Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 Þjórsá er lengsta á Íslands, 230 km. Hún er jökulá og rennur í sjó milli Flóa og Þykkvabæjar. Að vestan er bærinn Fljótshólar nærri ósnum en að austan Háfshverfi og sjást þeir staðir hér á mynd. Rennsli um Þjórsá er 363 rúmmetrar á sek. Er þetta önnur vatnsmesta á landsins, næst á eftir Ölfusá sem er með um 400 rúmmetra rennsli á sek. Hvar eru upptök Þjórsár? MYNDAGÁTA Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvar eru upptök Þjórsár? Svar:Þjórsá á upptök sín í Bergvatnskvísl á Sprengisandi. Eftir um 20 km rennsli fellur Háöldukvísl í ána, og kemur hún frá Hofsjökli eins og fleiri jökulár sem renna í Þjórsá. Stærst fljóta þessara er þó Tungnaá sem á upptök í Tungnaárjökli. ÞRAUTIR OG GÁTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.