Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Blaðsíða 2
Hvað er Verksmiðjan? Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks í 8.-10. bekk þar sem unglingar fá tækifæri til að koma með hugmynd að hönnun. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á ungruv.is/verksmidjan og senda inn hugmynd fyrir 7. febrúar. 30 hugmyndir verða valdar af dómnefnd og þróaðar áfram í einfaldar frumgerðir með Fab Lab-smiðjunum og tíu bestu hugmyndirnar verða síðan teknar lengra. Úr verða fimm sjónvarps- þættir sem verða sýndir á RÚV í vor en tónlistar- maðurinn Daði Freyr Pétursson og leikkonan Berglind Alda Ástþórsdóttir eru umsjónarmenn þáttanna. Daði Freyr tekur líka virkan þátt og ætlar að þróa nýtt hljóðfæri. Þetta er mjög spennandi og einstakt tækifæri fyrir ungt fólk. Af hverju geta unglingar ekki komið með einhverja geggjaða hug- mynd að einhverju trylltu stöffi eins og fullorðið fólk? Fær ungt fólk bestu hugmyndirnar? Ímyndunaraflið sem ungt fólk hefur er svo mik- ið. Þegar maður fullorðnast þá lokast aðeins á ímyndunaraflið. Þess vegna finnst mér svo gam- an að vinna með ungu fólki því það opnar augun á manni á svo marga vegu. Þetta er akkúrat fyr- ir ungt fólk, hugmynd að hönnun til að gera lífið skemmtilegra og betra. Við erum að lyfta upp hugmyndum unglinga. Þessar hugmyndir eru til staðar en það er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum við þeim og styðjum við þau til að sjá til þess að þeirra hugmyndir verði að veruleika. Er UngRÚV nauðsynleg viðbót í fjölmiðlaflóruna? Já, algjörlega. Það þarf að vera eitthvað til fyrir ungt fólk, þar sem það framleiðir sitt efni og hefur áhrif á það sem gerist en við erum með ungmennaráð. Það skiptir svo miklu máli að þau fái þessa rödd. Þetta á að vera skemmtilegt, eitthvað sem kemur frá þeim. Þetta á að vera vettvangur þar sem allir unglingar sameinast. Mér finnst þetta svolítið eins og fræðandi og skemmtileg félagsmiðstöð á netinu. Skjátími er mikill og það er mikilvægt að við gerum skjátímann fræðandi, að við gerum hann skemmtilegan og gagnlegan; það er okkar hlutverk. Uppáhaldssamfélagmiðlinn þinn? Instagram. Morgunblaðið/Eggert HAFSTEINN VILHELMSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Félagsmið- stöð á netinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Oft má spegla atburði samtímans í bókmenntaverkum, einkum barna-bókmenntum þar sem efnið er sett fram án málalenginga. „Hver opnaði mygluholuna?“ er stóra spurningin í einum sjón- varpsþáttanna um Ávaxtakörfuna sem gerðir voru fyrir nokkrum árum. Eins og gjarnan í barnaefni þá er boðskapur með sögunni, sem foreldrar síðan geta rætt við börn sín. Í þáttunum, leikritinu og kvikmyndinni um Ávaxta- körfuna eru lexíur er tengjast einelti, fordómum og ofbeldi áberandi. Gegn- um stuttar sögur úr lífi ávaxtanna í körfunni er sýnt hvernig hægt er að bakka út úr slæmri hegðun, taka ábyrgð og bæta samskipti. Ávaxtakarfan er nokkurs konar kennslubók í því hvernig hægt er að hætta að vera fáviti og þátturinn um mygluholuna er engin undantekning. Yfir körfuna leggst ákaflega vond lykt sem í fyrstu er talin vera prumpufýla. Uppi verður fótur og fit þegar ávextirnir reyna að komast að því hver prump- aði. Í fyrstu kennir Immi ananas Geddu gulrót um fýluna, enda sé grænmeti almennt verr lyktandi en ávextir og hljóti að prumpa meira. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að óþefurinn er myglulykt en ekki prumpufýla. Ein- hver hefur opnað mygluholuna! Fljótlega berast böndin að Imma ananas, sjálfskipuðum leiðtoga ávaxtanna og þekktum yfirgangs- segg. Mæja jarðarber spyr hann beint út: „Immi, opnaðir þú hana?“ Svarið er ekki eins hreint og beint: „Sko, það fer soldið eftir því hvernig þú lítur á það sko. Ef enginn sá mig opna hana, þú veist, opnaði ég hana þá?“ svarar Immi þá. Mæja gengur á Imma og vill skýrt svar. „Já ok, ég opnaði hana!“ viðurkennir Immi pirraður og uppsker hneykslan hinna ávaxt- anna. „Það er ekkert mér að kenna!“ segir hann með þjósti, bæði sár og móðgaður. Þetta var sko ekki honum að kenna og þó hann hafi opnað myglu- holuna telur hann ekki fyllilega ljóst að hann hafi gert það, fyrst enginn sá það. Ummæli Bergþórs Ólasonar Klausturþingmanns í Kastljósi á dögunum voru álíka loðin og ummælin um mygluholuna. „Þessi upptaka sem þarna er gerð, sem ég held að enginn velkist í vafa um að er ólögleg, en það breytir engu um það að orðin féllu, hún verður ekki meiðandi fyrr en hún er birt.“ Ef Immi opnaði mygluholuna þá var það hann sem opnaði hana, jafnvel þótt enginn sæi. Hann opnaði hana ekki minna fyrir því, börn sem horfa skilja það öll í lok þáttar. Ef Bergþór Ólason var á Klaustri og sagði það sem hann sagði, þá eru orð hans meiðandi hvort sem þau voru tekin upp eða ekki, hvort sem upptakan var birt eða ekki. Upptakan er ekki vandamálið heldur það sem var sagt. Að ýta ábyrgð yfir á Báru og upptökuna er álíka aumt og yfirklór Imma. Líklega væri ráð að sýna Ávaxtakörfuna á næsta þingfundi. Immi Ananas, sem heitir fullu nafni Immanúel Að- alsteinn Ananas, er ekki viss hvort hann opnaði mygluhol- una, þótt hann hafi gert það. Skjáskot af Youtube Lexíur Immanúels Aðalsteins Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Sko, það fer soldið eftirþví hvernig þú lítur áþað sko. Þú veist, ef eng-inn sá mig opna hana, þú veist, opnaði ég hana þá? Marisa Kalin frá Sviss Það er þolanlegt í svona klukku- stund en ekki mikið lengur en það. En ég er vel klædd í Íslandsferðinni því ég vissi að það yrði kalt. SPURNING DAGSINS Hvernig upplifirðu frostið undan- farna daga? Bjarni Páll Ingvarsson Ég finn auðvitað fyrir frostinu en mér finnst þetta bara fínt, klæði mig bara eftir veðri. Þetta fylgir því að búa á Íslandi. Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir Ég er með taugasjúkdóm og finn því enn sterkar fyrir kuldanum en aðrir. Maður skoðar bara fasteignir á Spáni meðan beðið er eftir hitanum. Marlin Staub frá Sviss Ég vissi að það yrði kalt á Íslandi en ekki að það yrði svona hvasst, svo það er enn kaldara. Ísland er samt jafnfagurt þrátt fyrir kuldann. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Hari Hafsteinn er verkefnastjóri UngRÚV. Tekið er við hugmyndum fyrir Verksmiðjuna til og með 7. febrúar á ungruv.is/verksmidjan.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.