Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is FSC vottuð og EN13432 Vottun Papparör Umhverfisvæn - Í miklu úrvali Sjálfsagt væri það löng skrá að draga saman allar yfirsjónir og afglöp stjórnmála- manna gegnum tíðina en hvers vegna þessi yfirskrift? Er Sjálf- stæðisflokkurinn sek- ari en aðrir flokkar? mætti strax spyrja. Um það má rökræða en eitt er víst: Enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur verið jafnlengi við völd og Sjálfstæð- isflokkurinn, eða nálægt 95% tímans sem liðinn er frá stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Oftast hefur hann leitt ríkisstjórnir í krafti stærðar sinnar. En spyrja má: Er þetta æskilegt þar sem lýðræði á að byggjast á fjöl- breytni og hag allra landsmanna en ekki hagsmunagæslu fárra útval- inna? Sjálfstæðisflokkurinn náði oft ótrúlega miklum árangri með snjallri útfærslu slagorða sinna. Hver man ekki eftir „Stétt með stétt“ þó svo að sífellt væri klifað á að hér væri nán- ast stéttlaust samfélag? „Vörn gegn glundroða“ var slag- orð upp úr miðri öldinni sem leið og eignað Bjarna Benediktssyni eldri sem var einn af meginforystumönn- um Sjálfstæðisflokksins. Borði með þessari áletrun var strengdur fyrir hverjar kosningar efst í Bankastræti og máttu allir þeir sem leið áttu þar um að ganga undir þetta slagorð. Allt þetta hefur átt sinn þátt í að þjappa fólki saman um Sjálfstæð- isflokkinn. Í ævisögu Guðna Th. Jóhann- essonar forseta um Gunnar Thor- oddsen má lesa að Sjálfstæðisflokk- urinn sótti margar sínar fyrirmyndir til þýska nasistaflokksins. Má þar nefna hug- myndafræði um skipu- lag flokksins í sveitum og bæjum landsins, fjármögnun og hvernig slagorð voru saman sett. Er þar margt fróð- legt að fræðast um í þeirri vel rituðu bók. Lengi hefur Sjálf- stæðisflokkurinn lagt áherslu á vera málsvari einstaklingsins og lýðræðis í sam- félaginu. Þetta er mjög lofsvert en er þetta í raun og í samræmi við yfirlýs- ingar? Á síðustu árum hefur Sjálfstæð- isflokkurinn dregið í efa nauðsyn þess að hér verði sett ný stjórn- arskrá og er það miður. Með nýrri stjórnarskrá byggðri á nútíma- hugsun um mannréttindi og lýðræði og hvernig megi varðveita hvort tveggja hefur Sjálfstæðisflokkurinn gerst sekur um að vera ákaflega aft- urhaldssamur stjórnmálaflokkur og slegið á þörfina fyrir að samfélagið þróist í átt að auknu lýðræði og frelsi allra einstaklinga. Þetta er flokknum til mikils vansa. Frá 1991 og til þessa dags hefur Sjálfstæðisflokkurinn stýrt fjár- málaráðuneytinu og þar með skatta- málum og skattrannsóknum m.a. vegna undanskots skatta. Undan- skilin eru árin 2009-2013 og kannski það eina ár sem Benedikt Jóhann- esson gegndi þessu embætti en hann er ekki langt frá Sjálfstæð- isflokknum. Á þessum tæpu þrem áratugum hefur orðið mikið „mis- gengi af mannavöldum“ með mis- munun milli þegnanna. Árið 1996 voru lægstu laun og greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins innan skattleysismarka. Frá þeim tíma hefur þeim verið haldið nær óbreytt- um en vísitölur hækkað yfir 160%. Er svo komið að nú kostar það um 150 milljarða að færa skattleys- ismörkin upp. – Þetta hefur orðið á vakt Sjálfstæðisflokksins og er hon- um til mjög mikils vansa. