stytta í gegnum þennan feril.“ Stefnir á háskólanám Hilmar Snær hefur ekki hugmynd um hvað tekur við hjá honum eftir stúdentspróf en leggur mikla áherslu á að næla sér í góða menntun og hefur sett stefnuna á háskólanám. „Hvernig það kemur til með að fara með skíð- unum verður bara að koma í ljós. Mögulega mun ég ekki geta æft eins stíft og ég geri í dag.“ Fánaberi Íslands á ÓL í Pyeongchang. Ljósmynd/ifsport Hilmar Snær í hinu ástríðusportinu sínu, golfi, þar sem hann keppir fyrir GKG. Hilmar Snær hleypur fyrir Vikt- oríu Svíaprinsessu og föruneyti, þegar hún var hér í heim- sókn árið 2014. Morgunblaðið/Ómar ’Auðvitað langar mig að haldaáfram, alla vega meðan ég erað bæta mig og áhuginn er fyrirhendi. Ég veit að ég er ekki búinn að toppa í þessu sporti. Hilmar Snær á verðlaunapalli í Zagreb. Hilmar Snær í brekkunni á HM í Slóveníu. Hann er hæstánægður með árangurinn á mótinu. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.