Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 16
16 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
ar 1,5 milljörðum en sú tala mun tvö-
faldast hið minnsta fyrir árið 2018.
„Það verður ákveðið á aðalfundi í
apríl en ég geri ráð fyrir að arð-
greiðslur muni tvöfaldast fyrir árið
2018 og fara í 3-4 milljarða. Síðan mun
það jafnvel tvöfaldast árið eftir. Ég
myndi segja að við munum komast í
10-20 milljarða á tveimur árum,“ seg-
ir Hörður í samtali við Morgunblaðið.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
er kveðið á um stofnun þjóðarsjóðs.
Frumvarp þess efnis liggur fyrir en í
því er m.a. kveðið á um að arð-
greiðslur Landsvirkjunar skuli renna
þangað en hingað til hafa greiðslurn-
ar ekki verið eyrnamerktar neinu
ákveðnu.
Semja við 9 af 10
Umfangsmiklu framkvæmdatíma-
bili Landsvirkjunar er nú að ljúka en
á síðustu fimm árum hafa verið tekn-
ar í notkun þrjár stórar virkjanir, sem
samtals búa yfir 285 megavatta fram-
leiðslugetu. Nam fjárfestingin um 90
milljörðum króna og var að öllu leyti
fjármögnuð úr sjóðstreymi fyrirtæk-
isins. Tveir frekari virkjanakostir eru
komnir langt í undirbúningi,
Hvammsvirkjun og Búrfellslundur,
og hægt er að ráðast í þær fram-
kvæmdir með stuttum fyrirvara.
Nóg er því um að vera framundan
hjá Landsvirkjun en að sögn Harðar
er einnig stefnt að því að búið verði að
semja í samræmi við nýja verðskrá,
sem miðast við að selja hverja MW-
stund fyrir 30-40 dali í stað 15-25, við
9 af 10 af stóru viðskiptavinum fyrir-
tækisins á þessu ári til þess að tryggja
því betri afkomu. Að sögn Harðar eru
samningarnir í sumum tilfellum
hundraða milljarða virði. Fyrirtækið
hefur þegar endursamið við Rio Tinto
og Norðurál og bindur vonir við að
semja við Elkem á þessu ári. 10 ár eru
í að hægt sé að endursemja við Alcoa
að sögn Harðar.
Arðgreiðslur tvöfaldast
Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Landsvirkjun Methagnaður var af grunnrekstri Landsvirkjunar árið 2018.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, gerir ráð fyrir 3-4 milljarða arð-
greiðslu Methagnaður var af grunnrekstri og tekjurnar hafa aldrei verið meiri
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, býst við því að arðgreiðslur
fyrirtækisins muni tvöfaldast hið
minnsta fyrir árið 2018 og verði á
bilinu 3-4 milljarðar. Hagnaður fyrir-
tækisins nam 121 milljón bandaríkja-
dala eða um 14 milljörðum króna árið
2018. Hagnaður af grunnrekstri fyr-
irtækisins nam 188,1 milljón banda-
ríkjadala, eða um 21,4 milljörðum
króna, og hefur aldrei verið meiri í
sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur
námu 533,9 milljónum bandaríkja-
dala, eða um 62 milljörðum króna og
hækkuðu um 11% á milli ára og hafa
aldrei verið meiri. Þá var eiginfjár-
hlutfallið 48,6% og hefur aldrei verið
hærra.
Tímamótaafkoma
Frá árinu 2014 hafa nettóskuldir
(vaxtaberandi skuldir að frádregnu
handbæru fé) Landsvirkjunar lækkað
um 14%, eða um 306 milljónir banda-
ríkjadala. Það jafngildir 35,5 milljarða
króna lækkun á fjórum árum sé mið-
að við gengið 116. Í lok árs 2018 námu
því nettóskuldir Landsvirkjunar, 1,9
milljörðum bandaríkjadala en á því
ári lækkuðu skuldirnar um 8%. Þetta
er á meðal þess sem fram kemur í árs-
reikningi Landsvirkjunar fyrir árið
2018 sem var birtur í gær. Sé litið
lengra aftur í tímann hefur Lands-
virkjun að sögn Harðar lækkað skuld-
ir um milljarð bandaríkjadala frá
árinu 2009 samhliða milljarðs banda-
ríkjadala fjárfestingu í orkumann-
virkjun.
