Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 31
En þó er afar sjaldgæft að einhver viðri opin- berlega hvort forseti framkvæmdastjórnar sé fær um, af slíkum ástæðum, að valda sínum mikilvæga starfa. Úrslitum ræður í þessu, umfjöllun um Junc- ker, sem öðru, sá háttur sem hafður er á fréttum og fréttamati í höfuðborg Evrópu. Í Brussel er tilhneig- ing til þess að vinir Evrópumálstaðarins standi þétt saman, ekki einungis þegar verkefnið er að snúast hart gegn árásum frá hægri, frá lýðskrumurum og þjóðernissinnum á borg við Marine Le Pen í Frakk- landi eða Heinz-Christian Strache í Vínarborg, held- ur einnig þegar réttlætanleg gagnrýni beinist að leið- togunum í Brussel.“ Þessi játning minnir óneitanlega á það sem gilt hef- ur lengi í Ríkisútvarpinu hér. Sjálfstýringin er þar á allan sólarhringinn eigi Samfylkingin og eftir atvik- um aðrir vinstriflokkar í hlut. Fréttastofan þar er líka á móti Trump, forseta Bandaríkjanna, en hún var með Obama sem áður var forseti sama lands þótt slappur væri. Ekkert í lögum Ríkisútvarpsins bendir þó til þess að það hljóti að vera hluti af náttúrulögmálunum. Fréttastofan er með Evrópusambandinu og fréttir fátt af því sem geti varpað skugga á það. Hún er sjálfkrafa á móti þeim sem eru á móti því. Ekkert er heldur um þá skrítnu afstöðu í lögum um Rík- isútvarpið. Þvert á móti sjá allir sem læsir eru að reglurnar ganga síst út frá því að fréttastofa „RÚV“ sé í liði, og raunar í sama liðinu árum og áratugum saman. Stundum er sagt að bjálfalegt sé að ræða þessar staðreyndir um „RÚV“ og enn vonlausara við það. Þar á bæ skilji enginn þessar athugasemdir. Þær virki eins á þá þar og ef fundið væri að því við Skaga- menn að þér haldi alltaf með Akranesi. En því má ekki gleyma að það eru engin lög sem segja Skagamönnum að þeim beri að vera hlut- lausum í fótbolta. Og þeir fá ekki marga milljarða frá almenningi árlega til þess að þeir hafi ekki þann sama almenning að fífli. Óforbetranlegur og eindreginn brotavilji Það var t.d. dæmigert að sjá þær Silju Báru Ómars- dóttur og fréttastjóra Ríkisútvarpsins sitja „saman í settinu“ og ræða um samtímastjórnmál vestan hafs. Margt var þar skrítið svo ekki sé meira sagt og mátti vart á milli sjá hvor var meira úti á þekju. Spjallinu lauk með því að önnur sagði að vandinn væri að Trump vildi endilega reisa sinn múr. En enginn ann- ar hefði áhuga fyrir því, sagði hin. Nei, enginn annar, endurtók sú fyrri. Seinasta skoðanakönnun sem birtist sýnir vissu- lega að örlítið færri segjast vilja múr en hinir sem telja ekki þörf á honum. Fróðlegt væri að sérfræð- ingurinn og fréttastjórinn upplýstu hvenær svo væri komið að enginn Bandaríkjamaður vildi múr. Er það þegar þeir sem vilja hann eru 150 milljónir eða færri? Sérfræðingurinn, sem er svo oft kallaður til, á bágt með að leyna andúð sinni á Bandaríkjunum. Það má segja að það sé þó ósjálfráður snertur af heiðarleika af hans hálfu. En þegar þeir sem koma úr þeirri átt sem telst til þess flokks sem sérfræðingurinn, og reyndar fréttastofan í heild, leggur fæð á, þá er orðið andúð í órafjarlægð frá því sem lýsir þeirri afstöðu. Skrítin verðlaunaveiting Það er ekkert að slíkri framgöngu þegar pólitískir þröngvitringar, æsifréttamenn eða kunnir „doddar“ í erindrekstri eiga í hlut, eins og þeir virðast sem ráða fyrir „Kjarnanum“ eða æsiútgerðinni „Stundinni,“ og fjölmiðlum sem ríkisstjórnin telur, eftir langa yfirlegu, að rétt sé að styðja af fimmfalt meira afli eða meir en raunverulega fjölmiðla. Það má segja að slík furðuniðurstaða falli vel að því að ríkisstjórnin heldur áfram og eykur á hverju ári, stuðning upp á fjölmarga milljarða við opinbera stofnun sem leynir því hvergi að hún dregur vagninn fyrir þau stjórnmálaöfl sem eiga stuðning þriðjungs þjóðarinnar þegar best lætur og leggur fæð á flesta hina. Stofnun sem á að lögum engan að styðja sér- staklega og umfram aðra og enn síður að hata sér- staklega. Ríkisstofnun sem þannig gengst upp í því á hverj- um degi að brjóta þau lög sem um stofnunina gilda. Ekkert nema óræður ótti við eitthvað dulið og óskiljanlegt virðist ráða þeirri för. Hræðsla er óheppilegur húsbóndi, það sýnir sagan með svo sárgrætilegum dæmum. Og þetta síðasta svo ömurlega vel. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Móskarðshnjúkar. 3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.