Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Gústaf Adolf Skúlason vekur at-hygli á því í pistli á blog.is að
Frakkar vilji með nýjum skólalög-
um afnema orðin faðir og móðir en
nota í staðinn
foreldri 1 og
foreldri 2.
Gústaf segirþetta ekki
frásögn úr vís-
indaskáldsögu,
og vísar í frétt í
Daily Telegraph
um málið. Hann segir: „Héðan í frá
verða orðin móðir og faðir ekki
lengur notuð þar sem þau tryggja
ekki jafnrétti samkynhneigðra.
Orðin eru sögð gamaldags þar sem
þau taka hvorki tillit til samkyn-
hneigðra foreldra né henta nútíma
lögum um hjónabönd samkyn-
hneigðra. Orðin foreldri 1 og 2
koma í staðinn í lögum um „skóla
sem hægt er að treysta“.
Valére Petit fulltrúi REM-flokksMacron segir að margar fjöl-
skyldur séu á tímamótum gamal-
dags fjölskyldulíkana. „Þessi breyt-
ing táknar félagslegt jafnrétti“.“
Gústaf segir lögin „kippa stoð-unum undan kjarnafjölskyld-
unni – sjálfum grundvelli sam-
félagsins. Börn í Frakklandi verða
heilaþvegin með nýju hugtökunum
frá þriggja ára aldri.“ Nýju lögin
gera ráð fyrir skólaskyldu frá þeim
aldri.
Jafnrétti er sjálfsagt og þjóðfél-agið þarf að búa vel að ólíkum
fjölskylduformum. En þegar farið
er að sýna viðleitni í þá átt að
breyta tungumálinu þá rifjast upp
nýorðaframleiðslan sem kynnt var í
bókinni 1984.
Sú upprifjun vekur ekki notaleg-ar tilfinningar.
Foreldri 1
og foreldri 2
STAKSTEINAR
Nettoline fær 5 stjörnur frá
dönskum gagnrýnendum
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
ALLAR BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR
OG ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR
FÁSTMEÐ 20%AFSLÆTTI
ÚT febrúar 2019
GÓÐ KAUP
NÚ ER LAG AÐ GERA
Við gerum þér
hagstætt tilboð í
innréttingar, vaska
og blöndunartæki
- AFSLÁTTUR -
20%
Útfebrúar 20
19
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
OPIÐ:
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Til stendur að dýpka Landeyjahöfn
um leið og tækifæri gefst. Spáin er
óhagfelld næstu daga, þannig að lítið
verður gert um sinn. „Það þýðir ekk-
ert að skoða þetta fyrr en næstu
helgi alla vega,“ segir G. Pétur Matt-
híasson, upplýsingafulltrúi Vega-
gerðarinnar. Fyrir helgi var tilkynnt
að Björgun, félagið sem annast
dýpkunina, verði komið með þar til
gert skip á svæðið 23. eða 24. febr-
úar.
Til þess að Vegagerðin, sem sér
um viðhald á Landeyjahöfn, geti ráð-
ist í þessar aðgerðir þarf að viðra
sæmilega um nokkurra daga skeið,
að sögn Péturs. Vegagerðin fylgist
að hans sögn náið með aðstæðum og
að auki segir í tilkynningu að ef mat
manna sé að helmingslíkur séu á að
dýpkun takist, gangi þeir í verkið.
Á meðan Landeyjahöfn er lokuð
gengur „gamli Herjólfur“ á milli
Heimaeyjar og Þorlákshafnar. Menn
reikna með að taka hinn nýja Herjólf
í gagnið 30. mars. Dýpkun Landeyja-
hafnar er að sögn Péturs ekki for-
senda þess að það nái fram að ganga.
Fyrr á árinu gagnrýndu bæjar-
yfirvöld í Vestmannaeyjum Vega-
gerðina fyrir seinagang í þessum
efnum og vildu meina að meira svig-
rúm væri til dýpkunar í höfninni en
stofnunin léti uppi. snorrim@mbl.is
Höfnin ekki dýpkuð í vikunni
Vonir bundnar við að dýpka eftir
næstu helgi Seinagangur gagnrýndur
Landeyjahöfn Dýpkun hefur dreg-
ist við höfnina. Senn líður að henni.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Drög hafa nú verið gerð að banni við
álaveiðum á Íslandi. Þetta kemur
fram á vefsíðu Samráðsgáttarinnar,
opins samráðs stjórnvalda við al-
menning.
Í umfjöllun á síðunni kemur fram
að ákvæði hafi verið lögfest sem ger-
ir sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra kleift að banna veiðar á ál-
um í samræmi við ráðleggingar
Hafrannsóknastofnunar. Hafrann-
sóknastofnun gaf í fyrra út ráðgjöf
þar sem hún tók fram að álastofninn
væri í hættu og þyldi veiðar illa.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson,
sem hefur lengi stundað álaveiðar á
Suðurlandi, segist ekki kippa sér
upp við fréttirnar og býst ekki við
því að bann við álaveiðum muni
mæta verulegri mótstöðu.
„Þetta er náttúrlega búið að vera í
umræðunni í svolítinn tíma og það
var svo sem alveg ljóst að þetta
kæmi einhvern tíma,“ sagði Sigur-
jón. „Ég tel ekkert óvenjulegt við að
það gildi bara sömu reglur og lög um
þennan fiskistofn eins og aðra nytja-
fiskistofna á Íslandi og við Ísland.“
Sigurjón telur ekki að hægt sé að
reisa arðbæran útveg á álaveiðum á
Íslandi og segir að álaveiðar verði
tæpast nokkurn tímann meira en
tómstundagaman. „Það var reynt
fyrir austan á sjöunda og áttunda
áratugnum. Þá voru álar veiddir svo-
lítið í tvö eða þrjú ár en svo datt
botninn úr útveginum og síðan hafa
bara fáeinir karlar eins og ég sem
hafa bara gaman af þessu verið að
veiða ála. Þetta er lítill stofn og hann
er svo rosalega dreifður að það borg-
ar sig í langflestum tilfellum ekki að
standa í þessu í einhverju gróða-
skyni. Það er nánast útilokað.“
Stjórnvöld stefna að
banni á álaveiðum
Veiðibannið mætir
líklega ekki veru-
legri mótspyrnu
Morgunblaðið/Heiddi
Álar Álaveiði hefur aldrei verið al-
geng á Íslandi enda stofninn lítill.