Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
ALVÖRUMATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Nú er úr vöndu að ráða,“ sagði
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, á Bessastöðum í gær þegar
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Íslands,
bauð honum að velja á milli tveggja
röndóttra sokkapara. Slíkir sokkar
verða seldir til styrktar Mottumars,
sem er árlegt árvekni- og fjáröfl-
unarátak Krabbameinsfélagsins til-
einkað baráttunni gegn krabbamein-
um í körlum. Eftir nokkra umhugsun
valdi Guðni annað parið og fékk þá
einnig hitt að gjöf „til vara“.
„Nú er einmitt sá tími ársins þeg-
ar maður skiptir um sokka,“ sagði
Guðni kátur þegar hann mátaði nýju
sokkana sína. Hann sagði að þeir
myndu án efa nýtast sér vel, þeir
væru fallegir, skærir og bjartir og
gott væri að geta styrkt gott mál-
efni.
Salan á sokkunum hefst í dag og
henni lýkur föstudaginn 15. mars, en
þá er Mottudagurinn.
Mottumars hefst í dag og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk fyrstu Mottumarssokkana að gjöf frá Krabbameinsfélaginu
Fallegir,
skærir og
bjartir
Morgunblaðið/Eggert
Ágúst Ingi Jónson
aij@mbl.is
Umhverfisráðuneytið hefur vísað
aftur til Umhverfisstofnunar erindi
vegna undirbúnings friðlýsingar á
Látrabjargi. Hildur Vésteinsdóttir,
sviðsstjóri á Umhverfisstofnun, seg-
ir að í kjölfarið muni stofnunin
senda öllum landeigendum, sveitar-
félagi og hagsmunaaðilum bréf með
tillögu að friðlýsingu svæðisins.
Jafnframt mun stofnunin hefja opið
kynningarferli á tillögu að friðlýs-
ingu svæðisins þar sem öllum gefst
kostur á að senda inn ábendingar og
athugasemdir. Þegar hafi félög land-
eigenda og sveitarfélag verið upp-
lýst um málið.
Þriggja mánaða ferli
Kynningarferlið mun standa í
þrjá mánuði og á þeim tíma er óskað
eftir ábendingum og athugasemd-
um. Að því loknu mun Umhverfis-
stofnun vinna úr athugasemdum
sem berast og taka ákvörðun um
framhald málsins byggða á þeim.
Umhverfisstofnun vísaði málinu til
ráðuneytisins í október í fyrra meðal
annars á þeirri forsendu að sú vinna
sem farið hefði fram hefði ekki skil-
að samkomulagi við landeigendur.
Það væri mat stofnunarinnar að
sjónarmið landeigenda og Umhverf-
isstofnunar væru ekki samþættan-
leg og að stofnunin teldi að vinna við
undirbúning friðlýsingar á Látra-
bjargi væri fullreynd með því fyr-
irkomulagi sem beitt hefði verið
hingað til.
Í svari ráðuneytisins 14. febrúar
kemur fram að lögum samkvæmt
skuli Umhverfisstofnun gera drög
að friðlýsingarskilmálum og leggja
fyrir landeigendur og aðra rétthafa
lands, viðkomandi sveitarfélög og
aðra sem hagsmuna hafa að gæta.
Samkvæmt gögnum málsins hefði
stofnunin ekki lokið lögbundnu ferli
við undirbúning málsins og gæti
ekki vísað málinu til ráðherra fyrr
en að því loknu.
Í undirbúningi frá 2011
Unnið hefur verið að undirbúningi
að friðlýsingu Látrabjargs frá árinu
2011. Eignarhald er flókið á svæðinu
og landeigendur rúmlega 80. Ekki
eru allir landeigendur fylgjandi frið-
lýsingu á svæðinu, en unnið hefur
verið út frá því að samþykki allra
skuli liggja fyrir.
Opið kynningarferli um friðlýsingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Látrabjarg Fjöldi ferðafólks leggur leið sína á Látrabjarg á hverju ári þar sem stórbrotin náttúra heillar.
Ráðuneyti endursendir Umhverfisstofnun erindi vegna Látrabjargs Lögbundnu ferli ekki lokið
Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum hafa
samþykkt kauptilboð hlutdeildar-
félags Icelandair Group í 51% hluta í
ríkisflugfélaginu Cabo Verde Air-
lines. Áætlað er að skrifa undir kaup-
samning í dag. Jens Bjarnason, sem
verið hefur framkvæmdastjóri hjá
Icelandair, verður forstjóri félagsins.
Kaupandinn er Loftleiðir Cabo
Verde sem Loftleiðir Icelandic, dótt-
urfélag Icelandair Group, á 70% hlut í
á móti öðrum hluthöfum. Félagið tel-
ur að miklir möguleikar séu til að
byggja félagið upp sem öflugt tengi-
flugfélag með Grænhöfðaeyjar sem
tengimiðstöð á milli heimsálfa. „Við
getum tengt fjórar heimsálfur saman,
Norður-Ameríku og Vestur-Afríku
og Evrópu og Suður-Ameríku. Við er-
um að taka þá þekkingu sem Ice-
landair býr yfir frá uppbyggingu
tengimiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli
og yfirfæra á þessa landfræðilegu
staðsetningu,“ segir Erlendur Svav-
arsson, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs Loftleiða Icelandic.
Hann bætir því við að aðeins sex lönd
í Afríku hafi heimild til að fljúga til
Bandaríkjanna en ekkert þeirra sé í
Vestur-Afríku. Það sé einstakt tæki-
færi til uppbyggingar þessa félags.
Fjórar þotur verða í rekstri í ár og
samkvæmt áætlunum mun starfsem-
in aukast þannig að tólf þotur verði í
rekstri í lok árs 2023. Flugvélarnar
koma frá Icelandair. Þannig gefst
tækifæri til að nýta flugflotann og
áhafnir á Grænhöfðaeyjum yfir vet-
urinn þegar minna er að gera hjá Ice-
landair. helgi@mbl.is
Setja upp tengimiðstöð eins
og á Keflavíkurflugvelli
Icelandair Group kaupir í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja
Sól Grænhöfðaeyjar eru eyjaklasi í
Norður-Atlantshafi um 570 kíló-
metra undan vesturströnd Afríku.