Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Blásið verður til mikillar tónlistar-
veislu í Langholtskirkju næstkom-
andi laugardag. Vel á þriðja tug
einsöngvara kemur þar fram auk
Kórs Langholtskirkju, Graduale
Nobili-kórsins og Kammer-kórsins.
Tilefnið er tvíþætt: Ólöf Kolbrún
Harðardóttir sópransöngkona fagn-
ar 70 ára afmæli sínu og minnist
um leið eiginmanns síns, Jóns Stef-
ánssonar organista, sem féll frá fyr-
ir þremur árum.
Á tónleikunum verður líka veittur
fyrsti styrkurinn úr minningarsjóði
Jóns. „Þegar Jón var jarðaður vildu
margir fá að leggja eitthvað af
mörkum til að halda minningu hans
á lofti, og úr varð að stofna sjóð
sem myndi styrkja efnilegt ungt
tónlistarfólk,“ útskýrir Ólöf. „Við
fórum þá leið núna við fyrstu út-
hlutun að auglýsa ekki eftir um-
sóknum, heldur tilnefningum, og
vonandi tekst okkur að veita tvo
styrki frekar en einn, að upphæð
hálf milljón króna hver.“
Sjóðurinn er fjármagnaður með
frjálsum framlögum og að auki
rennur miðaverð tónleikanna á
laugardag í sjóðinn, en allir sem
koma þar fram gefa vinnu sína.
Ólöf segir það hafa verið auðsótt
að fá þennan stóra hóp söngvara og
kóra til að leggja sitt af mörkum
enda tókst þeim Jóni á löngum og
farsælum ferli að byggja upp öflugt
tónlistarstarf bæði innan Lang-
holtskirkju og utan. „Varð Lang-
holtskirkja að nokkurs konar upp-
eldisstöð fyrir efnilega söngvara
sem svo komu margir yfir til mín
hjá Söngskólanum í Reykjavík,“ út-
skýrir Ólöf sem enn starfar sem
söngkennari, bæði hjá Söngskól-
anum og hjá Listaháskóla Íslands.
Ánægjulegt er að sjá hvernig
andi Jóns lifir ennþá í gegnum tón-
listarstarf Langholtskirkju og segir
Ólöf að þar hafi metnaðarfullt fólk
tekið við keflinu. „Það er ekki hægt
að ætlast til að arftakar Jóns geri
allt eins og hann – nýir menn verða
jú að fá að spila nýja músík – en
tónlistarstarfið er fjölbreytt og
mikið umleikis í tónlistarmálum
kirkjunnar.“
Æskuástin við orgelið
Það var í Langholtskirkju sem
leiðir Jóns og Ólafar lágu fyrst
saman. Hann var þá 17 ára og ný-
ráðinn organisti, en hún 14 ára og
söngelsk og vildi ganga til liðs við
kórinn. Ástin kviknaði fljótt og
fimm árum síðar voru þau Jón og
Ólöf pússuð saman. Í dag myndu
þau vera kölluð „ofurpar“ (e. power
couple) því bæði sköruðu fram úr
hvort á sínu sviði, efldu hvort annað
og styrktu. Minnist Ólöf þess
hvernig Jón var alltaf boðinn og bú-
inn að hjálpa henni að æfa fyrir óp-
eruhlutverk og fylgja henni eftir í
stóru og smáu sem hún tók sér fyr-
ir hendur. „Það gerði lífið svo af-
skaplega skemmtilegt að við vorum
ekki bara hjón, heldur miklir fél-
agar, samvinnufólk í öllu, og héld-
um áfram að móta og efla hvort
annað alla tíð.“
Þegar Ólöf tók seinna þátt í
stofnun og rekstri Íslensku óper-
unnar gat hún stólað á aðstoð Jóns.
„Það kom fyrir að það vantaði fleiri
raddir í Óperukórinn, eða að okkur
vantaði aðstöðu til æfinga og gátum
við þá fengið inni hjá Langholts-
kirkju,“ útskýrir hún.
Saman áttu Jón og Ólöf þátt í að
koma mörgum fremstu óperusöngv-
urum landsins af stað á sínum ferli.