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allar meginsyndir stjórnmála- manna. Þeir eru mannlegir eins og gengur en oft mættu þeir ígrunda betur það sem þeir ákveða. Að létta af sumum skattbyrði en færa yfir á aðra sem minna mega sín verður að teljast sérstaklega ámælisvert. Hugmyndir þeirra Indriða H. Þor- lákssonar, fyrrverandi ríkisskatt- stjóra, og Stefáns Ólafssonar, pró- fessors í Háskóla Íslands, eru alla vega áhugaverðar og myndu bæta mikið úr þeim ógöngum sem skatta- mál landsmanna undir stjórn sjálf- stæðismanna hafa ratað í. Óskandi er að þessar hugmyndir verði teknar til skoðunar og útfærð- ar þannig að stjórnmálamönnum sé sómi að. Einnig Sjálfstæðisflokkn- um! Syndir Sjálfstæðisflokksins Eftir Guðjón Jensson »Enginn stjórn- málaflokkur á Ís- landi hefur verið jafn- lengi við völd og Sjálfstæðisflokkurinn. Er það æskilegt fyrir lýðræði sem á að byggj- ast á fjölbreytni? Guðjón Jensson Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Tuttugu ár ! Hversu hraðfleygur er tíminn. Mér verður reikað um heimalönd hugans og minnist þessara tíma- móta, þessara ögur- stunda um leið, þegar samfylgd fjölda fyrr- verandi samherja var rofin, hvergi nærri sársaukalaust og hald- ið með öðrum á braut til nýrra markmiða, lengra til vinstri, lengra til hugsjóna sem við unnum, vildum að minnsta kosti að væru okkar. Köpuryrði flugu um undanvillinga og liðhlaupa, en löngu gleymt hverjir tóku þau sér í munn. Það var ótrú- lega samheldinn hópur sem ég ávarpaði fyrir tuttugu árum, mikið og gott mannval þegar ég leit yfir salinn og mér fannst ég vera á rétt- um stað fyrir mínar áherzlur, mínar meginskoðanir í þjóðmálum. Árin tuttugu hafa fært mér sanninn um það að fyrir mig var þessi ákvörðun sú eina rétta. Ekki það að ég hafi alltaf verið himinlifandi, en það var ég heldur ekki alltaf í Alþýðu- bandalaginu sáluga sællar minn- ingar. Það var helzt til mikils ama þegar umsóknin um ESB var sam- þykkt, þessu allsherjaryfirvaldi þar sem hinir stóru og sterku fá eðlilega mestu ráðið, eðlilega segi ég þar sem þannig er þessu fyrir komið. Þá leið mér eins og mörgum öðrum talsvert illa í sálinni. En hvað sem einstökum málum hefur undið fram þá hefi ég enn hvergi annars staðar fundið mál- efnalega fótfestu og um það erum við Björn G. Eiríksson frændi minn og fóstbróðir, sem er glöggskyggn mað- ur, hjartanlega sammála. Þegar við af innstu sannfæringu höfum tekið stöðuna þá er niðurstaða okkar jafn- eindregin og var í árdaga þessarar hreyfingar, Katrín Jak- obsdóttir forsætisráð- herra nefndi það ein- mitt hversu mörg þeirra mála sem VG setti á oddinn í upphafi hafi verið talin fjar- stæðukennd, allt að því hlægileg og skyldi mað- ur ekki hafa kannast við það, svo sem fjalla- grasasönginn fræga. En nú er það svo að allir eða næstum allir vildu þá Lilju kveðið hafa og hafa jafnvel hert á kröfunum okkar þá. Baráttan eftir hrunár kapítalistanna með dyggri hjálp Samfylkingarinnar var eðlilega löng og hörð, en vilja menn hugsa þá baráttu án röskrar aðkomu VG? Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð hefur verið að vinna gott starf stutt hugsjónaviðmiðum okkar fóst- bræðra, hún er einmitt núna að vinna að góðum málum, hvort sem litið er til lýðheilsumála eða jafnréttismála eða þá loftslagsmála og við erum glaðir í hjarta okkar að hafa valið rétt á sinni tíð. Sem bindindismenn þá fögnum við því að VG hefur staðið sig eins vel í þeim efnum og kostur er. Megi hún áfram vel vinna til varnar og sóknar fyrir vinnandi fólk sem og þeim sem erfiðasta eiga lífsgönguna, með lýð- heilsu allra í gunnfána sínum. Þar eru hennar hlutverk helzt og fremst. Merk