Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
áður á staðinn. Þannig var Berg-
lind.
Í öllu sem Berglind gerði skein
alltaf í gegn ást og umhyggja fyrir
fjölskyldunni sinni og að eiga góð-
ar stundir og skapa minningar.
Hún naut sín best uppi á fjöllum á
skíðum og í árlegum ferðum á
ættarsetrið í Aðalvík þar sem mér
skilst að sólarlagið sé eitt það fal-
legasta.
Berglind var mikil fjölskyldu-
manneskja eins og sá samhugur
og samheldni sem einkenndi fjöl-
skylduna þessa síðustu mánuði í
veikindunum ber skýrt merki.
Það er sárt að kveðja góða vin-
konu en minningarnar munu lifa
áfram og verða veganesti fyrir
okkur sem tökum þrautseigju og
baráttu Berglindar til fyrir-
myndar.
Evva, Elsu Eddu og fjölskyldu
votta ég mína dýpstu samúð.
Takk fyrir samveruna mín
kæra vinkona.
Jóhanna Claessen.
Við Berglind hittumst fyrst í
3E í MR, haustið 1992. Íþrótta-
stelpa og handboltahetja úr Hafn-
arfirði, stórglæsileg og með allt
sitt á hreinu. Þannig var Berglind
þegar við hittumst fyrst fyrir
tæpum 27 árum og þegar við
kvöddumst síðast fyrir tveim vik-
um. Það var enda alveg sama
hvaða vandamálum hún mætti á
lífsleiðinni; hún bara tók þau að
sér og leysti úr þeim, með kær-
leikann og eigin sannfæringu að
leiðarljósi. Án þess nokkurn tíma
að röfla, kveinka sér eða kvarta.
Það er ótrúlegt að hugsa til
þess að ég hafi þekkt Berglindi í
næstum 27 ár og viðurkenna um
leið að það sé allt of stuttur tími.
Við tókum okkur góðan tíma í að
kynnast, en óteljandi gæðastund-
ir bundu okkur saman órjúfanleg-
um vináttuböndum.
Við fórum í fyrstu utanlands-
ferðir okkar og gengum um
Hornstrandir undir lok síðustu
aldar. Hlupum okkar fyrsta hálf-
maraþon sumarið 2001 og sama
sumar kepptum við í þríþraut
KR, á þriggja gíra hjólum, hvar
Berglind landaði þriðja sætinu.
Kepptum á gönguskíðum í Vasa-
loppet í Svíþjóð árið 2007. Það
þarf vart að taka það fram að
Berglind var alltaf langt á undan
mér í mark, án þess þó að láta mig
nokkurn tíma finna fyrir því, enda
var hún örugglega ekkert í
keppni við mig. Uppáhaldsferðin
okkar beggja var þó sú síðasta,
þegar við dvöldum í viku í búdda-
setri í skosku hálöndunum við
hugleiðslu og jóga. Þarna vorum
við að nálgast 42 ára aldurinn, og
ekki frá því að við værum loksins
að fatta þetta – þið vitið – svarið
við „lífinu, alheiminum og öllu
saman“. Við vorum sammála um
að þetta væri eitthvað það allra
besta sem við höfðum tekið okkur
fyrir hendur. Þótt minningarnar
um þessa ferð verði mér alltaf
ofarlega í huga verða minning-
arnar frá samverustundum okkar
Berglindar þennan síðasta vetur
mér enn kærri. Það var alveg
sama hversu veik Berglind var
orðin; alltaf tók hún á móti mér
brosandi og sannfærð um að hún
yrði aftur betri.
Morgundagurinn yrði örugg-
lega betri en sá sem var að líða, og
það varð hann líka oft í vetur. Það
var ekki annað hægt en að halda í
vonina með henni, allt fram á síð-
asta dag.
Fyrir Berglindi var ekkert fjall
of hátt, ekkert verkefni of stórt og
engar áskoranir þess eðlis að þær
mætti ekki leysa. Það var bara
þetta allra síðasta fjall, sem við
þurfum öll að lúta í lægra haldi
fyrir, sem henni tókst ekki að
sigra. Hún fór samt langt með og
miklu lengra en hægt var að búast
við. Þessa síðustu ferð höndlaði
Berglind af sömu yfirvegun, bar-
áttuvilja og öryggi og allt annað
sem hún tókst á við.
Elsku Evvi og Elsa, Ingibjörg
og Hallgrímur, Elsa, Ásgeir og
Jónas, harmur ykkar er mikill en
minningin um einstaka vinkonu
lifir. Ég skil eftir hjá ykkur bæn-
ina sem við lærðum í Skotlandi og
var okkur svo kær. Megir þú vera
hlý og heil. Megi hamingja og
friður fylgja þér. Megir þú hafa
frelsi til að öðlast visku.
