Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
VINNINGASKRÁ
44. útdráttur 28. febrúar 2019
501 9370 21534 30718 41209 50140 58767 68843
509 10378 21567 30858 41444 50503 59066 69006
767 10595 21983 30909 41747 50619 59258 69024
1492 11126 22058 31050 41961 51159 59361 69299
1922 11331 22170 31999 42495 51714 59454 69332
2017 12507 22397 32005 43231 51741 59926 69437
2260 13231 22596 32229 43593 51811 59937 69569
2938 13446 22778 32379 43906 52519 60040 71989
3921 13686 22934 32403 44037 52674 60407 72065
4172 13730 22949 32509 44247 52687 60502 72129
4344 13755 23089 32653 44545 52845 60543 72134
4489 13930 23180 32823 44698 52903 60659 72206
4507 14296 23338 33469 44754 53288 61179 72309
4592 14758 23452 34277 44996 53785 61224 73986
4688 14923 23554 34842 45011 53948 61824 74249
4871 14993 24572 34852 45492 54067 62011 74395
5015 15174 25380 35589 45638 54122 62072 75045
5412 15568 25697 35693 45757 54254 62266 75409
5605 15947 25904 35842 45787 54557 62362 75499
5620 16387 27051 36218 45839 54651 62709 76150
5818 16637 27244 36344 46007 54656 62839 76457
5825 17374 27342 36475 46116 54935 62856 76483
5906 17375 27709 38136 46195 55222 63493 76887
6348 17377 27762 38527 46413 55631 63574 77332
6410 17398 28031 38990 46575 55858 63757 78526
6528 17438 28995 39062 46750 55875 63816 78634
6963 18028 29170 39165 46823 56726 64371 78863
7003 18439 29284 39498 46985 56742 64792 79211
7614 18875 29799 39523 47352 56819 66098 79336
7877 18999 29929 39533 47353 56904 66218 79343
7946 19079 29980 39690 47963 57163 66726 79881
8246 19300 30026 39718 48227 57167 66759
8292 19660 30234 39778 48547 57605 66920
8381 20488 30287 39906 48668 57705 67990
8803 21197 30396 40210 48773 57956 68135
9011 21214 30471 40321 49508 58567 68676
9344 21483 30685 40908 49689 58678 68820
249 9291 20932 33330 43848 53161 65529 75063
355 9759 23135 34158 43976 53233 66277 75372
582 12793 25745 34571 45257 53808 66554 75579
632 13008 27461 35680 45696 54033 67982 77278
2139 14801 27635 36668 46245 55377 68286 77901
2524 14906 29160 36702 46895 55460 68432 77939
2726 16624 29697 36919 48202 56097 70256 78121
3732 16893 30076 39108 48401 57122 70500 78874
3792 18361 30080 39585 50714 57851 70987 79131
3973 19227 30155 41220 51230 59508 71299
4002 19390 30639 41545 52079 61364 71334
4557 19469 31538 42562 52678 63357 72139
8872 19902 32798 43671 53093 65416 74677
Næstu útdrættir fara fram 7., 14., 21. & 28. mars 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
40481 48168 71675 76419
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
257 10907 16540 36747 51124 69638
2378 10911 19388 37828 52936 71609
7410 12704 29157 40147 56199 72155
7631 14482 35087 48020 64394 73569
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 4 6 8 4
Þessi setning hljómaði oft í eyrum
landsmanna á fyrstu árum Sjón-
varpsins. Ef við munum rétt, sem við
munum, var verið að auglýsa skyrtu-
tegund nokkra. Innflytjandi hennar
græddi ábyggilega stórfé á þessari
snjöllu framsetningu. Og nú er uppi
svipuð hugmynd um stórmál sem
hægt er að leysa strax. Og allir
græða.
Við félagarnir hér vestra höfum
velt því nokkrum sinnum upp á op-
inberum vettvangi að ríkið selji Ís-
landsbanka. Erum þar svo sem ekki
að finna upp hjólið. Noti fjármuni þá
sem fyrir bankann fást til uppbygg-
ingar á samgöngukerfinu. Kannski
150 milljarðar króna segja þeir sem
vit hafa á.
Þessi snjalla hugmynd um Íslands-
banka hefur fengið misjafnar und-
irtektir. Sumir segja að ríkið verði að
eiga bankana svo allt gangverkið
verði ekki snarvitlaust aftur. Aðrir
segja að ríkið eigi ekkert að vera að
vesenast í bankastarfsemi og svo
framvegis. Enn aðrir vilja kalla á er-
lenda banka. Við gömlu sparisjóða-
mennirnir vörum reyndar alvarlega
við þeim stofnunum sumum, eins og
til dæmis Danske Bank og Deutsche
Bank. Samkvæmt Reuters-fréttum
eru þeir einfaldlega heimsins mestu
sérfræðingar í peningaþvætti.
Glæpastofnanir.
