Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 22

Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI Ég hef lengi verið í vélsleðasporti og á þessum tíma árs leitarhugurinn oft til fjalla. Svæðið hér út með Eyjafirði, hvortheldur er á Tröllaskaganum eða við Grenivík, er snjóakista og gaman að fara þar um á sleðum. Þegar er svo komið fram í mars og apríl liggur leiðin gjarnan inn á hálendið,“ segir Halldór Arin- bjarnarson, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, en hann er 54 ára í dag. „Sú var tíðin að manni þótti veður ekki fyrirstaða og skemmtun- in fólst í því að brjótast áfram í hríð og frosti. Núna er ég varkárari og fer ekki nema útlitið sé gott.“ Halldór er frá Vagnbrekku í Mývatnssveit og ólst þar upp. Eftir nám í félagsfræði við HÍ settust þau Edda Guðbjörg Aradóttir kona hans að á Svalbarðsströnd, gegnt Akureyri og hafa búið þar síðan. Börnin eru tvö; Halldóra Sigríður, 25 ára, ferðamálafræðingur í meistaranámi í kennslufræðum, og Valgeir, 22 ára, bifvélavirki. „Í gamla daga var ég blaðamaður, starfaði um hríð við almanna- tengsl, en hef verið hér hjá Ferðamálastofu frá 2002. Sé hér um ýmis upplýsingamál, vefinn okkar, textaskrif og fleira skemmtilegt. Þetta er mjög fjölbreytt starf,“ segir Halldór sem býst við látlausum afmælisdegi. „Ég verð í vinnunni en skrepp í leikfimi í hádeginu. Fyr- ir kyrrsetumann er það alveg ómissandi. Nú og svo fer ég mikið út að hlaupa; er í skokkhóp hvar við höfum meðal annars verið að reyna okkur í utanvegahlaupum sem er talsverð áskorun. Raunar er ég sí- fellt heillaðri af hlaupunum sem mér finnst góð fyrir líkama og sál.“ sbs@mbl.is Útivera Halldór Arinbjarnarson á fjöllum með hundinum Kát. Kyrrsetumaðurinn þarf að hlaupa Halldór Arinbjarnarson er 54 ára í dag H allgrímur Helgason fæddist 18. febrúar 1959 í Reykjavík og ólst upp í Háaleitinu. Hann æfði fótbolta með Fram upp í 3. flokk og keppti á skíðum sem unglingur. Hann var sex sumur í sveit; þrjú sumur á Brekku í Seyluhreppi, tvö á Litlu Sandvík í Sandvíkurhreppi og eitt sumar á Berustöðum í Ásahreppi. Hann var einnig þrjú sumur í brúar- vinnu hjá Vegagerðinni úti á landi. „Ég held að þessar sumardvalir hafi alveg eyðilagt knattspyrnuferilinn.“ Hallgrímur gekk í Álftamýrar- skóla, Ármúlaskóla, Menntaskólann við Hamrahlíð og varð stúdent það- an jólin 1978. Hann stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskól- ann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Ferillinn Hallgrímur hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður frá 1982 og rit- höfundur frá 1990. Hann hefur hald- ið yfir 30 einkasýningar og 40 sam- sýningar heima og erlendis og verk hans eru í eigu safna heima og er- lendis. Hann var með vikulega pistla fyrir Rás 2 1989-1991 sem kölluðust Útvarp Manhattan og frá 1990 hef- ur hann gefið út tíu skáldsögur, sú fyrsta hét Hella og sú síðasta er Sextíu kíló af sólskini. Hallgrímur hefur þrisvar verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur – 60 ára Ljósmynd/Gunnar Leifur Jónasson Heima í stofunni Frá vinstri: Kári Daníel Alexandersson, Lukka, Hallgrímur Helgason, Þorgerður Agla Magnús- dóttir, Málfríður Jóhanna Ögludóttir Hallgrímsdóttir og Margrét María Hallgrímsdóttir. Handhafi Íslensku bók- menntaverðlaunanna Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Á Bessastöðum Hallgrímur tekur við bókmenntaverðlaununum. Njarðvík Eyjólfur Agnar Gunnarsson fæddist 13. júní 2018 á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í Kefla- vík. Hann vó 3.570 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hans eru Gunnar Hafsteinn Stefánsson og Guðrún Freyja Agnarsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.