Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 19
skemmtilegar minningar sem ég
mun varðveita um ókomna tíð.
Þú varst yndislegur afi í alla
staði sem ég hafði mikið gaman af
að umgangast og okkur Dagnýju
Björk þótti mjög vænt um.
Nú veit ég að amma Kiddý og
hún Dagný okkar taka vel á móti
þér hinum megin.
Hvíl í friði, elsku afi minn.
Kristín María.
Halldór Björnsson var alvar-
legur í bragði þegar hann leit við á
skrifstofu Mímis snemma árs
1996. Framundan var sameining
almennu verkalýðsfélaganna í
borginni. Hann vantaði mann sem
gæti haldið utan um þetta verk-
efni með stjórn Dagsbrúnar.
Fáum vikum síðar var ég orðinn
skrifstofustjóri félagsins. Samein-
ingin var flókið og því verkefni
samhliða vorum við í samfelldri
samningagerð næstu árin. Á
sama tíma fór fram mikil upp-
bygging í félaginu þar sem byggja
þurfti upp skrifstofuhúsnæði og
félagsaðstöðu fyrst í Skipholti og
síðar í Sætúni.
Um fjórum árum síðar var
sameiningu eldri félaganna lokið
en Boðinn sameinaðist Eflingu
síðar. Halldór hafði unnið að sam-
einingu lífeyrissjóðanna sem nú
heitir Gildi lífeyrissjóður. Hann
var afreksmaður í félagsmálum
ASÍ á síðustu öld. Sú umbylting
var gríðarlegur ávinningur fyrir
verkafólk á höfuðborgarsvæðinu.
Það var mikið gæfuspor að fá
að vinna með Halldóri. Hann var
hertur á áratugum gamaldags
kjarabaráttu, þar sem krónurnar
skiptu meira máli en kaupmáttur,
þar sem slagurinn varð oft meira
áberandi en árangurinn. Hann
lærði það af verðbólguárunum að
allt var unnið fyrir gýg ef ekki
tókst að vernda árangurinn með
raunverulegum kaupmætti. Þess
vegna fékk hann til liðs við sig öfl-
uga stjórnarmenn og trausta
starfsmenn en miklu skipti að
undirstaða allra kjarasamninga
væri fagleg vinna sérfræðinga,
auk samningamanna sem nutu
trausts á vinnustöðunum.
Fáum mönnum hef ég kynnst
sem hafa farið jafnvel með for-
ystuhlutverk. Hann gerði sér
grein fyrir þeirri miklu ábyrgð
sem hvíldi á leiðtoga Eflingar. Þó
hann væri formaður annars
stærsta stéttarfélags landsins,
neytti hann aldrei aflsmunar eða
lét þvinganir stýra gerðum sín-
um. Hann hótaði ekki átökum eða
verkföllum, heldur voru þau
þrautalending þegar allt annað
hafði verið reynt. Aðeins einu
sinni sá ég hann skipta skapi en
það var í hörðum deilum á fyrsta
árinu okkar saman.
En hver var lykillinn að vel-
gengni Halldórs? Þar skipti
mestu að hann kom vel fram við
alla, hvort sem það voru sam-
verkamenn hans eða mótherjar.
Sýndi öllum virðingu. Hann var
ljúfmenni, alls staðar vinsæll, létt
lund hans og umburðarlyndi,
glaðværð og góð framkoma smit-
aði út frá sér og gerði allt and-
rúmsloft á vinnustaðnum og í
samningum auðveldara.
Hann var líka hrókur alls fagn-
aðar utan vinnunnar. Hann átti
það til eftir þrúgandi vinnutörn að
bjóða upp á ferð í ísbúðina eða í
bíó. Svo var hann einstaklega góð-
ur ferðafélagi.
Þegar ég hugsa til baka á ég
bara góðar minningar um Halldór
Björnsson. Við litum á hann sem
góðan fjölskylduvin. Hann var
okkur líka góð fyrirmynd. Þegar
hann kvaddi Eflingu, skildi hann
eftir handa mér nokkurra ára far-
síma og afar fallegt en nett skó-
horn úr skínandi stáli. Símann
hans notaði ég í mörg ár en minn-
ist hans í hvert sinn sem ég lít
skóhornið. Halldór mun eiga sinn
stað í minningu okkar. Þeirri
minningu fylgir sálarfriður.
Þráinn og Kara.
Fleiri minningargreinar
um Halldór Guðjón Björns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
✝ GuðmundurEinarsson,
Gúndi, fæddist í
Reykjavík 21.
