Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 20
VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 H ann malar hátt kötturinn sem nuddar sér upp við Sirrý Berndsen, viðmælanda minn, sem er upptekin við að klappa kisunni þegar ég geng inn á kaffihúsið. Fleiri kettir kúra sáttir á hillum og á stólum og hrella annað slagið saklausa gesti með því að stökkva óvænt niður á borðin og lenda með látum milli kaffibolla lattelepjandi túrista. Við setjumst í sófa með svartbrönd- óttan kött á milli okkar en ástæðan fyrir þessu kattafári er sú að við erum staddar á Katta- kaffihúsinu á Bergstaðastræti. Kettirnir laðast að Sirrý sem segist halda að þeir finni að hún borði ekki dýr. Kannski er eitthvað til í því eða ef til vill finna þeir góðan anda í kringum þessa hlýju konu með logandi rauða liðaða hárið. Við Sirrý hittumst fyrst fyrir um 35 árum þegar við vorum skólasystur í menntaskóla. Síðan skildi leiðir og höfum við ekki hist í öll þessi ár fyrr en nú. Stelpnabekkurinn 3.A ákvað nýlega að hittast eftir langt hlé og það var hún Sirrý sem kom öllum á óvart. Hún var sannarlega ekki sama manneskjan og feimna menntaskólastúlkan forðum daga og kom það fljótt á daginn að hún hafði ekki farið mjög hefðbundnar leiðir í lífinu. Hún starfar nefni- lega sem miðill í Boston og hefur gert síðustu tvo áratugina við góðan orðstír. Gömlu bekkj- arsysturnar urðu yfir sig forvitnar, eins og undirrituð sem þekkir engan sem vinnur við að tala fyrir hönd hinna látnu. Það var því nauð- synlegt að fá að heyra meira. Var eitilharður guðleysingi Eftir menntaskólann hélt Sirrý af stað út í heim. Leiðin lá fyrst til Danmerkur að læra listir um stund en svo hélt hún heim á ný og settist á skólabekk í Háskóla Íslands, í fjöl- miðlafræði og félagsfræði. Hún kláraði tvö ár en sótti þá um inngöngu í Parsons-listaskólann bæði í París og New York og komst inn í báða skólana. Hún valdi París og flutti þá þangað en hún hafði mikinn áhuga á ljósmyndun. „Ég hafði verið að taka myndir fyrir Röskvu og langaði í fréttaljósmyndun en þarna var áhersla lögð á listræna ljósmyndun. Ég tók mikið af myndum í París og þar var yndislegt að búa, en svo kynntist ég strák og fór með honum til Hollands. Þar fór ég í Konunglegu akademíuna og það gekk upp og ofan. Kunni fyrst ekki hollensku, en lærði hana á endanum, en ljósmyndunin sem var kennd þar var mjög tæknileg auglýsingaljósmyndun og ekki alveg það sem ég hafði mikinn áhuga á,“ segir Sirrý sem skráði sig þá í listaskóla þar sem hún vann mikið í listrænni ljósmyndum, auk pin-hole innsetninga. Samband hennar við hollenska manninn endaði þegar hann gekk í sértrúar- söfnuð, en Sirrý lauk náminu í Hollandi og eft- ir stutta dvöl með Atlanta í Sádi-Arabíu og Ísr- ael hélt hún í mastersnám í listsafnsfræðum og listum í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Ári eftir að hún hóf námið varð hún fyrir árás. „Þá breyttist mitt líf gjörsamlega; árásin hafði djúp áhrif á mig. Ég vil ekki fara nánar út í það en kalla þetta árás. Þá fór ég að leita í andleg málefni, fór að leita að ljósinu í lífinu eftir mjög erfitt tímabil. Ári síðar útskrifaðist ég úr námi og um sama leyti fór ég í spíritista- kirkju í Boston, en ég hafði ekki farið í kirkju nema kannski fimm sinnum á ævinni. Ég vildi vita að það væri eitthvert líf eftir þetta líf, því ég var dottin niður í djúpt þunglyndi. Í þessari kirkju hitti ég konu sem þar þjónaði sem var að byrja með tíma í miðlun. Ég hafði ekkert að gera og var atvinnulaus og bláfátæk þannig að ég ákvað að slá til. Ég var eiginlega að fara til að sannfæra sjálfa mig að það væri ekkert líf eftir dauðann en á sama tíma var ég forvitin. Ég var í innri togstreitu með þetta en í þessum tímum voru um 25-30 manns og það gekk alveg svakalega vel hjá mér frá fyrsta degi. Hún kenndi okkur hvernig ætti að tengjast og svo ættum við að reyna að sjá hvað kæmi í gegn. Ég settist niður með einhverjum og sá strax eitthvað