Katrín Helga
Hallgrímsdóttir.
Við kynntumst Berglindi fyrst
í Menntaskólanum í Reykjavík og
urðum síðar náinn vinahópur við
nám í verkfræði við Háskóla Ís-
lands, ekki síst vegna fjölmargra
hópverkefna sem við unnum sam-
an. Berglind var sólargeisli í ann-
ars drungalegum húsakynnum
VRII þar sem við vorum oftar en
ekki að reyna komast í gegnum
þurrar diffurjöfnur eða burðar-
þolsreikninga. Hún lýsti upp
skammdegið með sínu fallega
augnaráði, hlýju og brosi sem lét
öllum líða svo vel í návist hennar.
Eftir að háskólanáminu lauk
héldum við enn hópinn og hitt-
umst reglulega í matarklúbbi
(sem bar nafnið Friðrik) þar sem
við áttum iðulega góðar stundir
við matarborðið. Við gæddum
okkur á metnaðarfullum réttum,
krufum lífsgátuna, hlógum og
höfðum gaman enda ávallt stutt í
smitandi hláturinn hjá Berglindi.
Í minningu okkar allra var hún
alltaf með bros á vör og óhrædd
við að takast á við hvaða verkefni
sem var. Hún geislaði af sér já-
kvæðni og hugrekki og virtist
aldrei í vondu skapi eða illa upp-
lögð. Hún var heiðarleg, traustur
vinur okkar allra og hafði þann
kost að eyða neikvæðu tali þar
sem hún kom. Hún hafði þannig
ómetanlega góð áhrif á vinnugleði
og andrúmsloftið í hópnum sem
við búum öll að.
Berglindi skorti ekki gáfur eða
ákveðni og hafði ástríðu til að
leggja sitt af mörkum í námi jafnt
sem félagsstörfum og stúdenta-
pólitík. Hún var einfaldlega ein af
þeim sem geta komist eins langt
og þeir vilja.
Erfitt er að sættast, eins og gengur
að örstutt dægur leiði af sér nótt.
Einstök sál sem átti að lifa lengur
lýkur sinni jarðvist allt of fljótt.
(GGG)
Við færum Evva, Elsu Eddu og
fjölskyldu Berglindar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur þegar
við kveðjum góða vinkonu með
miklum söknuði. Hvíl í friði elsku
vinkona.
Davíð, Gunnar Geir,
Gunnar Stef., Helgi Pétur,
Kristín Birgitta, Þórður og
fjölskyldur.
Elsku vinkona mín Berglind er
fallin frá, allt of snemma. Ég
kynntist Berglindi þegar við hóf-
um nám í menntaskóla. Við kom-
um báðar úr Hafnarfirðinum,
hvor úr sínum bæjarhlutanum en
síðar flutti ég í nágrenni við hana
og fjölskyldu hennar og Berglind
varð náin vinkona mín. Hún hafði
allt til að bera; hún var gáfuð og
kom svo vel fyrir, alltaf glæsileg,
jákvæð og brosandi og með góða
nærveru. Hún reyndist mér
traustur og góður vinur. Þau Evvi
aðstoðuðu okkur hjónin í þreng-
ingum og hún hughreysti mig og
studdi þegar ég tókst á við erfiða
tíma. Ég reyndi að gera slíkt hið
sama þegar hún þurfti á að halda.
Hún var svo sterk og þrautseig í
veikindabaráttu sinni að ég held
ég viti fáa eða enga hennar líka að
því leyti. Hún hafði alltaf baráttu-
anda og von og var brosandi og
svo hlý í hvert skipti sem ég heim-
sótti hana, jafnvel þótt hún væri
orðin afar þróttlítil. Ég var svo
sannfærð um að ég myndi fá að
hitta hana aftur og spjalla; maður
trúir alltaf á lífið. Berglind og fjöl-
skylda hennar eiga sérstakan
stað í mínu hjarta, þau hafa
reynst mér svo vel. Ég er afar
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Berglindi.
„Öllu er afmörkuð stund, og sérhver
hlutur undir himninum hefir sinn tíma.
Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja
hefir sinn tíma, að gráta hefir sinn tíma
og að hlæja hefir sinn tíma, “
(Préd. 3:1, 4)
Sigurlaug Hjaltadóttir.
Andlát Berglindar vinkonu
okkar skilur eftir sig sár sem mun
aldrei gróa að fullu. Við munum
alltaf bera ör á sálinni eftir þá
sorg að missa hana frá okkur.