Að sögn Harðar gerir þessi góða
rekstrarafkoma það að verkum að
fyrirtækið er nú í stakk búið til þess
að hækka arðgreiðslur til muna. Í
fyrra nam arðgreiðsla Landsvirkjun-
milljónir evra vegna fyrirtækja sem
komu inn í samstæðuna um mitt ár
2017.
EBITDA nam 49,2 milljónum
evra, jafnvirði tæplega 6,7 milljarða
króna. Lækkaði hún um 13,9% frá
fyrra ári. Helstu ástæður lækkunar-
innar má rekja til verri afkomu í
frystiflutningum í Noregi, minni
framlegðar af flutningsmiðlun í Evr-
ópu og kostnaði við að bæta við
þriðja skipi í svokallaðri Am-
eríkuleið, að því er segir í tilkynn-
ingu frá félaginu.Stjórn félagsins
gerir tillögu um að greiddar verði út
653,2 milljónir króna í arð vegna síð-
asta rekstrarárs. ses@mbl.is
Forsvarsmenn Eimskipafélagsins
segja að ársuppgjörið fyrir 2018
valdi vonbrigðum. Hagnaður ársins
nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði
rúmlega milljarðs íslenskra króna.
Dróst hagnaðurinn saman um 66%
en hann nam 16,8 milljónum evra ár-
ið 2017. Tekjur félagsins jukust á ný-
liðnu ári um 3,8% og námu 689,2
milljónum evra, jafnvirði ríflega 93
milljarða króna. Magn í áætl-
unarsiglingum jókst um 4,2% og
tekjur hækkuðu um 10,8 milljónir
evra eða 2,5% í þeirri starfsemi.
Magn í flutningsmiðlun jókst um
4,3% og hækkaði um 14,4 milljónir
evra eða 6,4% en þar af voru 10,3
Uppgjör Eimskips veldur vonbrigðum
Hagnaður nam einum milljarði króna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flutningar Hagnaður Eimskipafélagsins dróst verulega saman milli ára.
1. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.14 119.7 119.42
Sterlingspund 158.38 159.14 158.76
Kanadadalur 90.64 91.18 90.91
Dönsk króna 18.186 18.292 18.239
Norsk króna 13.959 14.041 14.0
Sænsk króna 12.859 12.935 12.897
Svissn. franki 119.47 120.13 119.8
Japanskt jen 1.0783 1.0847 1.0815
SDR 166.4 167.4 166.9
Evra 135.72 136.48 136.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.6679
Hrávöruverð
Gull 1326.45 ($/únsa)
Ál 1898.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.64 ($/fatið) Brent
Hagnaður Kviku
banka á árinu
2018 nam 1.752
milljónum króna
en nam 1.591
milljón króna árið
á undan, sem er
rúmlega 10%
hækkun milli ára.
Eignir félagsins
jukust um 17%
milli ára og námu
rúmum 88 milljörðum í lok ársins en
voru tæplega 76 milljarðar í lok árs
2017. Eigið fé Kviku nam í árslok 13
milljörðum króna samanborið við 11
milljarða árið á undan. Eiginfjár-
hlutfall félagsins í árslok 2018 var
25,1%, og arðsemi eiginfjár bankans
var 15,7%
Vöxtur í þóknanatekjum
Í tilkynningu segir að góður
tekjuvöxtur hafi verið á árinu, en
tekjur jukust um 14% á milli ára og
var vöxturinn mestur í þóknana-
tekjum. Þá segir að hreinar þókn-
anatekjur hafi aukist um 32% á milli
ára og voru þær 3.698 milljónir
króna en 85% af aukningunni komu
til vegna eignastýringar, samkvæmt
tilkynningunni. Hreinar vaxtatekjur
voru 1.701 milljón og jukust um 9%
en fjárfestingatekjur lækkuðu lít-
illega og voru 521 milljón á árinu.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri
Kviku, segir í tilkynningunni að árið
2018 hafi verið gott og ánægja sé hjá
félaginu með afkomuna.
tobj@mbl.is
Hagnaður
Kviku 1,8
milljarðar
Afkoma Hagnaður
Kviku jókst um 10%
Tekjur félagsins
jukust um 14%