Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  41. tölublað  107. árgangur  MINNIST EIGIN- MANNSINS Á AFMÆLINU SKIPTIR MÁLI AÐ MIÐLA AÐ LEYSA KRAFTA GAGNANNA ÚR LÆÐINGI ÞÝÐINGAVERÐLAUNIN 27 SIGURGÍSLI MELBERG 14ÓLÖF KOLBRÚN 26 Morgunblaðið/Hafþór Kindur Sauðfé fækkaði um 28 þúsund árið 2018 samkvæmt tölum Matvælastofnunar.  Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum bún- aðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur ár- um hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Fækkun þessi er í samræmi við markmið búvöru- samnings sauðfjárræktar. Fækkun varð á þremur búfjár- tegundum árið 2018: á sauðfé, svín- um og loðdýrum. Samdrátturinn er minni þar sem meira er stólað á sauðfjárbúskap en blandaðan bú- skap. »4 Íslensku sauðfé fækkaði um 10% á tveimur árum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% ís- lenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. „Við höfum unnið í aðferðum til að skilgreina betur hvenær kæfisvefn og hrotur eru sjúkdómsástand og hve- nær ekki er þörf á meðhöndlun,“ sagði dr. Erna Sif Arnardóttir, sem stýrir verkefninu af Íslands hálfu. Erna sagði að börn sem væru með kæfisvefn eða miklar hrotur gætu sýnt ein- kenni athyglis- brests og of- virkni. Þau fengju jafnvel greiningu í þá veru. Þau sem væru verst sett fylgdu jafnvel ekki eðlilegri vaxtarkúrfu og væru lítil og grönn eftir aldri. Fengju þau rétta meðhöndlun við kæfisvefni tækju þau oft vaxtarkipp. Kæfisvefni geta fylgt fleiri afleið- ingar. Sum barnanna anda mest með munninum og þróa með sér andlits- fall sem verður langt og mjótt. Kjálkavöðvarnir verða slappir og munnholið þrengra en það ætti að vera. Tennurnar komast ekki fyrir í gómnum og börnin þurfa oft miklar tannréttingar. Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra  Börnin geta sýnt einkenni athyglisbrests og ofvirkni Dr. Erna Sif Arnardóttir MRannsaka börn … »10 Fyrstu vetrarleikar Hestamannafélagsins Spretts fóru fram í Samskiptahöllinni í Kópavogi í gær. Keppt er í tólf flokkum á þremur mótum eftir kynjum, aldri og reynslustigi. Hér á mynd- inni sést ungur knapi á mótinu, Jóhanna Sigurlilja, og hestur hennar, Ás. Morgunblaðið/Eggert Ungir knapar á vetrarleikum Spretts  Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins mun funda aftur í vik- unni til að ræða aðkomu stjórn- valda að kjara- deilunni. „Við er- um búin að sjá eitthvað tengt húsnæðismálum og félagslegum undirboðum. Það sem stendur út af eru skattamálin,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðu- sambands Íslands. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er búist við því að stjórnvöld tilkynni fyrirhug- aðar skattabreytingar á næstu dög- um. Slík tilkynning er þó háð stöðu viðræðna milli deiluaðila. »2 Skattabreytingar tilkynntar bráðlega Drífa Snædal Leit fjölskyldu og vina Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardags- morgun fyrir um viku í Dublin, hefur enn engan árangur borið. Þau gengu skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit um helgina. „Leitin sem slík gekk bara ágæt- lega, við náðum að komast yfir þau svæði og markmið sem við settum okkur fyrir daginn. Við erum svo sem engu nær en við erum búin að dreifa myndum og tala við marga gangandi vegfarendur og aðra,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá því á laugardagsmorgun þegar skipulögð leit hófst, en nokkrir hafa leitað frá síðustu helgi. Fjölskyldan á fund með lögregl- unni í Dublin í dag. „Við förum þá yfir stöðu mála. Ég heyri í þeim á hverjum degi en við ætlum að hittast á morg- un og fara yfir málin og hvernig þetta lítur allt út,“ sagði Davíð í gærkvöldi. Skipulögð leit heldur áfram alla vik- una og segir Davíð að það verði hægt að klára fyrstu skipulögðu leit- arsvæðin á næstu dögum. „Í kjölfar- ið verðum við að taka stöðuna aftur. Við höldum áfram okkar striki þangað til eitthvað kemur í ljós.“ Leit að Jóni Þresti engan árangur borið Jón Þröstur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.