Krókur á móti bragði
Nú er það kænskubragð okkar, eða
krókur á móti bragði, að koma með
þá breytingartillögu, að ríkissjóður
selji 49% eignarhlut sinn í Íslands-
banka í dreifðri eignaraðild. Kannski
70-75 milljarðar takk. Enginn mætti
eiga nema svo sem 5% í bankanum en
ríkið héldi sínum meirihluta. Ganga
verður svo frá hnútum að hér verði
ekki bara orðin tóm eins og forðum.
Þeir peningar yrðu notaðir í sam-
göngur á landi. Almenningur ætti hér
leik á borði að ráðstafa hluta af
sparifé sínu í öruggum ríkisbanka. Fá
í staðinn betri samgöngur strax sem
allir hrópa á til sjávar og sveita. Svo
má náttúrlega ekki gleyma lífeyr-
issjóðunum. Mega þeir ekki eiga hlut
í ríkisbanka? Eða stórfyrirtækjum
eins og Eimskipi og Samskipum, sem
skrönglast á ónýtum vegum árið út
og árið inn.
Hver og einn bær
er hlekkur í keðjunni!
Umrædd aðgerð um sölu á 49%
hlut Íslandsbanka mundi hafa í för
með sér samræmdar aðgerðir í vega-
málum. Í þeim efnum er landið allt
ein heild. Hver og einn bær er hlekk-
ur í þeirri keðju. Smáskammtalækn-
ingar með happa- og glappaaðferðum
myndu snarminnka. Með þessu móti
væri hægt að slá veggjöld eða skatta
út af borðinu í bili. Þeir sem varla
eiga til hnífs og skeiðar myndu fagna
því mjög. En hins vegar er Íslands-
gjald sem aðgöngumiði að Nátt-
úrulistasalnum Íslandi fyrir akandi
erlenda ferðamenn löngu tímabært.
Talandi um bankastofnanir. Við
seljum auðvitað ekki fimmeyring í
Landsbankanum. Hann ætti að vera
okkar samfélagsbanki líkt og spari-
sjóðirnir voru, sællar minningar.
Málið er sem sagt leyst eins og með
skyrturnar forðum: Seljum 49% í Ís-
landsbanka í dreifðri sölu og eign-
araðild. Og setjum hverja krónu í
uppbyggingu íslenskra vega!
„Málið er leyst: Það er Melka!“
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Guðmund Ingvarsson og
Bjarna G. Einarsson
» Seljum 49% í Ís-
landsbanka í dreifðri
sölu og eignaraðild. Og
setjum hverja krónu í
uppbyggingu íslenskra
vega!
Hallgrím
Sveinsson
Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð-
mundur fv. stöðvarstjóri Pósts og
síma á Þingeyri og Bjarni fv. útgerð-
arstjóri KD á Þingeyri.
Guðmundur
Ingvarsson
Bjarni G.
Einarsson
Ólíkt hafast þeir að. Í
Bretlandi er Brexit, hið
mikla þjóðþrifamál,
yfirgnæfandi í þinginu
og kemst vart annað að
og er það aðalfréttir
fjölmiðla þar. Hér á
landi er það annað og
einstaklega ómerkilegt
mál sem yfirgnæft hef-
ur þingið í á þriðja mán-
uð en það er fyllirísröfl
nokkurra kófdrukkinna þingmanna á
bar úti í bæ. Fjölmiðlar hér hafa ver-
ið mikið uppteknir af þessu skítamáli
og þó RÚV sýnu mest. Klaustur-
dellumálið, eins og ég kýs að kalla
það, hefur riðið sölum Alþingis að
undanförnu linnulítið og ýmis mik-
ilvæg mál lítt komist áfram vegna
þess. Gengið hefur verið svo langt að
nokkrar þingkonur hafa sýnt svo
ótrúlegan dónaskap að strunsa úr
þingsal þegar menn, sem bendlaðir
hafa verið við þetta mál, hafa stigið í
ræðustól. Þar hefur farið fremst í
flokki og hvað stóryrtust þingkonan
Helga Vala en það er einmitt sú hin
sama og varð sér til ævarandi
skammar sl. sumar á Þingvallafund-
inum sem haldinn var í tilefni 100 ára
afmælis lýðveldisins. Þá rigsaði hún
óvænt af fundinum því henni líkaði
ekki nærvera fulltrúa þess, sem
danska stjórnin hafði valið og sent til
að heiðra fundinn. En síðan mætti
Helga Vala til hátíðarfundar um
kvöldið til að ná sér í áfengi enda
þekkt að bjórdrykkju á Klausturbar,
jafnvel á vinnutíma. Þá lét til sín taka
úr ræðustól Alþingis skömmu fyrir
jól Bjarkey Olsen og flutti aðventu-
bæn sem eingöngu fjallaði um að út-
hrópa mennina sem drukku sig fulla
á Klausturbar. En forseti Alþingis,
Steingrímur J., beit svo höfuðið af
skömminni (og fannst hann ekki hafa
orðið sér nóg til skammar í þinginu í
gegnum árin) með því að skipa hverja
nefndina af annarri sem urðu svo
óhæfar vegna vanhæfis þeirra sem
hann skipaði. Síðan fann hann tvennt
sem hann taldi örugg-
lega hæft í siðanefnd og
þar við situr. Húrra.