ágúst 1925. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
á Selfossi 6. febr-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Einar Guð-
mundsson, f. 2.
október 1898, d. 7.
mars 1946, og Þóra Valgerður
Jónsdóttir, f. 24. apríl 1898, d.
29. nóvember 1988. Systkini
Gúnda voru Guðfinna Einars-
dóttir f. 1921 d. 2014, Jón Þórir
f. 1927 d. 2007 og Valgerður f.
1930.
Gúndi kvæntist 4. október
1947 Helgu Nikulásdóttur, f. 16.
apríl 1929, d. 31. júlí 1998. Börn
þeirra eru:
1) Esther Helga, f. 4. júlí
1947. Eiginmaður hennar var
Arnar Hjörtþórsson, f. 1948, d.
1969. Dætur þeirra eru Lilja
Björk og Helga Ólöf. Eigin-
maður Estherar var John Moss,
f. 1945, d. 2014. Dætur þeirra
eru María Lynn og Leola Ana.
Þau skildu. Eiginmaður
Estherar var John Wanros, f.
1959. Þau skildu. Barnabörnin
eru tólf og barnabarnabörnin
eru þrjú.
sín hjúskaparár á Álfhólsvegi
55 í Kópavogi eða á árunum
1955 til 1989. Þau hófu búskap á
æskuheimili Gúnda á Brávalla-
götu í Reykjavík þar sem þau
bjuggu einnig síðustu árin áður
en Helga féll frá.
Seinni eiginkona Gúnda var
Hrafnhildur Björnsdóttir, f. 1.
nóvember 1940, d. 7. júní 2016.
Þau giftu sig 29. júlí 2000 og
bjuggu þá í Hjaltabakka í
Reykjavík en síðustu ár í Hvera-
gerði.
Gúndi starfaði hjá Olíu-
verslun Íslands (BP) 1943-1965.
Hann ók olíubíl og sá um að
setja eldsneyti á flugvélar Loft-
leiða á Reykjavíkurflugvelli og
Keflavíkurflugvelli. Hann öðl-
aðist meistararéttindi í bíla-
málun og setti á fót eigið bíla-
málunarverkstæði. Hann rak
það lengst af við heimili þeirra
Helgu að Álfhólsvegi 55 í Kópa-
vogi, en auk þess tímabundið
við Smiðjuveg í Kópavogi. Eftir
að hann hætti starfsemi verk-
stæðisins hóf hann störf í tjóna-
skoðunarstöð Sjóvá þar sem
hann starfaði til 70 ára aldurs.
Þá tók hann að sér húsvörslu
hjá Karlakór Reykjavíkur og
fleira tilfallandi.
Gúndi söng með Karlakór
Reykjavíkur í áratugi og fór í
fjölda ferða með kórnum. Einn-
ig söng hann með Hverafuglum
og Karlakór Hveragerðis og var
auk þess virkur í starfi Sjálf-
stæðisflokksins í Hveragerði.
Útför Guðmundar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 18.
febrúar 2019, klukkan 13.
2) María, f. 7.
janúar 1949. Eigin-
maður hennar er
Páll Ragnarsson f.
1947. Börn þeirra
eru Elísabet Fides
og Guðmundur
Ragnar. Barna-
börnin eru sjö og
eitt barna-
barnabarn.
3) Einar, f. 6.
ágúst 1954. Eigin-
kona hans er Stefanía Sörhell-
er, f. 1955. Börn þeirra eru Guð-
mundur Karl, Martha María og
Pétur Helgi. Barnabörnin eru
þrjú.
4) Sigurður, f. 23. mars 1964.
Barnsmóðir hans er Kristín Ösp
Kristjánsdóttir f. 1966. Sonur
þeirra er Kristján Örn. Eigin-
kona Sigurðar var Helena
Groiss, f. 1970. Sonur þeirra er
Halldór Örn. Þau skildu. Eigin-
kona Sigurðar var Kristín Ósk
Óskars f. 1974. Börn þeirra eru
Guðfinnur Nikulás, Maríus
Helgi, Helga Guðrún og Nanna
Kristín. Þau skildu. Eiginkona
Sigurðar er Sigrún Jóna Sig-
marsdóttir f. 1966. Börn hennar
eru Sigmar Þór, Hannes Már,
Fanndís Fjóla og Bjarki Steinn.
Saman eiga þau þrjú barna-
börn.
Gúndi og Helga bjuggu flest
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn, hann Gúnda.