og fann að fólkið skildi mig. Þá fór ég að spá í að það væri eitthvað meira en það sem við upplifum hér í okkar jarðlífi,“ segir hún. Hvernig fannstu að þú hefðir hæfileika í þetta? „Það var eitt sinn að ég sat með konu og ég lýsti mömmu hennar sem var nýlega látin. Ég lýsti í smáatriðum hvernig hún dó og það reyndist allt rétt en auk þess lýsti ég fatnaði hennar eins og bleikri úlpu með loðkraga. Ég sá þetta í huganum. Svo í annarri æfingu sat ég á móti manneskju sem átti að upphugsa eina mynd og ég sagðist sjá pínulitla beina- grind. Konan varð alveg hissa og fór ofan í veskið sitt og dró upp sónarmynd, en dóttir hennar hafði farið í sónar stuttu áður. Þar var fóstrið og beinagrindin,“ segir hún. „Þetta var innan tveggja mánaða frá því ég byrjaði á þessu námskeiði. Ég hugsaði bara, hvernig gat ég vitað hvað hún var að hugsa?“ segir Sirrý og segist hún hafa verið full- komlega trúlaus áður en að þessu kom. „Ég var eitilharður guðleysingi. Ég trúði ekki á guð, ekki á líf eftir dauðann. Ég trúði bara að maður fæddist og dæi og ekkert meir.“ Þú trúir því ekki í dag? „Nei, nú veit ég að það er líf eftir dauðann, og það hefur ekkert með trú að gera. Og ég veit líka að sálin fæðist aftur og aftur inn í mis- munandi líf í mismunandi líkama. Í hverju lífi þurfum við að leysa ákveðin mál og það eru nýjar áskoranir. Það stærsta sem fólk þarf að læra er að fyrirgefa og líka að finna til sam- kenndar og samhygðar. Ég held að það sé mik- ill lærdómur fyrir marga í lífinu. Ef maður nær því þá kemst sálin á hærra stig,“ segir hún. Tekur viðtöl við framliðna Sirrý hafði greinilega dottið niður á eitthvað sem hún vildi kanna betur. „Svona gekk þetta í nokkra mánuði og mér gekk mjög vel og var þá gefið tækifæri til að fara að vinna sem miðill. Þá fór ég að ferðast um Boston og var með einkafundi og kirkju- fundi,“ segir Sirrý og hefur hún unnið að þessu allar götur síðan. „Ég geri bæði miðlun og spámiðlun og svo er það trans, sem ég hef síst gaman af, því að það er engin sönnun í því.“ Sirrý segir að fjölmiðlafræðinámið forðum daga nýtist henni sem miðli. „Ég lærði þá að taka viðtöl og þegar ég vinn sem miðill tek ég viðtöl við framliðna og nota sömu spurningar; hver, hvað, hvar, hvenær og hvers vegna,“ seg- ir hún. „Þannig ég spyr mikið og það er margt áhugavert sem gerist. Það var eitt sinn kona sem kom á fund sem hafði misst tvö börn. Dóttir hennar var þá nýlátin aðeins tvítug að aldri en hún hafði fengið einhverja sýkingu. Þar sem ég er að tala við konuna finnst mér alltaf eins og það sé verið að toga í puttana á mér og ég skil það ekki. Þá stoppa ég og spyr stúlkuna í huganum, er verið að lakka á þér neglurnar? Og hún svarar neitandi. En áfram heldur hún að toga í puttana og nú líka í tærn- ar á mér. Þá segi ég við mömmuna að dóttir hennar sé að toga í hvern einasta putta og nú tærnar og ég skildi það ekki. Hún svarar að hún muni sýna mér það á eftir. Eftir fundinn náði konan í lítinn viðarkassa. Hún opnar kass- ann og í honum eru fingurgómar stelpunnar. Það hafði komið drep í fingurna á stúlkunni og fingurgómarnir höfðu dottið af einn af öðrum. Þegar þeir duttu af hafði móðirin tekið þá til að eiga til minningar,“ segir Sirrý. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvaða andar þetta séu sem eru að koma í gegn hjá Sirrý og af hverju þeir séu þá ekki farnir í næsta líf. „Það er enginn tími í heimi andanna. Við lif- um í ákveðnum tíma og tíminn að okkar mati fer áfram en tíminn hjá þeim stendur í stað. Það sem gæti verið 30 ár hjá okkur gæti verið andartak hjá þeim. En andarnir lifa allt í kringum okkur. En svo ákveður sálin að fæð- ast aftur og það getur verið eftir áratugi. Sálin er orka og það er alltaf hægt að tengjast þeirri orku,“ segir Sirrý. Raunveruleiki á öðru stigi Verður þú aldrei stressuð fyrir fundi að þú munir ekki sjá neitt? „Jú, það gerist fyrir hvern einasta fund. Nú hef ég verið með þúsundir funda og það gerist alltaf. Ég undirbý hvern einasta fund með því að opna fyrir og leyfa framliðnum að koma til mín með upplýsingar. Þetta geri ég svona hálftíma áður en fólkið kemur inn,“ segir Sirrý. „Ég er með marga fundi í hverjum mánuði en af hverjum 30-40 fundum er kannski einn sem ekki virkar. Það geta verið margar ástæð- ur fyrir því,“ segir hún og útskýrir að hún taki bæði fólk í einkatíma og eins í hóptíma en á stærsta miðilsfundi sem hún hefur haldið voru 400 manns. „Þegar fjöldinn er svona mikill er það í raun skyggnilýsing.