Steingrímur J. tók
sér þarna alræðisvald
að hætti komm-
únistaleiðtoga, sem
hann hafði takmark-
aðan rétt til og undirbjó
með þessu athæfi sínu
„Gestapo“-réttarhöld,
búinn að gleyma sínum
mörgu fyrri brekum.
Skal nú drepið á nokk-
ur þeirra. Muna má er
hann sagði Sigmundi Davíð að þegja í
þinginu og lengra síðan ágætum Dav-
íð Oddssyni sem hann hellti yfir sví-
virðingum og óþverra einnig í þing-
sal. Þá má einnig minnast á mál Geirs
H. Haarde, orkupakkann, bankasöl-
una, Sjóvá, ESB og síðast en ekki síst
Icesave. Þetta er bara gróf upptaln-
ing á skítverkum Steingríms J. án
þess að hann hafi nokkurn tíma beð-
ist afsökunar á einu né neinu og ekki
er vitað annað en hann hafi verið blá-
edrú í þinginu við þessi óhæfuverk.
En í Klausturdellumálinu, sem
hann hefur blásið svo ósmekklega
upp, var um að ræða nokkra menn
sem höfðu uppi ósæmilegt orðbragð í
fylliríi en hafa ólíkt Steingrími J. iðr-
ast, beðið afsökunar og tekið sér frí
frá störfum í mánuði. Meirihluti þing-
heims dæmir þessa menn og fer um
þá óblíðum orðum, kemur óboðlega
fram við þá og heimtar afsagnir.
Þarna var um að ræða kófdrukkna
menn og ofurölvi. Ég hef aldrei vitað
að mark væri takandi á slíku röfli.
Hverslags lið er það eiginlega, sem
Alþingi Íslendinga situr? Ég vil hér
nefna eitt dæmi sem haft er eftir Líf
Magneudóttur borgarfulltrúa sem
boðið hafði verið að borði þeirra svo-
kölluðu Klausturmanna. Hún sagðist
hafa yfirgefið borðið fljótlega þar
sem um ofurölvi menn hefði verið að
ræða.
Svo rammt kveður að að nokkrir
þingmenn taka sér það vald sem þeir
hafa ekki og úthrópa mann frá nefnd-
arformennsku og sami þingmaður,
Bergþór Ólason, varð fyrir aðkasti í
ræðustól þegar píratarnir Björn Leví
og Þórhildur Sunna silltu sér upp sitt
hvorum megin við Bergþór, höfðu
uppi dólgslæti og vanvirtu þingið.
Þau ættu sannarlega að fara í langt
frí.
Þáttur RÚV sjónvarps
Komið er á þriðja mánuð síðan
nokkrir þingmenn komu saman á
Klausturbar eins og fyrr er getið og
kneyfuðu ölið það stíft að sumir urðu
ofurölvi og ósmekklega orðljótir. Þeir
hinir sömu hafa sýnt mikla iðrun og
beðið fyrirgefningar, farið í frí frá
þingmennsku í mánuði sem alþjóð
veit, allavega þeir sem vilja vita. En
þetta Klausturdellumál hefur heldur
betur orðið tilefni til linnulítils einelt-
is hjá RÚV umfram aðra miðla gagn-
vart þessum mönnum, bæði í fréttum
og hinum ýmsu þáttum sem sýndir
eru. Vil ég t.d. nefna þættina Kastljós
með Einari Þorsteinssyni, Silfrið með
Agli, svo ég tali nú ekki um Fanneyju
Birnu, þar sem steingleymst hefur að
minnast á Samfylkingarmálin hans
Dags B., þ.e. Braggamálið, og svo
kosningasvikamálið hans, bara svo
eitthvað sé nefnt af vinstri vængnum.
Þá má ekki gleyma þætti spjátrungs-
ins Gísla Marteins með æði oft slekti
frá 101 og 107. En til að kóróna ein-
eltið hefur fréttakonan Jóhanna Vig-
dís verið ötul við að koma Klaustur-
málinu að eins oft og hægt hefur
verið og þá hefur Broddi ekki látið
sitt eftir liggja að spyrja um og minn-
ast á málið og liggur við að stundum
hafi manni fundist þau kallast á um
Klausturdellumálið. Er ekki reynt að
útrýma einelti? Hvað segir nú me
too?
Skrípaleikurinn á Alþingi
Eftir Hjörleif
Hallgríms
»Hvar erum við Ís-
lendingar staddir ef
ómerkilegt fyllirísröfl á
bar úti í bæ er að setja
Alþingi á hliðina og
fréttamiðlana líka?
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is