Hann tók á móti mér með opinn
faðminn og hlýlegu brosi sem
náði til augnanna, síðan eru liðin
44 ár. Okkur samdi alltaf vel,
hann naut þess að segja sögur og
mér fannst gaman að hlusta á
hann segja frá því sem oft var
fróðlegt og í senn skemmtilegar
upplifanir sem hann hafði orðið
fyrir og vildi miðla. Margar
þeirra heyrði ég oft og gjarnan
voru smáatriðum gerð góð skil
svo nú sitja þær sem minning í
mínum huga. Ég reyndi oft að fá
hann til að tala um æsku sína, þá
gjarnan sagði hann mér frá dvöl
sinni á Vífilsstaðahæli, sem hann
dvaldi á í fjögur ár sem barn
vegna meins í lungum. Ekki tal-
aði hann um þá dvöl af biturleika
eða sorg, heldur fullur þakklætis
fyrir hvað allir hefðu verið góðir
við hann. Honum hafi liðið vel
þar og tíðrætt varð honum um
hve mamma hans lagði mikið á
sig að koma á hverjum sunnudegi
með strætó til að heimsækja
hann og þurfti að labba frá Hafn-
arfjarðarvegi og aftur til baka.
Ljúfar minningar á ég eftir öll
þessi ár á heimili tengdaforeldra
minna, á jólum og hátíðum, í kaffi
mat og spjalli. Gúndi vann
óhemjulangan vinnudag við bíla-
sprautun og er hann eini mað-
urinn sem ég hef séð sofna stand-
andi í miðju samtali. Hann kunni
þó að njóta lífsins, dreif sig úr
vinnugallanum til að fara á æf-
ingar í Karlakórnum á kvöldin,
hann elskaði söng. Tengdafor-
eldrar mínir voru dugleg að
ferðast bæði með kórnum erlend-
is, en einnig hér innanlands í úti-
legum. Þau fundu sér sælureit í
Þjórsárdal þar sem fjölskyldan
fékk að njóta dvalar og samveru
með þeim. Það var honum þung-
bært þegar Helga tengdamóðir
mín féll frá aðeins 69 ára að aldri.
Þau tvö höfðu verið órjúfanleg
heild og alltaf talað um Helgu og
Gúnda í sömu setningu. Gúndi
fann ástina aftur þegar hann hitti
Hrafnhildi sem hann giftist síðar.
Þau áttu mörg góð ár saman,
voru góðir vinir, tóku virkan þátt
í félagsstarfi og ferðuðust mikið.
Aftur var þungt högg fyrir
Gúnda þegar hún féll frá fyrir
tæpum þremur árum. Báðar eig-
inkonur sínar talaði hann um af
ást og virðingu. Báðar tóku þær
af honum loforð um að lifa lífinu
lifandi að þeim látnum. Hann
gerði það svo sannarlega, hann
skar út, málaði myndir, söng í
kórum, lærði á nýtt hljóðfæri og
tók þátt í ýmsu sem honum
bauðst. Hann var virkur og at-
hafnasamur fram á seinasta dag.
Hann flutti á dvalarheimilið Ás
eftir að Hrafnhildur dó. Þá dvöl
talaði hann fallega um, þakkátur
fyrir allt það góða fólk sem þar
vann , hrósaði mat og öllum að-
búnaði. Hann var hjá okkur fjöl-
skyldunni um nýliðin jól. Á jóla-
morgun sagði hann mér frá
draumi sem hann hafði dreymt.
Hann var á ferðalagi að leita að
fallegri grænni laut sem hann
ætlaði hvíla sig í. Ég túlkaði
þennan draum með sjálfri mér en
minnti hann á hann þegar ég
kvaddi hann hinsta sinn að nú
væri hann kannski að fara í laut-
ina sína sem hann hafði verið að
leita að og nú fundið. Við kvödd-
umst með faðmlagi sem var ögn
veikburða en hlýjan í augunum
var sú sama og þegar ég hitti
hann fyrst. Guð blessi þig, kæri
tengdapabbi, og takk fyrir allt.
Stefanía Sörheller.
Elsku afi.