tímamót – VG tuttugu ára Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Árin tuttugu hafa fært mér sanninn um það að fyrir mig var þessi ákvörðun sú eina rétta. Höfundur er fv. alþingismaður og einn stofnenda VG. Sú var tíðin að ég rembdist eins og rjúpan við staurinn við að reyna að vera eitthvað. En þá var ég aldrei neitt, nema sýnd- armennskan og ein stór vonbrigði. Það var ekki fyrr en ég gafst upp og hætti að rembast að mér op- inberaðist að í sjálfum mér væri ég svo sem ekki neitt, en þó óendanlega dýr- mætur í augum Guðs, að mér fannst ég verða eitthvað, vera einhvers virði. Þá fyrst fór ég að hafa eitthvað fram að færa. Þá fyrst fór ég að geta gefið eitthvað af mér. Því þá fyrst fannst mér ég vera nóg. „Því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Ástarljóð Þú ert ekki mistök eða slys eða eins og hver annar aðskotahlutur í þessari veröld. Heldur ljóð sem Guð hefur ort. Ástarljóð, sem Guð hefur ort og vill fá að yrkja með þér frá degi til dags. Ljóð sem ætlað er að bera birtu og yl inn í aðstæður fólks. Því er svo mikilvægt að þú standir vörð um sjálfan þig og lífið dýrmæta sem í þér býr. Því að með þér vill Guð fá að skrifa / skapa réttlátari, kærleiksríkari og betri heim. Í ljósi mannlegs veruleika kann þér líklega eins og mér stundum að líða eins og sandkorni á strönd, sem treðst undir í áreiti og baráttu dag- anna. En, í ljósi Guðs ertu eins og óend- anlega fögur dýrmæt perla, ein- stakur gimsteinn, fylltur leynd- ardómsfullum tilgangi í eilífri áætlun Guðs. Þess Guðs sem elskar þig út af lífinu. Vissirðu, að þú ert nefnilega eilífðar verðmæti, nátt- úruperla sem ber að huga að, sýna virðingu, pússa og gæta. Það er nefnilega enginn eins og þú. Enginn er með sama göngulag í þess- ari veröld sem þú – og þér er ætlað mikilvægt hlutverk í þessum heimi. Eins og þú ert, þar sem þú ert, hverju sinni. Þess vegna ert þú nóg. Eilífðar verðmæti Í lófa Guðs er nafn þitt ritað. Þú ert hand- arfar skaparans í þess- um heimi og líf þitt hið fegursta ljóð. Heilagur andi hefur blásið þér lífi, anda og krafti í brjóst til að vera sá eða sú sem þú ert. Þú ert leikflétta í undri kærleikans. Njóttu þess og láttu muna um þig. Þegar sjálfur höfundur og full- komnari lífsins horfir á þig sér hann nefnilega eilífðarverðmæti sem hann vill ekki að fari í súginn. Heldur ósk- ar hann þess og biður að þau mættu vaxa og dafna, bera ávöxt og vara um eilífð. Brot úr demanti Kærleikur Guðs er líkt og dem- antur sem fellur til jarðar og splundrast í óteljandi kristalla. Einn þeirra er ætlaður þér svo þú fáir not- ið þeirra verðmæta um eilífð. Gættu þess aðeins að pússa perlurnar í lífi þínu svo að þær fái notið sín, því að í þeim felst öll þín hamingja. Öll jafn mikilvæg Eins og ólíkir ávextir erum við þótt í sömu körfunni séum. Með mis- jafna hæfileika, ólíkar skoðanir og mismunandi þarfir. Öll jafn mik- ilvæg þótt ólík séum. Vegum hvert annað upp, engan má vanta. Tölum saman án fordóma. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Stöndum saman í baráttunni fyrir bættari samskiptum og betri heimi. Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Þú ert handarfar skaparans Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þú ert handarfar skaparans í þessum heimi og líf þitt hið feg- ursta ljóð. Hann hefur blásið þér lífi, anda og krafti í brjóst til að vera sá sem þú ert. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.