Berglindar verður mikið og sárt
saknað, og sorgin yfir missinum
mun hryggja okkur lengi.
Vinátta okkar við Berglindi og
Evva er ein allra mesta gæfa okk-
ar í lífinu. Allt frá því við kynnt-
umst fyrst tókum við með þeim
skrefin í átt að fullorðinsárunum.
Frá stúdentagörðum í fyrstu íbúð
og svo stærri vistarverur með
stækkandi fjölskyldum.
Vinátta okkur fjögurra var
áreynslulaus þannig að allar
taugar slöknuðu þegar við hitt-
umst og vorum saman. Við gátum
verið saman í langan tíma og
ferðast langar vegalengdir, sýnt
okkar bestu og verstu hliðar –
alltaf án þess að finna fyrir óör-
yggi eða óþægindum. Við vorum
alltaf í einhverjum skilningi
heima þegar við vorum nálægt
þeim.
Þessi vinátta er eitt af því allra
verðmætasta sem við höfum eign-
ast saman – og minningin um
Berglindi og samverustundir
okkar allra verður ætíð kyrrsæll
sælureitur í huga okkar, helgur
staður sem enginn getur af okkur
tekið.
Þeir sem til þekkja vissu að
Berglind var lengi með hættu-
legan sjúkdóm. En Berglind
barðist af sínu áreynslulausa hug-
rekki og lifði mörg ár við óskert
lífsgæði eftir að hin upphaflega
greining hafði dæmt hana til ósig-
urs. Sjúkdómurinn átti að slá
hana út með rothöggi í fyrstu lotu,
en á endanum tapaðist bardaginn
naumlega á stigum. Lærdómur-
inn af hugrekki Berglindar, henn-
ar ótrúlega styrk, yfirvegun og
æðruleysi, er líklega dýrmætasti
gimsteinninn í fjársjóðskistu
minninga um einstaka mann-
eskju.
Við munum oft minnast Berg-
lindar og gleðin yfir lífi hennar
mun ylja okkur alla okkar daga.
Örin sem við berum eftir sorgina
verða engin lýti heldur hjartfólgin
prýði. Þau eru falleg eins og
minningin um elskulega vinkonu,
falleg eins og þakklætið fyrir allt
sem hún gaf, og þau eru falleg
eins og áframhaldandi og ævar-
andi kærleiksrík vinátta okkar við
elsku Evva og Elsu Eddu.
Ingunn, Þórlindur, Anton
Haukur og Elín Katrín.
Við vorum 20 strákar og fjórar
stelpur sem byrjuðum saman í
eðlisfræðideild II haustið 1994 og
áttum við eftir að vera bekkjar-
félagar síðustu tvö árin okkar í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Stór hluti hópsins átti svo eftir að
fylgjast að í verkfræðinámi eftir
útskrift. Bekkurinn var samrýnd-
ur og átti margar góðar stundir
saman, innan skólastofunnar sem
og utan, til dæmis í útilegum,
spilamaraþonum á Café au Lait
og í kjallara Cösu. Þetta endur-
speglaðist þegar 19 okkar hittust í
tilefni 20 ára útskriftarafmælis
árið 2016.
Berglind var einstök, ef hún
var ekki brosandi þá var hún
hlæjandi. Hún færði með sér
birtu og yl inn í hvert herbergi
sem hún kom, bæði með léttri
lund og einnig með einstakri já-
kvæðni. Hún var afar greind, stóð
ávallt með sjálfri sér og lét ekki
aðra hafa áhrif á skoðanir sínar
eða gjörðir. Berglind talaði aldrei
illa um aðra og reyndi að snúa of-
an af neikvæðri umræðu hvenær
sem hún gat.
Þrátt fyrir veikindin naut hún
lífsins með fjölskyldu og vinum,
þreyttist ekki á að smella sér á
skíðin og bruna niður brekkurnar
með Evva sínum og Elsu Eddu.
Ekki lét hún veikindin heldur
stoppa sig í að stunda hlaup eða
aðra útivist.
Berglind var góður vinur og
bekkjarfélagi, hún fann sér sér-
stakan og langlífan stað í brjósti
okkar allra.
Megi góður Guð veita ykkur,
Evvi, Elsa Edda, fjölskylda og
vinir, styrk til að takast á við
sorgina. Missir ykkar er mikill.
Minning um fallega, sterka og
glaðværa konu mun lifa með okk-
ur öllum.
Fyrir hönd bekkjarfélaga 6Y,
Menntaskólanum í Reykjavík,
Arnfríður og Rósa.
