Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 MATUR Getty Images/iStockphoto Á köldum vetrar- kvöldum Fimbulkuldi er í kortunum þessa dagana og frost bítur í kinnar. Þá er gott að borða mat sem vermir bæði líkama og sál. Kássur, heit súpa, alvöru heitt súkkulaði og rjúkandi heitur eftirmatur er tilvalið á köldum kvöldum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 6 2 msk smjör 1 stór laukur, skorinn 2 stórar gulrætur, skornar 2 stilkar sellerí, skornir (valfrjálst) kúfuð matskeið rifinn hvítlauk- ur, um 4 rif 2 lárviðarlauf 3 greinar ferskt timían eða ½ tsk þurrkað ½ kg úrbeinuð og skinnlaus kjúklingalæri 8 bollar kjúklingasoð (keypt eða heimatilbúið) 150 g eggjanúðlur eða pasta að eigin vali salt og pipar eftir smekk ¼ bolli fersk steinselja, fínt skorin vatn eða meira kjúklingasoð eftir þörfum Bræðið smjör í stórum potti yfir miðlungshita. Bætið lauk, gulrótum og selleríi út í pottinn. Eldið og hrærið í u.þ.b. fimm mín- útur, eða þar til grænmetið fer að mýkjast. Hrærið þá hvítlauk, lárviðarlaufum og timían saman við. Eldið og hrærið þessu saman við í um mínútu. Hellið þá kjúklingasoðinu út í pottinn og náið upp suðu og látið svo malla á lágum hita. Smakkið súpuna til með salti og pipar. Setjið kjúklingalærin heil út í pottinn og látið fljóta yfir. Náið aftur upp suðu og látið svo malla með loki sem er á til hálfs. Hrærið af og til þar til kjúklingurinn er soð- inn í gegn; u.þ.b. 20 mínútur. Ef ykkur finnst vanta soð eða vökva, bætið þá við meira af annaðhvort soði eða vatni. Lækkið hitann niður í miðlungslágan. Veiðið kjúklinginn upp úr og leggið til hliðar. Bætið þá núðlunum út í súpuna og eldið þar til tilbúnar; u.þ.b. 6 til 10 mínútur (fer eftir teg- und). Á meðan núðlurnar eld- ast, skerið þá kjúklingalærin í strimla eða bita. Setjið bit- ana út í pottinn og smakkið aftur súpuna. Bætið við salti og pipar ef þurfa þykir. Stráið steinselju yfir og berið fram. Klassísk kjúklinganúðlusúpaFyrir 6 2 meðalstórir laukar 2 hvítlauksrif 2 meðalstórar gulrætur 2 stilkar sellerí 2 rauðar paprikur ólífuolía 1 kúfuð tsk. chili-duft 1 kúfuð tsk. cumin 1 kúfuð tsk. kanill salt og pipar eftir smekk 1 dós (400 g) kjúklingabaunir 1 dós (400 g) rauðar nýrna- baunir 2 dósir niðurskornir tómatar (í bitum) 500 g gott nautahakk ½ búnt ferskur kóríander (15 g) 2 msk. balsamikedik 400 g basmati-hrísgrjón 500 g hrein jógúrt eða grísk jógúrt ferskur chili, skorinn smátt (valfrjálst) Skerið laukinn, hvítlaukinn, selleríið og gulræturnar smátt. Skerið paprikurnar í tvennt og fjarlægið fræin og stilkana og skerið gróft. Hitið tvær matskeiðar af olíu í stórri djúpri pönnu (eða potti) á rúmlega miðl- ungsháum hita. Setjið skorna grænmetið út á pönnuna ásamt chili- dufti, cumin, kanil, salti og pipar. Eldið í sjö mínútur eða þar til allt hefur mýkst og hrærið reglulega á meðan. Skolið og sigtið kjúklinga- baunirnar og nýrnabaun- irnar og bætið út á pönn- una. Setjið tómatana út í og brjótið og kremjið þá með bakhlið skeiðar. Hellið þá vatni í eina dós- ina og hellið því út í. Setjið nautahakkið út í og hrærið þannig að ekki verði neinir stórir bitar. Takið stilkana af kóríand- ernum og setjið laufin til hliðar. Skerið stilkana smátt og hendið út í réttinn ásamt balsamikedikinu. Náið upp suðu og lækkið svo og látið malla með lokið aðeins af pönnunni í um klukkustund eða þar til þetta hefur þykknað. Hrærið annað slagið. Smakkið til með salti og pipar. Setjið kóríander yfir og ferskt chili ef ykkur lystir. Berið fram með hrís- grjónun og jógúrt. Sumum finnst gott að strá rifnum osti yfir og jafnvel að hafa nachos á kantinum. Chili con carne

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.