Nú ert þú farinn frá okkur og
við systkinin yljum okkur við
ljúfar minningar sem við eigum
um þig allt frá því við vorum
pínulítil. Við minnumst þess að
hafa fengið að gista hjá þér og
ömmu á Brávallagötunni, hlusta
á þig syngja með Karlakór
Reykjavíkur, heyra sögur frá því
þegar þú flaugst í ævintýraferðir
að bjarga flugvél ofan af jökli og
margt fleira. Einar af okkar
bestu minningum eru án efa úr
hjólhýsinu í Þjórsárdalnum þar
sem þið amma nutuð lífsins til
hins ýtrasta. Hún að prjóna eða
leggja kapal og þú alltaf að smíða
eitthvað, dytta að og lagfæra. Við
nutum samverunnar með ykkur á
þessum dásamlega stað og hugs-
um með hlýju til þessara stunda.
Þegar við hugsum til baka um
þig, Gúndi afi, er léttleikinn þinn
og endalausir brandarar það sem
fyrst kemur upp í hugann. „Er
þetta Guðmundur Karl? Þetta er
Guðmundur kall hérna“ – svona
byrjuðu ófá samtölin. „Passaðu
þig á stelpunum, nei ég meina bíl-
unum!“
Það er draumur að fá að eldast
eins og þú en fram á síðasta dag
varstu glettinn og skemmtilegur.
Lífsgleðin skein í gegn og fólkið
þitt naut sannarlega samveru
þinnar. Það var gott að vera í
kringum þig – þú hafðir svo hlýja
nærveru. Þú varst svo tónelskur,
spilaðir á píanó og bassa og
söngst svo fallega. Þegar við átt-
um afmæli hringdirðu í okkur og
spilaðir afmælissönginn á píanó.
Listaverkin sem þú skarst út og
myndirnar sem þú málaðir – allt
ber það vitni um þennan lífsglaða
afa okkar sem við munum alltaf
elska.
Takk fyrir allt, elsku afi, og
Guð blessi þig.
Guðmundur Karl, Martha
María og Pétur Helgi.
Þegar árin líða eigum við það
öll sameiginlegt að líta yfir farinn
veg. Margs er að minnast og það
sem skiptir mestu máli er eflaust
þær góðu samverustundir sem
við höfum átt með vinum, fjöl-
skyldu og samferðafólki okkar í
gegnum lífið.
Móðurbróðir okkar Guðmund-
ur Einarsson er látinn, 93 ára að
aldri. Móðir okkar, systir Guð-
mundar, er nú ein eftirlifandi af
fjórum systkinum. Við vorum í
mestu sambandi við frænda okk-
ar á hans efri árum og upp í hug-
ann streyma ljúfar minningar.
Guðmundur eða Gúndi eins og
hann var alltaf kallaður var í
miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann
frændi okkar var einstakt ljúf-
menni, skemmtilegur og kunni
svo sannarlega að njóta lífsins
með sínum léttleika og húmor
eins og honum einum var lagið.
Gúndi sagði skemmtilegar sögur
og kunni óteljandi brandara.
Símtölin frá honum byrjuðu yf-
irleitt á fuglasöng eða einhverj-
um skrýtnum karakterum þar
sem hann breytti röddinni til að
grínast smávegis og héldum við
oftast að um rangt númer væri að
ræða. Gúndi var góð fyrirmynd,
mikil félagsvera og hafði alltaf í
nógu að snúast, brosmildur, sí-
ungur og hress. Hann var hæfi-
leikaríkur, söng í kórum, spilaði á
píanó, lærði á bassa, málaði
myndir, tálgaði og smíðaði.
Gúndi þekkti líka sorgina,
hann var tvíkvæntur og missti
báðar sínar eiginkonur úr veik-
indum. Þrátt fyrir missinn og
undanfarið sín eigin veikindi hélt
Gúndi áfram sínu striki. Hann
var þannig manngerð, með sitt
einstaka jákvæða hugarfar og
góða skap. Við minnumst frænda
okkar með hlýhug og söknuði,
hann var mikill gleðigjafi og það
var mannbætandi að umgangast
hann.
Fjölskyldu Gúnda sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum
hreinu.
Þú ljósið þitt kveikir við himnanna
stól.
Um tíma þó syrti þá brátt aftur birtir,
þú breiðir út þinn faðm og veitir oss
skjól.
(Óskar Ingimarsson)
Kæri frændi, megi englar
Guðs vaka yfir þér.
Ingibjörg Þóra,
Bára og Einar.
Það er stundum haft á orði að
enginn viti sína ævina fyrr en öll
er og það eru víst orð að sönnu.
Okkur auðnast mislangir og mis-
góðir ævidagar einsog gengur.
