Morgunblaðið - 18.02.2019, Qupperneq 23
Norðurlandaráðs, fyrir 101 Reykja-
vík, Rokland og Konan við 1000°.
Hann hefur tvisvar fengið bók-
menntaverðlaun Íslands, fyrir Höf-
und Íslands 2001 og Sextíu kíló af
sólskini 2018, og er sá eini fyrir utan
Guðberg Bergsson sem hefur hlotið
þessi verðlaun tvisvar í flokki fagur-
bókmennta. Tvær skáldsögur Hall-
gríms hafa verið kvikmyndaðar, 101
Reykjavík og Rokland, og fjórar
verið sviðsettar í leikhúsum, 101
Reykjavík, Þetta er allt að koma, 10
ráð til að hætta að drepa fólk og
byrja að vaska upp og Konan við
1000°. Bækur hans hafa verið
þýddar á yfir 16 tungumál.
Hallgrímur hlaut þýðingar-
verðlaun Íslands árið 2016 fyrir
Óþelló, Grímuverðlaun 2015 fyrir
leikrit ársins, leikgerð að Konan við
1000°, Edduverðlaun 2001 fyrir
besta skemmtiefni í sjónvarpi, Ára-
mótaskaupið, og hann hlaut Menn-
ingarverðlaun DV 2001 í leiklist fyr-
ir leikritið Skáldanótt. Hallgrímur
sat í stjórn Rithöfundasambandsins
2013-2017 og var í stjórn tímarit-
anna Tenings og Stínu.
„Aðaláherslan var öll á mynd-
listina í byrjun en svo gekk ekkert
að selja málverk í New York og ég
fattaði að ég gæti haft eitthvað upp
úr því að skrifa. Var fyrst með helg-
arpistla á Þjóðviljanum og síðan
pistlana á Rás 2 sem þróuðust út í
skáldsagnaskrif. Ég hafði ekki gert
mér grein fyrir að ég gæti skrifað
skáldsögur og fannst það form
nánast óyfirstíganlegt í byrjun. Ég
píndi mig til að skrifa fyrstu skáld-
söguna sem var hálfgert sveins-
stykki og lærði þessa iðngrein
þannig.“
Fyrir tæpum mánuði hlaut Hall-
grímur í annað sinn Íslensku bók-
menntaverðlaunin. „Það er alltaf
ánægjulegt að fá verðlaun, þau voru
kannski þýðingarmeiri í fyrsta
sinn,“ segir Hallgrímur aðspurður.
„Þá var ég einhver myndlistar-
maður sem fór að skrifa og mér
fannst það dýrmætt að fá þessi
verðlaun.“
Hallgrímur er alls ekki hættur að
stunda myndlist þótt vel gangi á rit-
vellinum. „Þetta er köflótt hjá mér
en ég er eitthvað byrjaður að mála
aftur og ætla að halda sýningu í vor
í Galleríi Tveimur hröfnum. Þetta
hafa verið sex mánuðir sem ég
skrifa og tveir mánuðir sem ég
mála. Draumurinn er að geta skrif-
að fyrir hádegi og málað eftir há-
degi en ég hef ekki náð tökum á því
ennþá.“
Fjölskylda
Sambýliskona Hallgríms er Þor-
gerður Agla Magnúsdóttir, f. 11.12.
1972, útgefandi hjá Angústúru
bókaútgáfu. Foreldrar hennar eru
hjónin Magnús Ingólfsson, f. 10.4.
1949, framhaldsskólakennari, og
Sigrún Lind Egilsdóttir, f. 8.11.
1948, hjúkrunarfræðingur, bús. í
Reykjavík. Fyrri makar Hallgríms:
Oddný Sturludóttir, f. 12.8. 1976, að-
junkt á Menntavísindasviði HÍ, og
Áshildur Haraldsdóttir, f. 21.9. 1965,
flautuleikari.
Börn: 1) Hallgerður Hallgríms-
dóttir, f. 22.1. 1984, myndlistar-
maður, búsett í Gautaborg, maki:
Sigurður Arent Jónsson sviðslista-
maður, dóttir þeirra er Nína Sigurð-
ardóttir, f. 12.10. 2016; 2) Kári Daní-
el Alexandersson, f. 29.9. 2003; 3)
Margrét María Hallgrímsdóttir, f.
10.5. 2005; 4) Málfríður Jóhanna
Ögludóttir Hallgrímsdóttir, f.18.12.
2017.
Systkini Hallgríms eru Nína
Helgadóttir, f. 20.11. 1960, verkefn-
isstjóri hjá Rauða krossinum, Ás-
mundur Helgason f. 24.11. 1966,
bókaútgefandi hjá Drápu, og Gunn-
ar Helgason, f. 24.11. 1966, rithöf-
undur, leikari og leikstjóri.