„Stundum hafa nemendurnir verið
hikandi við að stíga þetta skref, og
ég hef alltaf gætt þess að segja
þeim sannleikann: Jú, það gæti ver-
ið skynsamlegast að læra verkfræði
og gefa sönginn upp á bátinn, en
það sakar ekki að láta á það reyna
hvert söngurinn mun leiða þau.
Segi ég þeim að gefa þessu þrjú,
fjögur eða fimm ár, og sjá hvert
þau komast á þeim tíma.“
Verra að óperan skyldi
missa heimili sitt
Finna má marga hápunkta á
löngum ferli Ólafar en stærsta af-
rekið var ef til vill þegar hún,
ásamt Garðari Cortes og fleiri
söngvurum, kom Íslensku óperunni
á laggirnar. Hópurinn hélt sína
fyrstu óperusýningu, I Pagliacci, í
Háskólabíói 10. mars 1979 en fékk
ári síðar hluta af arfi Sigurliða
„Gerði lífið svo
afskaplega
skemmtilegt“
Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði
Jóns Stefánssonar verða veittir á
veglegum tónleikum á laugardag
» ...en svo var líka tog-streita á milli óperu-
og leiksýninganna og
sumum gramdist að
þeim þótti óperuupp-
færslurnar fá bestu
sýningarkvöldin.
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er djúpt snortinn,“ segir
Gunnar Þorri Pétursson, sem
ásamt Ingibjörgu Haraldsdóttur
heitinni hlýtur Íslensku þýð-
ingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu
þeirra á Hinir smánuðu og sví-
virtu eftir Fjodor Dostojevskí.
Verðlaunin voru afhent á Gljúfra-
steini um helgina.
„Ég get ímyndað mér að þetta
hafi verið erfitt val fyrir dóm-
nefndina, því það voru einstaklega
flottir kandídatar tilnefndir þetta
árið. Ég var bara fullsæmdur að
vera í þeirra hópi,“ segir Gunnar.
Auk þeirra Ingibjargar voru til-
nefnd til verðlaunanna fyrir bestu
þýðingu ársins þau Elísa Björg
Þorsteinsdóttir fyrir þýðingu sína
á Etýður í snjó eftir Yoko Taw-
ada; Ingibjörg Eyþórsdóttir fyrir
Hin órólegu eftir Linn Ullmann;
Uggi Jónsson fyrir Sæluvíma eftir
Lily King; Einar Thoroddsen fyrir
Víti eftir Dante og Hjalti Rögn-
valdsson fyrir Þetta er Alla eftir
Jon Fosse.
Dómnefnd skipuðu þau Steinþór
Steingrímsson, sem var formaður,
Hildur Hákonardóttir og Brynja
Cortes Andrésardóttir. Í umsögn
hennar um verðlaunaþýðinguna
segir: „Í verkum sínum skapaði
Dostojevskí margar af eftir-
minnilegustu persónum bókmennt-
anna. Hinir smánuðu og svívirtu
fæst við kunnugleg stef; ást og
hatur, fyrirgefningu og þjáningu.
Fyrir töfra höfundarins, og þýð-
endanna, lifa hinar smánuðu, sví-
virtu og svívirðilegu persónur sög-
unnar áfram með lesandanum
löngu eftir að lestri er lokið. Á
máli sem er í senn gamalt og nýtt
opnar lifandi þýðing Gunnars
Þorra Péturssonar og Ingibjargar
Haraldsdóttur 19. aldar Rússland
upp á gátt fyrir íslenskum les-
endum.“
Verðlaunin mikil hvatning
Í ítarlegu viðtali við Gunnar um
þýðinguna sem birtist í Morgun-
blaðinu síðasta sumar kom fram
að hann hefði unnið að þýðingunni
í þrjú ár. „Það er ómæld vinna
sem býr að baki svona þýðingu,“
segir Gunnar og rifjar upp að
hann hafi gert þrjár atrennur að
„Djúpt snortinn“
Gunnar Þorri Pétursson og Ingi-
björg Haraldsdóttir fá Íslensku þýð-
ingaverðlaunin fyrir Dostojevskí
HD-4.50BTNC
Noisecancelling
Verð: 24.900 kr.
PXC-550
Noisecancelling
Verð: 47.900 kr.
Momentum TRUE
Verð: 39.800 kr.
CX-6.00BT
Verð: 13.980 kr.
Sennheiser
– þráðlaus heyrnartól