Guðmundur Einarsson, eða
Gúndi eins og flestir vinir hans
kölluðu hann, var ekkert öðruvísi
en við hin að þessu leyti en hann
hafði þá náðargáfu að geta gert
gott úr hlutunum og haldið lífs-
gleðinni í gegnum þykkt og
þunnt. Þetta fundum við hin sem
þekktum hann og það fór ekki
hjá því að við smituðumst af
þessu.
Þrátt fyrir háan aldur var
Gúndi virkur í allskyns félagslífi
og ekki síður í handverki ýmis-
konar. Eitt af því marga sem
Gúndi gerði var að hann skar út
mjög fallega mynd af merki
Sjálfstæðisflokksins, fálkanum,
sem prýðir ræðupúlt Sjálfstæð-
isfélags Hveragerðis. Hann var
fastagestur á opnum húsum hjá
okkur á laugardagsmorgnum
mörg undanfarin ár og var þar
hvers manns hugljúfi einsog ann-
arsstaðar þar sem hann kom.
Hann söng með kór eldri borgara
í Hveragerði, Hverafuglunum, og
síðar einnig með Karlakór
Hveragerðis. Á árum áður og
lengi vel eftir að hann flutti til
Hveragerðis söng Gúndi líka með
Karlakór Reykjavíkur og það eru
ekki mörg ár síðan hann hætti
því.
Fyrir fáeinum árum byrjaði
Gúndi síðan að læra á bassagítar
hjá vini sínum í Hveragerði og
spilaði með honum og fleirum við
ýmis tækifæri. Hann var líka
virkur félagi í Félagi eldri borg-
ara í Hveragerði og átti þar fjöl-
margar góðar stundir. Það segir
sitt um lundarfarið að Gúndi fór
reglulega í heimsóknir á Hjúkr-
unarheimilið Ás og spilaði þar og
las fyrir heimilisfólk þrátt fyrir
að hann væri sjálfsagt eldri en
flestir sem þar voru.
Það var alltaf notalegt að
koma til Gúnda og gleðin og já-
kvæðnin ávallt í fyrirrúmi. Hann
hafði ávallt eitthvað fyrir stafni,
var að tálga út skilti og aðra fal-
lega muni eða mála myndir o.fl.
Við höfum það líka fyrir satt að
hann hafi lagfært bíl fyrir vin-
konu sína orðinn 93ja ára. Það
eru ekki margir dagar síðan ég
kom til Gúnda í Bláskógana þar
sem hann sat við að mála mynd
þrátt fyrir að heilsan væri aðeins
farin að bila. Hann tók vel á móti
mér eins og alltaf og reis upp og
tók nokkur dansspor fyrir mig af
einskærri gleði.
Okkur í Sjálfstæðisfélaginu er
efst í huga á þessum tímamótum
þakklæti fyrir að hafa fengið að
verða samferða Gúnda um árabil
og fengið að smitast af lífsgleði
hans og jákvæðni. Við sendum
fjölskyldu hans samúðarkveðjur
og þökkum þeim fyrir að hafa
deilt þessum góða manni með
okkur.
Fyrir hönd félaga í Sjálfstæð-
isfélagi Hveragerðis,
Eyþór H. Ólafsson
Guðmundur
Einarsson
Fleiri minningargreinar
um Guðmundur Einarsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
AGNAR EINARSSON
f.v. hljóðmeistari hjá Sjónvarpinu,
Kópavogsbraut 1b,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. febrúar
klukkan 13.
Brynhildur Agnarsdóttir Sveinn Þorsteinsson
Erna G. Agnarsdóttir Þorlákur Björnsson
Garðar Agnarsson Hall Sigríður Pétursdóttir
og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRIÐNÝ GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR
sagnfræðingur
frá Oddsstöðum á Melrakkasléttu,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
7. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 19. febrúar
klukkan 13.
Pétur Guðjónsson Snævar Guðjónsson
Árni Pétur Guðjónsson Kjartan Guðjónsson
Herdís M. Guðjónsdóttir Trausti Jarl Valdimarsson
og fjölskyldur
Eiginkona mín, móðir, dóttir, systir,
mágkona og tengdadóttir,
okkar ástkæra,
BERGLIND HALLGRÍMSDÓTTIR,
Sunnuvegi 25,
lést á heimili sínu föstudaginn 15. febrúar.
Eðvarð Jón Bjarnason Elsa Edda Eðvarðsdóttir
Ingibjörg Edda Ásgeirsdóttir Hallgrímur Jónasson
Jónas Hlynur Hallgrímsson
Ásgeir Örn Hallgrímsson Hanna Borg Jónsdóttir
Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir