Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019
A
ðkoman er eins viðeigandi og
hún getur orðið. Snarbrattar
tröppurnar við heimili Hilm-
ars Snæs Örvarssonar í
Garðabænum minna einna
helst á skíðabrekku þetta miðdegi enda
hefur snjó kyngt niður dagana á undan.
Loksins, segja sumir, þeirra á meðal tilvon-
andi viðmælandi minn enda kemst hann
loksins í íslenskar brekkur eftir að hafa
verið við æfingar og keppni erlendis að
undanförnu. Nú er bara að ég komist upp
brekkuna til að spjalla við hann, kem ekki
auga á stólalyftu!
Það er létt yfir Hilmari Snæ þegar hann tek-
ur á móti mér enda er hann nýlentur eftir
vaska frammistöðu á HM fatlaðra í alpagrein-
um í Slóveníu; náði þar frábærum árangri í
svigi, varð fjórði í flokki standandi skíða-
manna, aðeins 28 sekúndubrotum frá brons-
inu. Hilmar Snær náði einnig prýðilegum ár-
angri í stórsvigi, þar sem hann hafnaði í
tuttugasta sæti.
„Þetta var hrikalega gaman. Markmiðið sem
ég setti mér í samráði við þjálfarann var topp
sjö í svigi, sem náðist, og topp fimmtán í stór-
svigi sem náðist ekki alveg,“ segir Hilmar
Snær en skömmu áður varð þessi átján ára
gamli piltur fyrsti Íslendingurinn til að fara
með sigur af hólmi á heimsbikarmóti á skíðum,
þegar hann renndi sér hraðast í mark í svigi á
móti í Króatíu.
Hann segir svigið sína sérgrein; bæði sé það
skemmtilegra en stórsvigið og oft þægilegra
fyrir einfætta enda brautin styttri. „Svigið
reynir meira á tæknina, auk þess sem æf-
ingaaðstaðan hérna heima hentar mér betur í
svigi en stórsvigi en það er gaman að æfa þá
grein líka upp á fjölbreytnina.“
Hugar að næstu skrefum
Ekki liggur fyrir hvar Hilmar Snær keppir
næst en hann mun nú setjast niður ásamt
þjálfara sínum, Þórði Georg Hjörleifssyni, og
fara yfir næstu skref á ferlinum. „Mér hefur
gengið vel í vetur og um að gera að hamra
járnið meðan það er heitt. Það gæti komið til
greina að fara utan á eitt til tvö heimsbikarmót
síðar í vetur. Stúdentsprófin eru þó framundan
hjá mér í Verzlunarskóla Íslands og fullt að
gera í skólanum sem mun hafa forgang fram á
vorið,“ segir Hilmar Snær sem fór út til æfinga
og keppni milli jóla og nýárs, náði svo einum
degi á Íslandi um miðjan janúar áður en hann
brunaði á HM.
Hann segir húsbændur í Verzló hafa sýnt
ferðalögum sínum mikinn skilning og sá stuðn-
ingur sé ómetanlegur. Nú sé á hinn bóginn
tími til kominn að leggjast yfir námsbækurnar.
„Ég hef misst svolítið úr, eins og gefur að
skilja, en hef engar sérstakar áhyggjur af því.
Ég mun vinna það upp á næstu vikum og verð
klár í stúdentsprófin í maí.“
Árangur sem þessi er ekki dreginn upp úr
kornflexpakkanum; auk skíðaæfinga er Hilm-
ar Snær í crossfit sex sinnum í viku, jafnvel
oftar, allt árið um kring. Það er helst að hann
taki pásur þegar veður er gott á sumrin.
Sumsé sjaldan!
Lífið tók óvænta stefnu
Það reynir á líkamann að skíða, hvað þá á öðr-
um fæti, og Hilmar Snær finnur mikinn mun á
sér milli ára; líkamlegur styrkur og úthald hafi
aukist verulega. „Ég var að máta gamlar bux-
ur um daginn og lærið á mér er orðið of svert
fyrir þær. Það segir sína sögu. Það borgar sig
að æfa vel og crossfitið er að skila sér.“
Í þeim pælingum miðjum kastar yngri bróð-
ir Hilmars Snæs, hinn fimmtán ára gamli Örv-
ar Logi, kveðju á okkur en hann er á leið í
skíðaferðalag til Dalvíkur. Auk skíðanna æfir
hann fótbolta. Eldri syskinin tvö hafa líka ver-
ið á kafi í íþróttum. Helena Rut, 24 ára, leikur
handbolta með Dijon í Frakkandi og íslenska
landsliðinu og Hörður Kristinn, 23 ára, hefur
einnig leikið handbolta í meistaraflokki Stjörn-
unnar. „Það snýst býsna margt um íþróttir á
þessu heimili,“ segir Hilmar Snær brosandi.
Hann var ósköp venjulegt barn sem æfði
handbolta og fótbolta með félögum sínum.
Þegar hann var aðeins átta ára greindist hann
með krabbamein í hné og svo fór að aflima
þurfti hann til að koma í veg fyrir að meinið
dreifði sér frekar um líkamann. Hilmar Snær
gekkst undir flókna aðgerð, þar sem ökklanum
var í reynd breytt í hné sem gerir honum kleift
að hreyfa fótinn og ganga eins eðlilega og kost-
ur er á gervifætinum frá Össuri sem hann seg-
ir hafa tekið sig um ár að venjast að fullu. Í
millitíðinni fór hann ferða sinna í hjólastól og á
hækjum.
Áður en hann missti fótinn hafði Hilmar
Snær farið á skíði, meðal annars með fjöl-
skyldunni í Austurríki, og þekkti því íþróttina
án þess þó að hafa stefnt að stífum æfingum og
keppni. Þrátt fyrir áfallið kom aldrei til greina
að hætta í íþróttum og þegar foreldrar hans
sáu auglýst námskeið í Hlíðarfjalli við Ak-
„Ég hef fengið stór tækifæri í
lífinu sem ég hefði mögulega
aldrei fengið hefði ég ekki
veikst,“ segir Hilmar Snær
Örvarsson skíðamaður.
Morgunblaðið/Hari
Löngu hættur að spyrja:
Af hverju ég?
Enda þótt hann hafi misst annan fótinn vegna krabbameins þegar hann var átta ára hvarflaði aldrei að Hilmari Snæ Örvarssyni
að gefa íþróttaiðkun upp á bátinn. Þvert á móti tvíefldist hann við raunina og er nú, tíu árum síðar, kominn í hóp fremstu
svigmanna heims í sínum keppnisflokki, svo sem HM í Slóveníu staðfesti á dögunum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’Mér hefur gengið vel ívetur og um að geraað hamra járnið meðanþað er heitt. Það gæti
komið til greina að fara
utan á eitt til tvö heims-
bikarmót síðar í vetur.