“ Þegar þú hittir fólk á kaffihúsi eins og mig, skynjarðu eitthvað? „Nei, ég loka. Góðir miðlar geta opnað og lokað,“ segir hún og blaðamaður andar léttar. „Ég er búin að þjálfa þetta upp. Það kom fyrir áður en ég var búin að fara í gegnum þessa miklu þjálfun að ég gæti séð og heyrt og skynjað ýmislegt í kringum fólk, en maður þreytist af því. Ég hef dempara núna, eins og „dimmer“ á ljósi.“ Hræddi það þig ekkert að fara allt í einu að sjá myndir í huganum og heyra raddir? „Nei. Af því ég geri mér grein fyrir hvað er raunveruleiki og hvað er raunveruleiki á öðru stigi. Ég sé bæði í huganum og svo sé ég líka látið fólk. Næmið sem við notum er að sjá, heyra, skynja og vita en líka að finna lykt og bragð. Svo sé ég alveg stundum framliðna ganga fram hjá mér.“ Þess má geta að Sirrý tók próf í miðlun í Bandaríkjunum hjá Forever Family Founda- tion. „Prófið er eitt það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma tekið. Síðan 2005 hafa þúsundir farið í gegnum þetta próf, en ekki nema kannski 35 miðlar hafa staðist það á síðastliðnum fjórtán árum. Samtökin notast mikið við vísindafólk og meðal annars er dr. Erlendur Haraldsson í þeirra vísindalegu ráðgjafanefnd.“ Einelti frá átta ára aldri Sást þú ekkert og skynjaðir áður en þú fórst í miðilsnámið? „Jú, en ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var. Þegar ég var krakki hélt ég að þetta væri bara ímyndunaraflið. Ég átti til dæmis þykjustuvini en það er mjög algengt meðal miðla. Svo hef ég alltaf verið svakalega berdreymin,“ segir hún en bætir við að aldrei nokkurn tímann datt henni í hug að hún myndi enda sem miðill. „Við ölumst öll upp með ákveðna barnatrú og ég man að þegar ég fermdist fannst mér þetta allt vitleysa en gerði bara eins og allir hinir. En ástæðan fyrir því að ég verð svona svakalegur guðleysingi er sú að ég var lögð í svo mikið einelti í Melaskóla og Hagaskóla. Þetta var alveg stanslaust. Ég man það sem barn að ég bað til guðs að láta krakkana hætta þessu. En því linnti aldrei. Svo kom að því einn daginn að ég sagði við guð að ef enginn myndi heyra mínar bænir myndi ég hætta að trúa á guð,“ segir Sirrý sem lagði þá trúna á hilluna. „Í mínum bekk vorum við þrjú sem vorum rauðhærð. Það var öllum boðið í partí nema okk- ur þremur rauðhærðu. Ég var höfð útundan í frímínútunum, strítt út í eitt í sundi og leikfimi, kölluð allskonar nöfnum sem höfðu með hárið að gera og það var margt annað sem gerðist. Þetta var margra ára píning. Ég lenti ekki í einelti í MR en þetta hafði svo mikil áhrif á mig; þá var ég svo feimin og inni í mér og átti mjög erfitt með að tengjast fólki,“ segir hún. „Þá var ég búin að ganga í gegnum einelti frá átta ára aldri.“ Nú talaðir þú áðan um fyrirgefninguna. Hef- ur þú getað fyrirgefið þessum krökkum? Enginn tími í heimi andanna Sirrý Berndsen grunaði aldrei að hún ætti eftir að velja sér starf sem miðill í Bandaríkjunum. Eftir árás í Boston leitaði hún til kirkju og datt inn á námskeið sem breytti lífi hennar. Nú hjálpar hún fólki að skyggnast inn í framtíðina og komast í samband við látna ástvini. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Það stærsta sem fólk þarf að læra er að fyrirgefa og líka að finna til samkenndar og samhygðar. Ég held að það sé mikill lærdómur fyrir marga í lífinu. Ef maður nær því þá kemst sálin á hærra stig,“ segir miðillinn Sirrý Berndsen.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.