Foreldrar Hallgríms eru hjónin
Helgi Hallgrímsson, f. 22.2. 1933,
verkfræðingur og fyrrv. vegamála-
stjóri, og Margrét Schram, f. 31.12.
1932, fyrrv. fóstra og kennari í
Fóstruskólanum. Þau eru bús. í
Reykjavík.
Úr frændgarði Hallgríms Helgasonar
Hallgrímur Helgason
Margrét Schram
fv. fóstra
ndriði Helgason kaupmaður
g rafvirkjameistari á Akureyri
I
o
Margrét Indriðadóttir
fréttastjóri á Rúv
Guðmundur Andri
Thorsson rithöfundur
og alþm.
Guðlaug Helga Sveinsdóttir
húsfreyja, f. á Hraunum í Fljótum
Jón Antonsson
bóndi í Arnarnesi á
Galmaströnd, Eyj.
Jónína Jónsdóttir
húsfreyja á Akureyri og í Rvík
Kristín Jónsdóttir
myndlistarmaður
Magdalena Árnadóttir
húsfreyja, f. á Ytri-Tungu í Staðarsveit, Snæf.
Ellert Schram
skipstjóri í Reykjavík
Gunnar Schram
ritsímastjóri á
Akureyri og í Rvík
Kári Schram kvikmyndagerðarmaður
Valgerður
Gunnarsdóttir
sjúkraþjálfari
Daníel Bjarnason tónskáld
og hljómsveitarstjóri
Dýrleif Dögg
Bjarnadóttir
prófessor í
heimspeki í
Albany, New
York-ríki
Valgerður
Þóroddsdóttir
bókaútgefandi
hjá Partus
Jón Þórarinsson tónskáld
Anna María Jónsdóttir
húsfreyja, frá Eiðaþinghá
Þórarinn Benediktsson
bóndi, hreppstj. og alþm. í Gilsárteigi í
Eiðaþinghá og gjaldkeri á Seyðisfirði
Málfríður Þórarinsdóttir
húsfreyja á Selsstöðum
Hallgrímur Helgason
bóndi á Selsstöðum í Seyðisfirði
Ólöf Margrét Helgadóttir
húsfreyja, f. á Geirúlfsstöðum í Skriðdal
Helgi Indriðason
bóndi í Skógargerði í
Fellum, N-Múl.Helgi Hallgrímsson
fyrrv. vegamálastjóri
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
SMÁRALIND – KRINGLAN
Jóhann Pétursson fæddist íJónasarbæ í Stykkishólmi 18.febrúar 1918. Foreldrar hans
voru hjónin Pétur Einar Einarsson,
verkamaður þar, f. 1885, d. 1961, og
Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 1889, d.
1970, húsfreyja.
Jóhann ólst upp í föðurhúsum til
tvítugs. Hann keypti síðla árs 1941
Bókaverslun Guðmundar Gamalíels-
sonar og rak hana til 1946. Hann var
við bókasölu hjá Helgafelli og um
tíma á reknetaveiðum á mb. Þor-
birni frá Grindavík. Árin 1956-1960
var hann skrifstofustjóri og gjald-
keri við síldarsöltun Gunnars Hall-
dórssonar á Raufarhöfn.
Í júní 1960 gerðist Jóhann vita-
vörður í Hornbjargsvita og var það í
25 ár. Það þurfti að senda veður-
fregnir á þriggja tíma fresti allan
sólarhringinn og það þurfti líka að
fylgjast með rekís. Oft var hann einn
þar, en stundum með ráðskonu.
Þegar Jóhann hætti vitavörslu var
hann verslunarstjóri í fornbóka-
verslun Klausturhóla 1986-88 og síð-
an húsvörður við gistiheimili í Kópa-
vogi. Síðustu árin var Jóhann á
dvalarheimili í Stykkishólmi.
Ritverk Jóhanns eru: Gresjur
guðdómsins, 1948, leikritið Vötn á
himni, 1951, tímaritið Gandur
(ásamt Geir Kristjánssyni) 1951.
Frásögn um hafís í bókinni Hafís við
Ísland, 1970, Um fárviðri og glitský í
tímaritinu Veður, 1974, Dagbókar-
þankar í bókinni Afmæliskveðja til
Ragnars í Smára.
Jóhann mun hafa átt eitt stærsta
einkabókasafn á Íslandi en á áttræð-
isafmælinu taldist honum til að hann
ætti 24.000 bindi af úrvalsritum.
Jóhann var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Jónína Kristín Krist-
jánsdóttir, f. 1922, d. 2018, húsfreyja
og leikstjóri í Keflavík. Þau skildu.
Sonur þeirra er Magnús Brimar, f.
1947. Önnur kona Jóhanns var Soffía
Kristín Sigurjónsdóttir, f. 1916, d.
1987, hjúkrunarkona. Þau skildu.
Þriðja kona Jóhanns var Erna S.