Vondar fréttir gerast sjaldan
verri. Baráttukonan Berglind
hefur nú lotið í lægra haldi fyrir
hinum illvíga óvini sem hún hafði
háð hetjulega baráttu við í ótrú-
lega langan tíma. Skammdegið er
að víkja og vorið er á næsta leiti;
dimmustu dagar ársins að baki
þegar lokapunkturinn er settur
aftan við síðustu setninguna í lífs-
bók þessarar yndislegu og mögn-
uðu konu.
Berglind hóf störf í Lands-
bankanum í ágúst 2006 og starf-
aði í ýmsum deildum og sviðum
bankans, fyrst á alþjóðasviði en
eftir hrun í endurskipulagningar-
deild og nú síðast sem forstöðu-
maður á fyrirtækjasviði frá 2016.
Berglind vann með fjölda fólks
innan bankans og hvar sem hún
fór eignaðist hún vini og naut
virðingar. Berglind var afar sam-
viskusamur og góður starfsmað-
ur; eldklár og úrræðagóð, hjálp-
leg og jákvæð.
Berglind var mikil keppnis-
manneskja og baráttukona og
tókst á við sjúkdóm sinn af full-
komnu æðruleysi með bjartsýni,
jákvæðni og sínu fallega brosi og
húmor. Hún hafði gengið með
meininu lengi en hún varð mér
sjáanlega aldrei veik. Ekki fyrr
en undir það síðasta. Hún gaf
aldrei upp vonina. Margt af sam-
starfsfólki hennar tók með einum
eða öðrum hætti þátt í baráttu
hennar síðustu mánuðina með
stuðningi, bænum og fallegum
óskum.
Hugur okkar hér í bankanum
er að sjálfsögðu með eiginmanni
hennar og dóttur og fjölskyldu
allri.
Ég, fyrir mína hönd og sam-
starfsfólks bæði á fyrirtækjasviði
og annars staðar í bankanum, vil
með þessum fátæklegu orðum
senda ykkur okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur; engin orð geta gert
ykkur þessa raun bærilegri en
vonandi er það einhver huggun að
eiginleikar og útgeislun Berg-
lindar varðveitast í dóttur hennar
og munu vafalaust bera henni fag-
urt vitni. Megi góður Guð vera
ykkur styrkur í sorginni.
F.h. samstarfsfólks og vina í
Landsbankanum,
Árni Þór.
Hinsta kveðja frá stjórn SÍ
Með ótímabæru andláti Berg-
lindar er stórt skarð höggvið í
stjórn Sjúkratrygginga Íslands
en Berglind hefur sinnt stjórnar-
mennskuí stofnuninni af mikilli
elju og alúð síðan hún var skipuð
árið 2014. Við munum sakna
krafts hennar, áræðni og þrot-
lauss vilja til að gera betur. Hún
var skörp og þorði að hugsa út
fyrir rammann. Hélt öllum við
efnið og engan bilbug var á henni
að finna þrátt fyrir erfið veikindi.
Hennar verður sárt saknað en
minningin og verk hennar innan
stjórnarinnar munu lifa.
Við sendum fjölskyldu og ást-
vinum Berglindar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Birna Svavarsdóttir
Brynhildur S. Björnsdóttir
Guðmundur Magnússon
Hákon Stefánsson.
Fleiri minningargreinar
um Berglindi Hallgríms-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Sigrún Hart-mannsdóttir
fæddist á Melstað í
Óshlíð 8. ágúst
1926. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks 19.
febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Hartmann
Magnússon bóndi,
f. í Tungu í Stíflu
árið 1888, d. 23.
nóvember 1980, og Guðlaug
Pálsdóttir, f. í Hamrakoti í
Svarfaðardal 24. ágúst 1888, d.
26. júlí 1968. Sigrún var yngst
fjögurra systkina, en þau voru
Magnús Hofdal, Ásta og Guðný
Kristín.
Hinn 6. júlí 1948 giftist Sig-
rún Halldóri Antonssyni, f. á
Fjalli í Kolbeinsdal 10. septem-
ber 1921, d. 11. apríl 2008. Þau
eignuðust þrjá syni: 1) Gunn-
laug, f. 11. sept. 1947. Kona
hans var Fjóla Grímsdóttir, f.
8. nóv. 1953. Þau skildu. Börn:
Soffía Sigrún, f. 3. sept. 1974.