Júlíusdóttir, f. 1931, búsett í Kópa-
vogi. Þau skildu. Dóttir Jóhanns og
Margrétar Pétursdóttur er Gréta
Mörk, f. 1945.
Jóhann lést 3. apríl 2006.
Merkir Íslendingar
Jóhann
Pétursson
90 ára
Hólmfríður Jóhannesdóttir
Jón Óskar Guðmundsson
Kristlaug Vilfríður Jónsd.
85 ára
Ása Breiðfjörð Ásbergsd.
Halldór Þorvaldsson
Jóhann Björn Sveinbjörnss.
Margrét Hróbjartsdóttir
80 ára
Bentína Sigrún Viggósd.
Elín Erlingsson
Ingibjörg Loftsdóttir
Jenný M. D. Henriksen
75 ára
Guðbjörg Ólafsdóttir
Kristjana M. Guðmundsd.
Sigríður Eiríksdóttir
Svanfríður S. Óskarsdóttir
70 ára
Guðjón H. Bernharðsson
Guðmundur H. Andersen
Guðrún Fjóla Granz
Ingibjörg Pálmadóttir
Júlíus Halldór Gunnarsson
Kristín Steinþórsdóttir
Ólafur Skagfjörð Gunnarss.
Pétur Örn Pétursson
Sesselja Þorbjörg Jónsd.
Soffía Gunnlaug Þórðard.
60 ára
Anna Guðrún Gunnarsd.
Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir
Dagný Egilsdóttir
Elsa Waage
Friðrik Adolf Stefánsson
Gunnar Þór Þórarnarson
Hallgrímur Helgason
Heimir Gunnarsson
Jóhanna Ingibj. Lúðvíksd.
Jónas Kristófersson
Kristín Eyjólfsdóttir
Kristín Rannveig Óskarsd.
Siggeir Lárusson
Sigrún Hrönn Baldursdóttir
Valdís Atladóttir
Þórunn Halldórsdóttir
50 ára
Anna María Heiðberg
Áslaug Sif Gunnarsdóttir
Berglind Erlendsdóttir
Erlendína Kristjánsson
Guðný Brynhildur Þórðard.
Haraldur Sveinsson
Helga Hauksdóttir
Helga Indriðadóttir
Jónína Helga Kristinsdóttir
Margrét Berg Sævarsdóttir
Mindaugas Gaidjurgis
Preeya Khempornyib
Ragnheiður G. Sigþórsd.
Sigurður Ragnar Magnúss.
Þórir Dan Viðarsson
40 ára
Alda Steinþórsdóttir
Andri Þór Kristinsson
Ása Sóley Karlsdóttir
Barbara Banachowska
Hjördís Lára Hreinsdóttir
Jenny Sophie R. E. Jensen
Rafal Zawiszewski
Þorkell Magnússon
30 ára
Aron Már Jóhannsson
Ásta Rós Árnadóttir
Dawid Lukasz Kielbasa
Hjálmar Þór Arnarson
Ívar Mikael Stefánsson
Jovana Schally
Katla Snorradóttir
Rosana Valle Tames
Shpend Rexhepi
Sigurrós Bára Stefánsdóttir
Vigfús Ægir Vigfússon
Þorbjörn Þór Sigurðarson
Til hamingju með daginn
30 ára Bergrún er frá
Lyngholti í Ásahr., Rang.,
en býr á Skagaströnd.
Hún er menntaður reið-
kennari og starfar við
tamningar og reið-
kennslu.
Maki: Andri Már Welding,
f. 1987, stýrimaður á
Drangrey frá Sauðárkróki.
Foreldrar: Ingólfur Ás-
geirsson, f. 1960, húsa-
smíðameistari, og Brynja
Jóna Jónasdóttir, f. 1963,
bókari og sveitarstjórnar-
maður í Ásahreppi.
Bergrún
Ingólfsdóttir
40 ára Hulda er Reykvík-
ingur en býr í Mosfellsbæ.
Hún er hárgreiðslusveinn
og áfengisráðgjafi að
mennt og er eigandi
heildverslunarinnar
Himalaya Magic.
Maki: Rajan Sedhai, f.
1974, frá Nepal.
Börn: Sindri, f. 2010,
Tara, f. 2014, og Kíran, f.
2016.
Foreldrar: Eggert Valur
Þorkelsson, f. 1952, og
Margrét Haraldsdóttir, f.
1956.
Hulda Margrét
Eggertsdóttir
40 ára Jens er úr Garð-
inum en býr í Njarðvík.
Hann er sements-
flutningabílstjóri hjá
Aalborg Portland.
Maki: Magnea Frímanns-
dóttir, f. 1980, skrifstofu-
maður hjá DHL.
Börn: Tvíburarnir Alma
Rún og Bergþór Örn, f.
2001, og Kamilla Ósk, f.
2004.
Foreldrar: Freymóður
Jensson, f. 1953, og Inga
Jóna Björgvinsdóttir, f.
1959.
Jens
Freymóðsson