Maki Sigurður Einar Steinsson,
f. 1965. Börn þeirra eru Fjóla
María, Viktor Kolbeinn, Íris
Hekla og Lilja Bríet. Grímur
Anton f. 24. maí 1978. Sam-
býliskona Sigþrúður Guðna-
dóttir, f. 1978. 2) Bjarni, f. 23.
janúar 1952. Maki Kristjana
Björg Frímannsdóttir, f. 7. júlí
1953. Börn þeirra: Halldór, f.
26. júní 1972. Fyrri barnsmóðir
Halldórs er Auður Árdís Eiðs-
dóttir, f. 1973. Börn þeirra
Bjarni Hörður og
Helga. Seinni
barnsmóðir Hall-
dórs er Anita
Aune, f. 1971. Son-
ur þeirra er Per
Ståle. Sambýlis-
kona Halldórs er
Lára Huld Krist-
jánsdóttir, f. 1978.
Hún á þrjár dætur
úr fyrri sambúð.
Sigurlaug, f. 17.
apríl 1975. Maki Lage Berg, f.
1973. Dætur þeirra: Kristjana,
Sandra, Telma og Emma (and-
vana fædd). Ósk, f. 16. okt.
1984. Maki Axel Eyjólfsson, f.
1981. Börn þeirra eru Anton
Þorri, Bríet og Eydís Inga. 3)
Hartmann Ásgrímur, f. 2. mars
1957. Sambýliskona Arnbjörg
Kristín Hjaltadóttir, f. 1951.
Þau slitu samvistir. Dætur
þeirra eru Hlíf, f. 11. febrúar
1972. Maki Jónas Logi Frank-
lín, f. 1972. Synir þeirra Atli
Fannar, Egill Ari og Jóhann
Ernir. Hildur, f. 7. september
1977. Maki Hjörvar Hall-
dórsson, f. 1975. Dætur þeirra
Hervör Frigg, Halldóra Ísa-
bella og Helena. Hallrún, f. 25.
júní 1982.
Núverandi sambýliskona
Hartmanns Ásgríms er Sólveig
Pétursdóttir, f. 21. júní 1953.
Börn hennar eru Sólveig og
Pétur.
Sigrún verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 1.
mars 2019, klukkan 15.
Árið 1948 festu þau Sigrún
og Halldór kaup á jörðinni
Tumabrekku í Óslandshlíð og
hófu þar búskap. Sigrún, eða
Rúna eins og hún var ávallt
kölluð, var langyngst sinna
systkina og í miklu eftirlæti
enda glaðvær og sjálfstæð
snemma.
Móðuramma hennar var
fyrsta konan sem átti sæti í
hreppsnefnd á Íslandi og var
sagt að þær væru um margt
líkar. Rúna var mjög fróð enda
las hún mikið og fylgdist vel
með. Hún var glettin og hafði
gaman af því að spila við
barnabörn sín og var með af-
brigðum gestrisin og kom eins
fram við alla. Hún var vel liðin
hvar sem hún bar niður, t.d. í
fiskvinnslu á Hofsósi og sem
matráðskona á Hólum í Hjalta-
dal og átti þar bæði rektorinn
og vígslubiskupinn að góðum
vinum enda treystu þeir henni
og sáu að hún sinnti hlutverki
sínu af reisn og lipurð.
Rúna vildi alltaf hafa allt fínt
í kringum sig og aðstoðaði
gjarna nágranna sína óbeðin.
Gaman var að ferðast með
henni til Sviss þegar hún var að
heimsækja barnabarn sitt þar.
Alls staðar var eins og hún
væri heima hjá sér. Það var
eins og maður yrði ríkari af því
að kynnast Rúnu og ég tel það
lán mitt að svo varð. Guð blessi
minningu góðrar konu og huggi
aðstandendur hennar og vini.
Sólveig Pétursdóttir.
Sigrún
Hartmannsdóttir
Okkar elskulegi
JÓHANNES GÍSLI PÁLMASON
frá Sámsstöðum,
lést 24. febrúar.
Úför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 11. mars klukkan 13.30.
Sindri Snær Jóhannesson Emilía Rós Elíasdóttir
Elísabet Ýr Jóhannesdóttir
Jón Pálmi Jóhannesson
Helga Jónsdóttir
Jón Pálmi Gíslason
Helga Sigríður Árnadóttir Þórður Grétar Andrésson
Sveinbjörg Sigrún Pálmad.
Eva Hrönn Pálmadóttir Ársæll Örn Heiðberg
Marsibil Sara Pálmadóttir Jens Kristinn Elíasson
og fjölskyldur
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST JÓHANNSSON
frá Sporði,
Hvammstangabraut 20,
Hvammstanga,
lést á HVE Hvammstanga mánudaginn
25. febrúar. Jarðarför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þorbjörn Ágústsson Oddný Jósefsdóttir
Jóhanna Sigurða Ágústsd. Guðmundur Vilhelmsson
barnabörn og barnabarnabörn